Leita í fréttum mbl.is

Birgir Sigurðsson opnar sýninguna "Hugmynd að leið rafmagns" á Café Karólínu laugardaginn 3. nóvember, 2007, klukkan 14

Það er enn og aftur að koma mánaðarmót og á föstudaginn lýkur sýningu Marsibil G. Kristjánsdóttur á Café Karólínu og á laugardaginn tekur Birgir Sigurðsson við. Það eru allir velkomnir á opnunina og hér er fréttatilkynning um sýninguna:

Birgir Sigurðsson

Café Karólína Versus Listasafn Reykjavíkur B-salur

03.11.07 - 30.11.07  
 

Velkomin á opnun laugardaginn 3. nóvember 2007, klukkan 14

Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

Laugardaginn 3. nóvember, 2007, klukkan 14 opnar Birgir Sigurðsson sýninguna Café Karolína Versus Listasafn Reykjavíkur B-salur: Hugmynd að leið rafmagns, á Café Karólínu.

Birgir Sigurðsson býr til sínar eigin hugmyndir að leið rafmagnsins á milli Listasafns Reykjavíkur og Café Karólínu. Hann notar til þess rafmagnsteikningar Norðurorku, Landsnets og Orkuveitu Reykjavíkur.

Teikningarnar sýna mögulegt ferðalag rafmagnsins milli aðveitustöðva, dreifistöðva og götuskápa og síðan heimtauga. Rafmagnið ferðast á strengjum og loflínum milli þessara staða.

Birgir velur sýningarrýmin tvö í löngun sinni til að tengja Akureyri og Reykjavík saman. Þetta er fyrsta sýningin í sýningaröðinni HUGMYND AÐ LEIÐ RAFMAGNS.

Nánari upplýsingar veitir Birgir í síma 8673196

Birgir verður viðstaddur opnunina. Sýningin á Café Karólínu stendur til 30. nóvember, 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 3. nóvember, klukkan 14.

Á sama tíma stendur yfir sýning Brynhildar Kristinsdóttur á Karólínu Restaurant.

Næstu sýningar á Café Karólínu:

01.12.07-04.01.08        Steinunn Helga Sigurðardóttir
05.01.08-02.02.08        Guðrún Vaka
03.02.08-02.03.08        Steinn Kristjánsson
03.03.08-04.04.08        Unnur Óttarsdóttir
05.04.08-02.05.08        Guðmundur R Lúðvíksson
03.05.08-06.06.08        Kjartan Sigtryggsson

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Minning um Birgi Andrésson myndlistarmann

birgirandresson

Það voru sorgarfréttir sem bárust í gær að Birgir Andrésson myndlistarmaður hefði látist aðeins 52 ára. Ég kynntist Bigga þegar hann kenndi okkur í MHÍ fyrir mörgum árum og upp frá því höfðum við samband. Hann kom til okkar í Hannover og sýndi í stofunni frábær textaverk. Hann var einn af mínum uppáhalds myndlistarmönnum, skemmtilegur og indæll og skapandi maður sem gat endalaust sagt sögur. Biggi kom norður til að setja upp verkin sín í Listasafninu á Akureyri fyrir Sjónlistaverðlaunin og það lá vel á honum. Fjölbreytt verk hans hafa haft áhrif á marga og tenging verkanna við íslenskan veruleika er einstök. Sýn hans á hlutina var spennandi, nýstárleg og ávalt framsækin. Við höfum misst einn okkar besta myndlistarmann. Ég votta föður Birgis, syni, sonarsyni, unnustu og öðrum aðstandendum samúð mína.

Spessi tók þessa ljómandi mynd af Bigga.
Hér eru nokkrir tenglar:
Frétt af mbl.is
i8
cia.is
Listasafnið á Akureyri


Kominn tími til að kjósa Rasmussen í burtu

304348A Það er dálítið einkennilegt þetta lýðræði að forsætisráðherra geti ákveðið með stuttum fyrirvara (þegar vel stendur á samkvæmt skoðanakönnunum) að boðað til kosninga. Frekar augljóst að ráðandi öfl hafa þannig forskot á stjórnarandstöðuna. En það er þá bara að vona að Danir séu nú skynsamir og kjósi stjórnarandstöðuflokkana frekar en hann Anders Fogh sem er frekar leiðinlegur náungi og einn aðal stuðningsmaður stríðs í Írak og besti vinur Bush. Ég hef tröllatrú á Dönum og að þeir kjósi hann í burtu þann 13. nóvember.
mbl.is Danir að kjörborðinu 13. nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloodgroup er bjartasta vonin

443047AÞað eru frábærara fréttir að Bloodgroup hafi skrifað undir samning við bresku útgáfuna AWAL (Artists Without A Label), sem m.a. gefur út sveitirnar Arctic Monkeys, The Klaxons og Editors. iTunes notendur geta verið kátir og flott hjá Bloodgroup að semja ekki við einhverja risa. Hér er myspace síðan þeirra. Bloodgroup sló í gegn á tónleikum sem ég sá á Græna hattinum síðasta vor, frábær hljómsveit og gott að platan er að koma út. Bloodgroup er bjartasta vonin.  Í frétt Mbl segir:

"Samningurinn felur í sér dreifingu í öllum iTunes verslunum og kemur fyrsta plata sveitarinnarm „Sticky Situation" út erlendis þann 1. nóvember næstkomandi, sama dag og geislaplatan kemur út í verslunum hérlendis. AWAL gefur eingöngu út á stafrænu sniði og halda höfundar eftir öllum réttindum sínum og 85% af þeim tekjum sem fást með stafrænu útgáfunni. Útgáfan er tíu ára gömul og hefur á sínum snærum um 1.500 listamenn.

Denzyl Feigelson, einn stofnenda útgáfunnar segir að hann hafi hrifist af lagasmíðum sveitarinnar og orku. „Þau eru að gera allt rétt, ég sá þau spila á miðvikudagskvöldið, meira að segja fólk úr bransanum klappaði og öskraði, og þá er mikið sagt."

Feigelson segir að AWAL byggi að miklu leyti á því að hljómsveitir kynni sig sjálfar en að fyrirtækið hjálpi þeim við að mynda ramma utan um kynningarmálin, farið verði yfir málin með Bloodgroup og þeim svo hjálpað með næstu skref.

Hallur Jónsson, einn meðlima Bloodgroup, segir að sér lítist vel á samninginn, en að hlutirnir hafi gerst hratt. Hljómsveitin hafi hitt Feigelson á miðvikudaginn og svo aftur í gærkvöldi, samningurinn hafi svo verið undirritaður í morgun."


mbl.is Hljómsveitin Bloodgroup semur um stafræna dreifingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miriam Rose ekki vísað úr landi og verkföll hér

442956A Af hverju er ekki bara hægt að borga fólki almennileg laun. Járnbrautarstarfsmenn flokkast ekki undir hálaunafólk og auðvitað á að borga þeim almennilega. Það eru einnig verkföll hjá lestarstarfsmönnum hér í Þýskalandi og það verður að koma í ljós hvernig gengur að komast út á flugvöll. Vona að þetta gangi allt vel og ég hef fullan skilning á baráttu starfsmannanna. Góðu fréttir dagsins eru þær að Miriam Rose verður ekki vísað úr landi. Nánar um þetta á síðu Saving Iceland.

mbl.is Samgöngur lamaðar í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langt á eftir áætlun

Það er alltaf verið að segja okkur fréttir af einhverjum hraðametum og að allt gangi svo vel með þessa virkjun en staðreyndin er sú að þetta drasl er allt langt á eftir áætlun. Að minnsta kosti hálfu ári, þrátt fyrir að peningum hafi verið mokað í þetta dót. Þetta er víti til varnaðar.
mbl.is Vatni úr Hálslóni hleypt á aðrennslisgöngin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Árni Finnsson og AUF DER ANDEREN SEITE

442876AÞað er frábært að Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hafi verið heiðraður í dag af Alþjóðlega dýraverndarsjóðnum IFAW, International Fund for Animal Welfare. Árni hefur starfað í meira en tvo áratugi að umhverfismálum og í tilkynningu sjóðsins er sérstaklega bent á baráttu hans gegn hvalveiðum og gegn stóriðju á Íslandi. Til hamingju Árni!

auf-der-anderen-seite_poster-180Við Gunni Kristins og Hallur Heiðar bróðir minn vorum á gallerírölti í dag og skoðuðum um 30 sýningar. Það var ljómandi gaman. Gunni og ég skelltum okkur svo í bíó á myndina AUF DER ANDEREN SEITE eftir þýsk/tyrkneska leikstjórann Fatih Akin.

Þetta er stórkostleg mynd og sú besta sem ég hef séð lengi. Sagan er sorgleg en líka full af bjartsýni og fjallar um dauðann og lífið og það að fyrirgefa. Hún fékk líka verðlaun í Cannes og verður framlag Þýskalands til Oscars verðlaunanna. Vonandi verður hún sýnd á Íslandi og ég mæli með því að allir sjái þessa mynd.


mbl.is Árni Finnsson heiðraður í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfa sjálfstæðismenn ekki að líta í eigin barm?

411296AÞetta Orkuveitu/REI-mál er sífellt að verða alvarlegra. Ástæðan fyrir því að sjálfstæðismenn eru svona brjálaðir þessa dagana er sennilega að þar er hver höndin upp á móti annarri. Ég skrapp til Hannover í gær og nennti ekki að taka tölvuna með mér og svo þegar ég kem aftur til Berlínar og skoða viðbrögðin við pistlinum sem ég skrifaði rétt áður en ég fór sér maður að það er eitthvað mikið að gerast hjá sjöllunum og greinilega ekki allir sem eru að átta sig á hlutunum. Sjálfur hef ég ekki náð að fylgjast með öllum nýjustu vendingum í málinu en vonandi, þegar öllu verður á botninn hvolft, sjáum við hver vissi hvað og hverjir vissu ekki neitt. Það eru enn ekki öll kurl komin til grafar en eitt er á hreinu: Svandís Svavarsdóttir hefur hér afhjúpað eitt mesta hneyksli valdakarlanna sem átt hefur sér stað lengi og hún hefur staðið sig frábærlega.


mbl.is Borgarstjóri upplýstur um samning til 20 ára þann 23. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri græn með Svandísi ynnu stórsigur ef kosið yrði nú

svandis2_325170 Þetta eru góðar fréttir fyrir nýjan meirihluta í Borginni. Og jafnframt enn einn áfallið fyrir íhaldið og var nú varla á bætandi, eða jú annars:) Sjálfstæðismenn öskra nú: "Kosningar! kosningar!..." en hætt er við því að þær hjáróma raddir þagni snarlega. Stuðningur kjósenda Vinstri grænna, Samfó og Framsóknar fagna nýjum meirihluta (u.þ.b. 92-93,9%) og meira að segja stuðningsmenn F-listans einnig (78,6%). Vinstri græn með Svandísi í fararbroddi ynnu stórsigur og bættu við sig 6% yrði kosið nú og færu upp í tæp 20% og bættu við sig þriðja fulltrúanum (Sóley bloggvinkona). Samfó bætti einnig við sig manni en íhaldið og F-listinn misstu sinn manninn hvor. Nú er að bretta upp ermarnar og bregðast ekki því trausti sem Reykvíkingar sýna nýja meirihlutanum. Leikskólarnir, samgöngumálin, félagsmálin eru komin á dagskrá.
mbl.is Nýr meirihluti nýtur stuðnings 56,5% borgarbúa samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn er getulaus í öllum málum

442684A Svandís Svavarsdóttir er langflottust og kann að koma fyrir sig orði svo eftir er tekið. Synd að missa af þessum fundi Vinstri grænna í Borginni í gær, það hefur greinilega verið góð stemning og fjör. Ung vinstri græn sendu einnig frá sér flotta ályktun þar sem þau fagna nýjum meirihluta en spyrja einnig mikilvægra spurninga sem Björn Ingi og Dagur ættu að svara strax. Það er svo deginum ljósara að það ríkir fullkomin upplausn hjá íhaldinu og því gengi var ekki treystandi fyrir stjórn borgarinnar deginum lengur. Gott að þau eru komin í minnihluta. Reyndar er þessi hlunkaflokkur allur eins og einhverjar restar og menn þar á bæ algerlega búnir að missa sig í geðvonsku og gífuryrðum. En það verða þau bara að eiga það við sig og vonandi jafna þau sig einhvertíma. Það er af nógu að taka í verkefnum í Borginni og fyrsta mál á dagskrá er að leysa ófremdarástand sem íhaldið skilur eftir sig, eftir aðeins 17 mánuði í stjórn, í dagvistarmálum. Ég mæli með því að leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla fá strax launauppbót eins og löggan og þá munu fleiri ráða sig til starfa. Það skiptir öllu máli fyrir börnin okkar og fjölskyldurnar.
mbl.is Svandís: „Valhöll getulaus í erfiðum málum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt ár á Moggablogginu, tvær nýjar kannanir og Al Gore

421298AÞað er mikill hátíðisdagur hjá mér hér í Berlín. Ekki vegna þess að þvottavélin okkar var rétt í þessu úrskurðuð svo gott sem ónýt heldur vegna þess að í dag er eitt ár frá því að ég flutti mig yfir á Moggabloggkommúnuna eftir stutta byrjun á öðru bloggi. Svo er maður enn í hátíðarskapi yfir nýja meirihlutanum í Borginni og því að vera laus við frjálshyggjuíhaldið. Það á auðvitað ekki að hlakka í manni yfir óförum annarra en hvað er annað hægt þegar maður horfir uppá gamla gengið og félaga þeirra eins og Sigurð Kára, Björn Bjarna, Villa fyrrverandi og Gísla M. og hin fara hamförum í bræði og láta út úr sér hluti sem erum svo vandræðalegir að annað eins hefur ekki heyrst lengi, ekki einu sinni hér á blogginu!

Ég er búinn að setja inn tvær nýjar kannanir á síðuna og í annarri er spurt hvernig fólki lítist á nýju borgarstjórnina? Og í hinni hvort Bjarni Ármannsson eigi að skila hlutabréfunum í REI? Ég hvet alla til að taka þátt og segja sína skoðun. Í síðustu könnun spurði ég hvort Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson eigi að segja af sér sem borgarstjóri? Hátt í 300 manns svöruðu á nokkrum dögum og "já" sögðu 86%, 11% sögðu "nei", 1% sagði "kannski", 1% "veit ekki" og 1% var "alveg sama". Afgerandi meirihluti fékk ósk sína uppfyllta þó að Villi hafi sjálfur ekki séð sóma sinn í að segja af sér þá virkaði allavega lýðræðið. Það getur maður svo þakkað Svandísi Svavarsdóttur sem hefur staðið sig eins og hetja og mun gera það áfram. Gömlu könnuninni þar sem spurt er um nafn á Ríkisstjórnina ætla ég að leyfa að vera aðeins lengur því þar eru spennandi hlutir að gerast. Til að byrja með var "Baugsstjórnin" vinsælast með 35% en hefur nú lækkað í 27,2% og "Þingvallastjórn" hefur einnig dalað úr 30% í tæplega 26,7%. Nafngiftin "Viðhaldið" hefur hinsvegar aukist mikið eða úr 10% í 20% og einnig hefur þeim fjölgað sem segja að hún heiti "Ekkert" úr 5% í 13%. "Framfarastjórn" og "Sáttastjórn" hefur aldrei átt miklu fylgi að fagna í þessari könnun.

Maður hefur varla við að óska fólki til hamingju með hitt og þetta hér á síðunni. Þjóðverjar eru afa stoltir af sínum vísindamönnum sem fengu Nóbelsverðlaun sinn hvorn daginn fyrir eðlisfræði og efnafræði. Doris Lessing hlaut bókmenntaverðlaunin verðskuldað og svo núna sjálfur "fyrrverandi næsti forseti Bandaríkjanna" eins og Al Gore kynnti sjálfan sig gjarnan. Til hamingju með það. Þessi úthlutun verður sennilega ekki til að kæta frjálshyggjuliðið sem er á fullu í afneitun á því að við mannfólkið og allur iðnaðurinn höfum eitthvað með hlýnun jarðar að gera. Hannes Hólmsteinn er sennilega miður sín í dag og mun seint jafna sig. En verðlaunin til Al Gore og lofslagsnefndar SÞ eru góðar fréttir fyrir umhverfisverndarsinna. Til hamingju öll!

Það eru komnar næstum 90.000 heimsóknir á bloggsíðuna mína og stóra talan kemur sennilega í dag og sá sem kvittar hérna og bætir við tölunni sem verður næst 90.000 fær afmælisgjöf frá mér senda í pósti (alvörupósti).


mbl.is Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Doris Lessing

442580AÞað er stórkostlegt að Doris Lessing skuli hljóta hin eftirsóttu Nóbelverðlaun í bókmenntum. Hún á þau svo sannarlega skilið. Þessi frábæra kona hefur verið femínistum fyrirmynd í tugi ára. En fyrst og fremst er hún framúrskarandi rithöfundur. Skemmtilegt að hún skuli vera með myspace síðu. Hér er svo heimsíðan hennar og nánari upplýsingar á Wikipedia. Mbl.is birti lista yfir nóbelsverðlaunahafana í bókmenntum síðustu 106 ár og þar er auðvitað skortur á konum sem hefur þó verið bætt úr að hluta með hörkukonum eins og Elfriede Jelinek (2004) og nú Doris Lessing (2007). Mér finnst eins og mörgum að Nóbelnefndin hefði ekki alltaf þurft að leita langt yfir skammt og auðvitað hefði Astrid Lindgren átt á fá Nóbelinn. Hún var frábær rithöfundur en af því hún skrifaði fyrir börn var hún sennilega ekki með í pottinum. En til hamingju Doris Lessing!

 2006: Orhan Pamuk, Tyrklandi
 2005: Harold Pinter, Englandi
 2004: Elfriede Jelinek, Austurríki
 2003: John Maxwell Coetzee, Suður-Afríku
 2002: Imre Kertesz, Ungverjalandi
 2001: V.S. Naipaul, Breti frá Trinidad
 2000: Gao Xingjian, Frakki fæddur í Kína
 1999: Günter Grass, Þýskalandi
 1998: Jose Saramago, Portúgal
 1997: Dario Fo, Ítalíu
 1996: Wislawa Szymborska, Póllandi
 1995: Seamus Heaney, Írlandi
 1994: Kenzaburo Oe, Japan
 1993: Toni Morrison, Bandaríkjunum
 1992: Derek Walcott, Sankti Lúsíu
 1991: Nadine Gordimer, Suður-Afríki
 1990: Octavio Paz, Mexíkó
 1989: Camilo Jose Cela, Spáni
 1988: Naguib Mahfouz, Egyptalandi
 1987: Joseph Brodsky, Bandaríkjamaður fæddur í Rússlandi
 1986: Wole Soyinka, Nígeríu
 1985: Claude Simon, Frakklandi
 1984: Jaroslav Seifert, Tékklandi
 1983: William Golding, Bretlandi
 1982: Gabriel Garcia Marquez, Kólumbíu
 1981: Elias Canetti, Breti fæddur í Búlgaríu
 1980: Czeslaw Milosz, Bandaríkjamaður fæddur í Póllandi
 1979: Odysseus Elytis, Grikklandi
 1978: Isaac Bashevis Singer, Bandaríkjamaður fæddur í Póllandi
 1977: Vicente Aleixandre, Spáni
 1976: Saul Bellow, Bandaríkjamaður fæddur í Kanada
 1975: Eugenio Montale, Ítalíu
 1974: Eyvind Johnson og Harry Martinson, Svíþjóð
 1973: Patrick White, Ástrali fæddur á Bretlandi
 1972: Heinrich Böll, Þýskalandi
 1971: Pablo Neruda, Chile
 1970: Alexander Solzhenitsyn, Rússlandi
 1969: Samuel Beckett, Írlandi
 1968: Yasunari Kawabata, Japan
 1967: Miguel A. Asturias, Gvatemala
 1966: Shmuel Y. Agnon, Ísraeli fæddur í Póllandi, og Nelly Sachs, Svíi fædd í Þýskalandi
 1965: Mikhail Sholokhov, Rússlandi
 1964: Jean-Paul Sartre, Frakklandi (afþakkaði verðlaunin)
 1963: Giorgos Seferis, Grikki fæddur í Tyrklandi
 1962: John Steinbeck, Bandaríkjunum
 1961: Ivo Andric, Júgóslavíu
 1960: Saint-John Perse, Frakklandi
 1959: Salvatore Quasimoto, Ítalíu
 1958: Boris Pasternak, Sovétríkjumum
 1957: Albert Camus, Frakklandi
 1956: Juan Ramón Jiménez, Spáni
 1955: Halldór Kiljan Laxness, Íslandi
 1954: Ernest Hemingway, Bandaríkjunum
 1953: Winston Churchill, Bretlandi
 1952: François Mauriac, Frakklandi
 1951: Pär Lagerkvist, Svíþjóð
 1950: Bertrand Russell, Bretlandi
 1949: William Faulkner, Bandaríkjunum
 1948: Thomas Stearns Eliot, Bandaríkjunum
 1947: André Gide, Frakklandi
 1946: Hermann Hesse, Sviss
 1945: Gabriela Mistral, Chile
 1944: Johannes V. Jensen, Danmörku
 1939: Frans Eemil Sillanpää, Finnlandi
 1938: Pearl S. Buck, Bandaríkjunum
 1937: Roger Martin du Gard, Frakklandi
 1936: Eugene O'Neill, Bandaríkjunum
 1934: Luigi Pirandello, Ítalíu
 1933: Ivan Bunin, Sovétríkjunum
 1932: John Galsworthy, Bretlandi
 1931: Erik Axel Karlfeldt, Svíþjóð
 1930: Sinclair Lewis, Bandaríkjunum
 1929: Thomas Mann, Þýskalandi
 1928: Sigrid Undset, Noregi
 1927: Henri Bergson, Frakklandi
 1926: Grazia Deledda, Ítalíu
 1925: George Bernard Shaw, Írlandi
 1924: Wladyslaw Reymont, Póllandi
 1923: William Butler Yeats, Írlandi
 1922: Jacinto Benavente, Frakklandi
 1921: Anatole France, Frakklandi
 1920: Knut Hamsun, Noregi
 1919: Carl Spitteler, Sviss
 1917: Karl Gjellerup og Henrik Pontoppidan, Danmörku
 1916: Verner von Heidenstam, Svíþjóð
 1915: Romain Rolland, Frakklandi
 1913: Rabindranath Tagore, Indlandi
 1912: Gerhart Hauptmann, Þýskalandi
 1911: Maurice Maeterlinck, Belgíu
 1910: Paul Heyse, Þýskalandi
 1909: Selma Lagerlöf, Svíþjóð
 1908: Rudolf Eucken, Þýskalandi
 1907: Rudyard Kipling, Bretlandi
 1906: Giosuè Carducci, Ítalíu
 1905: Henryk Sienkiewicz, Póllandi
 1904: Frédéric Mistral og José Echegaray, Spáni
 1903: Bjørnstjerne Bjørnson, Noregi
 1902: Theodor Mommsen, Þýskalandi
 1901: Sully Prudhomme, Frakklandi 


mbl.is Lessing segist hafa fengið „verðlaunalitaröð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Reykvíkingar!

173139_63_preview Það voru góðar fréttir sem ég fékk í smáskilaboðum rétt lentur aftur með fluginu frá München hér í Berlín. Gamli meirihlutinn í Reykjavík er fallinn! Tvær góðar fréttir á einum degi því femínistinn Doris Lessing fékk einnig verðskulduð bókmenntaverðlaun Nóbels í dag. Það er allt að gerast! Frábær niðurstaða í borginni og ég óska Reykvíkingum til hamingju með nýa félagshyggju- og velferðarstjórn um almannahgsmuni en ekki einkahagsmuni. Öllum Íslendingum óska ég einnig til hamingju því þetta er jú stjórnin í höfuðborginni okkar.
mbl.is Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík verði borg friðarins

big-FriarljsiVieyjpgTil hamingju öll með friðarsúluna hennar Yoko Ono. Þetta er flott jafnvel héðan frá Berlín! Björn Bjarna (herforingi) hefur vonandi séð sóma sinn í að mæta ekki enda svo  forhertum hernaðarsinna því miður sennilega ekki við bjargandi. Það var einnig einkennilegt að sjá slatta af fólki sem talaði fyrir innrás í Írak sitja þarna. En batnandi fólki er best að lifa. Það þarf hinsvegar að gera margt áður en Reykjavík verður friðarborg. 437264ATil dæmis að tilkynna herveldum heimsins að þau sé velkomin til borgarinnar en herskip og herþotur geti þau skilið eftir heima hjá sér. Hér er svo flott ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey:

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni með þá ákvörðun að vekja athygli á mikilvægi friðarbaráttu í heiminum sem felst í því að sérstök friðarsúla listakonunnar Yoko Ono sé afhjúpuð í Viðey. Sömuleiðis fagna SHA vilja borgaryfirvalda til að kynna Reykjavík sem miðstöð friðar.

Til að slík stefnumörkun sé trúverðug verður þó fleira að koma til. Eigi Reykjavík að geta staðið undir nafni sem friðarborg er fráleitt að bjóða þangað hernaðarbandalögum til fundarhalda, þar sem lagt er á ráðin um
 vígvæðingu og stríðsrekstur. Fundir á borð við þingmannaráðstefnu NATO geta ekki samrýmst stöðu Reykjavíkur sem friðarmiðstöðvar.

Á sama hátt er fráleitt að finna friðarsúlu af þessu tagi stað nokkur hundruð metra frá þeim stað í Sundahöfn þar sem stærstu og voldugustu herskip NATO liggja við bryggju á hverju sumri. Er ef til vill ætlunin að friðarsúlan í Viðey gegni hlutverki innsiglingarljóss fyrir herskip sem hingað koma?

SHA hvetja borgaryfirvöld til þess að nota tækifærið við vígslu friðarsúlunnar og lýsa því yfir að herskipakomur í Sundahöfn verði ekki heimilaðar í framtíðinni. Þannig gæti Reykjavíkurborg stigið raunverulegt skref í átt til friðar og afvopnunar.


mbl.is „Gjöf frá John og Yoko og íslensku þjóðinni til heimsbyggðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segi af sér sem borgarstjóri - Ný könnun

villi.vill

Ég er búinn að setja upp nýja einfalda skoðanakönnun á síðunni minni og hvet alla til að taka afstöðu og segja sína skoðun. Til fróðleiks má benda á athyglisverða umfjöllun á vísir.is um Villa Vill. Það er reyndar áhugavert hvað allir vinirnir í Sjálfstæðisflokksfrumskóginum eru ósammála. Ég get ekki séð að skoðanir Björns Bjarnasonar og Sigurðar Kára séu samrýmanlegar, annar talar út og hinn suður. 50-100 milljarðar í gjöf frá borgarbúum til Glitnis og félaga er aðeins of rausnarlegt er það ekki Villi, Heimdallur og Sigurður Kári?


mbl.is Segir borgarbúa geta orðið af allt að 50 milljörðum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.