Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Rétti andinn

Þetta er rétti andinn. Ekkert að vera pirra sig yfir einhverri seinkun heldur slá þessu bara uppí fjör og hringdans. Færeyingar frændur okkar kunna þetta og geta kennt okkur líka eitt og annað. Gott að öryggisverðirnir voru ekki með nein læti þarna í Toronto, það er aldrei að vita hvað má og hvað má ekki á flugvöllum. Annars tók ég smá hringdans með 20 ára samstúdentum mínum í gærkvöldi og það var nú mikið fjör á Kaffi Akureyri. Svo heldir fjörið áfram í Höllinni í kvöld. Vonandi með smá hringdansi líka.
mbl.is Stigu hringdans í flugstöðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórir íslenskir sjálfboðaliðar á herteknu svæðunum í Palestínu

Fjórir Íslendingar héldu til Palestínu í síðustu viku til starfa sem sjálfboðaliðar á herteknu svæðunum á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Anna Tómasdóttir, hjúkrunarnemi við Háskóla Íslands, verður í Palestínu til 18. ágúst og starfar með samtökunum Project Hope, m.a. við skipulagningu og þróun á skyndihjálparnámskeiðum. Einar Teitur Björnsson og Stefán Ágúst Hafsteinsson, sem leggja stund á læknisfræði við Háskóla Íslands, munu næsta mánuðinn starfa með Palestínsku læknahjálparnefndunum (Palestinian Medical Relief Society - PMRS) í Nablus og víðar um Vesturbakkann. Yousef Ingi Tamimi, nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, er að kenna ungmennum ensku og starfa við félagsmiðstöðvar PMRS fyrir ungt fólk í Ramallah og Nablus.

Palestínsku læknahjálparnefndirnar (Palestinian Medical Relief Society - PMRS) voru stofnaðar árið 1979 af palestínskum læknum og heilbrigðistarfsmönnum. Samtökin annast heilsugæslu og læknisþjónustu víðsvegar á herteknu svæðunum. Meðal annars í flóttamannabúðum, þorpum og sveitum, sem eru innilokaðar vegna vegatálma hernámsliðsins, með færanlegum læknastöðvum (mobile clinics). PRMS rekur jafnframt læknastofur víðsvegar á herteknu svæðunum og félagsmiðstöðvar fyrir ungt fólk í Bethlehem, Hebron, Nablus, Ramallah og Gaza. Félagið Ísland-Palestína hefur síðustu ár stutt starfsemi PMRS með fjárframlögum og starfsemi íslenskra sjálfboðaliða.

Project Hope halda úti fræðslu- og tómstundastarfsemi fyrir börn og ungmenni, einkum í Nablus á Vesturbakkanum og flóttamannabúðnum Balata og Askar skammt frá borginni. Sumardaginn fyrsta léku Víkingur Heiðar Ólafsson og Bryndís Halla Gylfadóttir á tónleikum til styrktar tónlistarstarfi samtakanna í Balata flóttamannabúðunum. Fyrir nokkrum árum lögðu Mugison, KK, múm og fleiri íslenskir tónlistarmenn æskulýðsstarfi Project Hope í sömu flóttamannabúðum lið á geislaplötunni Frjáls Palestína.


Hlekkir
Palestinian Medical Relief Society (PMRS) - http://www.pmrs.ps
Palestinian Medical Relief Society (PMRS) Youth Centers - http://www.pmrs.ps/last/etemplate.php?id=29
Project Hope - http://www.projecthope.ps
Anna Tómasdóttir bloggar frá Palestínu; http://www.anna-palestina.blogspot.com
Félagið Ísland-Palestína - http://www.palestina.is


Arnar Ómarsson opnar sýninguna "Með eigin augum" á Café Karólínu

 

Arnar Ómarsson

Með eigin augum 

14.06.08 - 04.07.08

 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

Arnar Ómarsson opnar sýninguna "Með eigin augum" á Café Karólínu laugardaginn 14. júní 2008.

Arnar er búsettur í Freyjulundi í Eyjafirði. Hann varð stúdent frá MA 2007 og starfaði sem umbrotsmaður og ljósmyndari hjá DV 2007-2008. Arnar er nemandi í Dieter Roth Akademíunni og er á leið í ljósmyndanám til London í haust. Hann segir um verkin sem hann sýnir á Café Karólínu: "Þessi sýning er tilraun til að sýna daglegt líf í Íran með mannlífsmyndum. Allar myndirnar eru frá ferð um Íran á síðasta ári."

Nánari upplýsingar um Arnar Ómarsson er að finna á http://freyjulundur.is og netfangið er arnar@freyjulundur.is og í sima 8238247

Sýningin á Café Karólínu stendur til 4. júlí, 2008.

Næstu sýningar á Café Karólínu: 

05.07.08-01.08.08    Vilhelm Jónsson
02.08.08-05.09.08    Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08    Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08-31.10.08    Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08-05.12.08    Þorsteinn Gíslason
 

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Svarthöfði... góður!

Þessi mynd Golla fer í flokkinn skemmtilegustu myndir ársins. Það er ekki hægt að segja annað en að félagar Vantrúar hafi beittan húmor, þetta er snilldar búningur á réttum stað. Prestarnir hljóta að hafa haft gaman að þessu líka. Góður félagskapur þar á ferð! Þessi mynd hefði reyndar átt að fara á forsíðuna á Mogganum (betri en plastálft að fá sér kríu!)


mbl.is Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margrét Lindquist hlýtur evrópsk hönnunarverðlaun

Margrét Lindquist hlaut gullverðlaun samtaka fagfélaga grafískra hönnuða í Evrópu sem veitt eru til nemenda. Margrét útskrifaðist frá Myndlistarskólanum á Akureyri í vor og hlaut reyndar einnig verðlaun þar fyrir framúrskarandi námsárangur. 

Á bloggsíðu Helga Vilberg skólastjóra Myndlistarskólans á Akureyri er einnig sagt frá þessum verðlaunum.

Til hamingju með þetta Magga!


Hvar eru sólgleraugun?

Það vantar eitthvað á þessa mynd af Bubba! Ekki fimm atriði, heldur bara eitt. Það er varla að maður kannst við þennan mann sem stendur þarna í rokinu með eitthvað grátt bundið um hálsinn. Til lukku með þetta kæru hjón. Vonandi farnast ykkur vel og gengur allt í haginn. Fjórir naglar er líka gott nafn á plötu. Platan verður samt ekki eins góð og þegar Bubbi var uppá sitt besta: á Ísbjarnarblús. Erfitt að toppa svoleiðis snilld.


mbl.is Bubbi Morthens gekk í það heilaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra að borga fólki mannsæmandi laun

441Er ekki kominn tími til að meta störf kennara að verðleikum og borga þeim almennileg laun? Það sama gildir um umönnunarstéttir. Það er ekki til neins að steypa "hátæknisjúkrahús" ef ekki fæst starfsfólk til að vinna þar störfin. Stjórnvöld eiga að hætta þessu rugli og þessari nísku og fara að borga laun sem fólk getur lifað af. Þetta eru mikilvæg störf. Áfram kennarar og starfsfólk sjúkrahúsa!


mbl.is Fara kennarar í haust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðan hvenær var bannað að hlaupa um með fána?

Það ætti frekar að vera bannað að plata fólk og grafa holur og þykjast vera að taka einhverjar "skóflustungur" (að rugli). Ef til vill hefur það farið sérstaklega í taugarnar á laganna vörðum eða öllu heldur yfirmönnum þeirra að maður kallaði "No more Kárahnjúkar" Það er auðvitað brot gegn valdstjórninni og alvarlegur glæpur sem á ekki að líðast og þess vegna best að handjárna fólk og færa það af hinu heilaga svæði. Eða kannski höfðu ráðherrar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks bara áhyggjur af því að vera ekki einir í sviðsljósinu ásamt álbræðslukörlunum? 

"Viðstödd undirritunina voru m.a. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, John P. O Brien, stjórnarformaður Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Oddný Guðbjörg Harðardóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins Garðs. Tóku þau öll skóflustungu á álverslóðinni."

Frábært lið þessir skófluráherrar íhalds og Samfó. Sem saman eru að grafa niður "Fagra Ísland" á þessari mynd.


mbl.is Mótmæli á álverslóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bannað að tjalda fyrir yngri en 20 ára

434424A Fyrirsögnin á þessari frétt á mbl.is er góð. Nú er það orðið frétt að: "Tvítugir og eldri mega tjalda á Akureyri". Þetta þýðir að það er búið að lækka bannaldurinn úr 23 árum í 20 ár, aldurstakmörkin lækkuð. Það stefnir þá sem sagt í það að yngra gengið sem mætir á "bíladaga" þessa helgi á Akureyri verður að sofa í bílunum sínum! Já, eða bara aka inn á Hrafnagil og gista þar. Er það betra? Ég er ekki viss um að íbúar í Eyjarfjarðarsveit séu kátir yfir því en einhversstaðar verða "vondir" (og  ungir) að vera.
mbl.is Tvítugir og eldri mega tjalda á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikyndi stendur fyrir grískri veislu

eternityKvikmyndaklúbburinn Kvikyndi á Akureyri stendur fyrir mikill kvikmyndaveislu með myndum sem maður fær ekki tækifæri til að sjá á hverjum degi. Og nú er komið að grísku myndinni "Mia aioniotita kai mia mera" (Ein eilífð og einn dagur/Eternity and a day) frá árinu 1998. Hún verður sýnd sunnudaginn 8. júní kl. 16:00 í Sambíóinu á Akureyri.

Myndin Mia aioniotita kai mia mera/Ein eilífð og einn dagur/Eternity and a day (1998) er eftir gríska leikstjórann Theo Angelopoulos. Dómnefndin í Cannes var einróma sammála um að veita þessari mynd Gullpálmann 1998. Hún fjallar um gamlan rithöfund sem hefur fengið að vita frá lækni sínum að hann eigi aðeins stuttan tíma ólifaðan. Daginn eftir á hann að leggjast inn á sjúkrahús og ekki eiga afturkvæmt en þá hittir hann ungan strák sem hann ákveður að rétta hjálparhönd.

Lengd 132 mínútur

Miðaverð er aðeins 500 krónur. Allir að mæta!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.