Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Veggverk að verða klárt - spreyjað í dag

 bakgrunnur3

Þrátt fyrir hávaða rok hér fyrir norðan þá mjakast álklæðningin á (og reyndar einnig smá partur af) og í dag ætla ég að spreyja nokkrar vel valdar þakkir til álrisanna á vegginn.  Hallur Gunnarsson er búinn að uppfæra síðuna veggverk.org og hann tók ansi fína mynd í sólinni í gær. 

hljómskálinnÞaÐ er ekki fallegt að sjá Hljómskálann svona útkrassaðann og ég legg til að lausn verði fundin á málinu og rætt við flottustu graffity listamenn borgarinnar og þau fengin til að koma með hugmyndir. Lúðrasveitin hlýtur að geta fengið smá hluta af þessum 300 milljónum sem Vilhjálmur borgarstjóri ætlaði að setja í "herferð gegn veggjakroti". Bendi á góða grein Ingólfs Jóhannessonar um "stóra veggjakrotsvandann.


mbl.is „Höfum varla efni á að mála“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki slagorð með ZERO óskum?

killercoke2Auglýsingaholskefla Kók til að selja meira af gosi sem heitir zero er frekar ömurleg. Hér eru hinsvegar nokkrar tillögur að skárri slagorðum en þeim sem ímyndarsérfræðingar gosrisans haf dælt út úr sér:

Af hverju ekki ný ríkisstjórn með ZERO Framsókn?

Af hverju ekki ný ríkisstjórn með ZERO Sjálfstæðisflokki?

Af hverju ekki kvenfrelsi með ZERO misrétti?

Af hverju ekki kynfrelsi með ZERO nauðgunum?

Af hverju ekki jafnrétti með ZERO ofbeldi?

Af hverju ekki náttúruvernd með ZERO landdrekkingu?

Af hverju ekki velferðarkerfi með ZERO einkavæðingu?

En svo er líka aðal spurningin:

Af hverju svölum við ekki þorstanum án ZERO?
mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst mikið frá síðustu könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Damien Hirst búinn að meikaða

damien.hirst

Svo sem ekki alveg nýjar fréttir af poppstjörnu breska myndlistarmarkaðarins, honum Damien Hirst. Hann er fyrir löngu kominn í goða tölu og dálítið gott að hann er ekki alveg "hefðbundinn" myndlistarmaður (málari!) heldur gerir hann allskonar verk þó að það sé bara talað um málverk í frétt mbl.is. Hann er ekki alveg uppáhaldsmyndlistarmaðurinn minn en ég hef nú samt gaman að honum. Myspace síðan hans er til dæmis skemmtileg. Hér er svo fréttin öll af mbl.is

DamienHirst

"Hirst farsælasti myndlistarmaður heims

Breski myndlistamaðurinn Damien Hirst er nú sá myndlistarmaður heimsins sem þykir farsælastur, miðað við sölu á verkum eftir hann. Hirst seldi nýverið 28 málverk á sýningu í Los Angeles fyrir 61 milljón dollara og náði með þeirri sölu fyrrgreindu marki, að sögn breska dagblaðsins Independent.

Fram að seinustu helgi var Hirst í öðru sæti, á eftir bandaríska málaranum Japer Johns, en hann seldi grafíkverk fyrir 41 milljón dollara í fyrra. Málverk Hirst hækkuðu gífurlega í verði með fyrrnefndri sýningu, en í þau notar Hirst þurrkuð fiðrildi og húsamálningu.

„Damien Hirst er án efa farsælasti myndlistamaður heimsins í dag,“ segir Cristina Ruiz, ritstjóri listadagblaðsins The Art Newspaper. Hann sé einn af þremur listamönnum sem teljist „vörumerki“ í myndlistarheiminum, en hinir eru þeir Andy Warhol og Pablo Picasso en báðir eru þeir látnir. Með því er átt við að verk þessara manna seljist um allan heim. Hirst geti selt nánast hvað sem er, leggi hann nafn sitt við það."


mbl.is Hirst farsælasti myndlistarmaður heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við föst í Netinu?

NETanet

Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna! Það var afar fræðandi viðtal við Auði Styrkársdóttur forstöðukonu Kvennasögusafnsins í Laufskálanum á Rás 1 áðan. Ég mæli með að fólk hlusti á þáttinn á Netinu eða á endurflutning í kvöld.

Ung vinstri græn eru svo með opinn umræðufund á laugardaginn 10. mars klukkan 11 í Suðurgötu 3, sem ber yfirskriftina: Erum við föst í netinu - eða er hægt að temja það? Efni fundarins verður Netið í víðum skilningi. Framsögumenn verða: Steingrímur J. Sigfússon, Kristín Tómasdóttir og Pétur Tyrfingsson. Það er reyndar einnig hægt að spyrja: á að temja Netið eða þarf að temja það? Þetta verður örugglega áhugaverður fundur í framhaldi af útúrsnúningnum mikla um "netlögguna".


mbl.is 83% íslenskra heimila tengd netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þöggun breska varnarmálaráðuneytisins

indipendent

Þöggunartilraunir breska varnarmálaráðuneytisins á verki listamannsins Steve McQueen er ekki fyrsta tilraun yfirvalda til að hefta málfrelsi og tjáningarfrelsi listamanna sem og almennra borgara. Sorglegt að þetta sé aftur og aftur að koma upp. Þetta mál er tilefni til langra skrifa en ég hef bara ekki tíma núna en bendi ykkur á umjöllun The Independent og viðtal við Steve McQueen í tilefni hinna virtu Turner verðlauna sem hann hlaut árið 1999. Hér er greinin öll á mbl.is:

"Varnarmálaráðuneyti Bretlands reyndi að stjórna gjörðum breska myndlistarmannsins og Turner-verðlaunahafans Steve McQueen þegar hann var að gera myndlistarverk sem tengdust Íraksstríðinu fyrir myndlistarhátíð sem nú stendur yfir í Manchester. McQueen segir varnarmálaráðuneytið hafa gert sér erfitt fyrir og neitað honum um upplýsingar um fjölskyldur hermanna sem féllu í Írak og ekki viljað leyfa honum að ræða við þær. Embættismenn þar á bæ hafi spurt hann hvort hann gæti ekki gert landslagsmálverk í staðinn.

Verkið heitir For Queen and Country og eru frímerki unnin úr fjölskyldumyndum 100 fallinna, breskra hermanna sem voru við störf í Írak. McQueen segist hafa verið tvö ár að vinna verkið fyrir Konunglega hersafnið í Bretlandi, sem styrkti hann til þess.

Steve.McQueen

98 fjölskyldur fallinna hermanna unnu með McQueen að verkinu. Forstöðumaður breska póstsins, Royal Mail, hefur neitað beiðni McQueen um að fjöldaframleiða frímerkin sem söfnunargripi til minningar um fallna hermenn. Á forsíðu Independent í dag er frímerki með mynd af hermanninum John Jones, en móðir hans veitti blaðinu heimild til að nota myndina á forsíðu."


mbl.is Varnarmálaráðuneyti Breta hindraði störf myndlistarmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins Martin Scorsese og Al Gore

martin inconvenient_truth

Það var heldur betur kominn tími til að Martin Scorsese fengi hinn eftirsótta Óskar (e.Oscar:) og sannarlega gaman að Al Gore myndin Óþægilegur sannleikur (e. An Inconvenient Truth) fengi verðlaun sem besta heimildarmyndin. Þjóðverjar eru að rifna úr stolti (ef það er þá hægt) fyrir að myndin Líf annarra (þ. Das Leben der Anderen) fengi Óskar gamla gull frænda. Der Spiegel segir svo frá hér. Hér er annars fréttin af mbl.is.

"Kvikmyndin The Departed í leikstjórn Martin Scorsese fékk Óskarsverðlaunin í ár sem besta myndin, þá fékk breska leikkonan Helen Mirren verðlaun sem besti kvenleikarinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The Queen. Forest Whitaker hlaut hins vegar verðlaunin í flokki karlleikara fyrir túlkun sína á einræðisherranum Idi Amin í kvikmyndinni The Last King of Scotland.
Scorsese hafði áður verið tilnefndur fimm sinnum fyrir kvikmyndir sínar, en þetta eru fyrstu Óskarsverðlaunin sem hann hlýtur.
Þá var tónskáldið Ennio Morricone heiðraður fyrir ævistarf sitt við gerð kvikmyndatónlistar,
Bandaríska leik- og söngkonan Jennifer Hudson fékk Óskarinn fyrir leik í aukahlutverki fyrir myndina Dreamgirls og Alan Arkin fékk einnig verðlaun fyrir besta leikinn í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni Little Miss Sunshine. Myndin An Inconvenient Truth, sem Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, gerði um umhverfismál, var valin besta heimildarmyndin. Þýska myndin Das Leben der Anderen var valin besta erlenda myndin en myndin Pan's Labyrinth, sem keppti einnig í þeim flokki, fékk verðlaun fyrir förðun og listræna stjórnun. Tölvuteiknimyndin Happy Feet var valin besta teiknimyndin."


mbl.is Scorsese fékk loks Óskarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsum ástina - höfnum klámi!

hjarta

Af gefnu tilefni birti ég hér ályktun Landsfundar Vinstri grænna í heild sinni og tek undir með þeim sem hafa gagnrýnt fabúlerinagar blaðamanns mbl.is í lok fréttarinnar. En hér er ályktunin fína: 

"Vinstrihreyfingin grænt framboð fagnar þeirri einörðu samstöðu sem í ljós kom þegar klámframleiðendur hugðust standa fyrir ráðstefnu á Íslandi dagana 7.-11. mars 2007. Samstöðu sem hafin var yfir pólítíska flokkadrætti, bandalög, vinahópa og hugmyndafræðileg átök. Samstöðu samfélags sem tók undir með kvennahreyfingu undanfarinna alda, reis upp og mótmælti klámvæðingu af krafti. Samstöðu sem leiddi til þess að ráðstefnunni var aflýst.
 
Órjúfanlegt samhengi ríkir milli kláms, vændis og annars kynferðisofbeldis. Enginn á að þurfa að taka þátt í kynferðislegum athöfnum gegn vilja sínum. Einstaklingur sem starfar í klámiðnaðinum vegna neyðarinnar einnar og/eða gegn vilja sínum er því beittur kynferðisofbeldi. Ljóst er að sú er raunin með stóran hluta þeirra sem starfa í klámiðnaðinum.
 
Klámvæðingin hefur auk þess ótvíræð neikvæð áhrif á samfélagið og hegðan einstaklinga innan þess. Rannsóknir kynjafræðinga hafa sýnt fram á sterkt samband milli neyslu kláms og ofbeldis gagnvart konum og börnum. Í kjölfar klámvæðingarinnar eru nauðganir orðnar grófari og hópnauðganir alvarlegri, í fullu samræmi við þróun klámvæðingarinnar.
 
Vinstrihreyfingin grænt framboð mun halda vegferðinni áfram. Enn er klám fyrir augum okkar daglega, vændi þrífst hérlendis sem aldrei fyrr og kynferðisofbeldi gagnvart konum og börnum er daglegt brauð. Pólítískur vilji er forsenda breytinga, ásamt bættu réttar- og dómskerfi og eflingu kynjafræðimenntunar á öllum skólastigum með sérstakri áherslu á lykilfólk í samfélagslegri umræðu, s.s. í uppeldisgreinum, heilbrigðisgreinum, lögfræði, fjölmiðlafræði, stjórnmálafræði o.s.frv.
 
Sterk sjálfsmynd einstaklinga sem bera virðingu hver fyrir öðrum og njóta kynlífs á eigin forsendum er forsenda samfélags án ofbeldis. Til þess er mikilvægt að bæta velferðarsamfélagið í heild sinni og brjóta upp kynjakerfið. Það ætla Vinstri græn að gera."


mbl.is VG fagnar samstöðu gegn klámráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klámþingið blásið af, til hamingju!

neiÞað eru góð tíðindi að hætt skuli hafa verið við þessa fyrirhuguðu klámráðstefnu. Hótel Saga á heiður skilinn og bændasamtökin einnig. Ferðamannaiðnaðurinn mun einnig uppskera fleiri ferðamenn sem ekki eru komnir hingað til að upplifa klám og rusl í Reykjavík. Þvert á það sem einhverjir hafa haldið fram. Það eru nefninlega margir hafa ekki áhuga á því að ferðast til landa sem hafa á sér vafasamt orðspor í þessum efnum. Niðurstaðan verður hinsvegar til þess að fólk sem ekki hefur áhuga á klámi flykkist til landsins. Samtakamátturinn skiptir máli og andfemínistar geta froðufellt að vild. Það er einnig athyglisvert að bloggið hefur skipt miklu máli við að koma skoðunum fólks á framfæri eins og umræður um þetta fyrrverandi klámþing sýna. Til hamingju aftur.


mbl.is Hætt við klámráðstefnu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílar bannaðir

hjól

Flott hjá ítölum að vekja athygli á mengunarmálum og minnka mengun í miðborg Rómar með því að banna bílaumferð í borginni í dag. Íbúar og ferðamenn þurftu því að ganga og fara um á reiðhjólum en ókeypis var á öll söfn í borginni í tilefni dagsins, en lestum og leigubifreiðum fjölgað svo allir kæmust leiðar sinnar. Hér er á jákæðan hátt vakin athygli á þessum málum. Í miðborgum Stokkhólms og Lundúna er bílaumferð takmörkuð og það er bara af illri nauðsyn en hefur heppnast ótrúlega vel.

rómÞað er kominn tími til að menn fari að huga að bættum almenningssamgöngum í Reykjavík og sem betur fer virðist vera stemmning fyrir því núna. Fjölga strætóleiðum og hafa þær tíðari og sér akreinar fyrir hraðstrætó. Fjölga og bæta hjólreiða- og göngustíga. Þannig er hægt að draga úr bílaumferð og afsanna klisjuna um að við séum einhver "bílaþjóð". Hvenær urðum við það annars? Viljum við að Reykjavík verði einhver Los Angeles mislægra-gatnamótaborg eða eins og evrópskar borgir? Það er ekki of seint að snúa þessari öfugþróun við en fer að verða það.


mbl.is Bílaumferð bönnuð í miðborg Rómar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyf sem læknar allt

havidol

Verk Justin Cooper sem sýnt er í Daneyal Mahmood galleríinu í New York hefur vakið mikla athygli. Svo mikla að mbl.is hefur skrifað um verkið (en gleymdi að vísu að minnast á hver væri listamaðurinn). Þetta er auglýsingaherferð fyrir nýtt lyf sem á lækna alla dæmigerða "sjúkdóma" sem við þjáumst af, stress, öldrun, örvænting og svo framvegis. Sem sagt lyf sem mun slá í gegn í neysluþjóðfélaginu okkar. Hér er vesíða lyfsins góða og hér er umfjöllun um sýninguna. Skemmtilegt að í vörumerki lyfsins HAVIDOL kemur tákn sem er ansi líkt merki Skjás eins fyrir.


mbl.is Þegar mikið er ekki nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband