Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
27.12.2007 | 13:43
Benazir Bhutto myrt
Ástandið í Pakistan virðist hanga á bláþræði. Daglega eru gerðar sjálfsmorðsárásir. Ekki beint friðsöm jól þar í landi. Kosningarnar sem eiga að fara fram eftir tvær vikur hljóta að vera í uppnámi eftir að einn helsti frambjóðandi stjórnarandstöðunnar er drepin. Benazir Bhutto var hugrökk kona og hún lét lífið í dag fyrir hugrekki sitt. Lýðræðið hefur enn og aftur beðið hnekki.
Benazir Bhutto látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
23.12.2007 | 15:11
50% líkur á hvítum jólum á Norðurlandi og 100% líkur á friðargöngu
Daginn er tekið að lengja og það er bjart á Akureyri þessa stundina, vantar bara snjóinn. En hann gæti komið í kvöld eða á morgun ef allt fer vel. Það verður Blysför í þágu friðar í kvöld. Í höfuðborginni og á Ísafirði er lagt af stað klukkan 18 en hér á Akureyri klukkan 20. Um leið og ég óska öllum friðar og gæfu birti ég hér dagskrána:
Hin árlega Blysför í þágu friðar verður gengin á Þorláksmessu á Akureyri.
Gengið verður frá Samkomuhúsinu í Hafnarstræti kl. 20.00 og út á Ráðhústorg.
Það er góður siður að bæta við hinn almenna friðarboðskap jólanna andstöðu við stríðsrekstur og yfirgang á líðandi stund.
Árásarstríð og hernám þjaka Írak og annað eins fer fram í Afganistan undir forystu NATO. Hótað er hernaðaraðgerðum gegn Íran. Stuðningur Íslands við stríðsreksturinn í Írak hefur ekki verið afturkallaður.
Sýnum hug okkar um stríðið og friðinn.
Kjörorð eru þau sömu og undanfarin ár:
- Frið í Írak!
- Burt með árásar og hernámsöflin!
- Enga aðild Íslands að stríði og hernámi!
Ávarp flytur Hannes Örn Blandon prófastur.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Blys verða seld í upphafi göngunnar.
Aðstandandi: Samtök hernaðarandstæðinga
0,01% líkur á hvítum jólum í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.12.2007 kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.12.2007 | 13:34
Loksins fjármagn til Háskólans á Akureyri
Það eru góð tíðindi að skrifað hafi verið undir samning milli Háskólans á Akureyri og menntamálaráðuneytisins um aukin framlög til skólans. Fjárskortur hefur háð HA lengi og nú er sem betur fer bætt úr því, allavega að hluta til. Mikilvægi Háskólans á Akureyri er ótvírætt og skólinn hefur fyrir löngu sannað sig. Hann ætti því að fá að vaxa enn hraðar enda er eftirspurnin fyrir hendi. Stjórn Vinstri grænna á Akureyri fagnar sérstaklega þessum samningi en í ályktuninni segir:
"Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Akureyri fagnar auknum fjárveitingum upp á 275 milljónir króna til Háskólans á Akureyri næstu þrjú árin. Þar með er óvissu eytt sem einkennt hefur rekstur Háskólans á Akureyri síðastliðinn ár, einkum hvað varðar möguleika skólans á sviði rannsókna og áframhaldandi uppbyggingar, og til að efla háskólanám á framhaldsstigi. Stjórnendur, starfsfólk og nemendur Háskólans á Akureyri geta nú betur einbeitt sér að því gríðarmikla uppbyggingastarfi sem unnið er bæði innan og utan veggja skólans. Um málefni Háskólans á Akureyri hefur ríkt víðtæk pólitísk samstaða frá upphafi og er mikilvægt að svo verði áfram."
Háskólinn á Akureyri hefur ekki aðeins þýðingu fyrir menntun í landinu öllu, hann hefur einnig styrkt Eyjafjarðarsvæðið sem ákjósanlegan búsetukost og mannlífið er blómlegra. Þess vegna ætti að stofna á Ísafirði Háskóla Vestfjarða sem fyrst að fordæmi Háskólans á Akureyri og sá skóli ætti auðvitað að vera sjálfstæður skóli en ekki útibú. Það skiptir máli.
Tveir mikilvægir samningar fyrir Háskólann á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2007 | 00:25
Illvirkjun Power
Sjálfstæðismenn eru komnir í hring. Fyrir nokkrum mánuðum sögðu þeir að ríkisfyrirtæki ættu ekki að vera í áhættufjárfestingum en nú er stofnað "félag" út frá hinu rómaða ríkisfyrirtæki Landsvirkjun sem hefur einmitt þetta markmið. Sjá ekki allir að þetta er fyrsta skrefið í því að einkavinavæða Landsvirkjun? Best að fara inn um bakdyrnar á skítugum skónum fyrst að ekki tókst að vaða inn beint um aðalinnganginn! Auðvitað finnst Geir H. Haarde ekkert athugavert við þetta, þó það nú væri.
Ekkert athugavert við félag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.12.2007 | 21:56
Seyðfirðingar bjarga menningarverðmætum
Pétur Kristjánsson forstöðumaður tækniminjasafnsins á Seyðisfirði og fólkið í bænum á heiður skilinn fyrir að hafa stöðvað niðurrifið á aldargömlum verslunarminjum á Seyðisfirði í dag: Við sáum að það þýddi ekkert að stöðva þessar framkvæmdir með orðum og við ákváðum að koma í veg fyrir að þeir gætu farið með munina út úr húsinu."
Forsvarsmenn ÁTVR eiga eftir að svara fyrir hver gaf út skipun um að það ætti að rifa niður innréttingarnar og setja þær í gám og senda til Reykjavíkur! Það er frábært að sjá að Seyðfirðingar standa vörð um menningarverðmæti á staðnum og það hefur verið meiriháttar að sjá hvað búið er að gera fallega upp mörg gömul hús í bænum. En það er nóg verk eftir. Seyðisfjörður er að mínu mati einn fallegasti bær á landinu, Ísafjörður er einnig afar fallegur og svo auðvitað hún Akureyri:)
Hætt við niðurrif verslunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2007 | 13:21
Er þetta "innlend" frétt?
Stundum eru fyrirsagnirnar á mbl.is dálítið fyndnar og skrítnar. Það á ef til vill við um fyrirsögnina á þessari frétt: "Í kvenmannsföt til að skilja þarfir kvenna". En af hverju er þessi frétt flokkuð sem "innlend" frétt? Það er ekkert innlent við hana. Svona frekar erlent eða það hefði verið tilvalið að setja hana í samsuðudálkinn sem heitir "fólk". Annars er þessi frétt af GM dálítið klisjuleg og eftirfarandi setningar segja okkur ýmislegt:
"Því næst voru mennirnir klæddir í ruslapoka til að líkja eftir pilsum og fengu gúmmíhanska með álímdum gervinöglum. Dagurinn gekk svo út á að fara í gegnum venjulegan dag húsmóður og nota bíla fyrirtækisins án þess að brjóta nögl, rífa pils og þar fram eftir götunum."
Er hér ekki enn og aftur verið að ýta undir staðalímyndirnar. Ég efast um að amerískar húsmæður séu allar í pilsi, í háhæluðum skóm og með langar neglur. En þessir bílar frá General Motors fá allavega verðlaun fyrir að vera hlunkalegustu og ljótustu bensín/díselsvelgir sem fyrirfinnast. Konan á myndinni er ekki dæmigerð amerísk húsmóðir leyfi ég mér að fullyrða (og reyndar ekki heldur "innlend" (íslensk)!)
Í kvenmannsföt til að skilja þarfir kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.12.2007 | 14:25
Gott að losna við herinn - losum okkur einnig við spillinguna
Atli Gíslason á heiður skilinn fyrir að benda á spillinguna sem viðgengst með fasteignabrask upp á Velli. Geir H. Haarde stingur hinsvegar hausnum í sandinn og vill ekki sjá að þar grasserar spillingin sem aldrei fyrr. Það á að fá allt upp á borðið og talið um "viðskiptahagsmuni" og að þess vegna megi ekki segja frá neinu á ekki að líðast.
Það var mikil landhreinsun að losna við herinn. Vinstri græn og hernaðarandstæðingar höfðu lengi bent á það að atvinnulíf á Reykjanesi myndi blómstra þegar herinn hyrfi á brott. Hernaðarsinnar héldu öðru fram og reynast nú hafa rangt fyrir sér. Það er gott
Það er hinsvegar synd að það góða uppbyggingarstarf þurfi að líða fyrir spillingu innan Sjálfstæðisflokksins og einkavinavæðinguna þar á bæ. Burt með spillinguna.
Fleiri störf en hjá varnarliði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
5.12.2007 | 11:13
Af hverju dró hann þetta ekki til baka fyrir "pabba sinn"?
... eða bara sjálf síns vegna? Kannski af því að hann hefur ekki snefil að sómakennd? Þessi bloggfærsla Egils Einarssonar sem kallar sig víst "Gillzenegger" segir margt um hug þeirra sem kalla þær konur sem eru að berjast fyrir jafnrétti kynjanna "öfgafemínista" og þeir eru ekki fáir. Margir nafnlausir aumingjar sem tjá sig aðallega í athugasemdum á síðum annarra taka sömu afstöðu og Egill og grafa sig niður í eitthvert forarsvað. Leyfum þeim bara að vera þar og drullumalla við vini sína.
Í fréttinni á mbl segir "Færslan sem um ræðir var undir lið sem kallast Fréttastofa Gillz en þar nafngreinir hann fjórar konur, femínista, sem hann segir að hafi verið of áberandi í fjölmiðlum undanfarið og ýjar að því að þeim væri best að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi."
Ég spyr mig hvort pabbi Egils horfi ekki á tíufréttir í Sjónvarpinu? Eða getur Egill ekki bara sleppt því að vera með svona viðbjóðslegar hótanir á síðunni sinni? Samkvæmt fréttinni hefur lögreglu hefði verið send skrifin til rannsóknar. En það var ekki vagna hræðslu við málshöfðun sem Egill faldi færsluna, nei af tillitsemi við mömmu: Mamma horfir væntanlega á tíufréttir og svona, þannig að ég tók fréttina út út af henni." Litlu mömmustrákarnir kunna þó að skammast sín.
Margir sem skrifa hér á moggabloggið hafa lokað fyrir athugasemdir því í þeim hefur verið ausið óhróðri yfir fólk (gjarnan femínista). Sóley Tómasdóttir hefur til dæmis gripið til þessa neyðarúrræðis og þykir mér það miður en vel skiljanlegt. Af gefnu tilefni vil ég að fólk skrifi undir fullu nafni athugasemdir á síðuna mína, vinsamlega virðið það.
Gillzenegger tók bloggfærslu út fyrir mömmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
4.12.2007 | 12:24
Best í heimi? - ekki alveg
Það eru ekki góðar fréttir að Ísland skuli hrapa niður listann í nýjustu PISA-könnuninni. Að vísu er ég hæfilega tortrygginn á allan svona samanburð en þetta eru samt skilaboð sem taka á alvarlega. Nú hafa verið kynntar tillögur og ný grunnskólalög þar sem margt horfir til bóta. Til dæmis er það jákvætt að lengja eigi kennaranámið. En þá verða laun kennara einnig að hækka. Víða er kennarastéttinni greidd mun hærri laun en hér á landi og hér hafa kennarastarfið lengi verið vanmetið. Þessu þarf að breyta.
Það þarf að auka áherslu á skapandi skólastarf og ekki síður á fjölbreytni í skólunum og lesskilning, ekki bara hraðlestur.
Þó að þetta sé ekki góðar fréttir af stöðu skólakerfisins þá eru hér tengill á frábærar femínistafréttir. Ég mæli með að allir gefi sér smá tíma til að setja sig inn í málin.
Staða Íslands versnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2007 | 22:37
Hallar enn meira á lýðræðið
Það er afar aumt að hin "stóra" ríkisstjórn ætli nú að skera niður ræðutímann. 15 mínútur eiga að duga að þeirra mati. Samfylkingin, hinn mikli samræðustjórnmálaflokkur er komin í stjórn og nennir ekki lengur að hlusta á mótrök og ábendingar um það sem betur mætti fara, allavega ekki ef það tekur meira en 15 mínútur. Ansi er nú illa komið fyrir þessum "stóra" flokki.
Það kemur mér svo sem ekkert á óvart að þetta skuli vera hagsmunamál hjá Sjálfstæðisflokknum, þar á bæ nenna menn hvort sem er ekki að hlusta á nein mótrök eða vesen. Framsókn og Frjálslyndir eru eitthvað að drattast með stóru köllunum og nenna ekki að malda í móinn.
Þorsteinn Siglaugsson skrifaði afar góðan pistil um takmörkunina á ræðutíma og um það er hægt að lesa hér. Umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað bentá slæm vinnubrögð á þinginu þegar mál eru afgreidd, oft í flýti og án nægilegrar umræðu. Væri ekki nær að laga þetta frekar en að ætla enn að skera niður umræðuna.
Niðurlag vandaðrar greinargerðar sem Vinstri græn lögðu fram í dag ætti öllum að vera holl lesning:
"Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er jafn áhugasamur og fyrr um að endurskipuleggja starfshætti Alþingis, bæta og vanda mun meir til vinnubragða við lagasetningu, þróa Alþingi í átt til faglegri og fjölskylduvænni vinnustaðar og gera breytingar sem raunverulega styrkja þingið, þingræðið og lýðræðið í landinu. Þessum markmiðum ná hins vegar hvorki óbreytt frumvarp forseta og þaðan af síður þau vinnubrögð að rjúfa hefð um samstöðu um slík mál og keyra þau áfram í ágreiningi við stærsta flokk stjórnarandstöðunnar. Breytingar á hvoru tveggja frumvarpinu og vinnubrögðum forseta eru því óhjákvæmilegar eigi farsæl niðurstaða að nást."
VG mótmælir harðlega frumvarpi um þingsköp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 379808
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?