Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Þrjár kvikmyndir sýndar á Akureyri

greenaway_386

Dagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátiðarinar er glæsileg og mér til mikillar gleði verða þrjár myndir af þessum 90 sýndar hér á Akureyri um helgina. Vonandi verða svo fleiri sýndar í kjölfarið en það er allavega hægt að skella sér í bíó líka fyrir norðan. Það er kvikmyndaklúbburinn KvikYndi sem stendur fyrri sýningum í Borgarbíói og þær eru:

Föstudagurinn, 28. september kl. 18.00
THE ART OF CRYING (Listin að gráta í kór)
e. Peter Schønau Fog
105 mínútur
Danmörk

Laugardagurinn 29. september kl. 18.00
FOREVER, NEVER, ANYWHERE (Ávallt, aldrei og hvarsemer)
e. Antonin Svoboda
88 mínútur
Austurríki

Sunnudagurinn 30. september kl. 18.00
CRAZY LOVE (Tryllt ást)
e. Dan Klores
92 mínútur
Bandaríkin

Og að öðrum málum en um síðustu helgi var formlega opnuð heimasíða AkureyrarAkademíunnar og hér er tengill á hana. Ég hvet svo alla til að klæðast rauðum bol í dag til stuðnings fólkinu í Burma. Hér er umfjöllun amnesty international um mótmælin.


mbl.is Alþjóðleg kvikmyndahátíð hefst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölskyldumót á Akureyri

1433435529_3a5e5b61e2

Það hefur verið mikið fjör síðustu daga. Systkinin öll saman komin nema Sigurbjörn sem komst ekki frá Danmörku en frá Svíþjóð, Þýskalandi og úr Höfuðborginni eru allir mættir. Hugi var með myndasýningu og tók auk þess fjölskyldumyndir og Lóa Aðalheiður bloggaði um matarboðið í gær.

Myndasíðan hans Huga

Bloggsíða Lóu 


Góðar fréttir

Það er afar ánægjulegt að húsafriðunarnefnd hafi ákveðið að friða húsin þrjú við Hafnarstræti og nú er drífa í því að gera upp Hafnarstræti 98 því hin húsin tvö Hamborg og París eru orðin glæsileg. Þetta er ekki eina góða fréttin í dag því borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Vinstri grænna um að unnin verði sérstök hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavík. Nánar má lesa um þetta á heimsíðu Árna Þórs sem nú er að flytja sig yfir á Alþingi. Flott hjá Árna Þór að enda með svona góðu máli starf sitt í borgarstjórn. Síðan er skemmtilegt tilboð Samtaka hernaðarandstæðinga um að hjálpa til við að koma fyrirhugaðri Friðarstofnun á fót. Fréttin af mbl er hér. Fullt af góðum fréttum.


mbl.is Húsafriðunarnefnd vill friða öll húsin þrjú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opnun í DaLí Gallery á föstudaginn klukkan 17

hallson_p_04

Það verður mikið um að vera hér á Akureyri um næstu helgi þegar Sjónlistaverðlaunin verða afhent. Megas er líka með tónleika og mikið fjör. Ég ætla að opna sýningu hjá Dagrúnu og Línu í DaLí galleríinu og hér er fréttatilkynning um sýninguna: 


HLYNUR HALLSSON

ÞETTA - DAS - THIS

21.09. - 11.10.2007 
  

Opnun föstudaginn 21. september 2007 klukkan 17-19

DaLí Gallery
Brekkugata 9
600 Akureyri
http://daligallery.blogspot.com

Opið föstudaga og laugardaga kl. 14-17
og eftir samkomulagi.

http://www.hallsson.de
http://www.hlynur.is

Hlynur Hallsson opnar sýninguna ÞETTA - DAS - THIS í DaLí Gallery, Brekkugötu 9, á Akureyri, föstudaginn 21. september 2007, klukkan 17-19.

Sýningin samanstendur af spreyji á vegg, myndbandi, stórri ljósmynd með texta, litakúlum og minni textamyndum sem gestir geta tekið með sér.


hallson_p_02

Litakúlurnar koma frá sýningu sem Hlynur setti upp á Bókasafni Háskólans á Akureyri 2005 en myndbandið er frá því í sumar og hægt að sjá það nú þegar á netinu á http://youtube.com/watch?v=Hr7dcL6mp3U
Hlynur hefur verið að vinna með textamyndirnar síðustu ár og nú er væntanleg bók með öllum myndunum. Á sýningunni í DaLí Gallery þekur ein myndin heilan vegg en tvær aðrar eru í stöflum á gólfinu og geta gestir tekið með sér eintak. Hlynur var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2005 og gefur nú Akureyringum og öðrum sýningargestum myndir sem hægt er að hengja upp í  til dæmis í eldhúsinu eða svefnherberginu. Textinn sem Hlynur spreyjar á vegginn í sýningarrýminu er splunkunýr. Sýningin í DaLí Gallery stendur til 11. október 2007 en þann dag opnar Hlynur sýningu hjá E.ON í München.

Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur sett upp um 50 einkasýningar og tekið þátt í um 70 samsýningum. Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997 og verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2005. Hann hefur fengið 6 mánaða listamannalaun 1997, 2002 og 2003 og tveggja ára starfslaun 2006.
Verk Hlyns eru í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Nýlistasafnsins, Listasafnsins á Akureyri, Listasjóðs Dungals, Listasafns Flugleiða, Samlung Howig í Zürich auk nokkurra einkasafna í Evrópu.
Hlynur vinnur með ljósmyndir, texta, innsetningar, gjörninga, myndbönd, teikningar og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburðir eins og sundferð, gönguferðir eða snjóhúsbygging geta verið efniviður í verkum hans en einnig landmæri, litir, stjórnmál, samskipti fólks og viðhorf okkar.

Hægt er að sjá verk Hlyns á sýningunni "Skyldi´ ég vera þetta sjálfur!" til heiðurs Jónasi Hallgrímssyni í Ketilhúsinu sem lýkur sunnudaginn 23. september og þátttökuspreyverk í verslun Pennans-Eymundson í Hafnarstræti á Akureyri til 31. nóvember.

Hlynur býr ásamt konu og þremur börnum á Akureyri og í Berlín.
Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni www.hallsson.de

bloggsíða: www.hlynur.is
sími: 6594744
netfang: hlynur(hjá)gmx.net

Meðfylgjandi eru tvær myndir úr röðinni MYNDIR -  BILDER - PICTURES og texti eftir Raimar Stange í Berlín sem er einn af textunum sem verða í samnefndri bók.

--
DaLí Gallery
Dagrún Matthíasdóttir s.8957173
Sigurlín M. Grétarsdóttir s.8697872
Brekkugata 9
600 Akureyri
http://daligallery.blogspot.com
dagrunm(hjá)snerpa.is

bush2881

Make words not war!

Raimar Stange fjallar um textaverk Hlyns Hallssonar

Það var á seinni hluta tíunda áratugarins sem Hlynur Hallsson sendi mér póstkort frá ýmsum heimshornum. Þar skrifaði hann á íslensku þótt hann vissi mætavel að ég hef alls engan skilning á því tungumáli, en á þeim tíma var skilningsleysið - það að skilja eitthvað ekki – og fagurfræðileg gæði þess aðalmálið í hinni fagurfræðilegu heildarsýn. Slíkt er jú alveg í anda Jóhanns Heinrich Pestallozi, svissneska menntafrömuðarins.  Pestallozi kom einmitt með þá hugmynd að börn ættu að umgangast framandi tungumál til þess að þeim yrði ljóst að maður getur ekki skilið allt, að skilningur manns er takmarkaður.
En pólitískar aðstæður hafa undið enn meira upp á sig. Hrottaleg nýfrjálshyggja og miskunnarlaus alþjóðahyggja skilja varla eftir nokkurt rými hvorki fyrir næma íhugun um fagurfræði samtímans né heldur (hugmyndafræðilausa) heimssýn. Þýski rithöfundurinn Hermann Hesse orðaði þetta svona: "Drukknandi syngja engar aríur". Á nýju árþúsundi syngur Hlynur Hallsson heldur engar aríur lengur, nýju textaverkin hans eru að vísu oft enn á mörgum tungumálum, en í því fjöltyngi er minni ráðgáta en lífsmáti hans í alþjóðavæddri fjölþjóðahyggju, sem Hlynur tjáir nú í verkum sínum. Auk þess, en þó reyndar fyrst og fremst, eru textaverk Hlyns Hallssonar með auðþekkjanlegu pólitísku, já, ef ekki árásargjörnu innihaldi. Það er ekki tilviljun að þau minna á nafnlaust veggjarkrot, eins og  þetta hér til dæmis:
"BUSH+BLAIR
TERROR+FEAR"
slagorð sem hinn ungi Íslendingur skrifaði á húsveggi Feneyja á meðan Feneyjartvíæringnum 2005 stóð. Og sýningarrýmið í Charlottenborg í Kaupmannahöfn breyttist árið 2004 beinlínis í pólitískan vettvang með orðunum:
"WAR IS TERRORISM WITH A BIGGER BUDGET
FIGHT TERRORISM WITH ALL POWER"
Slagorð gegn nýlendustefnunni sem fylgdi í kjölfar auðvaldsstefnunnar og eins slagorð gegn (Íraks-)stríði eru orðin að lögreglufyrirskipunum sem Sameinuðu þjóðirnar þurfa ekki einu sinni að samþykkja. En Antonio Negri og Michael Hardt benda einmitt á þetta í Empire eða Heimsveldi, áróðursverki sínu gegn alþjóðavæðingunni. Í verkum Hlyns virka slík slagorð egnandi, geta þýtt allt og ekkert. Það er ekkert nema gott um það að segja, því þeim mun spennandi verður myndlistin, einnig þótt slíkt gleymist auðveldlega á tímum nýformalisma í myndlist og innileiksmiðjaðrar málaralistar, svo ekki sé minnst á innprentun mórals og samvisku.


Lesefni fyrir helgina

436920A Verst að missa af göngum í dag en við erum að fara vestur á Stykkishólm að skoða Vatnasafn Roni Horn og Stórvalsmyndirnar hennar. Ég fletti Blaðinu áðan og þessar hugmyndir um miðborg við Geirsnef eru skemmtilegar og einhver Manahattanfílingur í þeim. Trausti Valsson er líka snillingur og Sturla Snorrason hefur greinilega skoðað þróun borgarinnar. Það eru heldur ekki allir sem vilja aka í klukkutíma úr einhverju úthverfi á hverjum degi í vinnuna. Þetta þurfum við að skoða vandlega.

Tillögurnar sem kynntar voru um daginn um uppbyggingu Austurstrætis eru einnig glæsilegar og kominn tími til að sumir átta sig á því að það dugar ekki alltaf að rífa niður það sem er gamalt til að byggja steypuklumpa í staðinn. Það er skemmtileg grein eftir KGA í Mogganum í gær með spurningu handa bæjarstjórn Akureyrar sem verða vonandi til þess að sumir sjái kostina við að bjarga Hafnarstræti 98. Viðtalið við Hólmstein Snædal á N4 er einmitt komið á netið og hægt að horfa á það hér. Svo er greinin hans Árna Þórs í Blaðinu í morgun holl lesning fyrir Sam-fólkið. Sem sagt nóg að lesa.


mbl.is Nýr miðbær gæti losað stíflurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

iPhone lækkar um 33% í BNA

ipod_hero_touch_20070905Apple heldur áfram að vera í fararbroddi með MP3 spilarana (núna tala allir bara um iPod en MP3 er eiginlega dautt). Í gær voru kynntar nýjustu útgáfurnar og þeirra á meðal er iPod touch sem er nauðalíkur iPhone. Við sama tækifæri kynnti Steve Jobs að iPhone lækkaði úr 600 dollurum í 400. Það má líka vænta nýrri og enn betri iPhone á næstu vikum. Minni og flottari iPod nano með stórum skjá var einnig sýndur og fleira og fleira. Þetta dugði samt ekki til að hressa við kauphallargaurana og hlutabréf í Apple féllu í verði. Aldrei hægt að gera þessum náungum til geðs eða þeir eru bara seinir að átta sig. Hugi sonur minn fylgist með þessu öllu í beinni útsendingu í Makkanum sínum og segir mér svo fréttirnar með morgunmatnum af mikilli innlifun.

mbl.is Apple kynnir endurhannaðan iPod
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Háskólinn á Akureyri

Það er gleðiefniHáskólinn á Akureyri skuli vera orðinn 20 ára og ég óska öllum starfsmönnum og nemendum til hamingju með það. Skólinn hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og þrátt fyrir fjársvelti og skilningsleysi hjá ríkisstjórnum hefur tekist að efla skólann og enn er fólk stórhuga þar á bæ. Það væri hægt að fara mörgum orðum um gildi skólans fyrir Akureyri, Eyjafjarðarsvæðið og landið allt en ég ætla að sleppa því núna. Nenni ekki að skrifa einhverja lofrullu eins og stjórnmálamenn halda gjarnan á tyllidögum en standa svo ekki við neitt þegar kemur að því að standa við stóru orðin.

En það eru einnig ánægjulegar fréttir af framvindu mála með Hafnarstræti 98 (Hótel Akureyri) því í gær var ítarlegt viðtal við Hólmstein Snædal húsasmið og Vigni Þormóðsson eiganda hússins á N4. Viðtalið er enn ekki komið á netið en ætti að koma hér hið fyrsta. Hólmsteinn fer yfir merka sögu hússins og skoðar það í krók og kima ásamt Dagmar dagskrárgerðarkonu. Hann segir að húsið sé í mun betra standi en fullyrt hafi verið og að þetta sé hið besta hús. Hólsteinn veit hvað hann syngur og hefur sennilega bestu þekkingu á endurbyggingu gamalla húsa á Akureyri og þó víðar væri leitað. Vignir segir svo að það sé sér ekkert kappsmál að rífa húsið þó að það standi til innan örfárra vikna. Hann sé alveg til í að selja húsið einhverjum sem vill gera það upp. Þetta eru góðar fréttir og bjartsýni mín á að hægt verði að bjarga húsinu hefur tekið kipp enda er vilji allt sem þarf. Þá er bara að finna stórhuga fólk sem er til í að ráðast í verkið og ég hef ákveðið fólk í huga sem vonandi slær til!

Og aftur á Háskólanum því nemendur í fjölmiðlafræði halda úti ágætis fréttavef, Landpóstinum og þar er einmitt könnun í gangi um hvort fólk vilji láta rífa húsið. Síðast þegar ég skoðaði var mikill meirihluti sem sagði NEI ég vil ekki láta rífa það. Það er þvert á niðurrifsumræðuna sem sumir háværi halda uppi. Það er ánægjulegt að fólk getur séð verðmæti í því sem gamalt og gott er og nú er bara að þrýsta á um að viðhalda, endurbyggja og nýta.


mbl.is HA gerir samstarfssamning við BioPol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurbyggjum Hótel Akureyri

436647A Það er ekkert mál að endurbyggja Hótel Akureyri og rökin að það hafi staðið ónotað lengi duga ekki. Þeir sem best þekkja segja að vel megi endurbyggja húsið jafn glæsilega og París og Hamborg sem var ekki í góðu ásigkomulagi fyrir nokkrum árum en glansar nú sem perla.  "Bögglageymslan" hafði staðið ónýtt og í niðurníðslu í 30 ár en var gerð glæsilega upp og hýsir nú fallegan veitingastað Friðriks V. Það eru því engin rök að segja að húsið líti illa út í dag. Ég benti þessum niðurrifsmönnum á það fyrir tveimur árum að það væri mun betra að endurbyggja húsið og innrétta íbúðir á efri hæðunum og versalnir á jarðhæðinni eins og verið hefur. Svörin sem ég fékk voru að það væri ekki eins hagkvæmt og að rífa niður, byggja nýtt, miklu stærra steinhús sem fyllir út í byggingareitinn og bæta nokkrum hæðum ofan á! Auðvitað er það ekki eins hægkvæmt en einhver hámarksnýting er bara ekki alltaf það sem skiptir mestu máli. Hótel Akureyri er hluti af fallegri húsaröð eins og sést á mynd Skapta Hallgrímssonar, sem verður eyðilögð ef húsið verður rifið. Á öllum tillögunum sem fengu verðlaun í samkeppninni góðu "Akureyri í öndvegi" stendur húsið enda getur það orðið bæjarprýði á ný. Það er ekki of seint að forða stórslysi en þá verður að bregðast skjótt við. Hér er grein sem ég skrifaði í vor um endurbyggingu hússins. Nú fer ég og næ í Moggann og les um málið.
mbl.is Bíða eftir að Hótel Akureyri verði rifið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Vinstri græn

183395A Það er frábært að fá jafn öfluga konu og Lilju sem framkvæmdastýru þingflokks Vinstri grænna. Til hamingju Lilja og til hamingju Vinstri græn. Svo nota ég bara tækifærið og óska Kristínu Ástgeirsdóttur til hamingju með að taka við starfi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu og ég óska öllum jafnréttissinnum til hamingju með frábæra konu í það mikilvæga starf. Viðtalið við Kristínu í Fréttablaðinu um helgina segir okkur að nú verði tekið til hendinni og jafnréttisfræðsla í skólum er gott mál. Velkomin norður Kristín!
mbl.is Guðfríður Lilja framkvæmdarstýra þingflokks VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atlantsolía klikkar líka, allir að hjóla

atlantsolia_logoÉg var að vonast til að Atlantsolía myndi ekki sigla í kjölfar hinna stóru olíufélaganna og hækka bensínið, en það stóð nú ekki lengi. Svar okkar er auðvitað að hjóla meira, ganga eða taka strætó. Þeir sem endilega verða að fara með bíl geta svo sameinast um ferðir t.d. í vinnuna og í skólann. Hvernig væri að gera eitthvað í málunum?
mbl.is Atlantsolía hækkar einnig eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband