Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Frelsið hér og í Bandaríkjunum

bush

Athyglisverð frétt á mbl.is um fjölmiðlafrelsið í heiminum. Ég tek svona lista auðvitað hæfilega alvarlega. En það undrast sennilega enginn að BNA dettur niður um meira en 30 sæti og vermir nú 53. sætið á listanum og er á svipuðum stað og Botswana, Tonga og Króatía. Sem er jú frábær félagsskapur. Þetta geta bandaríkjamenn þakkað forsetanum sínum, honum George Bush vegna hins svonefnda "stríðs gegn hryðjuverkum" sem hefur auðvitað bitnað á frelsi fjölmiðla eins og frelsi almennings.

illfygli

Það leiðir svo hugann að fjölmiðlafrumvarpi Davíðs Oddssonar og félaga í Sjálfstæðisflokknum. En ef þeim hefði tekist að troða því í gegn eins og til stóð værum við mun neðar á þessum lista. Við getum svo aftur þakkað forsetanum okkar honum Ólafi Ragnari fyrir að það mál var stoppað af á elleftu stundu þó að við fengjum aldrei að greiða atkvæði um það í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og lög segja til um. En það getum við svo aftur "þakkað" ríkisstjórninni fyrir!


mbl.is Fjölmiðlafrelsi á Íslandi með því mesta í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danska hægristjórnin á niðurleið

anders

Ánægjulegar fréttir frá Köben. Hægriflokkarnir tapa fylgi en Jafnaðarmenn og Socilaistisk Folkeparti (SF) bæta við sig samkvæmt nýrri Gallupkönnun. Í Berlingske Tidende segir: 

Berlingske Tidende 

Foghs flertal smuldrer
Socialdemokraterne stormer frem og er igen landets suverænt største. Der er kun ét lille men - Fogh har fortsat flertallet.

gallup

Semsagt, Jafnaðarmenn orðnir stærstir aftur eftir langa lægð og stjórnarandstaðan saxar á fylgi ríkisstjórnarinnar dönsku. Áfram svona!


mbl.is Fylgi jafnaðarmanna eykst í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ken "rauði" Livingstone vinnur málið

ken.livingstone

Ken "rauði" Livingstone hefur mátt sæta þolandi árásum íhaldsmanna í Bretlandi. Ken er einhver best borgarstjóri sem setið hefur í London. Hann innleiddi til dæmis afar sanngjarnt gjald fyrir þá sem eru að rúnta um miðborgina svo nú hefur bílaumferð minnkað þar mikið öllum íbúum til ánægju. Auk þess hefur peningur komið í kassann sem veitir ekki af til að byggja upp almennilegt net almenningssamgangna. Hann er líka maður sem allir taka eftir þegar hann segir skoðanir sínar afdráttarlaust. Húrra fyrir Ken Livingstone!

Meira um Ken á vef BBC

Borgarstjórinn í London ekki sekur um að hafa komið óorði á embættið


Borgarstjórinn í London, Ken Livingstone, hafði í dag sigur í áfrýjunarmáli gegn aganefnd er hafði úrskurðað hann sekan um að hafa komið óorði á embættið með því að líkja blaðamanni, sem er gyðingur, við nasistafangabúðavörð. Í niðurstöðu áfrýjunarréttarins, segir dómari að borgarstjórinn ætti rétt á að „tjá skoðanir sínar eins kröftuglega og honum þykir viðeigandi“.
„Svo undarlega sem það kann að koma ýmsum fyrir sjónir á tjáningarfrelsið líka við um svívirðingar,“ sagði Andrew Collins dómari í úrskurði sínum. Hann hafði fyrir skömmu hnekkt þeirri ákvörðun aganefndarinnar að Livingstone skyldi víkja úr embætti í mánuð.


mbl.is Borgarstjórinn í London ekki sekur um að hafa komið óorði á embættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Sorpu

metanbíll

Þetta er framtíðin. Sorpbílar sem ganga fyrir metangasi sem myndast úr úrganginum sem þeir safna saman. Tær snilld hjá Sorpu. "Eldsneytið sem bílarnir ganga fyrir er unnið úr sorpinu sem safnað er í borginni og má því segja að bílarnir séu sjálfbærir um eldsneyti." Segir Guðmundur B. Friðriksson hjá Umhverfissviði borgarinnar. Á heimasíðu Sorpu segir einnig: "Þrír nýir fólksbílar af gerðinni Volkswagen Caddy hafa bæst í hóp metanbílaflota SORPU. Metanbílar í eigu SORPU eru nú sextán talsins en von er á fjórum til viðbótar á næstu vikum en þeir eru af gerðinni Volkswagen Touran."

caddy

Til hamingju með þessa bíla og það ættu fleiri að taka sér Sorpu til fyrirmyndar. T.d. bæjaryfirvöld hér á Akureyri en hér eru sorpmálin enn í rusli. Við viljum líka fá "Góða hirðinn" hér fyrir norðan. Það þarf að gera átak í flokkunarmálum og ég hélt að allir væru sammála um það en eitthvað skortir á framkvæmdagleðina í þessum málum hjá okkar ástsæla meirihluta. Hvernig væri líka að innleiða grænar tunnur hér á Akureyri. Við erum 5 árum á eftir höfuðborginni og 20 árum á eftir norðurlöndunum og meginlandi Evrópu.

EcoFuel_533_200

Hjá heimasíðu Heklu er annars sagt meira frá þessum bílum fyrir þá sem vilja.


mbl.is Sjálfbærir sorpbílar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúruverndarsamtökin IWMC ?

iwmc

Hefur fólk skoðað heimasíðu þessara "náttúruverndarsinna"? Ég set stórt spurningamerki við þetta gengi. Skoðið hvað þau hafa um bann við byssueign að segja! Frábært að það var hægt að finna einhvern utan grænlendinga og japana sem styðja ákvörðun ríkisstjórnar Íslands!


mbl.is Náttúruverndarsamtökin IWMC styðja hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir á skíði!

snjódæla

Líka Kristján Loftsson og bara ríkisstjórnin öll með. Upp í Hlíðarfjall og vera þar allavega fram að jólum svo að liðið geri ekki meir óskunda en orðið er. 250 umfjallanir í enskumælandi fjölmiðlum og 95% afar gagnrýnar á ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hefja hvalveiðar. Æ, æ, gleymdist svo að fá leyfi fyrir hvalstöðinni. Ekki er nú öll vitleysan eins! Hvaða óðagot og rugl er þetta? Er sjávarútvegsráðherra að fara af límingunum. Róa sig niður á skíðum!


mbl.is Snjóframleiðsla komin í gang í Hlíðarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sól í Straumi

straumsvík

Hérna er frábær frétt af visir.is:

Búið er að stofna þverpólitískan hóp í Hafnarfirði sem er andsnúinn stækkunaráformum Alcan í Straumsvík. Hópurinn kallar sig Sól í Straumi og hefur boðað til fundar í Hafnarfirði á mánudag til þess að ræða stækkun álversins.
Fram kemur í tilkynningu frá hópnum að allt sem skipti máli liggi nú þegar fyrir, meðal annars sé búið að selja Alcan lóð undir stækkaða starfsemi og kynna deiliskipulag þar að lútandi, búið sé að gefa grænt ljós á umhverfismat og starfsleyfi og þá sé Alcan að semja við birgja um aðföng fyrir stækkaða verksmiðju. Eru allir Hafnfirðingar hvattir til að skoða málið en fundurinn verður klukkan 20 í Haukahúsinu að Ásvöllum á mánudag.

Flott hjá ykkur hafnfirðingar. Til hamingju. 


Nú ég hélt að álið væri framtíðin!

alver

Hva, bara verið að leggja niður álbræðslur útum allt nema í Trinitad & Tobacco og á Íslandi. Ég hélt að meira ál væri lausn á öllum málum. Ætli Valgerður viti af þessu, eða Alcoa? Niðurskurður í þessum bransa er ekki eitthvað sem þau skötuhjú vilja heyra. 


mbl.is Norsk Hydro stefnir að sölu á verksmiðjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn og ég

hvalveiðar2

Það er ekki oft sem ég er sammála leiðarahöfundi Moggans. En í dag heyrist mér að við séum innilega sammála um að hvalveiðar í atvinnuskyni nú séu óráð. Heyrði lesið úr leiðaranum á morgunvaktinni í morgun. Viðbrögðin við þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar láta heldur ekki á sér standa! Við eigum ekki að taka sénsinn á því að missa ferðamenn og það sem eftir er af ímynd okkar sem hreins og óflekkaðs lands. Sú ímynd hefur að vísu hvað eftir annað beðið hnekki á valdatíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknar (Kárahnjúkavirkjun, Álbræslur, stuðningur við Íraksstríð o.s.frv.)

hvalveiðar3

Tímasetningin á þessari ákvörðun er einnig stórfurðuleg og þetta PR-dæmi með Hval 9. Er ekki hægt að stoppa þessa menn og koma fyrir þá smá snefil af skynsemi? Hinsvegar finnst mér að Mogginn ætti að taka sér Blaðið og Fréttablaðið til fyrirmyndar og hætta að skrifa leiðara og efni án þess að geta höfundar. Þeir staksteinatímar eru liðnir Moggi.


mbl.is "Íslendingar hafa engan markað fyrir hvalkjöt"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl

hvalveiðar

Hvað er í gangi í þessu landi? Herra Hvalur númer níu, Kristján Loftsson er sendur á sjóinn til að skjóta nokkrar langreyðar í hvelli. Hann bilaði að vísu en hvað með það. Og síðan er utanríkismálanefnd og sjávarútvegsnefnd kölluð á teppið og sagt að hvalveiðar séu að hefjast að nýju (eða bara hafnar að nýju)! Eftir höfðinu (DO) dansa limirnir og litlu ráðherrarnir eru farnir að hegða sér eins og þeim sýnist. "Af því að við erum svo stolt veiðimannaþjóð og enginn segir okkur sko fyrir verkum-stefnan" er sett í gang en afleiðingarnar hundsaðar!

guðjón

Guðjón nokkur Hjörleifsson sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins hélt því þrisvar fram á Rás 2 í dag að það væri voðalegt hvað allir þessi hvalir borði mikið af fiski og nú ætti því að fara að skjóta nokkra þeirra. Þá getum við væntanlega veitt meira sjálf, eða hvað? Kolbrún Halldórsdóttir benti honum á að þessu rök héldu ekki vatni því það skipti engu máli um 9 hvali til eða frá af 70.000 hvala stofni með tilliti til þess hvað þeir borða. Og það væri sama sagan með 200 hvali. Semsagt dropi í hafið því 69.800 hvalir borða jú álíka mikið og 70.000 er það ekki? En Guðjón endurtók þá bara frasann. Annaðhvort skilur hann ekki málið eða það sem verra er: vill ekki skilja neitt! Svo fullyrti Guðjón Hjörleifsson einnig að öll hagsmunasamtök væru hlynnt hvalveiðum! Bíðum nú við er hann ekki að gleyma einhverjum? Ég veit ekki betur en talsmenn ferðaþjónustunnar hafi mótmælt þessum hvalveiðum. Eða telst ferðaþjónustan kannski ekki með? Og svo kom besta klisjan í frumskógi raka Guðjóns. Það var að landsbyggðinni blæddi vegna þess að við værum næstum hætt að veiða hvali! Í hvaða landi býr Guðjón? Landsbyggðinn blæðir vegna annarra hluta. Nefninlega afskiptaleysis ríkisstjórnarinnar og fáránlegs kvótakerfis. Vill Guðjón segja fólki á Húsavík þennan brandara sinn? Þar hefur verið byggð upp hvalaskoðun á heimsmælikvarða og það er auðvitað miklu meiri hagnaður af því að skoða hvali heldur en að drepa þá. Jóhannes Kjarval var forspár um þetta.

hvalaskoðun1

Aðferðin sem ríkisstjórnin beitir við hefja hvalveiðar er furðuleg og ruddaleg, auk þess sem hvalveiðar í atvinnuskyni til að fylla frystigeymslur er rugl. Á heimsíðu Greenpeace er nú þegar komin frétt á forsíðu um málið og farið að safna undirskriftum gegn þessari ákvörðun. Breska sendiráðið sendi bréf til ríkisstjórnarinnar til að vara við afleiðingunum og þær geta orðið verulegar, einnig fyrir fiskútflytjendur og þá hefði nú ef til vill verið betur heima setið en af stað farið með byssurnar.  

Nánar um þetta á ruv.is  og einnig hér á ruv.


mbl.is Heimilað að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.