Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Vinstri græn með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkur

forsíða

Skoðanakannanir eru afar skemmtilegar þessa dagana og það er varla þverfótað fyrir þeim. Það er afar góðar fréttir að samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins skuli Vinstri græn og Samfó vera með hreinan meirihluta og vel það, 33 þingmenn á móti 30 B, D og F lista.
Hér á síðunni minni er einnig afar fróðleg könnun sem 803 hafa tekið þátt í og þar eru Vinstri græn í fyrsta skipti orðin stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Það munar að vísu ekki miklu og sennilega er þetta innan skekkjumarka! VG er með slétt 30 % en D listinn með 29,8%. Annars er hér könnun eins og hún hefur verið að þróast síðustu mánuðina:
Framsókn               13% - 11% - 12% -12% og núna 10%
Sjálfstæðisflokkur    40% - 41% - 37% - 32% og núna 30%
Frjálslyndir              2% - 3% - 3% - 5% og núna 5%
Samfylkingin           8% - 10% - 12% - 13% og núna 15%
Vinstri græn            30% - 29% - 28% - 30% og núna 30%
Annað                     0%
Skila auðu               2% - 3% - 3% - 3% og núna 4%
Vita ekki enn           5% - 4% - 4% - 5% og núna 5%

Það hafa 422 tekið afstöðu til spurningarinnar: Á að taka Ísland af lista hinna viljugu ríkja? og 65% segja: já tafarlaust en aðeins 16 vilja vera á þessum lista BNA.
Og í könnuninni þar sem spurt er: Á að stækka og byggja fleiri álver á Íslandi? er afgerandi meirihluti sem segir að nóg sé komið eða 59% en aðeins 36% vilja byggja fleiri álver eða stækka þau sem fyrir eru.


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst á ný en fylgi Framsóknarflokks í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglumaður stakk af frá ákeyrslu

agl Maður les nú Austurgluggann reglulega og enn oftar kíki ég á netútgáfuna af honum. Þessi frétt úr Austurglugganum er ansi merkileg og hlýtur að hafa einhverja eftirmála. Lögreglan ætti auðvitað að vera fyrirmynd annarra og svona gera menn bara ekki. Hér er fréttin:  "Íbúi á Seyðisfirði varð fyrir því að keyrt var á snjósleða sem hann átti sem stóð við íbúðarhús hans. Eigandinn sá þegar bíl var bakkað á sleðann, sem skemmdist töluvert, ökumaður bílsins kom út úr bílnum skoðaði sleðann fyrst lítillega og síðan bílinn sem skemmdist lítið. Ökumaðurinn horfði svo flóttalega kringum sig til að gaumgæfa hvort einhver sæi til hans,hélt að svo væri ekki og læddist burtu af vetttvangi án þess að láta vita. Eigandinn náði hinsvegar númerinu af bílnum sem óhappinu olli, brúnum amerískum jeppa og kærði til lögreglu. Við rannsókn málsins kom í ljós að ökumaðurinn sem óhappinu olli er starfandi lögreglumaður."


mbl.is Allir helstu vegir landsins færir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Röskva

röskva

Röskva, samtök félagshyggjufólks, sigraði í kosningum til stúdentráðs Háskóla Íslands og er því komin með meirihluta. Til hamingju með þetta röskvufólk! Myndina fínu fékk ég lánaða af bloggsíðu Önnu Pálu bloggvinar. Það munaði ekki miklu og því skipti hvert atkvæði máli. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins er greinilega ekki að virka og er það vel. Ég vona að þetta verði undanfari þess að félagshyggjuflokkarnir vinni meirihluta á þingi í vor!


mbl.is Röskva hlaut flest atkvæði í kosningum til Stúdentaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægri-grænt er ekki sannfærandi

framtíðarland

Ég er afar ánægður með að meirihluti hafi verið fyrir því að Framtíðarlandið bjóði ekki fram til Alþingis. Þetta eru grasrótarsamtök og eiga að vera þverpólitísk. Náttúruverndarsinnar sem finnst þau mál skipta mestu hljóta auðvitað að kjósa Vinstri græn í vor. Sumir sem ég hef talað við og eru eldheitir umhverfisverndarsinnar segast ekki geta kosið VG vegna afstöðu til evrunnar eða eitthvað þessháttar, eða af því að þau eru hægrisinnuð. Þegar nánar er farið út í þær skilgreiningar kemur svo oft í ljós að þau eru alls ekki svo hægrisinnuð og stundum tekst mér að sannfæra fólk um að Vinstri græn séu lang skásti kosturinn. Auðvitað ekki fullkominn fyrir alla en einfaldlega það besta í stöðunni. Hægri-grænt er  bara þversögn að mínu mati. Allir umhverfsverndarflokkar í Evrópu sem fá eitthvað fylgi eru vinstrisinnaðir og hægristefna fer í eðli sínu ekki saman við umhvefisverndarstefnu. Það að ætla að búa til ný framboð um þessi mál eða um málefni aldraðra og þessháttar er ekki gáfulegt. Þannig er fólk bara að dreyfa kröftunum og það kemur stjórnarflokkunum best. Þessvegna hvet ég fólk til að sameinast um Vinstri græn, ganga í flokkinn ef þau vilja hafa áhrif og breyta einhverju og þá munum við geta fellt þessa ríkisstjórn og tekið upp betri stefnu í öllum málum. Í efnahagsstjórn, félagsmálum, atvinnumálum, evrópumálum og auðvitað umhverfismálum. Við fáum sennilega ekki hreinan meirihluta í vor þó að maður geti verið bjartsýnn en þá semjum við bara við Samfó og einhverja sem standa okkar málstað nærri. Mikilvægast er að umhverfisverndarfólk kjósi þann flokk sem hefur staðið í lappirnar í umhverfismálum, nefninlega Vinstri græn.


mbl.is Ómar Ragnarsson telur auknar líkur á framboði umhverfisverndarsinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppni, fákeppni og einokun

frumherjiadalskodun

 

Einkennilegt hvernig allt virðist enda í sömu höndunum hér á landi. Sömu menn og dásama frelsi og samkeppni eru fyrstir til að standa fyrir fákeppni og koma svo á einkavæddri einokun. Nú er vinsælast að segja að þetta sé hagkvæmt vegna "útrásar" eða vegna "samkeppni frá útlöndum". En hvernig getur þetta átt við um bifreiðaskoðun? Eitt sinn sá ríkið um þetta en svo er það einkavætt í nafni aukinnar samkeppni og hún komst reyndar aldrei almennilega á og nú virðist samkeppninni endanlega vera eitt. "Félögin verða rekin áfram sitt í hvoru lagi...". En kommon verður einhver samkeppni á milli þeirra þegar eigandinn er sá sami? Auðvitað ekki. Þetta er bara plat. Sama má segja um svo margt annað, tryggingar, bensínsölu, matvörumarkaðinn, flutninga, flugfélög. Hvergi raunveruleg samkeppni. Hvað er þetta Samkeppnisetirlit að gera?


mbl.is Frumherji kaupir Aðalskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfðabreytt og eitrað

epli Það var mikið að eitthvað gerist í þessum málum. Auðvitað eiga neytendur rétt á því að fá að vita hvað er í mætvælunum sem við erum að kaupa. Við erum eina landið í Evrópu sem ekki krefst merkinga á matvæli um erfðabreytingar. Neytendasamtökin fagna því að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hafi í hyggju að setja reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla og segjast lengi hafa krafist þessa. Á heimsíðu neytendasamtakanna segir: "Minnt er á að íslenskar landbúnaðarvörur eru markaðssettar sem umhverfisvænar vörur og sem framleiddar eru í sátt við umhverfið. Það er ljóst að ef það myndi spyrjast út að erfðabreytt kjarnfóður sé notað í íslenskum landbúnaði er hætt við að sú ímynd myndi bíða verulega hnekki."

jogurtÞað á einnig að upplýsa hvaða eiturefni eru notuð við ræktun á grænmeti. Ólöf Ýrr Atladóttir bloggar um þetta í dag. Annars er öruggast að kaupa vottaðar lífrænt ræktaðar vörur. Þær eru hollari og betri en auðvitað dýrari en ef fleiri kaupa þær þá lækkar framleiðslukostnaðurinn. Gott að heimur fer batnandi á þessu sviði.


mbl.is NS fagna ákvörðun um að merkja erfðabreytt matvæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólki er misboðið

hæstiréttur Það er ekki að undra sterk viðbrögð fólks við dómi hæstaréttar þar sem dómur yfir kynferðisafbrotamönnum er mildaður. Mikil umræða hefur verið um dómin og viðbrögð Morgunblaðsins við honum. Björn Bjarna dómsmálaráðherra bregst hinsvegar ókvæða við og það sam gerði Hannes Hólmsteinn í Kastljósinu og finnst þeim Mogginn hafa brugðist. Mun fleiri hafa hinsvegar fagnað viðbrögðum Moggans. Hrafn Jökulsson skrifaði pistil um málið á bloggsíðunni sinni og og það sama hafa margir gert. Við eigum að sýna dómsvöldum aðhald.


mbl.is Yfir 200 mótmælabréf hafa borist Hæstarétti í tölvupósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverð umfjöllun í New York Times

alcoa.nyt

Það er áhugaverð umfjöllun í sunnudagsútgáfu New York Times um stóriðjuframkvæmdir á Íslandi undir fyrirsögninni: "Smokestacks in a White Wilderness Divide Iceland". Blaðakonan Sarah Lyall fjallar þar um Kárahnjúkavirkjun og álbræðslu Alcoa (aluminum smelter) á Reyðarfirði. Máltækið "Glöggt er gests augað" á vel við hér en Sarah Lyall ræðir við marga sem koma að málinu eins og Kervin Lowery frá Alcoa, Jón Sigurðsson og Sigurð Arnalds en einnig marga sem eru andvígir álvæðingu Íslands eins og Ólafur Páll Sigurðsson, Hjörleifur Guttormsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Andri Snær Magnason og Guðmundur Beck.
Það hefur einnig verið fjallað mikið um Kárahnjúkavirkjun í fjölmiðlum í Evrópu og afar gagnrýnin grein birtist til dæmis í Spiegel í Þýskalandi. Hér er hægt að lesa alla greinina í New York Times.


mbl.is New York Times fjallar um stóriðjuframkvæmdir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími til að hætta

tony

Tony Blair finnst sennilega ekki skemmtilegt að láta af störfum þegar meirihluti breta krefst þess að hann hætti. Ekki beint verið að hætta á toppnum. En hann er sjálfur búinn að missa af því tækifæri og nú fer þetta að verða spurning um "því fyrr því betra". Ég skrifaði kveðjupistil til Tony´s  B-liar´s í upphafi ársins og vona að ég þurfi ekki að endurtaka hann oft. Farvel Tony þín verður ekki sárt saknað.


mbl.is Flestir Bretar vilja að Blair hætti þegar í stað skv. könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grein í Berliner Zeitung

hallsson_gps

Það er ansi fín grein í Berliner Zeitung um sýninguna mína í Berlín. Það er nægur tími til stefnu fyrir þá sem vilja kíkja í Kuckei+Kuckei því sýningin stendur til 10. mars. Semsagt þau ykkar sem eruð á leið til Berlínar er tilvalið að líta við í Mitte og skoða myndlist í leiðinni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.