Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
31.3.2008 | 09:19
Hannes Hólmsteinn rekinn frá Háskóla Íslands
Ef HÍ ætlar í alvöru að komast á blað meðal bestu háskóla í heimi er það augljóst að það verður að segja Hannesi Hólmsteini upp störfum. Maðurinn er dæmdur lögbrjótur fyrir ritstuld. Háskólarektor hlýtur að semja um starfslok við Hannes svo hann geti tekið pokann sinn.
Þessi söfnun fyrir aumingja Hannes er fullkominn brandari. Þrátt fyrir að vera aðal frjálshyggjugúrú landsins hefur hann alla ævi verið á ríkisspenanum. Var alltaf hjá Ríkisútvarpinu en ekki á Stöð 2 og er nú "prófessor" hjá ríkisháskólanum Háskóla íslands en ekki hjá einkaskólanum HR eða bara Bifröst. Maðurinn er er fullkomlega óhæfur kennari hvað þá meira. Hann hefur einnig verið dæmdur fyrir meiðyrði. Bestu tillögurnar sem ég hef sér til bjargar Hannesi Hólmsteini koma frá Denny nokkrum Crane og er að finna hér.
Helgi J Hauksson tók þessa frábæru mynd af "Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni í okt. 1984, þar sem hann stendur í öruggu skjóli við þjóðkirkjuhornið og rýnir í 12 þúsund manna mótmælafund á Austurvelli í verkfalli BSRB og prentara 1984. Þá rak Hannes ólöglega útvarpsstöð í húsnæði Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Myndin birtist við hlið annarar af fjöldafundinum í BSRB tíðindum sem var eini prentmiðillinn sem kom út í verkfallinu. Mörgum fannst hún táknræn fyrir einmanleika frjálshyggjunnar andspænis samhjálp og samstöðu fólksins og var snarlega ortur mikill fjöldi ljóða til myndarinnar." Myndina og textann er að finna á bloggsíðu Helga. Myndin er að sjálfsögðu höfunarréttarvarin.
Söfnun fyrir Hannes Hólmstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (57)
30.3.2008 | 11:49
Austurvöllur 30. mars 1949
Fyrir 59 árum áttu sér stað atburðir á Austurvelli sem vert er að minnast. Þá mótmælti fólk fyrirhugaðri inngöngu Íslands í hernaðarbandalagið NATO. Yfirvöld brugðust þannig við að kallaðir voru út ungir Heimdellingar og það var kallað aukalið lögreglunnar. Þetta gengi var látið berja á mótmælendum, margir slösuðust. Það setur að manni hroll því Björn Bjarnason er með svipaðar hugmyndir í dag. Að vísu ætlar hann ekki að setja Heimdellinga í starfið heldur kalla út björgunarsveitirnar í staðinn! Allt til að hægt verði að berjast við mótmælendur (samt sennilega ekki trukkabílstjóra!) Meira svona Saving Iceland mótmælendur sem fara mun meira í taugarnar á sumum. Fólk í björgunarsveitunum er samt ekki alveg upprifið yfir þessum hugmyndum dóms- og kirkjumálaráðherra.
Það er hægt að lesa meira um atburðina sem áttu sér stað á Austurvelli miðvikudaginn 30. mars 1949 á Wikipediu og svo skrifaði Anna K. Kristjánsdóttir bloggvinkona mín pistil í tilefni dagsins fyrir réttu ári.
29.3.2008 | 09:00
Sverrir Hermannsson er snillingur
Og þá er ég auðvitað að tala um Sverri Hermannsson smíðameistara og safnara á Akureyri. Gísli Sigurgeirsson á heiður skilinn fyrir að gera heimildarmynd um þennan áttræða gæðamann sem hefur frá svo mörgu að segja og á óteljandi þakkir skildar fyrir að endurbyggja fjölmörg gömul hús á Akureyri og í Eyjafirði. Safn Sverris sem heitir því skemmtilega en fullkomlega viðeigandi nafni: Smámunasafnið í Sólgarði í Eyjafirði er einnig merkilegt og frábært framtak. Gamalt er gott heitir myndin sem frumsýnd verður á morgun, þegar Sverrir verður áttræður. Í fréttinni á mbl.is og í Mogganum í dag segir:
"Sverrir lauk smíðanámi upp úr 1950, en á áttunda áratugnum hóf hann endurbætur á gömlum húsum, sérhæfði sig í þeirri grein og starfaði eingöngu við gömul hús í ein þrjátíu ár. Eitt fyrsta húsið sem hann gerði við var Laxdalshús, sem var að hruni komið þegar Sverrir og hans völundar, hófu þar endurbætur. Þegar þeir höfðu klætt húsið í sparifötin var það eins og stofustáss í Innbænum.
Sagan endurtók sig við fleiri hús; Höepfner, Tuliniusarhúsið, Grundarkirkju, Hólakirkju, Möðruvallakirkju og skemmuna á Skipalóni, svo nokkur dæmi séu nefnd, segir Gísli."
Til hamingju með þessa mynd Gísli og Sverrir Hermannsson þúsundþjalasmiður og safnari í bestu merkinu þess orðs.
Henti aldrei neinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.3.2008 | 10:42
Segjum Birni Bjarnasyni upp
Er ekki kominn tími til að segja nokkrum ráðherrum upp störfum úr því þeir geta ekki séð sóma sinn í því að gera það sjálfir. Það er fyrir löngu kominn tími til að Björn Bjarnason segi sjálfum sér upp, segi af sér og Árni nokkur Matt ætti að fara aftur að stunda dýralækningar í stað þess að hrella þjóðina sem slappasti fjármálaráðherra í manna minnum. Geir H. Haarde er næstur á listanum því hann veldur augljóslega ekki því hlutverki að vera forsætisráðherra. Gallinn er bara sá að hann fattar það ekki sjálfur og því þarf að benda honum á það. Ég geri það hér með og vona að fleiri bendi honum á þessa staðreynd. Ég var næstum búinn að gleyma Guðlaugi Þór því þrátt fyrir stuttan ráðherraferil hefur hann verið afleitur. Einkavæðingarbrölt hans mun kalla yfir þjóðina eintóm vandræði með meiri misskiptingu og rugli. Ingibjörg Sólrún hefur verið afleitur utanríkisráðherra, sleikjandi upp ráðamenn annarra þjóða eins og Kína allt til að komast í eitthvert öryggisráð til að fá að greiða atkvæði eins og ráðamenn í BNA segja henni að gera. Auk þess kemur frá henni "varnarmálafrumvarp" sem festir okkur enn frekar í NATO og hernaðarmaskínu BNA með tilheyrandi útgjöldum. Aðrir ráðherrar hafa staðið sig aðeins skár en í samanburði við hvað? Jú, fullkomlega vanhæfa ráðherra og það geta nú varla talist frábær meðmæli.
Í framhaldinu ætti ríkisstjórnin öll að segja af sér. Best væri að efna til kosninga og kjósa upp á nýtt, það var nefnilega vitlaust gefið við síðustu kosningar!
Lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.3.2008 | 09:07
Allt frá fundarsköpum til mótmæla
Ung vinstri græn eru flott. Ég leit við hjá þeim hér á Akureyri á hörkufundi þar sem mætt voru um 30 manns. Þar var verið að ræða um stefnur og strauma í stjórnmálum og það er gott að það er öflugur hópur ungs fólks sem hefur hugsjónir og er tilbúið að taka þátt í lýðræðinu af krafti. Um þriðjungur af félögum í Vinstrihreyfingunni grænu-framboði er yngri en 30 ára og það sýnir að þetta er ung og kröftug hreyfing sem á framtíðina fyrir sér. Það er heldur engin tilviljun að ungt fólk fylki sé um Vinstri græn en ekki einhvern þreyttu flokkanna. Hjartað slær til vinstri!
Laugardaginn 12.apríl standa Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu fyrir "Stjórnmálaskóla" í húsakynnum Vinstri grænna í Hamraborg 1-3 í Kópavogi klukkan 11:00. Þar verður margt skemmtilegt og fróðlegt á dagskránni:
Saga og stofnun VG:
Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, flytur erindi og leiðir umræður í kjölfarið.
-Hádegishlé:
Hádegisverður í boði UVG fyrir svanga nemendur.
-Stefna VG og UVG:
Katrín Jakobsdóttir varaformaður VG og Elías Jón Guðjónsson varaformaður UVG kynna stefnu VG og UVG og leiða í kjölfarið umræður.
-Fundir og mótmæli:
Kristján Ketill Stefánsson og Þórhildur Halla Jónsdóttir fjalla um allt frá fundarsköpum til mótmæla.
-Ungt fólk í stjórnmálum:
Brynja Björg Halldórsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna í Reykjavík, segir frá sinni aðkomu og ungs fólks almennt að stjórnmálum.
Um kvöldið verður róttæk, friðsöm, umhverfisvæn og femínísk skemmtun.
Og svo er útgáfufagnaður í kvöld klukkan 21 á Grand Rokk meira um það hér.
Áfram UVG!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 11:56
Financial Times: Saving Iceland
Það er gott að blaðamenn á Financial Times hafa enn húmorinn í lagi. Þetta er afar skemmtileg grein undir fyrirsögninni Saving Iceland sem er í raun nóg til að fá alla álbræðslusinna til að snúa sér við í gröfinni. En ef til vill er eitthvað til í þessum pælingum Robert Shrimsley.
Af öllum þá eru það semsagt þjóðverjar sem fá að innlima Ísland inn í stærra dæmi, (semsagt hægkvæmni stærðarinnar) þeir munu bjarga okkur!: "As part of the deal Germany gets to annex Iceland for the knockdown price of 2 krona a share - giving it an equity value of $250m - and all but wiping out the country's shareholders"
Baldur nokkur Fjönisson birtir greinina í heild sinni hér.
Íslandi bjargað! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 09:40
Ágúst Þór Árnason fjallar um mynd mannsins á Amtsbókasafninu
Áhugverð fyrirlestraröð heldur áfram á Amtsbókasafninu hér á Akureyri í dag. Ágúst Þór Árnason hjá HA fjallar um "Mynd mannsins í fræðum laga og réttar" Hér er tilkynning frá Félagi áhugafólks um heimspeki, Amtsbókasafninu, Háskólanum á Akureyri og Akureyrarstofu:
Fyrirlestur fimmtudaginn 27. mars
kl. 17.00 á Amtsbókasafninu á Akureyri
Mynd mannsins
í fræðum laga og réttar
Hugtakið mynd mannsins er þverfaglegt fyrirbæri af þeirri einföldu ástæðu að engin ein grein fræða og/eða vísinda getur gefið viðhlítandi mynd af manninum jafnvel þótt henni sé aðeins ætlað að takmarka sýnina við það hvernig maðurinn birtist í viðkomandi grein. Maðurinn í fræðum laga og réttar getur verið í flestum þeim kringumstæðum sem lífið býður upp á. Hann getur verið foreldri, eigandi, bótaþegi, ráðherra, prestur eða dómari. Í erindi sínu veltir Ágúst Þór Árnason því fyrir sér hvort hægt sé að fá einhverja heildarmynd af manninum sem viðfangsefni laga eða hvort myndin sem við getum lesið út úr lagaverkinu verði aldrei annað en lítið brot af þeirri hugmynd sem við höfum flest um fyrirbærið manninn.
Ágúst Þór Árnason er aðjúnkt við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri þar sem hann hóf störf sem verkefnastjóri árið 2002. Hann hefur m.a. unnið að undirbúningi meistaranámsbrautar í heimskautarétti sem hefst næsta haust. Ágúst var gestafræðimaður við Centre for Advanced Study í Ósló 2001-2002. Hann var við doktorsnám við Johann Wolfgang Goethe-Universität, Frankfurt am Main 1998-2001. Fyrrihlutanám í heimspeki, lögfræði og stjórnmálafræði við Die Freie Universität, Berlin 1985-89; seinni hluti (meistaranám) 1989-91 við sama skóla. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands 1994-2001 (náms- og rannsóknarleyfi 1998-2001). Fréttamaður á Ríkisútvarpinu 1991-94. Fréttaritari RÚV í Þýskalandi 1989-1991 og Bylgjunnar 1986-89. Verkefnastjóri á aðalskrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta í Berlín 1983-85 og framkvæmdastjóri Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS) á Íslandi 1980-83.
26.3.2008 | 12:46
Brandaralistinn
Þessi "hagsældar- og stöðugleikalisti" einhvers bresks fyrirtækis er fullkominn brandari. Best er náttúrulega að mesta hagsældin og stöðugleikinn skuli vera í Páfagarði! Það hlýtur að vera bömmer fyrir okkur að vera miklu neðar á listanum en Bretland, voða hægsæld þar í landi síðast þegar ég vissi. Annars eru smáríki áberandi á þessum vinsældalista eins og Gíbraltar og San Marínó sem eru langt fyrir ofan okkur og Samóa, Falklandseyjar, Guam, Anguilla og Montserrat sem lenda aðeins fyrir neðan okkur. Greinilega best að fjölga smáríkjum til að auka hagsæld og stöðugleika.
Já, já og við erum líka hamingjusömust og best í heimi. Það er einhver fyrirsagnahöfundur á mbl.is sem er í stuði með þessa fyrirsögn "Mikil hagsæld og stöðugleiki á Íslandi". Þetta er ótrúlega gott.
Mikil hagsæld og stöðugleiki á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.3.2008 | 14:32
Forsendur kjarasamninga brostnar - verðbólgan á hraðri uppleið
Forsendur samninga að bresta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.3.2008 | 17:13
KEA kemur áfram að uppbyggingu á Akureyri
Það eru afar ánægjuleg tíðindi að KEA skuli koma að endurbyggingu á Hafnarstræti 98. KEA er ekki óvant slíkum verkefnum því á síðasta ári var Bögglageymslan endurgerð glæsilega og hýsir nú veitingastaðinn Friðrik V.
Það er gott að það tókst að bjarga götumynd Hafnarstrætis þó að það hefði verið á elleftu stundu. Vonandi tekur endurbyggingin skamman tíma og þá mun fólk sjá að enn ein perlan í miðbæ Akureyrar hefur verið fægð. Vissulega vildi ég frekar sjá íbúðir á efri hæðum hússins því það þarf að fjölga íbúum í miðbænum en það er ljómandi að hafa verslanir og þjónustu á jarðhæðinni. Og vonandi verður aðstaða Vinstri grænna áfram á jarðhæðinni. Til hamingju með þetta.
KEA kaupir Hafnarstræti 98 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?