Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Menning og listir

Aldrei aftur Hírósíma , aldrei aftur Nagasakí

thumb_kertafleyting1Ég hvet alla til ađ fjölmenna í kvöld klukkan 22:30 viđ Tjörnina í Reykjavík og hér á Akureyri viđ tjörnina viđ Minjasafnsafniđ og minnast fórnarlamba kjarnorkusprengja bandaríkjamanna. Á friđarvefnum er nánar sagt frá ţessum árlega viđburđi.

mbl.is Kjarnorkuárásarinnar á Nagasaki minnst
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Brynhildur Kristinsdóttir opnar sýningu á Karólínu Restaurant laugardaginn 4. ágúst 2007, klukkan 14

Brynhildur

Brynhildur Kristinsdóttir

Einfaldir hlutir, höfuđ, stóll og samskipti

04.08.2007 - 02.02.2008   

Velkomin á opnun laugardaginn 4. ágúst 2007, klukkan 14


Karólína Restaurant // www.karolina.is
Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---
Laugardaginn 4. ágúst  klukkan 14 opnar Brynhildur Kristinsdóttir sýninguna "Einfaldir hlutir, höfuđ, stóll og samskipti" á Karólínu Restaurant í Listagilinu á Akureyri. Allir eru velkomnir á opnunina.

Brynhildur segir um sýninguna: "Í ţessari sýningu mćtast gömul og ný verk. Međ litum, línum og formum langar mig ađ segja frá en einnig ađ spyrja, leita og rannsaka. Ţetta ferli frá ţví ađ mađur fćr ákveđna hugmynd ađ verki ţangađ til hugmyndin fćr efnislegt form er í sjálfu sér áhugavert, ađ fylgja góđum hugmyndum út í samfélagiđ og skapa eitthvađ sem heimurinn raunverulega ţarfnast er svolítiđ magnađ.   Ađ fanga tilfinningar og hughrif áđur en ţćr hverfa úr minninu og setja ţađ í form og liti. Og hvađ er ţađ sem fćr mann til ađ setja eitthvađ af sjálfum sér í efni og form? Ef til vill ţörfin fyrir ţađ ađ vera sýnilegur? Og ađ vilja hafa áhrif á tíđarandann, sýnilegt og ósýnilegt umhverfi okkar.  Mig langar ađ enda ţessa hugleiđingu mína međ orđum Gunnlaugs Schevings um listina:  Ég hef gaman af ţví ađ vinna og hugsa um verkiđ, ţađ er mér nóg. Listin er mér ekki andleg plága, međ dramatík og stórmennskubrjálćđi. Ég hef sem sagt ánćgju af verkinu, hljóđlátu verki án reginátaka og fellibylja hinna útvöldu stóru anda.."

Brynh

Brynhildur Kristinsdóttir (f.1965) nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og í Myndlista- og handíđaskóla Íslands. Eftir útskrift úr myndmótunardeild fór Brynhildur til Ítalíu ţar sem hún vann međ myndhöggvurum en síđan lá leiđ hennar í Iđnskólann í Reykjavik ţar sem hún lćrđi smíđar. Auk ţess ađ starfa viđ eigin myndsköpun hefur hún kennt myndlist, átt í samstarfi viđ ýmsa listamenn og gert leikmynd fyrir dans. Brynhildur hefur haldiđ nokkrar einkasýningar og tekiđ ţátt í samsýningum. Hún starfar nú hjá Fjölmennt fullorđinsfrćđslu fatlađra.

Brynhildur verđur viđstödd opnunina. Sýning Brynhildar á Karólínu Restaurant stendur í sex mánuđi eđa til 2. febrúar 2008.

Nánari upplýsingar veitir Brynhildur í netfangi bilda(hjá)simnet.is

Međfylgjandi myndir er af verkum Brynhildar sem hún sýnir á Karólínu Restaurant.

Laugardaginn 4. ágúst  klukkan 14 opnar einnig sýning Dagrúnar Matthíasdóttur á Café Karólínu.

Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson


Dagrún Matthíasdóttir opnar sýninguna "Súpur" á Café Karólínu laugardaginn 4. ágúst, 2007, klukkan 14

dagrún

Dagrún Matthíasdóttir

Súpur

04.08.07-31.08.07 
  

Velkomin á opnun laugardaginn 4. ágúst 2007, klukkan 14


Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 4. ágúst  klukkan 14 opnar Dagrún Matthíasdóttir sýninguna "Súpur" á Café Karólínu.

Á sýningunni verđa málverk og myndband. Dagrún segir um sýninguna: ,"Mín fyrstu kynni af kaffi Karólínu voru súpurnar góđu í hádeginu fyrsta áriđ mitt í Myndlistaskólanum. Minningin um súpu sem ađalmáltíđ dagsins varđ til ţess ađ ég ákvađ ađ mála súpur í tilefni minnar fyrstu sýningu á Café Karólínu."

Dagrún er ísfirđingur og er búsett á Akureyri. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum í Breiđholti af myndlista og handíđabraut og útskrifuđ frá Myndlistaskólanum á Akureyri voriđ 2006. Í dag stundar hún nám í nútímafrćđi viđ Háskólann á Akureyri.

Nánari upplýsingar veitir Dagrún í netfangi dagrunm(hjá)snerpa.is

Međfylgjandi mynd er af einu verka Dagrúnar sem hún sýnir á Café Karólínu.

Dagrún verđur viđstödd opnunina. Sýningin á Café Karólínu stendur til 31. ágúst 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 4. ágúst 2007, klukkan 14.

Á sama tíma opnar Brynhildur Kristinsdóttir sýningu á Karólínu Restaurant, fréttatilkynningu um ţá sýningu verđur birt morgun.

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

01.09.07-05.10.07        Stefán Jónsson
06.10.07-02.11.07        Marsibil G. Kristjánsdóttir
03.11.07-30.11.07        Birgir Sigurđsson
01.12.07-04.01.08        Steinunn Helga Sigurđardóttir
05.01.08-02.02.08        Guđrún Vaka


1234 slasađir, Michael Moore og Hreinn Friđfinnsson

425916AEinn, tveir, ţrir, fjórir slösuđust í umferđinni í Reykjavík á einu ári! Flott tala en óhugnanlega há: eittţúsundtvöhundruđ-ţrjátíuogfjórir. Hvernig vćri ađ sýna meiri tillitssemi, aka rólegar, slappa af, ganga og hjóla, taka strćtó og hćtta stressi og rugli? Meira en 40% ţeirra sem slösuđust lentu í aftanákeyrslum, ţađ er rosalegt. Ţetta er engum ađ kenna nema okkur sjálfum (og ökuníđingunum) Ţessi slys auka örugglega hagvöxtinn en ţau eru ţjáning og vesen sem hćgt vćri ađ draga úr stórlega. 

4hreinn.veraŢađ er hinsvegar frábćrt ađ Hreinn Friđfinnsson sé ađ sýna í einu virtasta galleríi í heimi, Serpentine. "Í mínum huga fjalla verk hans um tíma sem líđur hćgt. Allt fer fram međ hćgđ. Verk Hreins fjalla um allar litlu uppgötvanirnar sem ţú gerir ef ţú tekur eftir umhverfi ţínu," segir Kitty Scott, sýningarstjóri gallerísins. Hreinn er flottur og verkin hans líka.

Annar snillingur er Michael Moore. Steina vinkona mín sendi mér skemmtilega grein um kappan sem ég lćt fylgja hér:

The one man revolution, Michael Moore, has done it again! Check this one out, it's almost as good as Sicko.

Published on Wednesday, July 11, 2007 by The Nation

Michael Moore Takes On CNN
by John Nichols

criticalsickoThe frequently ridiculous Dr. Sanjay Gupta and the always ridiculous Wolf Blitzer tried to take apart filmmaker Michael Moore case against the failed U.S. health care system this week on CNN's "The Situation Room."

They lost.

Badly. 

 After airing Gupta's four-minute attack on Moore's new documentary, "Sicko," which sounded at times more like an insurance-industry advertisement than journalism, Blitzer introduced a live appearance by Moore.

 "That report was so biased, I can't imagine what pharmaceutical company's ads are coming up right after our break here," Moore immediately declared. "Why don't you tell the truth to the American people? I wish that CNN and the other mainstream media would just for once tell the truth about what's going on in this country."

 Focusing on CNN's on-bended-knee coverage of the Bush administration's pre-war arguments for attacking Iraq, Moore suggested that viewers might have their doubts about the willingness of the network to speak truth to power  in the Oval Office or in the boardrooms of insurance and pharmaceutical corporations.

 "You're the ones who are fudging the facts," Moore told Blitzer. "You've fudged the facts to the American people now for I don't know how long about this issue, about the war, and I'm just curious, when are you going to just stand there and apologize to the American people for not bringing the truth to them that isn't sponsored by some major corporation?"

 Moore did not back down and, to their credit, CNN's producers invited him to stick around an tape a longer segment in which the filmmaker ripped apart the network's attempts to discredit his reporting on health care systems in foreign countries that are dramatically superior to the U.S. system.

 "Our own government admits that because of the 47 million who aren't insured, we now have about 18,000 people a year that die in this country, simply because they don't have health insurance. That's six 9/11s every single year," said Moore, who argued that the U.S. needs "universal health care that's free for everyone who lives in this country, it'll cost us less than what we're spending now lining the pockets of these private health insurance companies, or these pharmaceutical companies."

 It's all at www.michaelmoore.com 

Check it out. This is almost as good as "Sicko."


mbl.is Yfir 1.200 manns slösuđust í umferđaróhöppum í Reykjavík í fyrra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til hamingju Friđrik V

432943AŢađ er full ástćđa til ađ óska ţeim hjónum Arnrúni Magnúsdóttur og Friđrik Val Karlssyni til hamingju međ nýuppgerđa Bögglageymsluna í Gilinu. KEA á einnig heiđur skilinn fyrir ađ koma ţví loks í verk ađ gera upp húsiđ sem var ţađ síđasta í Listagilinu til ađ verđa lífgađ viđ. Ég hlakka til ađ koma til Akureyrar aftur og borđa á ţessum frábćra veitingastađ og kíkja í nýju búđina. Hjálmar tók myndina í Gilinu í gćr.

Svo biđst ég afsökunar á bloggleti en ţađ er bara búiđ ađ vera mikiđ ađ gera og viđ mikiđ á ferđinni og heimsóknir vina hér í Berlín tíđar. Viđ fljúgum aftur til Köben og svo beint til Akureyrar ţann 1. ágúst og á ţessum tćpu ţremur vikum á ég eftir ađ gera helling svo ég verđ sennilega ekki duglegur ađ blogga. En tek upp ţráđinn á Klakanum.

mbl.is Friđrik V tekur til starfa í Grófargili
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Elísabet Jónsdóttir opnar sýninguna "Prótótýpa" á Café Karólínu laugardaginn 7. júlí, 2007, klukkan 14.

málverkogljós

Elísabet Jónsdóttir

Prótótýpa

07.07.07-03.08.07 
  

Velkomin á opnun laugardaginn 7. júlí 2007, klukkan 14

Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 7. júlí klukkan 14 opnar Elísabet Jónsdóttir sýninguna "Prótótýpa" á Café Karólínu.

Elísabet segir um verkin: "Sýningin prótótýpa samanstendur af hráunnum verkum og tilraunum međ efni og áferđir. Myndefniđ er fremur hefđbundiđ ţar sem ég er fyrst og fremst ađ einbeita mér ađ efnistilraunum. Hugmyndin ađ ţessari sýningu er ađ sýna “prótótýpur” af hugmyndum sem á eftir ađ vinna meira međ og gera ađ fullkláruđum myndverkum."

Elísabet tók BA í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands áriđ 2000. Sandberg Institute í Amsterdam 2002. Hún lagđi stund á nám í innanhúsarkitektúr í Royal Academy of art Den Haag 2003-2006. Elísabet er međlimur í listamannasamtökunum Haagse Kunstkring frá 2005 og hefur tekiđ ţátt í nokkrum samsýningum á Íslandi og erlendis og er sýningin á Karólínu er ţriđja einkasýningin hennar.

Nánari upplýsingar veitir Elísabet í netfangi betajons(hjá)yahoo.com  

Međfylgjandi mynd er af verkum Elísabetar sem hún sýnir á Café Karólínu.

Elísabet verđur viđstödd opnunina. Sýningin á Café Karólínu stendur til 3. ágúst 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 7. júlí 2007, klukkan 14.

Sýning Jónasar Viđars á Karólínu Restaurant stendur einnig til 3. ágúst 2007 og ţá tekur viđ sýning Brynhildar Kristinsdóttur.

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

04.08.07-31.08.07        Dagrún Matthíasdóttir
01.09.07-05.10.07        Stefán Jónsson
06.10.07-02.11.07        Marsibil G. Kristjánsdóttir
03.11.07-30.11.07        Birgir Sigurđsson
01.12.07-04.01.08        Steinunn Helga Sigurđardóttir
05.01.08-02.02.08        Guđrún Vaka 

Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson


Sýning í Póllandi og minnismerki um gyđinga sem nasistar myrtu

image

Ég fer til Póllans eldsnemma í fyrramáliđ. Ţađ er ađ opna sýning sem ég tek ţátt í í Poznan. Hún heitir Asia - Europe - Mediations. Ég nenni ekki ađ taka tölvuna međ svo ég reikna ekki međ ađ blogga neitt nćstu daga. Ţeir sem vilja kynna sér ţessa sýningu geta skođađ heimasíđuna hér og ţađ er hellingur af listamönnum sem taka ţátt og hér er hćgt ađ sjá rununa. Ţađ minnir mig á ađ ég ţarf endilega ađ fara ađ uppfćra heimasíđuna mína og lćra ađ gera ţađ sjálfur.

index.asia

Viđ fórum međ vinum okkar í dag ađ skođa minnismerki um gyđinga sem nasistar myrtu í Evrópu á valdatíma sínum. Ţađ var áhrifaríkt og dapurlegt en einnig mikilvćgt ađ ţetta safn er loksins komiđ upp hér í Berlín. Viđ komum einnig viđ í ţinghúsinu og skođuđum ţađ vandlega. Mađur drífur loksins í ţví ađ skođa eitthvađ ţegar vinir koma í heimsókn.


Sonic Youth tónleikar í gćr

sy

Viđ Hugi skelltum okkur á tónleika međ Sonic Youth í Columbiahalle í gćrkvöldi. Ţetta voru frábćrir tónleikar. Ţau spiluđu nýju plötuna "Daydream Nation" eins og hún lagđi sig og töku svo nokkur aukalög í lokin. Ţvílíkur hávađi og stuđ. Ekki beint veriđ ađ hlífa gíturunum. Ég sá Sonic Youth á tónleikum í New York fyrir tćpum 15 árum í skólaferđalagi MHÍ. Ţađ var frábćrt og gott ađ rifja upp fjöriđ í gćrkvöldi. Áhorfendur gáfust ekki upp á ađ klappa ţau upp og seinna uppklappiđ stóđ í hálftíma. Ţađ margborgađi sig.

SYDDN

Ég efast um ađ "Daydream Nation" fari á íslenska vinsćldarlistann enda ekki beint um vinsćldarpopp ađ rćđa, en samt aldrei ađ vita. Ţau verđa ađ túra út áriđ og spila í Marfa, Texas ţann 6. október 2007. Ég reikna ekki međ ađ Bush mćti ţó ađ ţađ sé ekki svo langt fyrir hann ađ fara af búgarđinum sínum.


mbl.is Sprengjuregn og dansandi Bítlar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stórtónleikar til verndunar náttúru Íslands og gegn stóriđju

SAVING ICELAND KYNNIR:

STÓRTÓNLEIKAR Á NASA – TIL VERNDUNAR NÁTTÚRU ÍSLANDS OG GEGN STÓRIĐJU, MÁNUDAGINN 2. JÚLÍ KL 20.00

Hljómsveitir og tónlistamenn sem fram koma eru međal annarra:

maggaMúm, Ólöf Arnalds, Bogomil Font og félagar, Magga Stína, Rúnar Júl, Ellen Eyţórs, Mr. Silla og Mongoose, Bloodgroup, Evil Madness, Skátar, Ljótu Hálfvitarnir, Retro Stefsson, Strakovsky Horo, Dj Árni Sveins.

Miđaverđ er 2500,- og rennur allur ágóđi til náttúruverndar. Miđar verđa seldir viđ innganginn. Frjáls framlög eru einnig vel ţegin. Allir listamennirnir gefa vinnu sína til stuđnings samtakana Saving Iceland og verndunar náttúru Íslands.

Ţeir sem ađ tónleikunum standa ađ ţessu sinni eru samtökin Saving Iceland, sem verđa međ mótmćlabúđir í sumar ţriđja áriđ í röđ, og standa einnig fyrir ráđstefnunni Hnattrćnar afleiđingar stóriđju og stórstíflna, um helgina 7. - 8. júlí ađ Hótel Hlíđ, Króki, Ölfusi, ţar sem fjöldi fyrirlesara mun flytja erindi og innlendir og erlendir náttúruverndarsinnar munu bera saman bćkur sínar.

Náttúruverndarsinnar og ađrir sem áhuga hafa eru hvattir til ađ mćta og sýna góđu málefni stuđning í sumri og sól.

Látiđ ekki ţessa stórtónleika fram hjá ykkur fara.

Eins og fyrr segir hefjast tónleikarnir kl 20.00, mánudaginn 2. júlí. Húsiđ opnar kl 19.30.

BJÖRGUM ÍSLANDI FRÁ STÓRIĐJU!

Nánari upplýsingar hjá www.savingiceland.org, Sigurđi Harđarsyni - 6637653 Jason Slade - 6902862

Endurbyggjum Hótel Akureyri

bláa kannanÍbúaţingiđ "Akureyri í öndvegi" er eitthvađ ţađ best heppnađa og jákvćđasta sem gert hefur veriđ í skipulagsmálum á Akureyri á síđustu árum. Ţađ ber fyrst og fremst ađ ţakka dugnađi og atorku Ragnars Sverrissonar kaupmanns í miđbćnum sem hefur óbilandi áhuga á ţví ađ auka líf og endurreisa virđingu Miđbćjarins á Akureyri. Ţađ gladdi mig mikiđ ađ í ţeim gögnum sem stuđst var viđ i tillögugerđ fyrir hönnun Miđbćjarins var húsiđ viđ Hafnarstrćti 98 (oftast kallađ Hótel Akureyri) međ í nýrri miđbćjarmynd. Ţađ var afar rökrétt enda síđasta húsiđ í röđ fallegra húsa í heildstćđri götumynd Hafnarstrćtisins eđa "Göngugötunnar" eins og hún er gjarnan kölluđ. Götumynd sem enn er til stađar og sem betur fer hafa nokkur ţeirra húsa sem standa austan megin í Hafnarstrćti veriđ gerđ glćsilega upp af Hólmsteini Snćdal listasmiđi og félögum á síđustu árum og hlotiđ nýtt og verđugt hlutverk.

Hamborg, París og "Kaupmannahöfn"

Endurbyggingin var gerđ fyrir tilstuđlan hjónanna Ingu og Sigmundar. Ţađ er ekki langt síđan húsiđ Hamborg var endurbyggt og ţar er nú rekin ljómandi matvöruverslun og norđan viđ Hamborg er húsiđ París sem var endurbyggt fyrir allnokkru og ţar er nú rekiđ blómlegt kaffihús, tónleikastađur og falleg blómabúđ. Síđasta húsiđ í röđinni er Hótel Akureyri (sem Hólmsteinn Snćdal hefur gert tillögu um ađ nefnt verđi "Kaupmannahöfn"). Húsiđ má muna sinn fífil fegurri rétt eins og París og Hamborg áđur en húsin voru gerđ upp. Hótel Akureyri á sér merka sögu en hefur veriđ látiđ drabbast niđur í áratugi. Ţar er nú rekin falleg lítil kaffibúđ, bakarí miđbćjarins, skrifstofa Vinstri grćnna og fyrir skömmu var einnig barnafataverslun í húsinu. Efri hćđir og kjallari hafa lengi veriđ ónotuđ og yfirgefin. Hótel Akureyri (Kaupmannahöfn) er perla sem ţarf ađ pússa ćrlega og ţá mun hún skína sem aldrei fyrr. Auđvelt vćri ađ koma fyrir íbúđum á efri hćđunum og hafa skrifstofu, bakarí og kaffihús eđa verslanir á jarđhćđ. Jafnvel vćri hćgt ađ byggja viđ húsiđ ađ aftan og nýtt stigahús til ađ auka notagildi hússins. Úrtölumenn hafa haldiđ ţví fram ađ húsiđ sé ónýtt og ađ of dýrt sé ađ endurbyggja ţađ, ţetta sé auk ţess ekki fallegt hús. Ţessum fullyrđingum vísa ég til föđurhúsanna enda hafa ţeir sem best ţekkja sagt ađ vel sé hćgt ađ endurbyggja húsiđ á skynsamlegan hátt og fegurđ hússins og notagildi mun koma í ljós ţegar endurgerđinni er lokiđ.

Stoppum niđurrifiđ

Ţađ er ţví í hćsta máta einkennilegt ađ nú eigi ađ rífa húsiđ og byggja steinsteypuglerhýsi á sama stađ. Ţađ er ömurleg skammsýni. Ţegar ţetta er skrifađ er einmitt veriđ ađ endurbyggja síđustu perluna í Listagilinu, "Bögglageymsluna" og ţar verđur opnađur glćsilegur veitingastađur í sumar. KEA á heiđur skilinn fyrir ađ ráđast í ţessar endurbćtur og óskandi vćri ađ Akureyrarbćr sem á stćrstan hluta í Hafnarstrćti 98 sýndi sömu framsýni og gćfi athafnamönnum kost á ţví ađ endurbyggja húsiđ í stađ ţessa ađ rífa ţađ niđur. Og vonandi verđur ţađ gert ţví nćgilega mörg slysin höfum viđ ţurft ađ horfa uppá ţegar gömul hús eru rifin niđur og steypuklumpum komiđ fyrir í stađinn.

Greinin birtist í Vikudegi 7.júní 2007 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.