Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2007

Edda Ţórey Kristfinnsdóttir opnar sýninguna VISTASKIPTI á Café Karólínu

Vistaskipti

Frábćrt ađ ţađ verđi nóg ađ gera í Borginni á Sjónlistadegi. Ég ćtla ađ nýta morgundaginn í kröfugöngu og rokk međ UVG hérna fyrir norđan. Á laugardaginn verđur svo myndlistin í fyrirrúmi. Ţađ opnar ný sýning á Listasafninu á Akureyri og mörg galleríin eru međ opnanir. Sýningin hans Jónasar Viđars á Karólínu Restaurant hefur veriđ framlengd vegna fjölda áskoranna en Edda Ţórey Kristfinnsdóttir opnar nýja sýningu á Café Karólínu og tekur viđ af Ađalsteini Ţórssyni. Á heimasíđunni hans eru myndir frá sýningunni á Karólínu.

Edda Ţórey Kristfinnsdóttir

Vistaskipti

05.05.07 - 08.06.07  
 

Velkomin á opnun laugardaginn 5. maí 2007, klukkan 14

Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 5. maí klukkan 14 opnar Edda Ţórey Kristfinnsdóttir sýninguna VISTASKIPTI á Café Karólínu. Café Karólína opnar nú klukkan 10 alla virka morgna en klukkan 12 á laugardögum og sunnudögum.

VISTASKIPTI er uppspretta verka minna sem ég sýni á Café Karólínu. Viđ mannfólkiđ erum á eilífu ferđalagi. Hús úr húsi, sveit úr sveit, borg úr borg, land úr landi, úr einni vist í ađra. Vistin getur veriđ frá ţví ađ vera góđ til ţess ađ vera nöturleg. Viđ ráđum ekki alltaf för.
Verkin eru skúlptúrar, lágmyndir, vídeo, textavek og ljósmyndir á striga.

Tilvera okkar er undarlegt ferđalag.
Viđ erum gestir og hótel okkar er jörđin.
Einir fara og ađrir koma í dag,
ţví alltaf bćtast nýjir hópar í skörđin.
                            Tómas Guđmundsson


Hćgt er ađ nálgast upplýsingar um verk og feril Eddu ásamt myndum á verkum á síđunni http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/599
Nánari upplýsingar veitir Edda í sima 8994908

Myndin hérna fyrir ofan er af einu verka Eddu sem hún sýnir á Café Karólínu.

Edda verđur viđstödd opnunina.
Sýningin á Café Karólínu stendur til 8. júní 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 5. maí 2007, klukkan 14.

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

09.06.07-06.07.07        Björg Eiríksdóttir
07.07.07-03.08.07        Elísabet Jónsdóttir
04.08.07-31.08.07        Dagrún Matthíasdóttir
01.09.07-05.10.07        Stefán Jónsson
06.10.07-02.11.07        Marsibil G. Kristjánsdóttir
03.11.07-30.11.07        Birgir Sigurđsson
01.12.07-04.01.08        Steinunn Helga Sigurđardóttir
05.01.08-02.02.08        Guđrún Vaka  

Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson


mbl.is Sjónlistadagur í Reykjavík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Without The Balls rokka hjá UVG á 1. maí

1.maíFyrsti maí er á morgun og ţađ er ţétt dagskrá, sól og hiti og baráttustemning ţví viđ fellum ríkisstjórn ójöfnuđar eftir nokkra daga. Hér á Akureyri byrjar balliđ klukkan 11 árdegis hjá Stefnu upp í Kaupangi á Mongó (sjá dagskrá hér neđar) og svo er kröfuganga klukkan 13:30 í miđbćnum og ađ Sjallanum ţar sem Ögmundur Jónasson er ađalrćđumađur. Kaffi og kökur hjá Vinstri grćnum í Kosningamiđstöđinni í Göngugötunni og um kvöldiđ klukkan 20 hefjast frábćrir tónleikar sem Ung vinstri grćn á Akureyri og Austurlandi standa fyrir og ţar er hellingur af atriđum á dagskránni sem ég á ađ kynna fyrir ţéttsetnum Grćna hatti. Spenntastur er ég fyrir stúlknabandinu Without the balls frá Egilsstđum en ţćr slógu í gegn ţegar Rás 2 plokkađi hringinn fyrir nokkrum dögum. Umsögnin um ţćr á heimasíđu Rásar 2 er:

without the balls"Síđastar á sviđ voru heimasćturnar í hljómsveitinni Without The Balls, sem var gestahljómsveit kvöldsins, en hún er skipuđ fimm ungum stúlkum frá Egilstöđum og nćrliggjandi sveitum. Í gćrkveldi var bassaleikarinn reyndar fjarri góđu gamni. Hinar fjórar sem eftir stóđu létu sig samt hafa ţađ ađ koma fram og vöktu mikla hrifningu tónlistarfólksins ađ sunnan sem hafđi veriđ í ađalhlutverki fyrr um kvöldiđ og heimamenn tók ţeim einnig međ kostum og kynjum. Ţćr léku á tvo gítara og trommusett međ miklum tilţrifum og sungu af innlifun. Ţađ er ţví óhćtt ađ segja ađ stúlkurnar hafi komiđ, séđ, sungiđ og sigrađ."

Hei, nákvćmlega eins og Vinstri grćn munu gera! Ţetta verđur frábćrt. Hér er svo flott dagskrá Stefnu á Mongó:

Morgunfundur Stefnu 1. maí 2007


Mongo sportbar, Kaupangi kl. 11.00
 
Stefna – félag vinstri manna  heldur árlegan morgunfund á baráttudegi verkalýđsins í níunda sinn, á Mongo sportbar, Kaupangi 11.00
 
          Kjörorđ Stefnu eru ţessi:
 • Kosningar breyta ekki landslaginu – baráttuna út í grasrótina.
 • Vinnu viđ hćfi handa öllum.
 • Gegn markađsvćđingu og einkavćđingu.
 • Gegn stóriđjustefnu stjórnvalda.
 • Gegn sölu lands, vatns og sjálfstćđis.
 • Höfnum Evrópusambandsađild.
 • Gegn félagslegum undirbođum á íslenskum vinnumarkađi.
 • Jafnrétti kynjanna.
 • Írak: Hernámsöflin burt. Ísland úr stríđsliđinu.
 • Ísland úr NATO – segjum herstöđvarsamningnum upp.
 
Rćđumađur dagsins er Björgvin Leifsson, sjávarlíffrćđingur á Húsavík.
 
Ávarp um kynjahlutverk og jafnrétti:  Andrea Hjálmsdóttir háskólanemi.
 
Hjónin Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Hjartarson syngja.
 
Framinn verđur ýmiss frekari söngur og upplestur í anda dagsins.
        
    Allir velkomnir.

_____________________

Stefna - félag vinstri manna 


mbl.is Kröfuganga og útifundur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Af hverju er veriđ ađ kveikja í sinu?

sinubruni20 stiga hiti, smá sunnangola, glampandi sól og gleđi og svo smám saman leggst reykjarmökkur yfir bćinn og allan Eyjafjörđinn! Og ţađ voru ekki einhverjir brennuvargar á ferđ heldur bara skipulögđ íkveikja. Ég hélt ađ ţađ vćri búiđ ađ sýna fram á ađ sinubruni er EKKI góđur fyrir gróđurinn og langtfrá ţví ađ vera góđur fyrir umhverfiđ. Ţetta er mengun af verstu tegund og á auđvitađ ekki ađ leyfa. Og ef ţađ eru einhver gömul lög sem leyfa sinubruna ţá á auđvitađ ađ breyta ţeim hiđ snarasta. Ţetta er rugl.

mbl.is Fjölmargar kvartanir vegna sinubruna í Eyjafirđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Flott útsýni hjá Jónsa og Ingu á Manhattan

manhattanEr ţetta ekki annars útsýniđ úr íbúđ Jóns Ásgeirs og Ingubjargar Pálma? Var ekki Einar Falur í ţakíbúđinni ţeirra ađ taka myndir yfir Manhattan og Gramercy Park? Ég hefđi líka splćst í ţessar tvćr hćđir ef ég hefđi haft efni á ţví. En kannski ekki eitt svona miklu í afmćlisveisluna mína. Vonandi eru ţau međ einhverja sem ţrífa ţessa 650 fermetra ţví ekki myndi ég nenna ađ ryksuga og skúra allt. Nóg ađ skúra stofugólfiđ hérna á henni Akureyri ađra hvora viku og ryksuga alla stigana. Annars erum viđ ađ leita okkur ađ íbúđ til ađ leigja í Berlín ţví viđ vorum ađ missa herbergiđ okkar ţar í borg. Max leiga er 20.000 á mánuđi međ hita. Kannski bjartsýni en ţađ ţarf ekki ađ vera svona flott útsýni yfir á Alexanderplatz, Mitte, eđa Tiergarten. Viđ sćttum okkur viđ vegg nágrannana. En ef ég hefđi efni á ţví ţá myndi ég kaupa heila hćđ, eđa bara tvćr.

mbl.is Fjallađ um fasteignakaup Jóns Ásgeirs í New York Times
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stjórnin hangir

könnun

Ţó ađ Vinstri grćn meira en tvöfaldi fylgiđ samkvćmt ţessari könnun dugar ţađ ekki til ađ fella ríkisstjórnina. En Sjálfstćđisflokkurinn er á niđurleiđ og ţađ er jákvćtt. Íslandshreyfingin er ekki alveg ađ virka ţrátt fyrir ágćtis málstađ. En raunverulegir umhverfisverndarsinar kjósa auđvitađ Vinstri grćn. Brettum upp ermar og berjumst fyrir réttlćti og jöfnuđi. Ţađ eru tvćr vikur til stefnu.


mbl.is Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Björk er lang flottust

425536ABjörk Guđmundsdóttir er frábćr. Bćđi sem tónlistarkona og ekki síđur sem talsmađur náttúruverndar. Hún er skapandi einstaklingur sem ráđherrar íhaldsins og bjélistans ćttu ađ hlusta á. Ţessi orđ hennar eru eins og töluđ út frá mínu hjarta:

„Mér finnst, ađ ef Ísland vilji grćđa fullt af peningum og hafa starfsemi um allan heim ţá sé ţađ síđasta, sem ţađ eigi ađ gera, ađ eyđileggja náttúruna. Ţađ ţarf ekki snilling til ađ átta sig á ţví. Og samt var ţađ fyrsta sem Íslendingar gerđu, eftir ađ ţeir fengu sjálfstćđi og peninga ađ segja: Viđ skulum eyđileggja landiđ!"

Hér er frábćrt viđtal viđ hana úr Guardian 

Ţeir sem einn eru ađ hugsa um ađ kjósa stóriđjuflokkana (núverandi ríkisstjórn) ćttu ađ lesa ţetta viđtal og átta sig á hlutunum, ţađ er ekki of seint ađ snúa af rangri braut.


mbl.is Björk gremst stóriđjuframkvćmdir á Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rafael Correa stendur uppí hárinu á Alţjóđabankanum

correa

Rafael Correa er mađur ađ mínu skapi, ekkert ađsafna skuldum heldur hefur hann unniđ ađ ţví ađ gera Ekvador skuldlaust frá ţví ađ hann var kosinn eđa eins og segir í frétt mbl.is: 

"Vinstrimađurinn Correa, sem kosinn var til forseta í nóvember sl. er hagfrćđingur, menntađur í Bandaríkjunum. Hann hefur síđan hann var kosinn til starfa greitt upp skuldir landsins viđ Alţjóđagjaldeyrissjóđinn og vill ađ landiđ sé sem minnst upp á á erlenda lánadrottna komiđ."

Alţjóđabankinn undir stjórn Wolfowich er hinsvegar ekki ánćgtđur međ ţennan vinstrimann og hefur hćtt ađ veita landinu lán til ađ greiđa niđur önnur óhagstćđ. Kapítalistarnir láta ekki ađ sér hćđa.


mbl.is Fulltrúi Alţjóđabankans rekinn frá Ekvador
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Málţing Möllu

malla

Í tilefni af áttatíu ára afmćli Málmfríđar Sigurđardóttur fyrrverandi alţingiskonu halda Vinstri grćn og vinir Möllu málţing um jafnréttismál á kaffistofu Amtsbókasafnsins á Akureyri laugardaginn 28. apríl klukkan 15-17.

Erindi flytja:
Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir: Jafnrétti hvađ ţarf til?
Valgerđur H. Bjarnadóttir: Ađ skapa nýja veruleika, heim fyrir konur og karla
Tónlist:   Björn Valur Gíslason og Jón Kristófer Arnarson
Hólmfríđur Jónsdóttir: Ávarp úr Mývatnssveit
Jón Hjaltason og Steingrímur J. Sigfússon flytja ávörp.
Fjöldasöngur og léttar veitingar
Fundarstjóri Ţuríđur Backman alţingiskona

 

Ég hvet alla til ađ mćta á bókasafniđ og fagna međ Möllu 80 ára afmćlinu og skemmta sér saman. Málmfríđur skipar heiđurssćtiđ á lista Vinstri grćnna í Norđausturkjördćmi.


Ómar R. Valdimarsson ćtlar ađ kćra Gauk Úlfarsson

ómar.r.valdÓmar R. Valdimarsson, talsmađur Impregilo hefur mörg járn í eldinum ţessa dagana. Ekki bara ađ hann sé ađ hamast uppá Kárahnjúkum heldur er hann einnig afkastamikill bloggari. Síđustu daga hefur hann einbeitt sér međ skítkasti ađ Vinstri Grćnum og tekiđ Paul Nikolov og Sóleyju Tómasdóttur sérstaklega fyrir. Gaukur Úlfarsson skrifađi athugasemd á síđu Ómars sem hann riskođađi smá og henti út. Gaukur skrifađi ţá um máliđ og Ómar tók upp símann og hringdi í Gauk og hótađi honum málshöfđun. Ţetta fer ađ verđa spennandi og dálítiđ einkennilegt hvađ sumir eru hörundsárir ţessa dagana. En ţađ er jú mikiđ ađ gera hjá Ómari í vinnunni međ allt drasliđ meira en ţrjá mánuđi á eftir áćtlun og ekkert rafmagn komiđ og borarnir hjakka á sama stađ undir Ţrćlahálsi og svo er líka eitthvert óloft í göngunum og erlendu verkamennirnir alltaf ađ kvarta. Ţetta getur veriđ erfitt líf.


mbl.is Beđiđ eftir sérfrćđingum til ađ meta loftmengunina í ađrennslisgöngunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Krúttlegasta álver í heimi

krútt.álverHér er frábćr mynd af krúttlegu "litlu" álveri sem á ađ rísa í Helguvík, helst sem fyrst. Ţađ er ótrúlega sćtt, mengar lítiđ, sést varla og geltir ekki. Ţađ eru tré allt í kringum ţađ (ađ vísu eitthvađ daufleg) og fólk ađ ganga, börn ađ hlaupa og hellingur af fuglum ađ dást ađ ţví. Ţetta er frábćrt. Jón Sig. stoppformađur og Geir H ađalformađur eru grćnir af öfund yfir ţessu krúttlega álveri sem stóriđjustefnan ţeirra á engan ţátt í ađ koma á koppinn. Ţetta er nćstum fullkominn heimur sem viđ lifum í.
mbl.is Hitaveita Suđurnesja og Norđurál undirrita orkusamning vegna álvers í Helguvík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband