Leita í fréttum mbl.is

Fjölmenning og hræðsla

fólk

Sem betur fer eru langflestir íslendinga jákvæðir gagnvart fjölmenningu.
Í tilefni af umræðunni um málefni innflytjenda bendi ég á áhugavert erindi sem
Toshiki Toma hélt á dögunum og erindið birtist á Morgunpósti Vg um daginn. Bendi fólki á að lesa það.
Umræðan verður er fljót að fara í hjólför fordóma eins og má sjá á viðbrögðum á síðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Það er gott að málefni nýrra íslendinga komist á dagskrá en sú umræða verður að vera fordómalaus og byggð á víðsýni. Við ættum að einbeita okkur að því að skoða hvernig við getum tekið sem best á móti fólki og hvernig þjóðfélagið getur orðið fjölbreyttara og betra með komu nýrra hæfileika og hugmynda en á ekki að snúast um takmörkun eða stýringu.

Það er auðvitað stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar sem hefur leitt til þess að hingað koma í miklu mæli erlendir verkamenn. Og stjórnvöld hafa ekki staðið sig í því að lögum um lágmarkslaun sé framfylgt og að komið sé fram við þetta fólk af virðingu. Það bitnar svo aftur á íslensku verkafólki. Það ættu menn að skoða.


mbl.is Flestir hlynntir fjölmenningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjórinn gerður upptækur

bjór

Ljómandi gott að löggan mætti á Lækjartorg og stoppaði frjálshyggjudrengina af þegar þeir ætluðu að selja bjór úti á götu. Í fréttinni á mbl.is segir:
"Lögregla kom í veg fyrir sölu á áfengum drykkjum á Lækjartorgi nú kl. 14 en ungir frjálshyggjumenn höfðu boðað sölu á áfengum bjór þar í dag. Lögregla gerði söluvarninginn upptækan og tók forsvarsmann hópsins til yfirheyrslu á lögreglustöð."
Nóg var búið að auglýsa þetta uppátæki frjálshyggliðsins. Minnir mann á árleg mótmæli stuttbuxnadrengjanna í SUS þegar þeir leggjast ofan á álagningarskrár til að fólk geti ekki séð hvað ríka og fræga fólkið reiknar sér í laun. Ég er þeirrar skoðunar að það sé best að selja bjór eins og annað áfengi í Vínbúðunum, þar sem almennilegt eftirlit er með því að krakkar séu ekki að kaupa vín. Algerlega sammála SÁÁ um þetta.


mbl.is Komið í veg fyrir sölu á áfengi á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan með byssur?

byssur

Það er gott að flestir virðast vera sammála um að það sé ekki gáfulegt að lögreglan á íslandi gangi um með alvæpni. Það myndi einmitt leiða til þess að glæpamennirnir myndu vopnast og alltaf vera skrefi á undan. Jafnvel Björn Bjarnason virðist vera að átta sig á þessu.
Á visir.is segir: "Þeir þingmenn sem tóku til máls voru sammála um það mikilvægt væri að hin almenna lögregla væri óvopnuð áfram og vonandi þyrfti ekki til þess að koma að lögregla þyrfti að vopnast vegna aukinnar hörku glæpamanna."
Annars hafa áherslurnar hjá þessari ríkisstjórn og dómksmálaráðherra verið einkennilegar. Ríkislögreglustjóraembættið hefur bólgnað út á meðan almenn löggæsla er skorin niður.  Það þarf að efla almenna löggæslu, sérstaklega úti á landi og í miðborginni. Annað slagið koma þó jákvæðar fréttir eins og að sérstakt teymi sé í undirbúningi sem á að jafna ágreining og koma í veg fyrir slagsmál. Það er nefninlega oft hægt að koma í veg fyrir átök og glæpi með réttum viðbrögðum lögreglunnar. Þar hjálpa vopn og byssur ekki neitt en almenn lipurð getur gert kraftaverk í samskiptum jafnvel við drukkið fólk.


mbl.is Almennir lögreglumenn verði áfram óvopnaðir en sérsveitin efld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterkar konur í forvali Vg

guðfríður.lilja

Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hve margar sterkar og öflugar konur hafa gefið kost á sér í sameiginlegu forvali Vg í Reykjavík og nágrenni. Það gladdi mig sérstaklega að sjá að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands gefur kost á sér í 2. sætið sem verður örugglega þingsæti ef allt fer eins og það ætti að fara. Og Guðfríður Lilja þekkir innviði Alþingis vel og verður glæsilegur fulltrúi þar, það er ég viss um. Ég las þetta á visi en mbl.is er ekki enn komið með fréttina. Áfram konur!


mbl.is Stjórnmálamönnum boðið í gönguferð um Ölkelduháls og Hverahlíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina konan dottin út

anna.kristín

Anna Kristín Gunnarsdóttir dettur niður í þriðja sætið á lista Samfylkingar í NV-kjördæmi og hún er nú eina konan sem situr á þingi á móti 9 körlum. Ekki góð tíðindi það. Fyrstu tölur voru mun skárri fyrir konur og Samfylkinguna og Helga Vala vinkona var í þriðja sæti en þegar úrslit liggja fyrir er hún ekki á meðal fjögurra efstu.Allt útlit er fyrir að þrír karlar raði sér upp hjá Sjöllunum svo nú verðum við Vinstri græn að fá öfluga konu í annað sætið á eftir Jóni Bjarnasyni og ná inn að minnsta kosti tveimur fulltrúum og bjarga andliti Norðvesturkjördæmis! Mér skilst að einn þingmaður flytjist úr þessu kjördæmi í Kragann. Þá er bara að bretta upp ermarnar.


mbl.is Öll atkvæði talin í NV-kjördæmi; Guðbjartur sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

7 karlar, 2 konur

Dflokkur

Maður verður feginn þegar þetta prófkjör Sjallanna í Borginn verður endanlega afstaðið enda eru fréttir og auglýsingar orðnar dálítið þreytandi. D-flokkurinn er með níu þingmenn í Borginni og samkvæmt þessum tölum eru það sjö karlar og aðeins tvær konur sem skipa þessi sæti. Semsagt enn einn bömmerinn fyrir konur í þessum ójafnaðarflokki. Og kosningaþátttakan er innan við 50% sem hlýtur einnig að vera áhyggjuefni fyrir Flokkinn. Enda reikna menn með að Sjálfstæðisflokkurinn tapi miklu fylgi í Borginni.


mbl.is Röð efstu manna breytist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfuðborgarstefnan

illfygli

Oft er talað um byggðastefnu hitt og byggðastefnu þetta og jafnvel "landsbyggðarstefnu". Staðreyndin er hinsvegar sú að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks rekur harða höfuðborgarstefnu.
Lítum á nokkur dæmi: Á tillidögum er gjarnan talað um að "flytja störf út á land". Tölurnar tala hinsvegar sínu máli og á síðustu árum hefur opinberum störfum úti á landi fækkað en hinsvegar fjölgað stórlega á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er reyndar í hróplegu ósamræmi við gamalt og þreytt slagorð Sjálfstæðisflokksins um "báknið burt!" enda eru þeir sjálfir báknið og vilja auðvitað "báknið kjurrt". Það væri upplagt að ráða í ný störf á vegum ríkisins utan höfuðborgarinnar til að rétta af hallann en það er ekki gert. Ég benti Halldóri Ásgríms á þetta þegar hann var ennþá forsætisráðherra og var að mæla fyrir frumvarpi um að skella nokkrum stofnunum á sviði mætvæla í eina. Þá var upplagt tækifæri að ákveða að þessi nýja stofnun hefði höfuðstöðvar utan borgarinnar en Halldór tók heldur dræmt í það og sagði að nýr forstöðumaður ætti að ákveða svona nokkuð. Semsagt í Borginni.
Sama má segja um Lýðheilsustöð. Það var ný stofnun sem tilvalið hefði verið að setja á laggirnar til dæmis á Akureyri þar sem allar aðstæður eru kjörnar fyrir þessa heilsutengdu starfsemi. Það vantaði aðeins pólitíska ákvörðun um málið og niðurstaðan varð auðvitað sú að Lýðheilsustöð var staðsett í Reykjavík eins og stjórnarflokkarnir vildu greinilega.

haskolinn_akureyri
Og enn eitt dæmi eru menntamálin. Háskólinn á Akureyri er fjársveltur. Skólinn getur ekki tekið við nema hluta þeirra nemenda sem sækja um nám. Það hefur þurft að skera endalaust niður. Ef skólinn hefði fengið að vaxa og dafna hefði nemendahalli milli höfuðborgar og landsbyggðar verið réttur af. En það má ekki, HA er haldið í spennitreyju. Það þýðir því lítið fyrir frambjóðendur stjórnarflokkanna hér úti á landi að koma núna og þykjast ætla að breyta einhverju. Þessir flokkar hafa haft 12 og 16 ár til þess að snúa öfugþróuninni við en þeir hafa gert illt verra. Nýjir fulltrúar þessara flokka breyta heldur ekki neinu. Þess vegna er rétt að senda þá í löngu verðskuldað frí og velja hreyfingu sem raunverulega vill rétta af hluta landsbyggðarinnar, Vinstrihreyfinguna grænt framboð.


mbl.is Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík fer vel af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moggablogg

Það vantar bara í lokin á þessari frábæru frétt að vísa í moggabloggsíðuna mína. Akureyri.net gerir það skilmerkilega en mbl.is gleymdi því svo ég geri það bara hér með :)
mbl.is Hlynur Hallsson gefur kost á sér í forvali Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gef kost á mér í forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi

xvsmaller

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007. Á síðustu árum hef ég tekið virkan þátt í starfi Vinstri grænna og er viss um að stefna Vg um jöfnuð, kvenfrelsi, umhverfisvernd og sjálfstæða utanríkisstefnu eigi stóraukið fylgi meðal fólks. Við þurfum að hverfa frá einkavinavæðingu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og snúa við þeirri öfugþróun sem leitt hefur til aukins ójöfnuðar í þjóðfélaginu sem hefur stóraukist í ríkisstjórnartíð þessara flokka. Ég er sannfærður um að stjórnarandstöðunni muni takast að fella þessa flokka ójöfnuðar í kosningunum næsta vor og vil leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða. Það er grundvallaratriði að Vinstrihreyfingin grænt-framboð vinni afgerandi kosningasigur í vor.

Akureyri
Ég hef verið varamaður Steingríms J. Sigfússonar og Þuríðar Backman á Alþingi á þessu kjörtímabili og tekið sæti þrisvar sinnum. Á þeim tíma hef ég meðal annars lagt fram þingsályktunartillögu um gerð Vaðlaheiðagangna, lagt áherslu á stóraukin framlög til Háskólans á Akureyri og til menntamála almennt, lengingu flugvallarins á Akureyri og beint millilandaflug frá Egilsstöðum og Akureyri og bætta aðstöðu ferðaþjónustunnar á Norður- og Austurlandi. Umhverfismál, atvinnumál, menningarmál og byggðamál eru mér afar hugleikin.
reyðarfjörður
Ég er kvæntur Kristínu Kjartansdóttur félags- og sagnfræðingi og við eigum þrjú börn, Huga 15 ára, Lóu Aðalheiði 9 ára og Unu Móeiði 1 árs gamla. Við fluttum aftur til Akureyrar árið 2001 eftir átta ára búsetu í Þýskalandi. Ég fæddist á Akureyri árið 1968, yngstur sjö systkina. Foreldrar mínir eru Aðalheiður Gunnarsdóttir húsmóðir og fyrrverandi verkakona og Hallur Sigurbjörnsson fyrrverandi skattstjóri. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1988 og vann sem leiðbeinandi og á leikskóla, en einnig við Ríkisútvarpið á Akureyri og á Rás 2. Stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í myndlist í Þýskalandi.
marfa
Ég hef kennt við Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólann á Akureyri, en fyrst og fremst starfað sjálfstætt sem myndlistamaður. Í starfi mínu hef ég öðlast víðtæka reynslu af félagsmálum, menntamálum og menningarmálum og kynnst fjölda fólks enda snýst myndlist mín að verulegu leiti um samskipti. Ég var formaður svæðisfélags Vg á Akureyri frá 2002 - 2004 og kosningastjóri Vinstri grænna í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri fyrr á þessu ári.

Frestur til að tilkynna um þátttöku í forvalinu er til 5. nóvember og nánari upplýsingar um framkvæmd forvalsins eru á vg.is

 


Frelsið hér og í Bandaríkjunum

bush

Athyglisverð frétt á mbl.is um fjölmiðlafrelsið í heiminum. Ég tek svona lista auðvitað hæfilega alvarlega. En það undrast sennilega enginn að BNA dettur niður um meira en 30 sæti og vermir nú 53. sætið á listanum og er á svipuðum stað og Botswana, Tonga og Króatía. Sem er jú frábær félagsskapur. Þetta geta bandaríkjamenn þakkað forsetanum sínum, honum George Bush vegna hins svonefnda "stríðs gegn hryðjuverkum" sem hefur auðvitað bitnað á frelsi fjölmiðla eins og frelsi almennings.

illfygli

Það leiðir svo hugann að fjölmiðlafrumvarpi Davíðs Oddssonar og félaga í Sjálfstæðisflokknum. En ef þeim hefði tekist að troða því í gegn eins og til stóð værum við mun neðar á þessum lista. Við getum svo aftur þakkað forsetanum okkar honum Ólafi Ragnari fyrir að það mál var stoppað af á elleftu stundu þó að við fengjum aldrei að greiða atkvæði um það í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og lög segja til um. En það getum við svo aftur "þakkað" ríkisstjórninni fyrir!


mbl.is Fjölmiðlafrelsi á Íslandi með því mesta í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danska hægristjórnin á niðurleið

anders

Ánægjulegar fréttir frá Köben. Hægriflokkarnir tapa fylgi en Jafnaðarmenn og Socilaistisk Folkeparti (SF) bæta við sig samkvæmt nýrri Gallupkönnun. Í Berlingske Tidende segir: 

Berlingske Tidende 

Foghs flertal smuldrer
Socialdemokraterne stormer frem og er igen landets suverænt største. Der er kun ét lille men - Fogh har fortsat flertallet.

gallup

Semsagt, Jafnaðarmenn orðnir stærstir aftur eftir langa lægð og stjórnarandstaðan saxar á fylgi ríkisstjórnarinnar dönsku. Áfram svona!


mbl.is Fylgi jafnaðarmanna eykst í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ken "rauði" Livingstone vinnur málið

ken.livingstone

Ken "rauði" Livingstone hefur mátt sæta þolandi árásum íhaldsmanna í Bretlandi. Ken er einhver best borgarstjóri sem setið hefur í London. Hann innleiddi til dæmis afar sanngjarnt gjald fyrir þá sem eru að rúnta um miðborgina svo nú hefur bílaumferð minnkað þar mikið öllum íbúum til ánægju. Auk þess hefur peningur komið í kassann sem veitir ekki af til að byggja upp almennilegt net almenningssamgangna. Hann er líka maður sem allir taka eftir þegar hann segir skoðanir sínar afdráttarlaust. Húrra fyrir Ken Livingstone!

Meira um Ken á vef BBC

Borgarstjórinn í London ekki sekur um að hafa komið óorði á embættið


Borgarstjórinn í London, Ken Livingstone, hafði í dag sigur í áfrýjunarmáli gegn aganefnd er hafði úrskurðað hann sekan um að hafa komið óorði á embættið með því að líkja blaðamanni, sem er gyðingur, við nasistafangabúðavörð. Í niðurstöðu áfrýjunarréttarins, segir dómari að borgarstjórinn ætti rétt á að „tjá skoðanir sínar eins kröftuglega og honum þykir viðeigandi“.
„Svo undarlega sem það kann að koma ýmsum fyrir sjónir á tjáningarfrelsið líka við um svívirðingar,“ sagði Andrew Collins dómari í úrskurði sínum. Hann hafði fyrir skömmu hnekkt þeirri ákvörðun aganefndarinnar að Livingstone skyldi víkja úr embætti í mánuð.


mbl.is Borgarstjórinn í London ekki sekur um að hafa komið óorði á embættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

44 millur

andy.warhol

Þetta er almennilegt verð. Gott að ljósmyndir eru farnar að seljst á uppboðum fyrir metupphæðir. Robert Mapplethorpe var náttúrulega snillingur og Andy Warhol líka þó að þetta séu nú ekki uppáhalds listamennirnir manns, þá voru þeir allavega brautryðjendur. Það væri bara óskandi að íslendingar væru duglegri við að kaupa góða samtímalist! Sem minnir mig á það að nú er að koma að síðustu sýningarhelgi á Sjónlistaverðlaununum hér í Listasafninu á Akureyri. Þeir sem ekki eru búnir að sjá sýninguna ættu að drífa sig.

soup

 

Mynd af Andy Warhol seld á 44 milljónir króna

Ljósmynd af listamanninum Andy Warhol sem ljósmyndarinn Robert Mapplethorpe tók var í gær seld á rúmlega 643 þúsund dali, 44 milljónir króna, á uppboði á vegum Christie's. Er þetta hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir mynd eftir Robert Mapplethorpe en myndin var metin á 200-300 þúsund dali. Ekki hefur verið gefið upp hver kaupandinn er.

robert


mbl.is Mynd af Andy Warhol seld á 44 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aki Kaurismaki hundsar Bush

kaurismaki

Aki Kaurismaki er flottur og samkvæmur sjálfum sér þegar hann segist ekki mæta til Hollywood þrátt fyrir að nýjasta myndin hans "Lights of the Dusk" sé tilnefnd til óskarsverðlaunanna. Á mbl.is segir:

Finnski kvikmyndagerðarmaðurinn Aki Kaurismaki hefur neitað að senda nýjustu kvikmynd sína í forval til Óskarsverðlauna í mótmælaskyni við stefnu George Bush Bandaríkjaforseta í utanríkismálum. Finnska kvikmyndastofnunin valdi mynd hans, Lights of the Dusk, sem framlag Finna til verðlaunanna, en Kaurismaki neitaði að senda myndina í forvalið og því munu Finnar ekki senda neina mynd til verðlaunanna í ár.

the.man.without.a.past

„Þegar The Man without a Past var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2002 ákváð Aki að mæta ekki til verðlaunanna í mótmælaskyni við það sem var að gerast í heiminum á þeim tíma, og í mótmælaskyni við stjórnvöld í Bandaríkjunum,“ sagði Ilkka Mertsola, aðstoðarmaður Kaurismaki. „Ekkert hefur breyst síðan þá og þess vegna sér hann sér ekki fært að taka þátt í hátíðinni að þessu sinni.“

leningradcowboys_goamerica

Þetta hefur vakið heimsathygli og það er gott hjá Aki. Leikarar og kvikmyndagerðarfólk í Hollywood hafa sem betur fer verið dugleg að gagnrýna stríðsglæpi bandaríkjaforseta og Aki undirstrikar það með því að nenna ekki einu sinni að mæta á staðinn. Leningrad Cowboys fara semsagt ekki til Ameríku fyrr en Bush er farinn og BNA hætt að ráðast á önnur ríki. Plús í kladdann fyrir þennan kvikmyndasnilling.

 


mbl.is Kaurismaki sendir ekki mynd á Óskarinn í mótmælaskyni við Bandaríkjastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppni

birgir.jónsson

Góðar fréttir að Icelandexpress ætli að skella sér í samkeppni við Flugfélag Íslands í innanlandsfluginu. Við akureyringar getum reiknað með því að fargjöldin lækki helling. Eins og þegar Íslandsflug fór að fljúga milli Akureyrar og Reykjavíkur, þá lækkuðu fargjöldinn en daginn sem þeir hættu hækkaði Flugfélag Íslands fargjaldið um 100%! Velkominn Birgir Jónsson og félagar.

Ég vona bara að Icelandexpress haldi áfram að fljúga beint frá Akureyri til Köben og London (og helst vildi ég að þau bættu Berlín í hópinn!) Mér sýnist líka vera vel bókað í þessi flug og í þau fjögur skipti sem ég hef flogið með félaginu beint milli Köben og Akureyrar hefur vélin verið 80-90% bókuð. Á Akureyri og Norðurlandi hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mikið.

Svo þarf að lengja flugbrautina svo kraftminni þotur eigi auðveldara með að lenda og taka sig á loft.


mbl.is Innanlandsflug hjá Iceland Express næsta vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.