Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
31.10.2006 | 16:00
Sterkar konur í forvali Vg
Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hve margar sterkar og öflugar konur hafa gefið kost á sér í sameiginlegu forvali Vg í Reykjavík og nágrenni. Það gladdi mig sérstaklega að sjá að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands gefur kost á sér í 2. sætið sem verður örugglega þingsæti ef allt fer eins og það ætti að fara. Og Guðfríður Lilja þekkir innviði Alþingis vel og verður glæsilegur fulltrúi þar, það er ég viss um. Ég las þetta á visi en mbl.is er ekki enn komið með fréttina. Áfram konur!
Stjórnmálamönnum boðið í gönguferð um Ölkelduháls og Hverahlíðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2006 | 00:31
Eina konan dottin út
Anna Kristín Gunnarsdóttir dettur niður í þriðja sætið á lista Samfylkingar í NV-kjördæmi og hún er nú eina konan sem situr á þingi á móti 9 körlum. Ekki góð tíðindi það. Fyrstu tölur voru mun skárri fyrir konur og Samfylkinguna og Helga Vala vinkona var í þriðja sæti en þegar úrslit liggja fyrir er hún ekki á meðal fjögurra efstu.Allt útlit er fyrir að þrír karlar raði sér upp hjá Sjöllunum svo nú verðum við Vinstri græn að fá öfluga konu í annað sætið á eftir Jóni Bjarnasyni og ná inn að minnsta kosti tveimur fulltrúum og bjarga andliti Norðvesturkjördæmis! Mér skilst að einn þingmaður flytjist úr þessu kjördæmi í Kragann. Þá er bara að bretta upp ermarnar.
Öll atkvæði talin í NV-kjördæmi; Guðbjartur sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2006 kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2006 | 19:03
7 karlar, 2 konur
Maður verður feginn þegar þetta prófkjör Sjallanna í Borginn verður endanlega afstaðið enda eru fréttir og auglýsingar orðnar dálítið þreytandi. D-flokkurinn er með níu þingmenn í Borginni og samkvæmt þessum tölum eru það sjö karlar og aðeins tvær konur sem skipa þessi sæti. Semsagt enn einn bömmerinn fyrir konur í þessum ójafnaðarflokki. Og kosningaþátttakan er innan við 50% sem hlýtur einnig að vera áhyggjuefni fyrir Flokkinn. Enda reikna menn með að Sjálfstæðisflokkurinn tapi miklu fylgi í Borginni.
Röð efstu manna breytist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.10.2006 kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2006 | 14:04
Höfuðborgarstefnan
Oft er talað um byggðastefnu hitt og byggðastefnu þetta og jafnvel "landsbyggðarstefnu". Staðreyndin er hinsvegar sú að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks rekur harða höfuðborgarstefnu.
Lítum á nokkur dæmi: Á tillidögum er gjarnan talað um að "flytja störf út á land". Tölurnar tala hinsvegar sínu máli og á síðustu árum hefur opinberum störfum úti á landi fækkað en hinsvegar fjölgað stórlega á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er reyndar í hróplegu ósamræmi við gamalt og þreytt slagorð Sjálfstæðisflokksins um "báknið burt!" enda eru þeir sjálfir báknið og vilja auðvitað "báknið kjurrt". Það væri upplagt að ráða í ný störf á vegum ríkisins utan höfuðborgarinnar til að rétta af hallann en það er ekki gert. Ég benti Halldóri Ásgríms á þetta þegar hann var ennþá forsætisráðherra og var að mæla fyrir frumvarpi um að skella nokkrum stofnunum á sviði mætvæla í eina. Þá var upplagt tækifæri að ákveða að þessi nýja stofnun hefði höfuðstöðvar utan borgarinnar en Halldór tók heldur dræmt í það og sagði að nýr forstöðumaður ætti að ákveða svona nokkuð. Semsagt í Borginni.
Sama má segja um Lýðheilsustöð. Það var ný stofnun sem tilvalið hefði verið að setja á laggirnar til dæmis á Akureyri þar sem allar aðstæður eru kjörnar fyrir þessa heilsutengdu starfsemi. Það vantaði aðeins pólitíska ákvörðun um málið og niðurstaðan varð auðvitað sú að Lýðheilsustöð var staðsett í Reykjavík eins og stjórnarflokkarnir vildu greinilega.
Og enn eitt dæmi eru menntamálin. Háskólinn á Akureyri er fjársveltur. Skólinn getur ekki tekið við nema hluta þeirra nemenda sem sækja um nám. Það hefur þurft að skera endalaust niður. Ef skólinn hefði fengið að vaxa og dafna hefði nemendahalli milli höfuðborgar og landsbyggðar verið réttur af. En það má ekki, HA er haldið í spennitreyju. Það þýðir því lítið fyrir frambjóðendur stjórnarflokkanna hér úti á landi að koma núna og þykjast ætla að breyta einhverju. Þessir flokkar hafa haft 12 og 16 ár til þess að snúa öfugþróuninni við en þeir hafa gert illt verra. Nýjir fulltrúar þessara flokka breyta heldur ekki neinu. Þess vegna er rétt að senda þá í löngu verðskuldað frí og velja hreyfingu sem raunverulega vill rétta af hluta landsbyggðarinnar, Vinstrihreyfinguna grænt framboð.
Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík fer vel af stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2006 | 15:10
Moggablogg
Hlynur Hallsson gefur kost á sér í forvali Vinstri grænna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2006 | 13:26
Gef kost á mér í forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007. Á síðustu árum hef ég tekið virkan þátt í starfi Vinstri grænna og er viss um að stefna Vg um jöfnuð, kvenfrelsi, umhverfisvernd og sjálfstæða utanríkisstefnu eigi stóraukið fylgi meðal fólks. Við þurfum að hverfa frá einkavinavæðingu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og snúa við þeirri öfugþróun sem leitt hefur til aukins ójöfnuðar í þjóðfélaginu sem hefur stóraukist í ríkisstjórnartíð þessara flokka. Ég er sannfærður um að stjórnarandstöðunni muni takast að fella þessa flokka ójöfnuðar í kosningunum næsta vor og vil leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða. Það er grundvallaratriði að Vinstrihreyfingin grænt-framboð vinni afgerandi kosningasigur í vor.
Ég hef verið varamaður Steingríms J. Sigfússonar og Þuríðar Backman á Alþingi á þessu kjörtímabili og tekið sæti þrisvar sinnum. Á þeim tíma hef ég meðal annars lagt fram þingsályktunartillögu um gerð Vaðlaheiðagangna, lagt áherslu á stóraukin framlög til Háskólans á Akureyri og til menntamála almennt, lengingu flugvallarins á Akureyri og beint millilandaflug frá Egilsstöðum og Akureyri og bætta aðstöðu ferðaþjónustunnar á Norður- og Austurlandi. Umhverfismál, atvinnumál, menningarmál og byggðamál eru mér afar hugleikin.
Ég er kvæntur Kristínu Kjartansdóttur félags- og sagnfræðingi og við eigum þrjú börn, Huga 15 ára, Lóu Aðalheiði 9 ára og Unu Móeiði 1 árs gamla. Við fluttum aftur til Akureyrar árið 2001 eftir átta ára búsetu í Þýskalandi. Ég fæddist á Akureyri árið 1968, yngstur sjö systkina. Foreldrar mínir eru Aðalheiður Gunnarsdóttir húsmóðir og fyrrverandi verkakona og Hallur Sigurbjörnsson fyrrverandi skattstjóri. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1988 og vann sem leiðbeinandi og á leikskóla, en einnig við Ríkisútvarpið á Akureyri og á Rás 2. Stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í myndlist í Þýskalandi.
Ég hef kennt við Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólann á Akureyri, en fyrst og fremst starfað sjálfstætt sem myndlistamaður. Í starfi mínu hef ég öðlast víðtæka reynslu af félagsmálum, menntamálum og menningarmálum og kynnst fjölda fólks enda snýst myndlist mín að verulegu leiti um samskipti. Ég var formaður svæðisfélags Vg á Akureyri frá 2002 - 2004 og kosningastjóri Vinstri grænna í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri fyrr á þessu ári.
Frestur til að tilkynna um þátttöku í forvalinu er til 5. nóvember og nánari upplýsingar um framkvæmd forvalsins eru á vg.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.10.2006 | 23:22
Frelsið hér og í Bandaríkjunum
Athyglisverð frétt á mbl.is um fjölmiðlafrelsið í heiminum. Ég tek svona lista auðvitað hæfilega alvarlega. En það undrast sennilega enginn að BNA dettur niður um meira en 30 sæti og vermir nú 53. sætið á listanum og er á svipuðum stað og Botswana, Tonga og Króatía. Sem er jú frábær félagsskapur. Þetta geta bandaríkjamenn þakkað forsetanum sínum, honum George Bush vegna hins svonefnda "stríðs gegn hryðjuverkum" sem hefur auðvitað bitnað á frelsi fjölmiðla eins og frelsi almennings.
Það leiðir svo hugann að fjölmiðlafrumvarpi Davíðs Oddssonar og félaga í Sjálfstæðisflokknum. En ef þeim hefði tekist að troða því í gegn eins og til stóð værum við mun neðar á þessum lista. Við getum svo aftur þakkað forsetanum okkar honum Ólafi Ragnari fyrir að það mál var stoppað af á elleftu stundu þó að við fengjum aldrei að greiða atkvæði um það í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og lög segja til um. En það getum við svo aftur "þakkað" ríkisstjórninni fyrir!
Fjölmiðlafrelsi á Íslandi með því mesta í heiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2006 | 09:08
Danska hægristjórnin á niðurleið
Ánægjulegar fréttir frá Köben. Hægriflokkarnir tapa fylgi en Jafnaðarmenn og Socilaistisk Folkeparti (SF) bæta við sig samkvæmt nýrri Gallupkönnun. Í Berlingske Tidende segir:
Berlingske Tidende
Foghs flertal smuldrer
Socialdemokraterne stormer frem og er igen landets suverænt største. Der er kun ét lille men - Fogh har fortsat flertallet.
Semsagt, Jafnaðarmenn orðnir stærstir aftur eftir langa lægð og stjórnarandstaðan saxar á fylgi ríkisstjórnarinnar dönsku. Áfram svona!
Fylgi jafnaðarmanna eykst í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2006 | 11:39
Ken "rauði" Livingstone vinnur málið
Ken "rauði" Livingstone hefur mátt sæta þolandi árásum íhaldsmanna í Bretlandi. Ken er einhver best borgarstjóri sem setið hefur í London. Hann innleiddi til dæmis afar sanngjarnt gjald fyrir þá sem eru að rúnta um miðborgina svo nú hefur bílaumferð minnkað þar mikið öllum íbúum til ánægju. Auk þess hefur peningur komið í kassann sem veitir ekki af til að byggja upp almennilegt net almenningssamgangna. Hann er líka maður sem allir taka eftir þegar hann segir skoðanir sínar afdráttarlaust. Húrra fyrir Ken Livingstone!
Meira um Ken á vef BBC
Borgarstjórinn í London ekki sekur um að hafa komið óorði á embættið
Borgarstjórinn í London, Ken Livingstone, hafði í dag sigur í áfrýjunarmáli gegn aganefnd er hafði úrskurðað hann sekan um að hafa komið óorði á embættið með því að líkja blaðamanni, sem er gyðingur, við nasistafangabúðavörð. Í niðurstöðu áfrýjunarréttarins, segir dómari að borgarstjórinn ætti rétt á að tjá skoðanir sínar eins kröftuglega og honum þykir viðeigandi.
Svo undarlega sem það kann að koma ýmsum fyrir sjónir á tjáningarfrelsið líka við um svívirðingar, sagði Andrew Collins dómari í úrskurði sínum. Hann hafði fyrir skömmu hnekkt þeirri ákvörðun aganefndarinnar að Livingstone skyldi víkja úr embætti í mánuð.
Borgarstjórinn í London ekki sekur um að hafa komið óorði á embættið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2006 | 11:03
44 millur
Þetta er almennilegt verð. Gott að ljósmyndir eru farnar að seljst á uppboðum fyrir metupphæðir. Robert Mapplethorpe var náttúrulega snillingur og Andy Warhol líka þó að þetta séu nú ekki uppáhalds listamennirnir manns, þá voru þeir allavega brautryðjendur. Það væri bara óskandi að íslendingar væru duglegri við að kaupa góða samtímalist! Sem minnir mig á það að nú er að koma að síðustu sýningarhelgi á Sjónlistaverðlaununum hér í Listasafninu á Akureyri. Þeir sem ekki eru búnir að sjá sýninguna ættu að drífa sig.
Mynd af Andy Warhol seld á 44 milljónir króna
Ljósmynd af listamanninum Andy Warhol sem ljósmyndarinn Robert Mapplethorpe tók var í gær seld á rúmlega 643 þúsund dali, 44 milljónir króna, á uppboði á vegum Christie's. Er þetta hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir mynd eftir Robert Mapplethorpe en myndin var metin á 200-300 þúsund dali. Ekki hefur verið gefið upp hver kaupandinn er.
Mynd af Andy Warhol seld á 44 milljónir króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 379814
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?