Leita í fréttum mbl.is

Mjög gott hjá Ögmundi

Katir-krakkar-sykurlausir_649870303

Tannlækningar barna eru í algjöru lamasessi eftir 18 ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins. Íslendingar þamba þjóða best að sykruðu gosi. Það er því mjög jákvætt skref að skattleggja sykur og nýta peninginn í forvarnir og að greiða niður tannlækningar. Vælið í framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins er dæmigert. Hér er afar fróðlegur pistill um málið.

Ögmundur Jónasson er einhver besti heilbrigðisráðherra sem við höfum haft frá upphafi. Áfram Ömmi!


mbl.is Tillaga um sykurskatt ótrúleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég er mjög ánægð með Ögmund sem heilbrigðisráðherra. Það þarf að taka verulega á til að bæta tannheilsu barna. Heilbrigðar tennur eiga ekki bara að vera "statussymbol" þeirra ríku.

Úrsúla Jünemann, 15.5.2009 kl. 11:11

2 identicon

Vitanlega er gott mál að draga úr sykurneyslu.  Ég tók þá ákvörðun,  prívat og persónulega    fyrir ca. 30 árum að draga sem mest úr sykurneyslu og hætta alfarið að sykra mat og drykk.  Læt það duga sem í fóðrinu er fyrir, sem oftast er meira en nóg, og það tók mig ekki nema nokkra mánuði að venjast því.  Því miður kemst ég ekki hjá því að nærast öðru hvoru    og reyni þá sem mest að forðast sykrað fæði.  Matur er almennt alltof sykraður fyrir minn smekk og þá ekki síður sá matur sem auglýstur er "holli maturinn".  Ég fór eins að með blessað saltið, læt duga það salt sem í fóðrinu er frá hendi náttúrunnar.  Hvort þetta fjölgar (eða fækkar) lífárum mínum veit ég ekki, enda nokk sama. 

Þegar ráðamenn, eins og í þessu tilfelli, rökstyðja skattlagningu á þann hátt sem Ögmundur gerir finnst mér þeir vera komnir á ákaflega "grátt svæði" og lítið trúverðugt.  Það kom fram í viðtali við Ögmund að hann telji ekki ástæðu til að "eyrnamerkja" sykurskattinn einu né neinu og það var ákaflega dapurlegt.  Vitanlega væri þá best að þessi "gosdrykkjasykurskattur" færi beint í niðurgreiðslu á tannviðgerðum, því líklegt er að þeir sem mest "drekka" af þessum "ósóma" þurfi mest á tannviðgerðum að halda og væru þá að greiða að stórum hluta sjálfir, "óbeint".  Þannig mætti taka fleiri "neysluvörur" fyrir, svo sem áfengi (ekki veitir nú af hjá SÁÁ), tóbak, salt og ótalmargar aðrar sem valda "óþarfa" vandamálum í þjóðfélaginu. 

Hvort Ögmundur er einhver sá besti.  Eru menn ekki full "fljótir" að dæma um það.  Annars er greinin þín ágæt.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 11:45

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

alveg frábært og tími til komin !! til hamingju með huga dag i dag og kveðja til ykkar allra kæri hlynur !

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.5.2009 kl. 13:18

4 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Sama forræðishyggjan og afturhaldssemin, sem einkennir þessa ráðstöfun og hefur lengi loðað við þann flokk, sem telur sig vera vinstri. Hafa engin svör, en þykjast alltaf hafa svörin fyrir aðra og vita hvað er þeim fyrir bestu.

Oddur Helgi Halldórsson, 15.5.2009 kl. 13:53

5 identicon

Aukin skattlagning á neyslu fólks skilar sér í hærra verðlagi sem svo hækkar vísitölu neysluverðs sem síðan skilar sér í auknum greiðsluþunga af lánum heimilanna.  Þetta hafa neytendasamtökin bent á.  Þetta er nú aldeilis "skjaldborg" sem verið er að slá um heimilin og lofað var fyrir kosningar.   

Finnst vanta að skilgreina betur grunnorsökina í stað svona "quick fix" lausna sem ég efast um að sé lausn á því vandamáli sem er verið að lýsa.  

Hver er grunnorsök slæmrar tannheilsu barna?  Er orsökin tend heilbrigðiskerfinu og þeirri staðreynd að sumir foreldrar hafa ekki efni á tannheilbrigðisþjónustu?  Er sú staðreynd að tannlækningar lúta öðrum lögmálum en önnur heilbrigðisþjónusta hvað varðar þátttöku ríkisins orsökin?  Er orsökin aukin gosdrykkjaneysla, verri tannhirða barna (minni forvarnir og verra eftirlit foreldra), meira almennt sykurát tengt bakarísmat og öðrum vöruflokkum en gosdrykkjum, meira neysla á súrum drykkjum s.s. hreinum ávaxtasöfum, aukin neysla á sódavatni með sítrónubragði (sem skemmir glerunginn) eða bara einfaldlega 50% afsláttur af blandi í poka á laugardögum þar sem fleiri tonn eru seld í hverjum mánuði? 

Tel að allar þessar orsakir í bland séu liður í vandamálinu og einfeldningsháttur að tengja það bara við eina breitu í heildarmenginu í stað þess að krifja vandamálið til mergjar.  Á þá ekki bara að leggja aukinn skatt á rúgbrauð sem á það til að festast í tönnunum og fara á milli tanna og haldast þar með tilheyrandi áhrifum á tannheilsuna.  Mætti þá ekki allt eins skattlegja feitan mat því hann getur valdið fitusöfnun í æðarveggjum og leitt til hjarta- og æðasjúkdóma.  Má þá ekki allt eins skattleggja saltan mat eins og hangikjöt sem veldur bjúgsöfnun og tilheyrandi álagi á hjarta- og æðakerfið.   Er forræðishyggjan svo yfirgengileg að fólkinu í landinu er ekki treyst til að taka sjálfsæðar ákvarðarnir um sína neyslu?  Verðum við ekki að treysta foreldrum til að upplýsa börn sín um hvað er gott fyrir heilsuna og hvað ekki?   Verður ekki foreldrar að kenna börnum sínum að bursta og nota tannþráð?  Er þetta ekki allt eins foreldravandamál?   Er viss um að lýðheilsuátak í notkun tannþráðar og fræðsla um góða tannhirðu, niðurgreiddur tannþráður eða  annað upplýsandi átak myndi skila betur árangri ef markmiðið er að laga tannheilsu. 

Ögmundur ætti fyrst að taka til í sínum garði því  hann getur náð betri árangri þannig í gegnum allar sínar stofnanir en að hækka vísitölu neysluverðs og lán heimilanna með svona einfeldningslegri aðgerð. 

Magnús (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 16:01

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir langan Pistil Magnús Baldvin (muna samt að skrifa undir fullu nafni næst:)

Það hefur enginn haldið því fram að þetta sé eina lausnin á vandamálinu um slæma tannheilsu barna en við getum vonandi orðið sammála um það að mikil sælgætisneysla og gosdrykkja sé einn þáttur.  Málinu er ekki "reddað" með þessum tillögum Lýðheilsustofnunar. Þar þarf margt fleira að koma til eins og þú bendir á. Vinnum að því saman.

Og kæri Oddur Helgi, við höfum ekki svörin fyrir aðra því hver er sinnar gæfu smiður en það er hægt að hjálpa til og það á ekki að vera bannað:)

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 15.5.2009 kl. 19:25

7 identicon

Talandi um forræðishyggju! Er það ekki forræðishyggja að haga verðum og afsláttum á gosdrykkjum til smásala á þann hátt að þeir semji um að láta gosdrykki fylgja öllum tilboðum á skyndibitastöðum? Þannig að allir sem kaupa skyndibitatiboð verða að fá kók eða pepsi með, líka þeir sem ekki vilja gosdrykki. Er þetta löglegt? Veit ekki, þetta er að minnsta kosti siðlaust.

Kókframleiðandinn er með starfsmann í hverjum landshluta sem hefur það hlutverk að fara á milli verslana og sjá til þess að kókakóla sé sem best staðsett í verslunum. Yfirleytt er kókið það fyrsta sem blasir við er inn er komið og það síðasta sem sést áður en komið er að kassanum.

Þetta sýnir að það er miklu fé og vinnu varið í að fá fólk til að drekka sem mest af þessum óþverra. Hvers vegna má ekki verja neinu í að sýna þessari sölumennsku aðhald? Ég er svo hneykslaður á þeim sem taka upp hanskann fyrir óhollustuframleiðendurna. Það hljóta að vera einhver annarleg sjónarmið þar að baki.

Mest er ég samt hneykslaður á því þegar íþróttaviðburðir eru kenndir við gosdrykki, eins og Pepsi-deildin. Fyrir rúmum 30 árum, þótti ekkert athugavert við það að sjá íþróttammann reykja inni á keppnissvæðinu. Ég spái því að eftir 30 ár verði gosdrykkja meðal íþróttamanna álitin jafn fáránleg og reykingar.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 19:56

8 identicon

Ég er á móti öllu sem hækkar verðlag og vísitöluna. Hvort sem það er sykurskattur eða vínskattur. Er á móti báðum vörutegundunum og kaupi aldrei aðra þeirra, en hún er inní neysluvísitölunni og ég blæði fyrir það.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 23:32

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Persónulega finnst mér þetta heldur billegt hjá félaga Ögmundi.. satt að segja svolítill poppulismi hjá þeim félögum okkar.

Að beita skattahækkun á eina vörutegund vegna eins tiltekins vanmdamál er ekki leiðin á mínu mati ... því miður.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.5.2009 kl. 23:57

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Held að karlinn ætti að koma hreint fram og segja bara ein og er að hér er um skattheimtu að ræða í tóman ríkissjóð. Óþarfi að skýla sér á bak við svona málstað. Er hræddur um að við sjáum meira af svona "sjónhverfingum" í framtíðinni sem allir sjá í gegn um. Tek undir með þeim sem segja að það sé nú fullsnemmt að leggja mælistiku á gjörðir Ögmundar og útskrifa hann sem besta eitthvað.

Víðir Benediktsson, 16.5.2009 kl. 01:33

11 identicon

Tannlæknar hafa verið með frjálsa verðskrá í mörg ár. Af hverju eiga tannlæknar að vera á einhverjum sérsamningi við ríkið? Eru tennur ekki hluti af líkamanum.

Af hverju er ekki gengið í það verk að setja lög og reglur um tannlækna þessa lands? Í stað þess er verið að skella skuldina á foreldrana á þann veg að þeir hugsi ekki nógu vel um tannheilsu barna sinna. Þetta er ósmekklega umræða, vægt til orða tekið.

Það er eins og fyrri daginn um leið og VG (kommúnistar dulbúnir sem VG) komast til valda, þá byrjar skattheimtan heldur betur.

Var fátæk einstæð móðir á meðan að Ólafur Ragnar forseti var fjármálaráðherra. Á milli ára lækkaði hann lán frá lánasjóðnum á milli ára um 50%,  án nokkurs fyrirvara. Kommúnistar eru alltaf samir við sig.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 06:02

12 Smámynd: Púkinn

Og hvað með ábyrgð foreldra?  Halda menn virkilega að skattlagning sé leiðin til að fá fólk til að hegða er skynsamlega.

Meðan heimskir foreldrar stunda ennþá iðju eins og að bjóða upp á gos í barnafmælum, þá er engin von til að mikið breytist í tannheilsumálum.

Púkinn, 16.5.2009 kl. 09:51

13 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir ljómandi athugasemdir öll. Og af því að ég fer fram á við alla að þeir skrifi undir fullu réttu nafni þá er hér ein viðbót um púkann: "Púkinn er undir stjórn Friðriks Skúlasonar tölvufræðings, en skoðanir þeirra tveggja eru ekki alltaf þær sömu."

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 16.5.2009 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband