Leita í fréttum mbl.is

Hanna Hlíf Bjarnadóttir opnar sýningu í Kunstraum Wohnraum á Akureyri

hannahlif.jpg

Sunnudaginn 11. janúar 2009 klukkan 11-13 opnar Hanna Hlíf Bjarnadóttir sýninguna “Heima er best” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

Hanna Hlíf hefur gert verk sérstaklega fyrir þessa sýningu og í texta um verkið segir:

Ísland var í efsta sæti ásamt Noregi árið 2007 í lífskjaravísitölu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna en stofnunin birtir árlega lista þar sem lagt er mat á lífsgæði í 177 ríkjum, svo sem ævilíkur, menntunarstig og verga landsframleiðslu á mann.

Sama ár voru 8410 tilkynningar um vanrækslu á börnun til barnaverndunarstofu.



Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965, fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, fór síðan í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík en söðlaði síðan um stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan árið 2006.  Hún hefur haldið nokkrar sýningar eftir útskrift og staðið að ýmsum menningarviðburðum á Akureyri. Stofnaði hún til að mynda galleríBOX árið 2005 ásamt öðrum og rak það til 2007, en það er staðsett í Kaupvangstræti 10 á Akureyri.

Meðfylgjandi mynd er af verki Hönnu Hlífar.
Nánari upplýsingar veitir Hanna Hlíf í hannahlif(hjá)simnet.is og í síma 8640046


Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Hönnu Hlífar Bjarnadóttur stendur til 1. mars 2009 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744.

Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.

 

HANNA HLÍF BJARNADÓTTIR 

HEIMA ER BEST 

11.01. - 01.03.2009 

Opnun sunnudaginn 11. janúar 2009, klukkan 11-13  

Opið samkvæmt samkomulagi

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM             

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir     

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744 

hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de 


Mogginn ritskoðar

486730.jpg

Leiðari Moggans í dag er afar aumur. Þar er (enn og aftur nafnlaust!) verið að reyna að réttlæta ritskoðun á Moggablogginu. Tilefnið er að bannað var að blogga um tvær fréttir sem fjölluðu um ofbeldistilburði tveggja manna, Ólafs Klemenssonar hagfræðings hjá Seðlabankanum og bróður hans á gamlársdag. Hér eru fréttirnar: Mótmælendum ógnað á gamlársdag og Taldi sér ógnað

Fjölmörg blogg voru tengd við fréttirnar og á tímabili voru þær teknar út en svo settar inn aftur en síðan var með öllu lokað fyrir athugasemdir við þessar fréttir og tenglarnir fjarlægðir. Bloggarar höfðu þá þegar upplýst um hvaða menn var að ræða og í kjölfarið birti mbl.is seinni fréttina. Þar komu þá einnig athugasemdir frá fólki sem varð vitni að atburðunum og á myndskeiðinu sést vel hver það er sem kallar fólk "kommunistadrullusokka" og er með ógnandi tilburði. Rök ritstjórnar moggans fyrir þessari lokun á tengingar við fréttirnar eru þessi:

"Það sama á við um aðsendar greinar í Morgunblaðinu og bloggið; að ritstjórn blaðsins vill teygja sig langt í þágu málfrelsis. Hún vill hins vegar ekki að blaðið eða vefurinn verði farvegur fyrir svívirðingar, hótanir og hatursfullan málflutning. Þess vegna hefur birtingu greina verið hafnað og bloggum lokað."

Það er sem sagt lokað á allar athugasemdir af því að einhverjir fóru yfir strikið. Þetta er látið bitna á öllum en ekki bara þeim sem við á. Það er einkennilegt.

Grein Össurar er svo alger brandari og dæmir sig sjálf. Og ef einhvertíma hefur verið kastað grjóti úr glerhúsi þá tekst Össuri að gera það. 

Ég tek meira mark á þeim sem skrifa undir nafni en þeim sem gera það nafnlaust (Staksteinar "úr glerhúsi" og riststjórnarpistlar moggans eru þar engin undantekning) og vil að menn vandi mál sitt en fari ekki hamförum. Þessar takmarkanir á moggablogginu flokkast að mínu mati hinsvegar undir ritskoðun og tilraun til að koma í veg fyrir umræðu.

Ég styð einnig friðsamleg mótmæli og hafna ofbeldi. En ráðherrar þessarar ríkisstjórnar svífast hinsvegar einskis í að beita þjóðina ofbeldi og finnst það greinilega allt í lagi. Össur og ritstjórn Moggans ættu ef til vill að hafa meiri áhyggjur af því?

Ég bendi hér einnig á áhugaverðan pistil Baldurs McQeen um málið.


mbl.is Umræðuhættir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnum ráðamönnum skóna

Íraski blaðamaðurinn Muntazer al-Zaidi er hetja. Hann kastaði skónum sínum í átt að einum mesta stríðsglæpamanni aldarinnar George W. Bush. Nú er búið að pynta al-Zaidi, brjóta í honum rifbein og berja hann í sólarhring en glæpamaðurinn Bush flaug heim glottandi. Muntazer al-Zaidi á yfir höfði sér allt að 7 til 15 ára dóm verði hann fundinn sekur. Er eitthvert réttlæti í þessum heimi?

485683


mbl.is Skókastarinn fyrir rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðfélagið er gegnsýrt af spillingu og það er kominn tími til að hreinsa út

orduveiting450.jpg

Það eru daglega að koma fram fréttir af spillingu yfirvalda, fjölmiðla og auðmanna. Það er fyrir löngu komið nóg og við verðum að losna við undirrót spillingarinnar sem er auðvaldið sem grasserar í skjóli Sjálfstæðisflokksins og nú með dyggum stuðningi Samfylkingarinnar. Netmiðillinn Nei greinir frá einum anga DV-málsins með fréttum af því hvernig Björgólfur Guðmundsson og blaðafulltrúi þeirra feðga (sem er reyndar fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar) höfðu bein áhrif á það sem Björgúlfur var að "styrkja". Það er kominn tími til að við rísum upp, mótmælum og tökum af okkur skóna (í stað þess að láta vaða yfir okkur á skítugum skónum) og krefjumst kosninga. Þá verður hægt að hreinsa út úr spillingarbælinu. Engan hvítþvott takk!

9.55 mbl.is segir frá því að ráðherrarnir hafi farið bakdyramegin inn. Sennilega fara þeir svo út um neyðarútganginn!


mbl.is Viðbúnaður vegna mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta "leiðtogi" jafnaðarmanna eða ójafnaðarmanna?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur orðið sér til ævarandi skammar. Svo lengi sem hún púkkar upp á glæpamennina í forystu Sjálfstæðisflokksins hlýtur hún að útnefnist leiðtogi ójafnaðarmanna. Þegar hún heldur því fram að hátekjuskatturinn "...sé þó fyrst og fremst táknrænn." Það er ótrúlegt að hún skuli halda þessu fram flissandi framan í sjónvarpsvélarnar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gera illt verra, þær auka ójöfnuð í samfélaginu. Hækkun á komugjöldum og 4 milljarðar teknir frá þeim sem minnst mega sín væri dropinn sem fyllir mælinn hafi hann ekki löngu verið fullur. Það er komið nóg af þessu liði. Hunskist frá völdum.

Hér er svo myndband frá því þegar Hörðu Torfason leggur fram kæru á hendur ríkisstjórninni:


mbl.is Hátekjuskattur bara táknrænn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arna Valsdóttir ræðir um verk sín í Kunstraum Wohnraum á sunnudag

arna_kw.jpg

ARNA VALSDÓTTIR 

HEIMILISVERK 

21.09. - 14.12.2008 

Listamannaspjall sunnudaginn 14. desember 2008, klukkan 11:00 

KUNSTRAUM WOHNRAUM            

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir    

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744 • hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de 


Sunnudaginn 14. desember 2008 klukkan 11-13 ræðir Arna Valsdóttir Heimilisverk og önnur verk í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Arna mun setja upp lífræna kviksjá í stofu Hlyns og Kristínar þar sem gestir og gangandi geta skapað myndir á veggi stofunnar.

Arna er fædd á Akureyri 1963 og nam myndlist við grafíkdeild MHÍ og lauk framhaldsnámi frá fjöltæknideild Jan van Eyck Academie í Maastricht árið 1989. Á þeim tíma fór hún að gera tilraunir með það að tengja saman fleiri þætti í myndlistinni og vann gjarnan verk þar sem saman fór hljóð, rými, mynd og hreyfing.

Arna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið einkasýningar þar sem hún vinnur verk beint inn í það rými sem hún velur hverju sinni.

Hún hefur meðal annars sett upp gagnvirk innsetningarverk í Garðskagavita, í Austurbæ, í Hafnarfjarðarleikhúsinu,í Nýlistasafninu, Í kjallara Kirsuberjatrésins, í Populus Tremula, í Ketilhúsinu, í Epal og í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Arna hefur einnig sett verk sín upp á ráðstefnum um skólamál, í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og í Háskólanum á Akureyri.

Nánari upplýsingar um verk Örnu Valsdóttur er að finna á http://www.arnavals.net

Meðfylgjandi mynd er af verki Örnu í Kunstraum Wohnraum.

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Örnu Valsdóttur stendur til 14. desember 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462  3744.

Hér er að finna nánar upplýsingar Kunstraum Wohnraum


Ráðamenn hlusti og boði til kosninga

Þúsundir fólks ganga út á götur og mótmæla friðsamlega í hverri viku en ráðamenn tala um skríl og að við séum ekki þjóðin! Er ekki kominn tími til að boðað verði til kosninga og gert verði upp við óstjórn síðustu mánaða og ára? Það verður aldrei hægt að rannsaka hlutina ef þeir sem brutu af sér ætla að stjórna rannsókninni. Fólk krefst lýðræðis og breytinga og er búið að fá nóg af rugli í ráðmönnum. Ég hvet alla til að mæta í Háskólabíó í kvöld og á Austurvöll og Ráðhústorg á Akureyri á laugardag. Mótmæli hafa áhrif!


mbl.is Meirihluti telur mótmæli endurspegla viðhorf þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ákvörðun

n59715967952_7599Það er ánægjulegt þegar menn sjá að sér. Þetta var ekki fyrsta atlagan sem gerð er að Svæðisútvarpinu og sem betur fer hefur þeim öllum verið hrundið. Mikilvægi staðbundinna fjölmiðla er mikið en oft vanmetið. Gott að það er búið að bjarga þessu máli, það er til fyrirmyndar. Það hefur greinilega áhrif að mótmæla. Til hamingju með það.


mbl.is Svæðissendingar halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum vörð um svæðisútvarpið

Niðurskurðurinn hjá Ríkisútvarpinu ohf er einkennilegur. Í stað þess að efla það sem vel er gert á að leggja niður Svæðisútvörpin. Alltaf skal skorið niður fyrst á landbyggðinni. Yfirmenn hjá ruv hækkuðu um 100% í launum við það að gera útvarpið að hlutafélagi og nú þykir þeim það mikil fórn að ætla að lækka við sig launin um 10%. Ríkisútvarpinu er greinilega illa stjórnað en almennt starfsfólk hefur staðið sig vel. Oft hafa starfsmenn þar staðið saman þegar yfirmennirnir klikkuðu og vonandi verður það einnig nú.

Það er kominn hópur á Facebook sem vill standa vörð um Svæðisútvarpið og það hafa meira en 800 manns skráð sig á nokkrum dögum. Ekki leggja niður útvarpið okkar!

Og til hamingju með 25 árin Rás 2.


mbl.is Starfsmenn Rúv boða til funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdaklíkan herðir tökin

Þrátt fyrir að augljóst sé að Geir H. Haarde sé fullkomlega óhæfur til að stjórna þessu landi ætlar ríkisstjórnin að hanga á völdunum eins lengi og hún getur. Samfylkingin er hækjan sem sem styður valdaklíkuna. Það er hinsvegar aðeins spurning um hvenær þessi ríkisstjórn hrökklast frá völdum.

G. Pétur Matthíasson fyrrverandi fréttamaður hjá Sjónvarpinu setti á föstudaginn viðtal á bloggsíðuna sína. Þar má sjá hvernig núverandi forsætisráðherra hellir sér yfir fréttamanninn og sakar hann um að spyrja ekki réttra spurninga. Svo ætlar hann að útiloka fréttamanninn frá frekara viðtali. Þetta viðtal var aldrei birt í Sjónvarpinu heldur annað viðtal sem tekið var upp aftur. Björn Þorláksson fréttamaður á Stöð 2 hér fyrir norðan sagði frá svipaðri þöggunaraðferð sem hann var beittur mánuðum saman af öðrum stjórnmálamanni. Og nú er handbendi valdstjórnarinnar, Páll Magnússon sendur af stað og hann hótar G. Pétri málsókn ef hann skilar ekki viðtalinu.

Lýðræðið er tímafrekt og til trafala að mati Þorgarðar Katrínar, Ingibjargar Sólrúnar og Geir H. Haarde er lafhræddur við kosningar. Þau vilja heldur halda áfram að skrökva að þjóðinni úr valdastólunum.

En fólkið í þessu landi er búið að fá nóg.


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný og öflug Smuga

Vefritið Smugan er komið á netið undir stjórn Bjargar Evu Erlendsdóttur. Það er mikill fengur í því að fá nýjan öflugan miðil sem gefur okkur annað sjónarhorn á það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Lilja Mósesdóttir og Kristjana Guðbrandsdóttir skrifa hörkupistla í dag og það er langur listi af fréttum og fréttaskýringum. Þessi Smuga lofar góðu. Til hamingju með það.


mbl.is smugan.is hefur göngu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnema eftirlaunalögin strax!

Þessum eftirlaunalögum var þröngvað í gengum þingið að skipun Davíðs Oddssonar á sínum tíma. Og Framsókn var með. Nú er tækifæri fyrir forseta þingsins að taka frumvarp þingmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir og eins og Ögmundur bendir réttilega á: „Við getum náð þessu fyrir hádegi á fimmtudag, ef það er vilji til þess".

Þetta er ekki flókið þó að þetta velkist fyrir Samfylkingunni og sennilega er stór hluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins enn á því að sérréttindi eigi að gilda fyrir ráðherra og þingmenn. En nú er tími til að greiða atkvæði um málið og afnema þessi ólög strax.


mbl.is Má strax afnema eftirlaunalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni, Guðni, Geir, Árni, Björgvin, Ingibjörg Sólrún, Valgerður...

Það er farin af stað hrina afsagna sem hingað til hefur einskorðast við Framsóknarflokkinn. Spurningin er hvenær Geir H. Haarde stígur niður úr fílabeinsturninum og segir af sér? Og svo ríkisstjórnin öll. Það er komið nóg af lygum, hálfsannleik, yfirhylmingum, aftölum og bulli. Við þurfum þjóðstjórn strax og kosningar við fyrts tækifæri. Það sjá allir sem vilja eitthvað sjá.


mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomin uppgjöf fyrir Gordon Brown

Þetta "samkomulag" lítur út sem fullkomin uppgjöf en ekki samkomulag! Hafa þau umboð þjóðarinnar til að semja svona af sér? Ég efast um það. Við og börnin okkar eigum svo að borga reikninginn fyrir Geir, Davíð og Sollu!

Davíð og Árni Matt tala af sér, Björgvin G. gerir ekkert nema að segja að allt sé í góðu lagi á milli þess sem hann mærir Gordon Brown. Og Geir Haarde gerir illt verra. Ingibjörg Sólrún horfir á og kinkar kolli. Hvað er í gangi hjá þessu liði? Sjálfstæðisflokkurinn enn við völd er í boði Samfylkingarinnar. Takk fyrir það eða þannig!


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband