Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
29.2.2008 | 08:59
Menntasmiðjunni úthýst
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking segja að það sé engin einkavæðingarstefna í gangi en samt er allt á fullu í einkavæðingu í félagslega geiranum og einnig í heilbrigðismálum. Sennilega er þetta "stefnulaus" einkavæðing en hún er komin með allskonar dulnefni eins og "úthýsing", "einkarekstur" og "sjálfstæður rekstur".
Í fréttum í gær var sagt frá því að það á að "bjóða út" rekstur á heilli sjúkradeild á Landspítalanum. Þetta er einkavæðing. Og nú er það Menntasmiðjan hér á Akureyri sem er á úthýsingarlistanum. Það hefur verið unnið frábært starf með Menntasmiðju kvenna og einnig Menntasmiðju unga fólksins en það er ekki nóg finnst meirihluta íhalds og Samfó hér í bæjarstjórn. Einn fulltrúi meirihlutans sagði í umræðum um málið að það þyrfti að fjölga úrræðum fyrir ungt fólk sem hefði dottið úr námi og vinnu. Þetta er hárrétt, en er þá ekki einkennilegt að ætla að fækka þeim?
Fyrir réttri viku skrifaði ég um niðurskurð bæjarins á fyrirfram ákveðnu uppbyggingarfjármagni til Siglingaklúbbsins Nökkva. Þar sá bærinn að sér og samdi um málið eftir að það var komið í fjölmiðla. Vonandi sér meirihlutinn í bæjarstjórn einnig að sér í þessu máli og eflir starfsemi Menntasmiðjunnar í stað þess að úthýsa henni.
Menntasmiðjan slegin af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.2.2008 | 14:21
Mislæg mistök
Það er einkennilegt að hinn "umhverfisverndarsinnaði" borgarstjóri sé nú að dusta svifrykið af einhverjum tillögum um "mislæg" gatnamót á þessu horni í höfuðborginni. Vandamálið er að það eru of margir bílar á götunum. Í öllum borgum í Evrópu er það hagstæðara að taka strætó eða metró (neðanjarðarlestir) en bílinn á álagstímum og þannig ætti það einnig að vera í Reykjavík. Sem sagt forgang fyrir strætó og fólk mun flykkjast í hann því þá verður fólk fljótara í förum en að sitja í umferðarteppu. Eða viljum við enda í einhverri amerískri bílaborg með mislægum gatnamótum á sjö hæðum?
Ég styð íbúasamtökin heilshugar og óskandi væri að borgarstjórinn gerði það líka.
Vilja umferðarmengunina í göng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
27.2.2008 | 12:32
Ung vinstri græn á Akureyri
Á laugardaginn halda Ung Vinstri Græn stjórnmálaskóla fyrir ungt fólk á Akureyri og nágrenni. Sérstakt erindi heldur Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Allir eru velkomnir.
Tími: 11-15, laugardaginn 1. mars.
Staður: Hótel KEA
Dagskrá:
Saga og stofnun VG: Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG
Hádegishlé frá 12 til 13 með pítsum í boði UVG fyrir svanga fundarmenn
Stefna VG og UVG: Finnur Dellsén og Huginn Freyr Þorsteinsson
Fundir og mótmæli: Auður Lilja Erlingsdóttir og Þórhildur Halla Jónsdóttir
Ungt fólk í pólitík: Birna Pétursdóttir og Jan Eric Jessen
Jón Laxdal Halldórsson
Úr formsmiðju
01.03.2008 - 05.09.2008
Velkomin á opnun laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14
Karólína Restaurant // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
ÚR FORMSMIÐJU
Laugardaginn 1ta mars kl.14.00 verður skipt um myndir á Karólínu Restaurant. Í stað mynda Brynhildar Kristinsdóttur hengir Jón Laxdal Halldórsson upp nokkur klippþrykk eða þrykkklipp frá árinu 1992 þegar formsmiðja hans var hvað afkastamest.
Á skörinni hanga svo þrjár ögn stærri gamaldags klippimyndir sem eru frumgerðir formanna niðri. Auk þess verða, gestum til gamans og umþenkingingar, borin fram nokkur spakmæla og teiknimyndatrog alveg ný á nálinni.
Allir hjartanlega velkomnir
Sýningin á Karólínu Restaurant stendur í sex mánuði eða til 5. september 2008.
Laugardaginn 1. mars klukkan 14 opnar einnig sýning Unnar Óttarsdóttur á Café Karólínu.
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
26.2.2008 | 00:33
Eitthvað að rofa til í BNA
Það er greinilega smá von um að æðstu menn í BNA séu að átta sig á loftslagsmálunum. Tilbúnir í bindandi markmið og hvað eina. Það er full ástæða til að fagna þessari stefnubreytingu. En ástæðan er auðvitað ekki langt undan eins og segir í fréttinni: "Fréttaskýrendur telja ljóst að ríkisstjórn George W. Bush vilji að öflug þróunarríki á borð við Kína, Indland og Brasilía skrifi undir einhverskonar bindandi samkomulag."
Gott að BNA ætlar ekki að vera síðasta landið sem viðurkennir að það stefnir í óefni hvað varðar mengun andrúmsloftsins.
Bindandi markmið samþykkt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2008 | 09:44
No Country For Old Men er ansi góð
Maður hefur í gegnum tíðina ekki alltaf verið sammála þessari Kvikmyndaakademíu en það er greinilega eitthvað að birta til (annaðhvort hjá mér eða akademíugenginu:)
Það er líka einhver Evrópustemning í Hollywood þessi misserin. En ég mæli eindregið með því að fólk skelli sér á No Country For Old Men ef fólk er ekki búið að sjá hana. Það voru sex í bíó þegar ég fór í síðustu viku!
Þessi setning úr frétt mbl.is finnst mér samt best: "Efhan og Joel Coen þökkuðu bandaríska kvikmyndaiðnaðinum fyrir að leyfa sér að ,,leika sér í sínu horni í sandkassanum" en Bardem, sem er nýgræðingur í Hollywood þrátt fyrir að eiga að baki farsælan feril á Spáni, þakkaði bræðrunum fyrir að vera nógu brjálaðir til að veita sér hlutverkið."
Talandi um brjálæði.
Coen bræður sigursælir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2008 | 00:12
Unnur Óttarsdóttir opnar sýninguna "Póstkona", á Café Karólínu, laugardaginn 1. mars 2008, kl. 14
Unnur Óttarsdóttir
Póstkona
01.03.08 - 04.04.08
Velkomin á opnun laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14
Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14 opnar Unnur Óttarsdóttir sýninguna "Póstkona", á Café Karólínu á Akureyri.
Unnur Guðrún Óttarsdóttir útskrifaðist frá Myndlistarskólanum á Akureyri 2007. Hún er meðlimur í Grálistahópnum. Unnur hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum en þetta er önnur einkasýning hennar.
Póstur og póstmódernismi koma við sögu á sýningunni Póstkona. Í póstmódernismanum er oft vitnað í eldri verk og þau sett í nýtt samhengi. Hið gamla og hið nýja mætist og kallast á þar sem sígildum verkum og nýjum er skeytt saman. Voru konurnar sem sátu fyrir hjá klassískum listmálurum fyrir nokkur hundruð árum e.t.v. sáttari við líkama sinn en við nútímakonurnar sem margar viljum vera svo grannar að við næstum hverfum?
Verkin á sýningunni voru send með pósti sem er ein leið til að senda skilaboð á milli manna. Nú á tímum hefur veraldarvefurinn opnað ótal leiðir til samskipta. Hvaða áhrif hefur netið á tengsl okkar hvert við annað og eigin líkama? Ein samskiptaleiðin á netinu er bloggið.
Hluti af sýningunni er bloggsíðan www.unnurottarsdottir.blogspot.com þar sem tækifæri gefst til að sjá sýnishorn af sýningunni. Einnig eru öllum frjáls tjáskipti þar með bloggi um sýninguna, sjálfsmynd nútímakonunnar, konulíkamann, list í nútíð og fortíð og tilveruna almennt.
Nánari upplýsingar veitir Unnur í ugo(hjá)mmedia.is
Sýningin á Café Karólínu stendur til 4. apríl, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 1. mars, klukkan 14.
Á sama tíma opnar Jón Laxdal nýja sýningu á Karólínu Restaurant.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
05.04.08-02.05.08 Guðmundur R Lúðvíksson
03.05.08-13.06.08 Kjartan Sigtryggsson
14.06.08-04.07.08 Arnar Ómarsson
05.07.08-01.08.08 Vilhelm Jónsson
02.08.08-05.09.08 Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08 Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08-31.10.08 Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08-05.12.08 Þorsteinn Gíslason
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 01:35
Dálítið stoltur
Ég verð að viðurkenna það að ég meira en dálítið stoltur yfir því að Brynjar Gunnarsson bróðursonur minn fékk verðlaun Blaðaljósmyndarafélags Íslands fyrir bestu myndröð ársins, sem nefnist 66°12´97N og fjallar um daglegt líf Pólverja í fiskiþorpi úti á landi, nánar tiltekið Suðureyri við Súgandafjörð. Billi er í ljósmyndanámi í London og hefur unnið fyrir nokkur dagblöð hér á landi síðustu ár.
Þessi myndröð er ótrúlega flott og næm. Hluti af henni birtist í 24 Stundum 8. desember 2007.
"Um myndröðina segir, að í mörgum íslenskum sjávarþorpum séu innflytjendur næstum helmingur íbúanna og oft meirihluti vinnufærs fólks. Flestir innflytjendanna séu Pólverjar sem setjast að í þorpunum vegna þess að húsnæði þar er ódýrt og vegna þess að þeir bera umtalsvert meira úr býtum en í heimalandinu.
Anna kom til Íslands 6. mars 1998 og Jarek í september sama ár. Í Póllandi lærði Anna viðskiptafræði en Jarek er úr sveit. Þau kynntust á Suðureyri. Anna er í fæðingarorlofi og hugsar um soninn Piotr. Þar sem Jarek vinnur við beitingar og hefur sveigjanlegan vinnutíma á hann auðvelt með að vera heima og gæta sonarins á meðan Anna sinnir erindum. Fyrir eiga þau soninn Pawel sem er í leikskóla. Annað foreldri að minnsta kosti helmings barnanna á leikskólanum er af erlendum uppruna.
Dómnefnd segir, að myndröðin sé verðug heimild í yfirstandandi skráningu lífs í íslenskum þorpum á 21. öld. Vonandi að fréttablöð og tímarit á Íslandi veiti sögum sem þessari stuðning."
Það er góð tilfinning að vera stoltur frændi.
Hér er heimasíða Brynjars: Billi.is
og hér er Flickr-síðan hans
og hér er svo bloggsíða hans og Hlínar, sem er í framhaldsnámi í arkitektúr í London.
Sláandi fyndin pólitísk mynd" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.2.2008 | 09:17
"Kannaðist ekki við málið"
Það er eins og fulltrúar Sjálftökuflokksins séu hættir að tala saman. Þeir kannast að minnsta kosti ekki við neitt. Það er kannski best þannig. Hjá þeim sem "lendir bara í hlutunum" og "axlar svo ábyrgð".
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkur ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2008 | 01:19
Frábær ræða Katrínar Jakobsdóttur
Auðvitað á ísland að vera frjálst, óháð og fullvalda ríki og utan hernaðarbandalaga. Við höfðum ekkert með herinn að gera og það kom best í ljós þegar hann yfirgaf landið að við vorum ekki "varnarlaus" fyrir vikið. Þessi fundur í dag var góður, fín stemning og kraftur í Vinstrihreyfingunni grænu framboði.
Í fyrramálið kemur Turid Leirvoll, framkvæmdastýra Socialistisk Folkeparti í Danmörku og segir frá kosningabaráttu dönsku félaga okkar. Danir gengu að kjörborði 13. nóvember síðastliðinn en þá tvöfaldaði SF fylgi sitt og var ótvíræður sigurvegari kosninganna. Flokkinum tókst einkar vel að ná til ungs fólks og kom áherslum sínum vel til skila í snarpri kosningabaráttu. Allir eru velkomnir á Hótel Loftleiði klukkan 10:30. Greta Björg Úlfsdóttir bloggvinkona mín bendir einnig á jákvætt framlag ungliðahreyfingar SF til málanna sem valdið hafa ólgu í dönsku samfélagi að undanförnu. Ég mæli með því að þið lesið um málið hér.
Svo er hægt að lesa frábæra upphafsræðu Katrínar Jakobsdóttur varaformanns á vg.is en hún sagði meðal annars:
"Það hefur sýnt sig þau níu ár sem Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur starfað að hugmyndalega endurnýjunin hefst hér. Aðeins hér hugsa menn gagnrýnið um það samfélag sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið hér á og héðan koma breytingarnar: græn hugsun, róttækur femínismi, sjálfstæð friðarstefna og gagnrýni á alræðis-kapítalismann og kreddur hans. Oft hefur það verið svo að við ein höfum þorað þegar á reynir og við höfum yfir mörgu að gleðjast. Margar hugmyndir okkar eru komnar á dagskrá, eru orðnar viðurkenndar sannleikur. Það á að blása okkur kapp í brjóst til að halda áfram og vera áfram framsækið og djarft forystuafl í íslenskum stjórnmálum."
Síðasta skrefið að fullri inngöngu Íslands í NATO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 379808
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Skutu pilt fyrir sveðjuatlögu
- Tilfinningaþrungin stund: Hafa endurheimt lífið
- Biden náðar fyrir fram
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands
- Bindur vonir við að koma syni sínum aftur heim
- Átta látnir eftir eldsvoða á hjúkrunarheimli
- Trump sver embættiseið í dag
- Létust vera fjórtán ára
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?