Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Menntasmiðjunni úthýst

46656c9813b91Sjálfstæðisflokkur og Samfylking segja að það sé engin einkavæðingarstefna í gangi en samt er allt á fullu í einkavæðingu í félagslega geiranum og einnig í heilbrigðismálum. Sennilega er þetta "stefnulaus" einkavæðing en hún er komin með allskonar dulnefni eins og "úthýsing", "einkarekstur" og "sjálfstæður rekstur". 

Í fréttum í gær var sagt frá því að það á að "bjóða út" rekstur á heilli sjúkradeild á Landspítalanum. Þetta er einkavæðing. Og nú er það Menntasmiðjan hér á Akureyri sem er á úthýsingarlistanum. Það hefur verið unnið frábært starf með Menntasmiðju kvenna og einnig Menntasmiðju unga fólksins en það er ekki nóg finnst meirihluta íhalds og Samfó hér í bæjarstjórn. Einn fulltrúi meirihlutans sagði í umræðum um málið að það þyrfti að fjölga úrræðum fyrir ungt fólk sem hefði dottið úr námi og vinnu. Þetta er hárrétt, en er þá ekki einkennilegt að ætla að fækka þeim?

Fyrir réttri viku skrifaði ég um niðurskurð bæjarins á fyrirfram ákveðnu uppbyggingarfjármagni til Siglingaklúbbsins Nökkva. Þar sá bærinn að sér og samdi um málið eftir að það var komið í fjölmiðla. Vonandi sér meirihlutinn í bæjarstjórn einnig að sér í þessu máli og eflir starfsemi Menntasmiðjunnar í stað þess að úthýsa henni.


mbl.is Menntasmiðjan slegin af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mislæg mistök

Það er einkennilegt að hinn "umhverfisverndarsinnaði" borgarstjóri sé nú að dusta svifrykið af einhverjum tillögum um "mislæg" gatnamót á þessu horni í höfuðborginni. Vandamálið er að það eru of margir bílar á götunum. Í öllum borgum í Evrópu er það hagstæðara að taka strætó eða metró (neðanjarðarlestir) en bílinn á álagstímum og þannig ætti það einnig að vera í Reykjavík. Sem sagt forgang fyrir strætó og fólk mun flykkjast í hann því þá verður fólk fljótara í förum en að sitja í umferðarteppu. Eða viljum við enda í einhverri amerískri bílaborg með mislægum gatnamótum á sjö hæðum?

Ég styð íbúasamtökin heilshugar og óskandi væri að borgarstjórinn gerði það líka.


mbl.is Vilja umferðarmengunina í göng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ung vinstri græn á Akureyri

D4430BF7EDA0

Á laugardaginn halda Ung Vinstri Græn stjórnmálaskóla fyrir ungt fólk á Akureyri og nágrenni. Sérstakt erindi heldur Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Allir eru velkomnir.

Tími: 11-15, laugardaginn 1. mars.

Staður: Hótel KEA

Dagskrá:
Saga og stofnun VG: Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG
Hádegishlé frá 12 til 13 með pítsum í boði UVG fyrir svanga fundarmenn
Stefna VG og UVG: Finnur Dellsén og Huginn Freyr Þorsteinsson
Fundir og mótmæli: Auður Lilja Erlingsdóttir og Þórhildur Halla Jónsdóttir
Ungt fólk í pólitík: Birna Pétursdóttir og Jan Eric Jessen


Jón Laxdal Halldórsson opnar sýninguna “Úr formsmiðju” á Karólínu Restaurant

jón.laxdal

Jón Laxdal Halldórsson

Úr formsmiðju

01.03.2008 - 05.09.2008     

Velkomin á opnun laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14
 

Karólína Restaurant // www.karolina.is 

Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755 

 

ÚR FORMSMIÐJU

Laugardaginn 1ta mars kl.14.00 verður skipt um myndir á Karólínu Restaurant. Í stað mynda Brynhildar Kristinsdóttur hengir Jón Laxdal Halldórsson upp nokkur klippþrykk eða þrykkklipp frá árinu 1992 þegar formsmiðja hans var hvað afkastamest.
Á skörinni hanga svo þrjár ögn stærri gamaldags klippimyndir sem eru frumgerðir formanna niðri. Auk þess verða, gestum til gamans og umþenkingingar, borin fram nokkur spakmæla og teiknimyndatrog alveg ný á nálinni.

Allir hjartanlega velkomnir

Sýningin á Karólínu Restaurant stendur í sex mánuði eða til 5. september 2008.

Laugardaginn 1. mars  klukkan 14 opnar einnig sýning Unnar Óttarsdóttur á Café Karólínu.

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson 


Eitthvað að rofa til í BNA

453355AÞað er greinilega smá von um að æðstu menn í BNA séu að átta sig á loftslagsmálunum. Tilbúnir í bindandi markmið og hvað eina. Það er full ástæða til að fagna þessari stefnubreytingu. En ástæðan er auðvitað ekki langt undan eins og segir í fréttinni: "Fréttaskýrendur telja ljóst að ríkisstjórn George W. Bush vilji að öflug þróunarríki á borð við Kína, Indland og Brasilía skrifi undir einhverskonar bindandi samkomulag."

Gott að BNA ætlar ekki að vera síðasta landið sem viðurkennir að það stefnir í óefni hvað varðar mengun andrúmsloftsins.


mbl.is Bindandi markmið samþykkt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

No Country For Old Men er ansi góð

Maður hefur í gegnum tíðina ekki alltaf verið sammála þessari Kvikmyndaakademíu en það er greinilega eitthvað að birta til (annaðhvort hjá mér eða akademíugenginu:)

Það er líka einhver Evrópustemning í Hollywood þessi misserin. En ég mæli eindregið með því að fólk skelli sér á No Country For Old Men ef fólk er ekki búið að sjá hana. Það voru sex í bíó þegar ég fór í síðustu viku!

Þessi setning úr frétt mbl.is finnst mér samt best: "Efhan og Joel Coen þökkuðu bandaríska kvikmyndaiðnaðinum fyrir að leyfa sér að ,,leika sér í sínu horni í sandkassanum" en Bardem, sem er nýgræðingur í Hollywood þrátt fyrir að eiga að baki farsælan feril á Spáni, þakkaði bræðrunum fyrir að vera nógu brjálaðir til að veita sér hlutverkið."

Talandi um brjálæði. 


mbl.is Coen bræður sigursælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unnur Óttarsdóttir opnar sýninguna "Póstkona", á Café Karólínu, laugardaginn 1. mars 2008, kl. 14

Unnur Óttarsdóttir

Póstkona

01.03.08 - 04.04.08 

Velkomin á opnun laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14 

Café Karólína // www.karolina.is

Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---

Laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14 opnar Unnur Óttarsdóttir sýninguna "Póstkona", á Café Karólínu á Akureyri.


Unnur Guðrún Óttarsdóttir útskrifaðist frá Myndlistarskólanum á Akureyri 2007. Hún er meðlimur í Grálistahópnum. Unnur hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum en þetta er önnur einkasýning hennar.

Póstur og póstmódernismi koma við sögu á sýningunni „Póstkona”. Í póstmódernismanum er oft vitnað í eldri verk og þau sett í nýtt samhengi. Hið gamla og hið nýja mætist og kallast á þar sem sígildum verkum og nýjum er skeytt saman. Voru konurnar sem sátu fyrir hjá klassískum listmálurum fyrir nokkur hundruð árum e.t.v. sáttari við líkama sinn en við nútímakonurnar sem margar viljum vera svo grannar að við næstum hverfum?

Verkin á sýningunni voru send með pósti sem er ein leið til að senda skilaboð á milli manna. Nú á tímum hefur veraldarvefurinn opnað ótal leiðir til samskipta. Hvaða áhrif hefur netið á tengsl okkar hvert við annað og eigin líkama? Ein samskiptaleiðin á netinu er bloggið.
Hluti af sýningunni er bloggsíðan www.unnurottarsdottir.blogspot.com þar sem tækifæri gefst til að sjá sýnishorn af sýningunni. Einnig eru öllum frjáls tjáskipti þar með bloggi um sýninguna, sjálfsmynd nútímakonunnar, konulíkamann, list í nútíð og fortíð og tilveruna almennt.
 

Nánari upplýsingar veitir Unnur í ugo(hjá)mmedia.is
 

Sýningin á Café Karólínu stendur til 4. apríl, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 1. mars, klukkan 14.  

Á sama tíma opnar Jón Laxdal nýja sýningu á Karólínu Restaurant.

Næstu sýningar á Café Karólínu: 

05.04.08-02.05.08    Guðmundur R Lúðvíksson

03.05.08-13.06.08    Kjartan Sigtryggsson

14.06.08-04.07.08    Arnar Ómarsson

05.07.08-01.08.08    Vilhelm Jónsson

02.08.08-05.09.08    Margeir Sigurðsson

06.09.08-03.10.08    Sigurlín M. Grétarsdóttir

04.10.08-31.10.08    Ingunn St. Svavarsdóttir Yst

01.11.08-05.12.08    Þorsteinn Gíslason

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Dálítið stoltur

Ég verð að viðurkenna það að ég meira en dálítið stoltur yfir því að Brynjar Gunnarsson bróðursonur minn fékk verðlaun Blaðaljósmyndarafélags Íslands fyrir bestu myndröð ársins, sem nefnist  66°12´97”N og fjallar um daglegt líf Pólverja í fiskiþorpi úti á landi, nánar tiltekið Suðureyri við Súgandafjörð. Billi er í ljósmyndanámi í London og hefur unnið fyrir nokkur dagblöð hér á landi síðustu ár.

Þessi myndröð er ótrúlega flott og næm. Hluti af henni birtist í 24 Stundum 8. desember 2007.

"Um myndröðina segir, að í mörgum íslenskum sjávarþorpum séu innflytjendur næstum helmingur íbúanna og oft meirihluti vinnufærs fólks. Flestir innflytjendanna séu Pólverjar sem setjast að í þorpunum vegna þess að húsnæði þar er ódýrt og vegna þess að þeir bera umtalsvert meira úr býtum en í heimalandinu.

Anna kom til Íslands 6. mars 1998 og Jarek í september sama ár. Í Póllandi lærði Anna viðskiptafræði en Jarek er úr sveit. Þau kynntust á Suðureyri. Anna er í fæðingarorlofi og hugsar um soninn Piotr. Þar sem Jarek vinnur við beitingar og hefur sveigjanlegan vinnutíma á hann auðvelt með að vera heima og gæta sonarins á meðan Anna sinnir erindum. Fyrir eiga þau soninn Pawel sem er í leikskóla. Annað foreldri að minnsta kosti helmings barnanna á leikskólanum er af erlendum uppruna.

Dómnefnd segir, að myndröðin sé verðug heimild í yfirstandandi skráningu lífs í íslenskum þorpum á 21. öld. Vonandi að fréttablöð og tímarit á Íslandi veiti sögum sem þessari stuðning."

Það er góð tilfinning að vera stoltur frændi. 

Hér er heimasíða Brynjars: Billi.is

og hér er Flickr-síðan hans

og hér er svo bloggsíða hans og Hlínar, sem er í framhaldsnámi í arkitektúr í London. 


mbl.is „Sláandi fyndin pólitísk mynd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Kannaðist ekki við málið"

d-listi

Það er eins og fulltrúar Sjálftökuflokksins séu hættir að tala saman. Þeir kannast að minnsta kosti ekki við neitt. Það er kannski best þannig. Hjá þeim sem "lendir bara í hlutunum" og "axlar svo ábyrgð".


mbl.is Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkur ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær ræða Katrínar Jakobsdóttur

%7B97da9ac9-e2c7-4468-be0c-a1e64bb47bea%7D_kata1Auðvitað á ísland að vera frjálst, óháð og fullvalda ríki og utan hernaðarbandalaga. Við höfðum ekkert með herinn að gera og það kom best í ljós þegar hann yfirgaf landið að við vorum ekki "varnarlaus" fyrir vikið. Þessi fundur í dag var góður, fín stemning og kraftur í Vinstrihreyfingunni grænu framboði. 

Í fyrramálið kemur Turid Leirvoll, framkvæmdastýra Socialistisk Folkeparti í Danmörku og segir frá kosningabaráttu dönsku félaga okkar. Danir gengu að kjörborði 13. nóvember síðastliðinn en þá tvöfaldaði SF fylgi sitt og var ótvíræður sigurvegari kosninganna. Flokkinum tókst einkar vel að ná til ungs fólks og kom áherslum sínum vel til skila í snarpri kosningabaráttu. Allir eru velkomnir á Hótel Loftleiði klukkan 10:30. Greta Björg Úlfsdóttir bloggvinkona mín bendir einnig á jákvætt framlag ungliðahreyfingar SF til málanna sem valdið hafa ólgu í dönsku samfélagi að undanförnu. Ég mæli með því að þið lesið um málið hér.

Svo er hægt að lesa frábæra upphafsræðu Katrínar Jakobsdóttur varaformanns á vg.is en hún sagði meðal annars:

"Það hefur sýnt sig þau níu ár sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur starfað að hugmyndalega endurnýjunin hefst hér. Aðeins hér hugsa menn gagnrýnið um það samfélag sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið hér á og héðan koma breytingarnar: græn hugsun, róttækur femínismi, sjálfstæð friðarstefna og gagnrýni á alræðis-kapítalismann og kreddur hans. Oft hefur það verið svo að við ein höfum þorað þegar á reynir og við höfum yfir mörgu að gleðjast. Margar hugmyndir okkar eru komnar á dagskrá, eru orðnar viðurkenndar sannleikur. Það á að blása okkur kapp í brjóst til að halda áfram og vera áfram framsækið og djarft forystuafl í íslenskum stjórnmálum."


mbl.is Síðasta skrefið að fullri inngöngu Íslands í NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.