Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fylgi Sjálfstæðisflokks hrynur niður í 32%

riga
 

Skoðanakannanir eru afar vinsælar um þessar mundir og könnunin á síðunni minni er alveg að verða marktæk sýnist mér. Það hafa 544 svarað. Og það eru heldur betur hreyfingar á fylginu. Síðast gaf ég skýrslu um stöðuna í bloggfærslu þann 4. janúar svo það er kominn tími til að segja frá nýustu þróun í fylgi flokkanna. Aðalfréttin er að fylgi Sjálfstæðisflokks fer úr 37% niður í 32%, semsagt fylgishrun. Samfylkingin mjakast upp í 13%, Framsókn áfram í 12% og Frjálslyndir bæta aðeins við sig og eru komnir í 5%. Vinsrihreyfingin grænt framboð hækkar aftur upp í 30%. Ég yrði sáttur við þessar niðurstöður í vor! Hér er svo þróunin frá upphafi:

Framsókn               13% - 11% - 12% og núna 12%
Sjálfstæðisflokkur    40% - 41% - 37% og núna 32%
Frjálslyndir              2% - 3% - 3% og núna 5%
Samfylkingin           8% - 10% - 12% og núna 13%
Vinstri græn            30% - 29% - 28% og núna 30%
Annað                     0%
Skila auðu               2% - 3% - 3% og núna 3%
Vita ekki enn           5% - 4% - 4% og núna 5%

Það er svo afgerandi meirihluti fyrir því að stækka hvorki né byggja fleiri álver í landinu (59%) og enn fleiri vilja láta taka okkur af lista hinna viljugu ríkja (66%). Ég held að það sé upp til hópa skynsemisfólk sem les síðuna mína og tekur þátt í þessum könnunum!

Teikningin er auðvitað eftir bloggvin minn Halldór Baldursson á Blaðinu.


mbl.is Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir fyrir Vinstri græn

fylgiskönnun
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Könnunin sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd í gær er athyglisverð:
1. Ríkisstjórnin er fallin og stjórnarandstaðan getur tekið við.
2. Vinstri græn meira en tvöfalda fylgi sitt.
3. Framsóknarflokkurinn er fastur á botninum.
4. Samfylkingin er ekki að skora.
5. Sjálfstæðisflokkurinn er enn of stór.
Annars er bara best að taka hæfilega mikið mark á öllum könnunum því raunverulega könnunin fer fram þann 12. maí í vor og þá skiptir máli að fólk kjósi Vinstrihreyfinguna grænt framboð því við viljum breyta til hins betra.


mbl.is Fylgi VG og Frjálslyndra eykst samkvæmt skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fyndinn brandari

Segolene.royal montebourg 

Maður getur ekki annað en vorkennt Arnaud Montebourg sem ætlaði að vera fyndinn en hitti ekki alveg í mark. Hann var talsmaður Segolene Royal forsetaframbjóðanda í Frakklandi og var gestur í frönskum sjónvarpsþætti í gærkvöldi. Hann var beðinn um að nefna einn galla í fari Royal. Arnaud Montebourg svaraði af bragði: „Sambýlismaður hennar.“ Og enginn hló. Dálítið vandræðalegt og nú er hann ekki talsmaður lengur. Ég held að Segolene Royal muni þrátt fyrir þessa uppákomu sigra Nicolas Sarkozy, forsetaframbjóðanda íhaldsmanna léttilega. Það vona ég innilega og frakkar fengju glæsilega vinstrisinnaða konu sem forseta.
mbl.is Brandari sem klikkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þess vegna þurfti herinn ekki að þrífa eftir sig skítinn

bjarniben 

Leynimakkið á bakvið "varnarsamninginn" frá 1951 er að koma í ljós. Betra seint en aldrei á nú heldur betur við í þessu tilfelli. Í frétt mbl.is segir: "Samkvæmt ákvæði í leynilegum viðauka við varnarsamninginn, sem nú hefur verið létt leynd af, var Bandaríkjamönnum ekki skylt að afhenda Íslendingum varnarsvæðið aftur í sama ástandi og þau tóku við þeim, við lok samningsins. Þó skyldu Bandaríkjamenn, ef því yrði við komið, flytja burtu úrgangsefni, eyða þeim eða á annan hátt ganga frá þeim." Þetta er sennilega bara toppurinn á ísjakanaum og enn á margt eftir að koma í dagsljósið.

Á myndinni eru þeir félagar Bjarni Ben. og Edward B. Lawson þáverandi sendiherra BNA.
mbl.is Bandaríkjamönnum ekki skylt að afhenda varnarsvæðið í sama ástandi og þeir tóku við því
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maóistar afvopnast

maoistar friður 

Gott mál að hersveitir Maóista í Nepal séu byrjaðar af afvopnast undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Vonandi helst friður í landinu og vonandi kemst alvöru lýðræði á í landinu. Í frétt mbl.is segir: "Að sögn embættismanns hjá SÞ eru Maóistarnir ekki að afsala sér vopnunum heldur eru SÞ aðeins að geyma vopn þeirra." Ég vona svo einnig að SÞ fái að geyma vopnin vel og lengi og að þau verði aldrei notuð aftur.


mbl.is Maóistar í Nepal byrjaðir að afvopnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama er maðurinn

obama

Mér líst vel á Barack Obama sem næsta forseta Bandaríkjanna. Kominn tími til að fá ferskt blóð í þetta embætti. Að vísu er Hillary Clinton einnig hörku kona og ég væri til í að kjósa hana í starfið. Bara einn hængur á: ég er ekki með kosningarétt í BNA og auðvitað ekki heldur hjá Demókrötum. Ef ég hefði kosningarétt í "ríki hinna frjálsu" myndi ég svo sennilega styðja fulltrúa Græningja. Bara frekar ólíklegt að sá fulltrúi fengi mörg atkvæði í þessu tveggja flokka kerfi í BNA. En eins og ég segi þá ræð ég engu. En segi samt áfram Barack Obama!


mbl.is Obama stígur fram í forsetaframboðsslaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntamálaráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn stjórna Þinginu

alþingi070116 

Sú mæta kona Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra virðist vera að fara af límingunum. Hún varð sér til skammar í Kastljósinu í kvöld. Greip aftur og aftur fram í fyrir Steingrími sem tókst að vera rólegur og yfirvegaður. Menntamálaráðherra er í mikilli geðshræringu þessa dagana og Sólveig Pétursdóttir þorir ekki annað en að fara eftir öllu sem varaformaður Flokksins segir. Sjálfstæðisflokkurinn heldur Þinginu í gíslingu vegna einkavæðingarkrossferðar sinnar, sem að þessu sinni bitnar á Ríkisútvarpinu. Það er sorglegt. Við sem berum mikla virðingu fyrir Alþingi þykir þetta miður og í raun ótækt. Alveg eins og málið um Ríkisútvarpið OHF. Það er ótækt mál. Og best væri að vísa því frá. Málamiðlun væri að fresta gildistöku þess ekki bara til 1. apríl eins og ríkisstjórnin vill heldur til dæmis til 1. júlí. Þá getur ný ríkisstjórn afnumið lögin í vor áður en þau eiga að taka gildi. Þá geta kjósendur kosið um þetta mikilvæga málefni. Við ættum þess í stað að sameinast um að efla Ríkisútvarpið í raun. Efla innlenda dagskrárgerð, minnka pólitísk ítök og svo framvegis. Væri það ekki heillavænlegra fyrir þjóðina, Þorgerður Katrín?


mbl.is Enn deilt um Ríkisútvarpsfrumvarp í upphafi þingfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ohf-ið

alþingi070115.jpg rúv 

Það verður enginn rændur nætursvefni því Jón Þingforseti var að fresta þingfundi rétt í þessu. Ég kemst ekki að fyrr en á morgun og það er allt í fína lagi. Hlakka samt smá til að fá tækifæri til að tæta þessa frumvarpsómynd í mig. Er þetta ekki vandræðalegt: Fyrst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með Ríkisútvarpið sf. svo er það Ríkisútvarpið hf. og nú er það Ríkisútvarpið ohf. Það verður vonandi ekkert næst sem bætist við því það verður komin ný ríkisstjórn von bráðar. Sú ríkisstjórn getur snúið sér að því að efla Ríkisútvarpix í raun. Og koma því úr þessum raunum núverandi ríkisstjórnarflokka. Það er málið.

Ögmundur og Össur skrifa um þátt "útvarpsstjóra ríkisstjórnarinnar" í málinu. Lesið það.


mbl.is Umræða um Ríkisútvarpið ohf. stendur enn á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjartan Ólafsson í stríð við Sturlu?

 kjartan sturla

vegur.jpg 

Þetta er nú eitthvað einkennilegt. Ætlar Kjartan sem aldrei heyrist neitt í, að fara í stríð við Sturlu sem aldrei kemur neinu til leiðar?

Sjáiði þessa brosmildu samflokksmenn fyrir ykkur í stríði? Og það rétt fyrir kosningar! Ég spái því að þetta stríð verði jafn broslegt og þessir fornkappar Smile.


mbl.is Þingmaður krefst tvöföldunar Suðurlandsvegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írak, fátækt og Alþingi í dag

barzan awad alþingi

Ég hélt í einhverri bjartsýni að þessu svokölluðu stjórnvöld í Írak hefðu lært eitthvað eftir að hafa tekið Saddam Hussein af lífi. En það var greinilega til of mikils mælast og nú er drepa tvo í viðbót eða þá Barzan al-Tikriti og Awad Hamad al-Bandar. Þeir voru glæpamenn en áttu samt ekki skilið að vera drepnir. Írakskaþjóðin á það heldur ekki skilið að skálmöldin haldi áfram.
Og hingað heim. Ragnar Árnason ætlar að fjalla um fátækt á Morgunvakt Ríkisútvarpsins á eftir og eg ætla að hlusta af athygli. Og talandi um Ríkisútvarpið sem ríkisstjórnin vill gjarnan að verði ohf! eins og "Flugstoðir ohf". Ég fæ að taka þátt í að koma í veg fyrir það rugl því ég kem inn á Alþingi í dag og næstu tvær vikur  til að leysa Þuríð Backman af.
Ég mun gera mitt besta.


mbl.is Hálfbróðir Saddams Husseins tekinn af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband