Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Af dómaraskandal

big-geirigoldfingerjpgÞað er ágætt að loksins sér fyrir endann á þessu furðulega Baugsmáli. Dómurinn í öðru máli sem var felldur í gær er hinsvegar skandall. Þar voru Geira í Goldfinger dæmdar himinháar bætur. Sem betur fer hefur dómnum verið áfrýjað til Hæstaréttar. (Myndin er tekin af dv.is)

Í tilefni af þessum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ásgeirs Þórs Davíðssonar gegn Jóni Trausta Reynissyni og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur hefur  Femínistafélag Íslands sent frá sér eftirfarandi ályktun:

Femínistafélag Íslands lýsir undrun og vonbrigðum vegna nýfallins dóms Héraðsdóms Reykjavíkur en í dómnum er stefndu gert að greiða stefnanda 1,7 milljónir króna í miskabætur og málskosntað vegna ærumeiðandi ummæla.

Femínistafélagið telur ljóst á dómi Héraðsdóms að litið hafi verið fram hjá alþjóðlega viðurkenndri skilgreiningu á mansali. Hugtakið mansal er almennt skilgreint sem verslun með fólk, með eða án samþykkis þess, ef salan byggist á varnarleysi viðkomandi. Samkvæmt rannsókn sérfræðinga á samningum íslenskra nektarklúbba við nektardansmeyjar hefur sannast að konur sem starfað hafa á nektarklúbbum hafi verið seldar mansali. Því er ljóst að Héraðsdómur lítur fram hjá sérfræðiþekkingu á málaflokknum.

Þá þykir Femínistafélagi Íslands sýnt að dómurinn endurspegli virðingu fyrir æru íslenskra karla umfram virðingu fyrir erlendum konum, og virðingu fyrir peningum á kostnað mannréttinda.

Ljóst er að jafnrétti kynjanna á undir högg að sækja á Íslandi.


mbl.is Dómur í Baugsmáli kveðinn upp í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Barack Obama

obama.jpgÉg óska einnig honum Barack Obama til hamingju og vona innilega að hann verði næsti forseti BNA. Og það væri nú líka gott ef Hillary yrði varaforseti. Obama var hógvær í fögnuðinum og sáttatónn í Hillary Clinton. Vonandi rúlla þau yfir McCain og Repúblikana. Það er kominn tími fyrir skynsemi og breytingar í BNA.
mbl.is Óskaði Obama til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlaunum ísbjörninn

187095A Mér finnst að það eigi að verðlauna þennan ísbjörn. Hann hefur ekki gert neinum mein svo best er að gefa honum eitthvað af þessu hvalkjöti sem enginn vill éta áður en það rotnar. Svo á að senda hann aftur til Grænlands þar sem hann mun hafa það betra en hér. Til dæmis í heiðursfylgd á varðskipi. Alls ekki að skjóta björninn. Hann er búinn að synda yfir hafið. Þetta er dugnaðarforkur, sem ætti að verðlauna.
mbl.is Ísbjörn við Þverárfjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosa spretta í túnfíflum í blíðunni

Ég get staðfest að sprettan hér í Eyjafirðinum er góð enda dásamlegt veður. Ég sit einmitt á stuttbuxunum og les póstinn minn. 18 stiga hiti og steikjandi sól. Það þarf einmitt að fara að slá lóðina hérna, annar sláttur í sumar! Hugi sló lóðina fyrir nokkrum dögum en þar sem maður getur séð grasið vaxa þá er kominn tími til að stytta þetta aðeins. Best að ég taki það verk að mér. Fíflarnir blómstra líka ansi öflugir. Ég tek bara sveig fram hjá þeim enda gulir og fallegir. En þegar þeir verða að biðukollum tek ég og snyrti þá til að koma í veg fyrir óþarfa útbreiðslu, þó að þeir séu fagrir og harðgerðir.
mbl.is Sláttur hafinn í Eyjafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband