Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Með biblíuna í annarri hendi og sveðjuna í hinni

Það er augljóst að þessar kosningar í Simbabve voru ekki marktækar og það verður að boða til nýrra kosninga sem fyrst og stöðva ofbeldið sem fylgismenn Mugabes standa fyrir. Það var óhugnanlegt að sjá þann mann sverja eið þegar hann var settur í embætti í gær og auðvitað sór hann við Biblíuna (alveg eins og Bush) og svo kom "...and so help me God". Á sama tíma eru hans menn að pynta fólk og murka úr því lífið. Og Bush trúbróðir Mugabes er að plana innrás í Íran áður en hann lætur af embætti. Þessir gaurar eru óhugnaður.
mbl.is Kosningar lýstar ómarktækar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegir tónleikar - myndband

Takk fyrir frábæra tónleika. Yfir 30.000 manns komu sem er meiriháttar. Ég vek athygli á flottum vef náttúra.info með miklum upplýsingum meðal annars um hverju þyrfti að fórna fyrir fyrirhugaðar álbræðslur og olíuhreinsistöð. Við getum stoppað þetta og bjargað íslenskri náttúru. Skiptum um ríkisstjórn!


mbl.is Óður til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsum grænt - kjósum grænt

nattura

Undarleg þverstæða í málflutningi ráðherra Samfylkingarinnar. Ögmundur Jónasson skrifar góðan pistil um þetta og Lára Hanna einnig. Það er sorglegt að horfa uppá þessa ráðherra sama dag og flottir tónleikar eru haldnir til stuðnings náttúrunni. Hér er hægt að skrá sig á stuðningslista. Og einnig horfa og hlusta á tónleikana.

Vonandi áttar fólk sig fyrir næstu kosningar og lætur ekki plata sig aftur. Kjósum Vinstri græn. Hugsum grænt og kjósum grænt en ekki eitthvert plat.

æ ð ó þ ö á Ö Þ í ú é


mbl.is Umhverfisráðherra vill ekki fleiri álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábærir tónleikar á morgun

430505A Það er frábært hvað það gengur vel hjá Sigur Rós. Það voru veggspjöld út um allt í Köben og maður er auðvitað smá stoltur. Bara verst að maður missir af tónleikunum á morgun. En ég fylgist bara með hér á netinu frá Dubrovnik og hvet auðvitað alla sem vettlingi geta valdið að mæta í Laugardalinn á morgun, hlusta á frábæra tónlist og standa með íslenskri náttúru og gegn frekari stóriðju með tilheyrandi virkjunum.
mbl.is Sigur Rós lofuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært að fá Möggu Blöndal í verkið

471009A Ég vil óska Akureyringum til hamingju með að Margrét Blöndal hafi tekið að sér að stýra undirbúningi að hátíðarhöldum á Akureyri um verslunarmannahelgina. Ég er viss um að hún komi með annan brag og viðhorf til hátíðarinnar. "Markmiðið er að bjóða upp á ljúfa og skemmtilega hátíð og tengja hana sögu og bæjarbrag á Akureyri í ríkari mæli en verið hefur." Þetta er einmitt málið! Magga Blöndal gerir þetta með bros á vör og við getum orðið stolt af bænum okkar.
mbl.is Margrét Blöndal stýrir verslunarmannahelginni á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgum Þjórsá

430645A Flott hjá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að skora á Samfylkinguna að standa í lappirnar. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta slys og Össur getur gert það ef hann vill. Það verður að bjarga Þjórsá frá álbræðslunum. Landsvirkjun ætlar að valta yfir fólk og náttúru á skítugum skónum en Vinstri græn eru tilbúin til að hjálpa Samfó að koma í veg fyrir það og þá getur Samfylkingin loksins staðið við kosningaloforðin sín. Ef ekki þá er endanlega ekkert að marka allt þeirra hjal um "Fagra Ísland".

Í fréttinni á mbl.is segir meðal annars:

"Þingflokkur VG minnir á að ríkið á vatnsréttindin við Þjórsá og Alþingi hefur ekki gefið neina heimild til framsals eða sölu á þessum réttindum til Landsvirkjunar. Það er ósvífið af hálfu Landsvirkjunar, og vanvirðing við Alþingi, að veifa þessum vatnsréttindum sem einkaeign fyrirtækisins og knýja þannig á um samninga og virkjanir.Sömuleiðis er það ósvífið af ríkisstjórninni að sitja hjá á meðan þessu fer fram og halda þannig til streitu ólýðræðislegum vinnubrögðum. Björgvin G. Sigurðsson ráðherra, sem lofaði því þráfaldlega fyrir kosningar að bjarga Þjórsá, tekur nú glaðbeittur skóflustungu að álveri í Helguvík og ríkisstjórnin leyfir Landsvirkjun áfram að haga sér eins og ábyrgðarlaust ríki í ríkinu. VG skorar á Björgvin að standa við fyrri loforð og hvetur um leið Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra til að beita sér í málinu af öllu afli og gefast ekki upp fyrr en sigur er unninn," að því er segir í tilkynningu."


mbl.is VG: Vilja bjarga Þjórsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fleiri virkjanir fyrir stóriðju takk

Það er afar ánægjulegt að mikill meirihluti þjóðarinnar sé á þeirri skoðun að ekki skuli virkja meira fyrir stóriðju í landinu. Það er fyrir löngu komið nóg. Þessi ríkisstjórn ætlar samt að halda áfram að berja höfðinu við steininn. Og Friðrik Sófusson öslar áfram með Landsvirkjun.

Það er reyndar athyglivert að íbúar landsbyggðarinnar eru skynsamari en sumir hafa verið að reyna að halda fram. Íbúar landsbyggðarinnar vilja ekki fórna náttúruperlum fyrir álbræðslur enda hefur komið í ljós að allar tálsýnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa opinberað sig sem fals. Fólki fækkar enn fyrir austan. Og með tilkomu Alcoa Fjarðaáls óx losun á hvern íbúa hér á landi á koltvísýringi um 5 tonn - úr ríflega 12 tonnum í 17 tonn.

Hvernig væri að nýta orkuna í skynsamlegri hluti. Á Húsavík ætti að reisa netþjónabú og vistvæna starfsemi en ekki mengandi stóriðju. Það er frábær grein í Mogganum í dag eftir ungan mann sem svarar málpípu Alcoa, Ernu Indriðadóttur, rækilega.

Það sýður á álgenginu núna því Björk, Sigurrós og fleiri frábærir tónlistarmenn efna til tónleika til verndar umhverfinu. Íslenska þjóðin er að átta sig þó að Valgerði Sverris, Kristjáni Möller, Geir H. Haarde og fortíðargenginu sé ekki viðbjargandi. Við eigum meiri möguleika með hreinni náttúru en með öllum þeirra álbræðslum og ósk Valgerðar um að fólki snúist hugur í enn meiri kreppu mun sem betur fer ekki rætast. Fólk er skynsamara en Valgerður heldur.


mbl.is 57% andvíg frekari virkjunum fyrir stóriðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaldhæðnislegt

1556_230608_icelandair_uppsagnir Það verður að teljast í meira lagi kaldhæðnislegt að "markaðurinn" gleðjist yfir uppsögnum fólks. Þessi markaður er svo auðvitað myndaður af einhverjum hlutabréfaspekúlöntum. Já, eitthvað óhugnanlegt að það hlakki í einhverjum en á hinn bóginn eðlilegt ef menn halda að ástandið muni batna ef Icelandair rifar seglin og lækkar flugið. Þá loksins fari fyrirtækið að skila hagnaði. Fyrir nokkrum mánuðum þegar allt var á uppleið kættust sumir ógurlega yfir allri útrásinni en nú eru breyttir tímar og menn kætast yfir samdrætti. Ég get ekki alveg samfagnað og auðvitað er þetta sárt fyrir fólk sem missir vinnuna.
mbl.is Uppsagnir gleðja markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálendisbjörn, Hlass og gagneldflaugar

470539AMér finnst liggja beint við að fá fagmann í það að svæfa bangsa ef hann er þá á svæðinu. Til dæmis íslendinginn í Noregi sem var á Stöð 2 í gær. Búið að klúðra nóg í ísbjarnamálum í bili.

Svo vil ég bara bjóða öllum, líka ísbjörnum, í Öxnadalinn í kvöld klukkan 18 á opnun á Hlass sýningunni í hlöðunni við Halastjörnuna. Meira hér.

Og svo skora ég á alla að skrifa undir áskorun um að ekki verði settar upp einhverjar gagneldflaugar í Tékklandi. Hér er áskorun frá samtökum hernaðarandstæðinga:

Næstkomandi sunnudag, 22. júní, verður alþjóðlegt átak til stuðnings baráttunni gegn fyrirhugaðri uppsetningu gagneldflauga í Tékklandi í tilefni af hungurverkfalli baráttumanna í Tékklandi. Í Reykjavík verður sett upp tjald á Lækjartorgi milli klukkan 12 og 6 á sunnudaginn til að minna á þessa baráttu. Samtök hernaðarandstæðinga hvetja félaga sína og allan almenning til að sýna þessari baráttu stuðning, láta sjá sig á Lækjartorgi. Ennfremur er undirskriftalisti á netinu: http://petice.nenasili.cz/?lang=en. Mikilvægt er að sem flestir skrái sig þar. Setjum metnað okkar í að þar verði sem flest íslensk nöfn. Látið berast áfram til vina og kunningja. Nánari upplýsingar á www.dagurfostu.net og Friðarvefnum, www.fridur.is. Væntanlega koma nánari upplýsingar á næstunni á Friðarvefnum um baráttuna gegn gagnflugaáætluninni og annarri baráttu hernaðarandstæðinga í Evrópu, m.a. í tilefni af 60 ára afmæli NATO á næsta ári. Fylgist með Friðarvefnum! Við bendum líka á Evrópska samfélagsvettvanginn (European Social Forum) í Malmö í Svíþjóð 17.-21. september, en þangað munu evrópskir friðarsinnar og hernaðarandstæðingar fjölmenna auk annarra sem vilja öðruvísi heim. Þeir sem leið eiga um sunnanverða Skandinavíu á þeim tíma eru hvattir til að koma við í Malmö. Sjá http://www.esf2008.org og http://www.europeanpeaceaction.org.


mbl.is Hálendisbjörn er hugsanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir velkomnir á opnun í bæjarstjórnarsal Ráðhússins á Akureyri

Ég var að klára að spreyja og lofta út úr bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu hér á Akureyri. Sigrún Björk bæjarstjóri leit við og var hin kátasta. Það eru allir velkomnir á opnunina á morgun og hér er tilkynningin sem Jóna Hlíf sýningarstjóri sendi út:

Hádegisopnun, fimmtudaginn 19. júní klukkan 12:15
Gallerý Ráðhús
Geislagötu 9
600 Akureyri



Hlynur Hallsson
Allskonar kræsingar, fjall án kinda, fleiri myndir og sprey


Hlynur Hallsson opnar sýninguna "Allskonar kræsingar, fjall án kinda, fleiri myndir og sprey" í bæjarstjórnarsal ráðhúss Akureyrar fimmtudaginn 19. júní klukkan 12:15

Þar gefur að líta sex ljósmynda/textaverk úr myndröðinni "MYNDIR - BILDER - PICTURES" ásamt nýju spreyverki sem Hlynur hefur gert sérstaklega fyrir bæjarstjórnarsalinn.
Hlynur vann myndirnar á árunum 2002-2007 og í sumar kemur einmitt út bók með allri myndröðinni "MYNDIR - BILDER - PICTURES" hjá forlagi höfundanna. Hlynur hefur gert spreyverk síðustu ár, það fyrsta í Texas 2002 og nú síðast á sýningunni "Bæ, bæ Ísland" í Listasafninu á Akureyri. Þann 16. ágúst verður opnuð yfirlitssýning á verkum Hlyns í Nýlistasafninu.

Brot úr texta eftir Claudiu Rahn úr bókinni "MYNDIR - BILDER - PICTURES":
"Frásagnir Hlyns, sem eru samsettar úr einföldum aðal- og aukasetningum, ná í einfaldleika sínum samstundis til áhorfandans. Áhrifamáttur frásagnarinnar byggist fyrst og fremst á þeirri miðlunarleið sem listamaðurinn velur. Til dæmis segir Hlynur frá loftbelgsferð sem Hugi sonur hans fékk í tíu ára afmælisgjöf. Sagan byrjar sem saklaus frásögn en breytist fljótt í harmsögu og tapar þar með léttleika sínum þegar listamaðurinn minnist bókarinnar "Eilíf ást" eftir Ian McEwan. En í þeirri bók endar loftbelgsferðin jú ekki vel."

Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur á síðustu 10 árum sett upp um 60 einkasýningar og tekið þátt í um 80 samsýningum. Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997, verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2006. Hann hefur fengið 6 mánaða listamannalaun 1997, 2002 og 2003 og tveggja ára starfslaun 2006. Hlynur var útnefndur bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005. Verk Hlyns eru í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Nýlistasafnsins, Listasafnsins á Akureyri, Listasjóðs Dungals, Listasafns Flugleiða, Samlung Howig í Zürich auk nokkurra einkasafna í Evrópu. Hlynur vinnur með ljósmyndir, texta, innsetningar, sprey, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni www.hallsson.de.

Allir velkomnir
Léttar veitingar

Verkefnastjóri Jóna Hlíf Halldórsdóttir
sími 6630545


Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband