Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Maðurinn á bakvið velgengni Íslands

thomas.b

Hér er komin rétt mynd af Tómasi B. bílstjóra. Fann þessa mynd í Fréttablaðinu í dag en alnafni hans var víst blaðamaður á héraðsfréttablaði í mið Þýskalandi. En hafa skal það sem sannara reynist og hér er semsagt réttur Tómas mættur og hann sér til þess að við vinnum Danina í dag! (Leiðrétt 30. jan.)

Mér finnst að við ættum að heiðra Thomas Bockelmann sérstaklega. Ég fann mynd af Tómasi á netinu er það gæti auðvitað verið að þetta sé bara alnafni hins rétta Tomma svo ég tek enga ábyrgð á þessari myndbirtingu. (Svo maður lendi nú ekki í sama veseni og DV um árið.) Þetta er allavega skemmtileg frétt af mbl.is

"Alfreð Gíslason þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik óskaði eftir því við forsvarsmenn heimsmeistaramótsins í Þýskalandi að sami bílstjórinn yrði með liðinu í milliriðlinum í Dortmund og Halle. Á fréttasíðu heimsmeistaramótsins vakti þessi ósk Alfreðs athygli enda var hann eini þjálfarinn sem bar upp slíka ósk við mótshaldara.

Thomas Bockelmann sá um að aka hópferðabifreið íslenska liðsins í Magdeburg og óskaði Alfreð eftir því að Bockelmann myndi fylgja íslenska liðinu í millriðlana. Alfreð þekkir Bockelmann ágætlega því hann hefur séð um að koma handknattleiksliðinu Magdeburg á milli keppnisstaða á undanförnum árum en Alfreð var sem kunnugt er þjálfari Magdeburg á sínum tíma."

Það er augljóst að við íslenska liðið vinnur Pólverja í dag með þennan frábæra bílstjóra undi stýri.


mbl.is HM: Alfreð valdi sama bílstjórann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Bjarna veit ekki svarið!

björn 

Það var kostulegt að hlusta á útúrsnúninga Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við spurningu Steingríms Sigfússonar í fyrirspurnatíma á Alþingi áðan.

Steingrímur lagði fram fyrirspurn um umfang og eðli og tímasetningar á öryggis- eða leyniþjónustustarfsemi hjá lögreglu og fleiri aðilum á Íslandi.

Björn Bjarnason sagði að hann geti ekki svarað einhverju til sem hann veit ekki. Það hvarflaði hinsvegar ekki að honum að leita svara við spurningunni hjá einhverjum sem veit eitthvað um málið úr því að Björn sjálfur vill ekkert kannast við það. Svo segir á mbl.is:

"Steingrímur sagðist gera kröfu um að dómsmálaráðherra útvegi þessar upplýsingar enda ef þær séu til þá er þær að finna í stofnunum á vegum ráðuneytisins, að sögn Steingríms. Segir hann að ráðherrar eigi að afla þeirra upplýsinga sem þeir eru beðnir um í fyrirspurnartíma á Alþingi. Sagðist Steingrímur mótmæla því stjórnarskrárvarinn réttur hans sem alþingismanns sé lítilsvirtur með þessum hætti.

Svaraði Björn því til að stjórnarskráin krefðist þess ekki af mönnum að þeir svari spurningum sem þeir viti ekki svarið við."

Nú er það spurningin: Veit Björn ekki svarið eða vill hann ekki svara?


mbl.is Steingrímur krefur ráðherra svara um starfsemi öryggisþjónustu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosið um stækkun Alcan 31. mars

alver 

Þá er það loksins komið á hreint. Hafnfirðingar fá að kjósa um risastækkun álvers Alcan í Straumsvík þann 31. mars 2007. Þetta eru góðar fréttir og ég er viss um að Hafnfirðingar hafna þessari stækkun. Það er einnig ánægjulegt að bæjarstjórn heimili bæjarráði að styrkja samtök, sem leita eftir fjárhagslegum stuðningi vegna kynningar á sjónarmiðum og viðhorfum í tengslum við kosningarnar.  Samtökin Sól í Straumi hafa ekki yfir neinu viðlíka fjármagni að ráða og álrisinn Alcan sem með áróðri sínum ætlar að kaupa Hafnfirðinga til liðs við sig. Því getur fólk hafnað í kjörklefanum!


mbl.is Íbúakosning í Hafnarfirði 31. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða um Ríkisútvarpið

ruv

 

 

Af gefnu tilefni er rétt að birta hér sameiginlega yfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkana um Ríkisútvarpið. Við viljum öflugt almannaútvarp en ekki ohf.

Sameiginleg yfirlýsing Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Frjálslynda flokksins um Ríkisútvarpið 22. janúar 2007

Samstaða um Ríkisútvarpið – traust og sjálfstætt almannaútvarp

Stjórnarandstöðuflokkarnir á alþingi, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin-grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn, hafa lagt áherslu á það í umræðum um RÚV-frumvarpið að ná þurfi víðtækri sátt í samfélaginu um þær framtíðarbreytingar sem gerðar verði. Stjórnarandstaðan vill með því tryggja að hér verði ríkisútvarp ekki ríkisstjórnarútvarp.

Ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafa kosið að afgreiða frumvarp um Ríkisútvarpið í miklum ágreiningi við stjórnarandstöðuna. Forystumenn þessara flokka hafa hafnað öllum sáttaboðum.

Ríkisstjórnin hefur með þessu kosið að setja pólitíska hagsmuni sína ofar velferð Ríkisútvarpsins og ljóst er að nýrrar ríkisstjórnar bíður það verkefni að taka málefni Ríkisútvarpsins til endurskoðunar með það í huga að skapa um þau sátt til frambúðar. Samfylkingin, Vinstrihreyfingin-grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn eru sammála um þessi markmið við slíka endurskoðun:

* Ríkisútvarpið verður ekki hlutafélag, en fundnar leiðir til aukinnar skilvirkni og svigrúms í rekstri með nýjum lagaramma sem tryggir sjálfstæði og fagleg viðhorf við dagskrárákvarðanir og ráðningarmál.

* Ríkisútvarpið verður almannaútvarp, með skýrt afmarkað hlutverk og vel skilgreindar starfsreglur. Ríkisútvarpið tryggir fjölbreytni í ljósvakafjölmiðlun á Íslandi. Það annast vandaðan fréttaflutning, framleiðslu og miðlun menningarefnis af margvíslegu tagi, er vettvangur lýðræðislegrar umræðu og hefur víðtækt fræðsluhlutverk. Í sjónvarpi er innlent efni í öndvegi með þátttöku íslenskra framleiðenda. áhersla er lögð á efni fyrir börn og unglinga í öllu starfi Ríkisútvarpsins.

* Stjórn Ríkisútvarpsins verður rekstrarstjórn. Hún verður þannig skipuð að sem breiðust samstaða myndist en störf hennar mótist ekki af ríkisstjórnarmeirihluta hverju sinni. Dagskrárákvarðanir allar eru í höndum starfsmanna. Akademía eða hlustendaþing er með í ráðum við meiriháttar rekstrarákvarðanir og mótun dagskrárstefnu til langs tíma.

* Ríkisútvarpið verður sjálfstætt, óháð stjórnmála- og viðskiptahagsmunum. Starfsmenn þess eiga að búa við ritstjórnarlegt sjálfstæði sem m.a. tryggir faglega umfjöllun um menn og málefni á vettvangi stjórnmála og atvinnulífs. Skýr aðgreining verður mörkuð í dagskrá Ríkisútvarpsins milli dagskrárgerðar og auglýsinga, og settar verða reglur um kostun sem taka mið af þessu.

* Ríkisútvarpið verður fjármagnað annars vegar með ríkisframlagi og sérstökum tekjum en hins vegar með auglýsingatekjum. Tryggt verður að auglýsingatekjur hafa ekki áhrif á dagskrárframboð Ríkisútvarpsins og rýra ekki um of svigrúm annarra ljósvakamiðla á þeim markaði.

* Málefni starfsmanna hjá Ríkisútvarpinu fylgja meginreglum og hefðum á opinberum vinnumarkaði og eru gædd þeim sveigjanleik sem fjölmiðill þarf á að halda. Við mótun nýs lagaramma verður farið yfir réttindi og skyldur starfsmanna ásamt starfsmönnum og samtökum þeirra með þetta markmið í huga.


mbl.is Umfjöllun um RÚV-frumvarp lauk skyndilega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það borgar sig að vera bjartsýnn

sigfús

Gaman að þessu! Það er greinilega allt hægt á góðum degi. En annars var Júlli bloggvinur á Dalvík búinn að spá þessum sigri í gær. Ég trúi öllu sem hann segir í framtíðinni. Allavega um handbolta. En bjartsýnin borgar sig því ef maður trúir ekki á sigur það sigrar maður ekki. Þetta á einnig við í stjórnmálunum.


mbl.is Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgi Sjálfstæðisflokks hrynur niður í 32%

riga
 

Skoðanakannanir eru afar vinsælar um þessar mundir og könnunin á síðunni minni er alveg að verða marktæk sýnist mér. Það hafa 544 svarað. Og það eru heldur betur hreyfingar á fylginu. Síðast gaf ég skýrslu um stöðuna í bloggfærslu þann 4. janúar svo það er kominn tími til að segja frá nýustu þróun í fylgi flokkanna. Aðalfréttin er að fylgi Sjálfstæðisflokks fer úr 37% niður í 32%, semsagt fylgishrun. Samfylkingin mjakast upp í 13%, Framsókn áfram í 12% og Frjálslyndir bæta aðeins við sig og eru komnir í 5%. Vinsrihreyfingin grænt framboð hækkar aftur upp í 30%. Ég yrði sáttur við þessar niðurstöður í vor! Hér er svo þróunin frá upphafi:

Framsókn               13% - 11% - 12% og núna 12%
Sjálfstæðisflokkur    40% - 41% - 37% og núna 32%
Frjálslyndir              2% - 3% - 3% og núna 5%
Samfylkingin           8% - 10% - 12% og núna 13%
Vinstri græn            30% - 29% - 28% og núna 30%
Annað                     0%
Skila auðu               2% - 3% - 3% og núna 3%
Vita ekki enn           5% - 4% - 4% og núna 5%

Það er svo afgerandi meirihluti fyrir því að stækka hvorki né byggja fleiri álver í landinu (59%) og enn fleiri vilja láta taka okkur af lista hinna viljugu ríkja (66%). Ég held að það sé upp til hópa skynsemisfólk sem les síðuna mína og tekur þátt í þessum könnunum!

Teikningin er auðvitað eftir bloggvin minn Halldór Baldursson á Blaðinu.


mbl.is Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir fyrir Vinstri græn

fylgiskönnun
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Könnunin sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd í gær er athyglisverð:
1. Ríkisstjórnin er fallin og stjórnarandstaðan getur tekið við.
2. Vinstri græn meira en tvöfalda fylgi sitt.
3. Framsóknarflokkurinn er fastur á botninum.
4. Samfylkingin er ekki að skora.
5. Sjálfstæðisflokkurinn er enn of stór.
Annars er bara best að taka hæfilega mikið mark á öllum könnunum því raunverulega könnunin fer fram þann 12. maí í vor og þá skiptir máli að fólk kjósi Vinstrihreyfinguna grænt framboð því við viljum breyta til hins betra.


mbl.is Fylgi VG og Frjálslyndra eykst samkvæmt skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Logn í Berlín og opnun í dag

Hallsson_einladung

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það hefur greinilega verið brjálað veður í fyrradag hér í Berlín. Ég lenti í gærkvöldi og þá var ekki hægt að taka lest af flugvellinum inn í borgina en leigubílarnir voru á sínum stað. Nú er hinsvegar logn og rigningarúði. Ég er á leiðinni í Kuckei+Kuckei að klára að setja upp sýninguna mína og það eru auðvitað allir velkomnir. Hér er heimilisfangið:

Kuckei + Kuckei
Linienstr. 158
D - 10115 Berlin-Mitte
phone: +49 - 30 - 883 43 54
fax: +49 - 30 - 886 83 244
http://www.kuckei-kuckei.de

sýnir / zeigt / presents

Hlynur Hallsson

“Nýtt – Neu - New”

20. Januar – 10. März 2007

Opnun / Eröffnung / opening reception: 20. Januar, 18:00 - 22:00 Uhr

Þið sem komist ekki getið samt skoðað heimasíðuna mína. Þar er hellingur af myndum og textum. 


mbl.is Stálbitar fuku af nýju lestarstöðinni í Berlín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fyndinn brandari

Segolene.royal montebourg 

Maður getur ekki annað en vorkennt Arnaud Montebourg sem ætlaði að vera fyndinn en hitti ekki alveg í mark. Hann var talsmaður Segolene Royal forsetaframbjóðanda í Frakklandi og var gestur í frönskum sjónvarpsþætti í gærkvöldi. Hann var beðinn um að nefna einn galla í fari Royal. Arnaud Montebourg svaraði af bragði: „Sambýlismaður hennar.“ Og enginn hló. Dálítið vandræðalegt og nú er hann ekki talsmaður lengur. Ég held að Segolene Royal muni þrátt fyrir þessa uppákomu sigra Nicolas Sarkozy, forsetaframbjóðanda íhaldsmanna léttilega. Það vona ég innilega og frakkar fengju glæsilega vinstrisinnaða konu sem forseta.
mbl.is Brandari sem klikkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þess vegna þurfti herinn ekki að þrífa eftir sig skítinn

bjarniben 

Leynimakkið á bakvið "varnarsamninginn" frá 1951 er að koma í ljós. Betra seint en aldrei á nú heldur betur við í þessu tilfelli. Í frétt mbl.is segir: "Samkvæmt ákvæði í leynilegum viðauka við varnarsamninginn, sem nú hefur verið létt leynd af, var Bandaríkjamönnum ekki skylt að afhenda Íslendingum varnarsvæðið aftur í sama ástandi og þau tóku við þeim, við lok samningsins. Þó skyldu Bandaríkjamenn, ef því yrði við komið, flytja burtu úrgangsefni, eyða þeim eða á annan hátt ganga frá þeim." Þetta er sennilega bara toppurinn á ísjakanaum og enn á margt eftir að koma í dagsljósið.

Á myndinni eru þeir félagar Bjarni Ben. og Edward B. Lawson þáverandi sendiherra BNA.
mbl.is Bandaríkjamönnum ekki skylt að afhenda varnarsvæðið í sama ástandi og þeir tóku við því
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.