Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
22.2.2007 | 16:06
Klámþingið blásið af, til hamingju!
Það eru góð tíðindi að hætt skuli hafa verið við þessa fyrirhuguðu klámráðstefnu. Hótel Saga á heiður skilinn og bændasamtökin einnig. Ferðamannaiðnaðurinn mun einnig uppskera fleiri ferðamenn sem ekki eru komnir hingað til að upplifa klám og rusl í Reykjavík. Þvert á það sem einhverjir hafa haldið fram. Það eru nefninlega margir hafa ekki áhuga á því að ferðast til landa sem hafa á sér vafasamt orðspor í þessum efnum. Niðurstaðan verður hinsvegar til þess að fólk sem ekki hefur áhuga á klámi flykkist til landsins. Samtakamátturinn skiptir máli og andfemínistar geta froðufellt að vild. Það er einnig athyglisvert að bloggið hefur skipt miklu máli við að koma skoðunum fólks á framfæri eins og umræður um þetta fyrrverandi klámþing sýna. Til hamingju aftur.
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
22.2.2007 | 13:29
Brjálæðislegar skuldir og viðskiptahalli
Skuldir fólks (ekki fyrirtækja) við bankana, námu í lok janúar 2007 hvorki meira né minna en 716 milljörðum króna samkvæmt gögnum sem Seðlabankinn sendi frá sér í gær. Þetta er skelfilega há upphæð og yfirdráttarlán eru 72 milljarðar og hækkuðu um tæplega 5 milljarða á einum mánuði! Yfirdráttarlánin hafa ekki verið hærri frá því í lok febrúar í fyrra. En þetta er ekki allt því heildarskuldir heimilanna við lánakerfið allt námu í lok september á síðasta ári 1.270 milljörðum króna.
Eignastaðan hefur að vísu batnað að mati Glitnis, sennilaga aðallega í steypu og bílum!
Við þetta bætist að ríkisstjórnin hefur sett nýtt met í viðskiptahalla sem er orðinn sá mesti frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Og svo tala þessir ráðherrar og fylgifiskar um "ábyrga fjármálastjórn" þegar allir sjá að þetta er met í klúðri. Auk þess eykst misskipting á Íslandi meira en í nokkru öðru landi Evrópu. Hverjir þurfa að taka sér frí frá ríkisstjórn?
Skuldir heimilanna 716 milljarðar króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2007 | 09:05
Samstaða gegn klámi
Það er afar ánægjulegt að það hefur myndast þverpólitísk samstaða gegn klámi í borgarstjórn Reykjavíkur. Fulltrúar allra flokka standa að ályktun þar sem segir:
"Borgarstjórn harmar að Reykjavíkurborg verði vettvangur ráðstefnu framleiðenda klámefnis fyrir netmiðla um miðjan marsmánuð og hugsanlega jafnframt vettvangur athæfis sem bannað er með íslenskum lögum.
Það er yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Það er því í mikilli óþökk borgaryfirvalda ef umrædd ráðstefna verður haldin hér í borg.
Ekki einungis er hér um að ræða málefni sem hefur afar óæskileg áhrif á samfélagsþróun og sjálfsmynd ungmenna, heldur grefur ráðstefna klámframleiðenda undan því öfluga markaðsstarfi sem unnið hefur verið hér á landi undanfarin ár og ímynd landsins sem miðstöðvar heilbrigðs lífernis, lýðræðis og jafnréttis.
Borgarstjórn ítrekar óskir borgarstjóra um að lögregluembættið rannsaki hvort þátttakendur í hópi ráðstefnugesta kunni að vera framleiðendur barnakláms, auk annars ólögmæts klámefnis, ef það mætti verða til þess að koma í veg fyrir dvöl meintra kynferðisbrotamanna hér á landi eða til þess að upplýsa um ólögmæta starfsemi."
Sóley Tómasdóttir varborgarfulltrúi Vinstri grænna bloggfélagi er ein þeirra sem hefur verið afar dugleg að benda á klámvæðinguna og hefur uppskorið mikið lof fyrir en einnig ótrúleg ummæli þeirra sem finnst ekkert athugavert við þessa klámráðstefnu. Sumt af því sem skrifað hefur verið á síðuna hennar er ekki hægt að hafa eftir svo ömurlegur er stundum málflutningur andstæðinga þeirra sem vilja berjast gegn klámvæðingunni.
En hér er tilvitnun í Sóleyju þar sem hún lýsir yfir ánægju sinni með samstöðuna gegn kláminu í borgarstjórn:
"Með þessu hafa orðið vatnaskil í baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi. Borgarstjórn hefur málið yfir pólítíska flokkadrætti og viðurkennir klám sem samfélagslegt vandamál, verkefni sem stjórnvöldum beri að beita sér gegn.
Húrra fyrir borgarstjórn! Til hamingju Reykjavík!"
Ég tek helishugar undir þetta og óska Sóleyju og félögum til hamingju.
Borgarstjórn öll á móti klámráðstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2007 | 22:29
Hvað kostar Baugsmálið okkur?
Það verður fróðlegt að fá svör frá Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins við þessum spurningum um heildarkostnað ríkisins við rannsókn og rekstur Baugsmálsins. Þetta mál verður Davíð Oddssyni og félögum til skammar svo lengi sem menn nenna að rifja upp þessi réttarhöld og lögreglurannsókn. Þetta mál er eitt dæmið um það af hverju Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert að gera í ríkisstjórn. Ég tek ofan af fyrir Hjálmari Árnasyni að vera vera með fulltrúum stjórnarandstöðunnar þegar dómsmálaráðherra er krafinn svara. Og svo er bara að vona að Björn Bjarnason svari einhverju en snúi ekki út úr eins og hann er vanur að gera.
Hér er fréttin af mbl.is
"Þingmenn úr fjórum þingflokkum á Alþingi hafa lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem spurt er um kostnað ríkisins við rannsókn og rekstur Baugsmálsins. Þá er m.a. einnig spurt hversu margar vinnustundir starfsmanna ríkislögreglustjóra hafi farið í málið frá júlí 2002 til dagsins í dag.
Fyrirspurnin er frá Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanni Samfylkingar, Hjálmari Árnasyni, þingmanni Framsóknarflokks, Kolbrúnu Halldórsdóttur þingmanni VG og Sigurjóni Þórðarsyni, þingmanni Frjálslynda flokksins.
Spurt er hver sé heildarkostnaður ríkisins við rannsókn og rekstur Baugsmálsins frá því í ágúst árið 2002 og fram til dagsins í dag eða til þess tíma á árinu 2007 sem upplýsingar liggi fyrir um og hvernig hann skiptist á eftirfarandi þætti:
a. rekstur efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra,
b. aðkeypta sérfræðiaðstoð og annan útlagðan kostnað efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra (þ.m.t. ferða- og uppihaldskostnað) við rannsókn og rekstur málsins,
c. störf sérstaks saksóknara í Baugsmálinu, þ.m.t. kostnaður við aðstoðarmenn og aðkeypta sérfræðiþjónustu,
d. kostnað sem íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða vegna málsvarnarkostnaðar ákærðu í Baugsmálinu,
e. annað, áður ótalið, sem eðlilegt er að telja hafa lent á ríkissjóði vegna málsins?
Þá er spurt hve stór hluti af starfsemi efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á framangreindu tímabili hafi farið í Baugsmálið og hversu margar vinnustundir starfsmanna ríkislögreglustjóra."
Spurt um kostnað við rekstur Baugsmálsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.2.2007 | 16:39
Loksins brot á samkeppnislögum viðurkennt
Það var mikið að eitthvað virkar með þessum samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið er að standa sig hérna og gott að Síminn og Landsvirkjun viðurkenna augljóst brot á samkeppnislögum. Í fréttinni á mbl.is segir: "Samkvæmt upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu er forsaga málsins sú, að í febrúar 2005 keypti Síminn fjórðungshlut í Fjarska sem starfar m.a. á fjarskiptamarkaði ásamt því að kaupa af Fjarska sex ljósleiðarastrengi af 12 á milli Hrauneyjafossstöðvar og Akureyrar. Eftir að greint var frá þessu samstarfi í fréttum hófu samkeppnisyfirvöld að eigin frumkvæði rannsókn, sem leiddi til þess að aðilum var sent andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins. Þar kom fram það frummat eftirlitsins að markmiðið með samningum félaganna hafi verið að raska samkeppni og skipta með sér markaði á sviði fjarskipta og með því hafi aðilar farið gegn 10. gr. samkeppnislaga.
Í kjölfar þess að andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins var birt leituðu aðilar hvor fyrir sig eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið sem leiddi til þessarar niðurstöðu. Í sáttinni felst að aðilar málsins viðurkenna að hafa farið gegn 10. gr. samkeppnislaga og fallast á að ógilda þá samninga sem voru grundvöllur brota. Þá fellst Síminn á að greiða 55 milljónir í stjórnvaldssekt og Landsvirkjun 25 milljónir."
Það er mjög mikilvægt að á svona litlum markaði sé samkeppniseftirlitið enn virkara. Ég skrifaði um fákeppnina um daginn og það er hægt að lesa hér.
Síminn og Landsvirkjun viðurkenna brot á samkeppnislögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2007 | 15:36
Bílar bannaðir
Flott hjá ítölum að vekja athygli á mengunarmálum og minnka mengun í miðborg Rómar með því að banna bílaumferð í borginni í dag. Íbúar og ferðamenn þurftu því að ganga og fara um á reiðhjólum en ókeypis var á öll söfn í borginni í tilefni dagsins, en lestum og leigubifreiðum fjölgað svo allir kæmust leiðar sinnar. Hér er á jákæðan hátt vakin athygli á þessum málum. Í miðborgum Stokkhólms og Lundúna er bílaumferð takmörkuð og það er bara af illri nauðsyn en hefur heppnast ótrúlega vel.
Það er kominn tími til að menn fari að huga að bættum almenningssamgöngum í Reykjavík og sem betur fer virðist vera stemmning fyrir því núna. Fjölga strætóleiðum og hafa þær tíðari og sér akreinar fyrir hraðstrætó. Fjölga og bæta hjólreiða- og göngustíga. Þannig er hægt að draga úr bílaumferð og afsanna klisjuna um að við séum einhver "bílaþjóð". Hvenær urðum við það annars? Viljum við að Reykjavík verði einhver Los Angeles mislægra-gatnamótaborg eða eins og evrópskar borgir? Það er ekki of seint að snúa þessari öfugþróun við en fer að verða það.
Bílaumferð bönnuð í miðborg Rómar í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
16.2.2007 | 09:17
Lyf sem læknar allt
Verk Justin Cooper sem sýnt er í Daneyal Mahmood galleríinu í New York hefur vakið mikla athygli. Svo mikla að mbl.is hefur skrifað um verkið (en gleymdi að vísu að minnast á hver væri listamaðurinn). Þetta er auglýsingaherferð fyrir nýtt lyf sem á lækna alla dæmigerða "sjúkdóma" sem við þjáumst af, stress, öldrun, örvænting og svo framvegis. Sem sagt lyf sem mun slá í gegn í neysluþjóðfélaginu okkar. Hér er vesíða lyfsins góða og hér er umfjöllun um sýninguna. Skemmtilegt að í vörumerki lyfsins HAVIDOL kemur tákn sem er ansi líkt merki Skjás eins fyrir.
Þegar mikið er ekki nóg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2007 | 16:59
Horfið frá skerðingu stúdentsprófsins
Það er afar ánægjulegt að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sé búin að bakka endanlega með þessar skerðingarhugmyndir á stúdentsprófinu. Það er einnig ástæða til að þakka framhaldskólanemendum og kennurum fyrir málefnalega andstöðu við þessar fyrirætlanir menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Um leið óska ég nemendum og kennurum og bara öllum til hamingju með að þetta andóf hafi borið árangur. Eins og margoft hefur verið bent á þá er hægt að taka stúdentspróf á styttri tíma en fjórum árum. Það hefur verið hægt lengi og verður þannig vonandi áfram svo þeir nemendur sem það hentar geti kláráð námið á styttri tíma, óskert en að aðrir geti klárað þetta á fjórum árum. Það er dálítið fyndið að Þorgerður Katrín skuli segja nú að: "stytting námstíma til stúdentsprófs væri ekki markmið í sjálfu sér heldur mikilvægur valkostur nemenda á fjölbreyttum námsbrautum skólakerfisins í síbreytilegu þjóðfélagi." Það hefur alltaf verið valkostur síðan fjölbrautarskólarnir urðu til fyrir áratugum! Hvar hefur menntamálaráðherra verið?
Menntamálaráðherra: Stytting námstíma til stúdentsprófs ekki markmið í sjálfu sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.2.2007 | 17:02
Hækkum laun kennara
Það er ótrúlegt að kennarar þurfi alltaf að sækja augljósar kjarabætur sínar með aðgerðum. Getum við ekki borgað þeim sómasamleg laun? Kennarastarfið er eitt það mikilvægasta í þjóðfélaginu og við krefjumst mikils af kennurum. En launin sem í boði eru eru bara ekki uppá marga fiska. Framhaldsskólakennarar fengu kjarabætur fyrir mörgum árum en þær eru étnar upp af verðbólgu og það sama má segja um laun grunnskólakennara. Laun kennara í leikskólum eru fyrir neðan allar hellur. Það á ekki að þurfa að fara í verkföll til að það sé samið við kennara um kjarabætur. Ríki og sveitarfélög eiga á sjá sóma sinn í því að borga almennilega fyrir þessi störf. Það segir heilmikið um þjóðfélagið sem við búum í hvernig farið hefur verið með kennara. Semjum við grunnskólakennara strax! Það hlýtur að vera krafa okkar foreldra.
Kennarar mótmæla launum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2007 | 15:55
Samgönguáætlun frestað vegna þenslu
Loksins er búið að tosa þessa samgönguáætlun út úr stjórnarflokkunum. Það verður spennandi að fylgjast með umræðum um þetta plagg næstu vikurnar. Allt það sem vantar í áætlunina og svo framvegis. Milljarðar og milljarðar, maður dettur eiginlega úr sambandi við raunveruleikann við að lesa þetta yfirlit. Allt lítur út eins og smotterí í samanburði við þessar upphæðir, nema náttúrulega framlög BNA til hermála sem toppa auðvitað allt! En svo er aldrei að vita hvað þessi samgönguáætlun heldur. Þessi ríkisstjórn fór auðvitað létt með það strax eftir síðustu kosningar að fresta framkvæmdum og skera niður um nokkra milljarða, aðallega í vegagerð á Vestfjörðum og á Norðurlandi, vegna þenslu sem allt í einu datt inn um bréfalúguna hjá ráðherrunum. En sem betur fer verða þessir ráðherrar komnir í frí eða allavega stjórnarandstöðu eftir nokkra mánuði.
Rúmir 380 milljarðar til vegagerðar á næstu 11 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?