20.2.2008 | 00:48
Hraðlest til Keflavíkur, já takk
Tillaga Árna Þórs Sigurðssonar og þingmanna úr öllum flokkum er löngu tímabær. Það er kominn tími á almennilegar almenningssamgöngur frá alþjóðaflugvellinum í Keflavík til Reykjavíkur. Á Stöð 2 var ótrúlega hlutdræg og neikvæð "frétt" um málið. En það má ekki láta úrtöluliðið ráða för. Við erum komin inn í 21. öldina og það er sjálfgefið að nota innlenda orkugjafa, rafmagnið, til að knýja samgöngutæki framtíðarinnar.
Léttlestarkerfi í Reykjavík ekki ósvipað hinu frábæra METRO í Kaupmannahöfn er einnig eitthvað sem skoða ber vandlega og með opnum huga. Nemendur í Háskóla Íslands gerðu athugun á hagkvæmni lestar milli Reykjavikur og Keflavíkur og niðurstaðan var að það margborgaði sig. Árni Þór á heiður skilinn fyrir að fá þingmenn úr öllum flokkum með sér á þetta þarfa mál.
(Myndin er af Metrolest í Portúgal)
![]() |
Vilja láta skoða hagkvæmi lestarsamgangna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
19.2.2008 | 12:22
Til hamingju Mosó
Það eru afar ánægjuleg tíðindi að nýr framhaldsskóli verði loksins byggður í Mosfellsbæ. Tillaga um þetta hefur verið lögð fram af þingmönnum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á undanförnum þingum og mig minnir að Jón Bjarnason hafi verið þar fremstur í flokki. Ég er viss um að Kalli Tomm fagnar með því að taka eitt trommusóló! Mosi bloggfélagi minn fagnar einnig þessum áfanga. Til hamingju öll.
(Myndin er fengin að láni af vef Sigurrósar)
![]() |
Framhaldsskóli í Mosfellsbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2008 | 00:43
Stjórnin fallin - fundur í Ráðhúsinu
Það eru afar ánægjuleg tíðindi ef rétt og satt reynist að stjórnin sé fallin, þessi herstjórn í Pakistan.
Og svo er boðað til blaðamannafundar í Ráðhúsinu á morgun af annarri stjórn sem lafir enn. Það getur að vísu vel verið að fundurinn verði færður á síðustu stundu upp í Valhöll því þar eru menn að æfa sig í að taka á móti gestum, blaðamönnum og hafa nóg af auðum stólum og neyðarútgöngum og svona. Láta alla bíða hæfilega lengi til að auka spennuna.
En af hverju bara þriggja ára áætlun? Gáfust fimm ára áætlanir illa? Hvað með þriggja daga áætlun? Eða tveggja ára og þriggja mánaða?
Einn stærsti galli íslenskra stjórnmálamanna er að þeir virðast ekki geta horft lengra fram í tímann en 4 ár. En það er greinilega verið að stytta það niður í 3 ár af borgarstjórnarhlutanum. Vonandi verður bein útsending.
Svo bíður maður einnig spenntur eftir úrslitunum frá Pakistan.
![]() |
Pakistanska stjórnin fallin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.2.2008 | 00:37
Var verið að hugsa um að hækka persónuafsláttinn um 500 kall?
Mér finnst þetta nú heldur aumt hjá þessar slöppu ríkisstjórn. Persónuafslátturinn á að hækka um heilar 2.000 krónur, já og ekki fyrr en 2009! Og svo aftur um 2.000 árið 2010 og síðan heilar 3.000 árið 2011. Þetta telst nú varla ofrausn. Minna má það nú ekki vera. Hvert var planið ef þetta er meira en gert var ráð fyrir. 500 kall árið 2020?
Maður ætti kannski að fagna því með miklum húrrahrópum að persónuafslátturinn verði hækkaður yfirleitt? Ég veit það ekki. Það getur verið að ég sé óhóflega bjartsýnn maður að eðlisfari, því ég átti von á einhverri almennilegri hækkun á persónuafslættinum. Svona 20.000 núna og annað eins á næsta ári. Hið "gífurlega tap" ríkissjóðs hefði mátt brúa með því að hækka hinn "voða háa" fjármagnstekjuskatt um tvö prósentustig í 12% semsagt en sleppa honum alveg fyrir þá sem eru bara með smotterí í fjármagnstekjur, segjum af innistæðum uppá 5 millur. Þá hefði verið ástæða til að fagna en þetta er eitthvert það aumasta útspil frá Samfó og íhaldi sem hægt er að hugsa sér.
Sorrý, þið getið kallað mig frekju en mér finnst þessi 18.000 kall hækkun á laun og svo 2.000 króna hækkun á persónuafslætti engin ofrausn. Ansi skítt væri nær lagi.
![]() |
Persónuafsláttur hækkaður meira en gert var ráð fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
17.2.2008 | 11:20
Nýtt sjálfstætt ríki í Evrópu
Maður hefur ekki alveg tölu á því hvað gamla Júgóslavía er orðin að mörgum sjálfstæðum löndum. Eru þau sex eða sjö með Kosovo? Ég fór með rútu frá Þýskalandi til Króatíu árið 1995 og þá var búið að hrófla upp í hvelli landamærastöðvum á milli Slóveníu og Króatíu. Sundurskotin hús stóðu enn meðfram veginum og Zagreb var enn stórskemmd. Dubrovnik var hinsvegar endurbyggð að mestu en þar var allt fullt af amerísku hermönnum í fullum herklæðum í fríi!
Vonandi standa menn við það að ekki verði farið í enn eitt stríðið út af þessum landamærum og að réttur íbúanna verði virtur, bæði serbneska minnihlutans og albanska meirihlutans.
![]() |
Dansað á götum Pristina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2008 | 00:24
Er verið að ala á útlendingahatri í Danmörku?
Það verður að teljast afar hæpið að endurbirting þessara skopmynda af Múhameð gamla sé ástæðan fyrir íkveikjum og skemmdarverkum í Köben. En af hverju halda danskir og íslenskir fjölmiðlar þessu fram? Oft hefur verið bent á að hér sé um að ræða atvinnulaust ungt fólk og það sem enn verra er vonlítið ungt fólk í Danmörku. Þetta eru ekki allt "innflytjendur". Jafnvel ekki annarra kynslóðar "innflytjendur". Þetta er bara reitt og vonsvikið ungt fólk, oft danskt í 20 ættliði.
Talsmenn múhameðstrúarmanna í Danmörku hafa reynt að róa sitt fólk og jafnframt fordæmt endurbirtingu skopmyndanna. Múhameð hefur ekki kennt ykkur að brenna bíla, skóla og opinberar byggingar. Hann hefur kennt ykkur að hegða ykkur á siðmenntaðan hátt", sagði ímaminn Mustafa Chendid við föstudagsbæn í dag. Enda hefur fólkið sem verður fyrir íkveikjum ekkert af sér gert. Hvaða tilgangi þjónar það þá að spyrna saman þessa hluti? Getur það verið að tilgangurinn sé að ala enn á útlendingahatri í Danmörku? Vonandi ekki, en afleiðingarnar eru einmitt þessar.
![]() |
Eldar kveiktir í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
15.2.2008 | 15:34
Hækka skattleysismörkin

![]() |
Undirbúningsvinna að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2008 | 01:04
Vá og heilar 6.500 krónur árið 2010
Er ekki allt í lagi? Á að hafa fólk að fíflum? Erum við að tala um 18.000 kall strax og .... Alex Björn bloggfélagi minn bendir á að þessar 18 þús. eru í raun 11.570 kall eftir skattinn. Er það allt sem launafólk á skilið í þessu þjóðfélagi? Hvað fær Villi Egils mikla launahækkun? Líka 18.000 kall? Eða kannski 180.000 ofan á milljónina sem hann er með núna, eða eru þær orðnar tvær? Og svo vill Villi líka banna öðrum láglaunastéttum hjá ríkinu, ómenntuðu starfsfólki leikskóla, sem og leikskólakennurum, hjúkrunarfólki og öllum að hækka launin meira en hann semur um. Ég endurtek: Hann vill banna öðrum um að semja um meira en hann ætlar að skammta sínum viðsemjendum. Það er rétt hjá Ögmundi að þetta heitir forræðishyggja og frekja á íslensku, sem formaður Samtaka iðnaðarins sýnir af sér. Alltaf sama sagan með þetta íhaldslið, arðrænir fólk og ætlar svo að skammta úr hnefa.
Það eina jákvæða er að menn eru loksins að tala um krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun. Hvernig væri að sættast á 50.000 kall strax og 20.000 kall 2009 og svo sjáum við bara til hvernig gengur með 2010. Ef auðvaldið heldur áfram að skammta sér ofurlaun áfram þá er líka hægt að borga venjulegu fólki 50.000 í viðbót við sín allt-of-lágu laun.
(myndin er fengin að láni frá síðunni hans Ögmundar)
![]() |
Taxtar hækka um 18 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2008 | 09:11
Stýrivexti óbreyttir - Davíð Oddson "kastar blautri tusku" í Villa!

![]() |
Óbreyttir stýrivextir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2008 | 00:22
Samsærismenn morðingja dregnir fram viku fyrir kosningar!
Það er eitt og annað grunsamlegt við þessa handtöku og meintar játningar knúnar fram af lögreglu forseta Pakistans. Tímasetningin kemur Músharaf sérstaklega vel, aðeins um vika til kosninga í landinu! Ég hef því miður ekki óbilandi traust á lögreglunni í Pakistan og lái það mér hver sem vill. Þessi ástæða fyrir fjöldamorðinu kemur pakistönskum stjórnvöldum einnig einstaklega vel en er ekki sérlega trúverðug: "Lögreglan sagði mennina ennfremur hafa látið tilræðismanninum, sem nefndur var Bilal, í té jakka hlaðinn sprengiefni og byssu. Mun hann hafa viljað hefna náins vinar síns sem féll í atlögu hersins á Rauðu moskuna í Islamabad í fyrra."
Ég ætla bar að raunverulegir morðingjar Benazir Bhutto finnist þú að það séu ekki miklar líkur á því að sannleikurinn komi nokkurn tíma í ljós. Og vona einnig að flokkur hennar sigri kosningarnar og Músharaf og herinn hans hrökklist frá völdum án mikilla blóðsúthellinga. Það er allt í lagi að vona og vera bjartsýnn, ekki veitir af fyrir pakistönsku þjóðina. Og vona um leið að BNA stjórn hætti að vera með krumlurnar í þessum heimshluta gerandi illt verra. Á sama tíma fagnar Bandaríkjastjórn því að gamall mannræningi hafi verið myrtur án dóms og laga.
![]() |
Játa aðild að morðinu á Bhutto |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.2.2008 | 15:10
Rugl í álliðinu
Hvaða della er að taka skóflustungu að einhverri álbræðslu sem aldrei á að rísa? Er ekki orðið löngu ljóst að það er hægt að selja orkuna til fyrirtækja sem skapa meiri arð, fleiri störf og menga mun minna? Ætti bæjarstjórinn í Reykjanesbæ ekki að fara frekar að rukka fyrir húsin sem hann "seldi" vinum sínum á Vellinum í staðinn fyrir að grafa holur?
Svör:
1. Íhaldsdella
2. Jú
3. Nákvæmlega
![]() |
Framkvæmdir við álver í Helguvík að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
13.2.2008 | 00:10
Stórfurðuleg samlíking hjá Bandaríkjastjórn
Samlíkingin: Nürnbergréttarhöldin og réttarhöldin vegna hryðjuverkanna 11. september er meira en lítið einkennileg. Árásin á Tvíburaturnana er þannig óbeint sett á sama stað og helför nasista gegn gyðingum og öllum andstæðingum nasista, þar sem sex milljónir voru drepnar á viðbjóðslegan hátt.
Í plagginu sem sent var til bandarískra sendiráða segir, að dauðarefsing fyrir gróf brot á lögum um hernað sé viðurkennd á alþjóðavettvangi.
Þetta er bull frá Pentagon sem dugar ef til vill í Fox fréttum í BNA en allir aðrir vita að er lygi.
Þó er umfangi þessara glæpa ekki líkt saman, en öll tvímæli tekin af um að Bandaríkjastjórn líti á Nürnbergréttarhöldin sem sögulegt fordæmi fyrir því að krefjast dauðadóms fyrir Guantanamoföngunum.!
Bandaríkjastjórn með sitt Pentagon og CIA upplýsir sig enn og aftur sem óhugnanlega hræsnara og glæpamenn. Réttast væri að draga George Bush fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag. Þar sleppur hann þó við dauðarefsingu.
Pentagon viðurkennir að beita pyntingum til að ná fram játningu í Guantanomo. Þessi sýndarréttarhöld sem nú eiga að fara fram yfir sex mönnum sem ef til vill voru eitthvað viðrinir árásirnar á tvíburaturnana eru út í hött. Hefndarþorsta Haukanna í BNA eru engin takmörk sett og þeir beita öllum aðferðum, glæpum, lygum, blekkingum og pyntingum.
Bandaríkjastjórn í hefndarhug svertir minningu fólksins sem lét lífið þann 11. september 2001 og einnig minningu sex milljóna gyðinga, homma, vinstrisinna og allra sem voru drepnir á valdatíma nasista.
Nürnbergréttarhöldin voru stórgölluð og þessi svokölluðu "réttarhöld" yfir föngunum í Guantanamo eru enn verri. Þar gæti ef til vill samlíkingin átt við.
Meira á AmnestyUSA.org
![]() |
Líkt við Nürnbergréttarhöldin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2008 | 00:45
Kjötfarsi í Valhöll
Dario Fo hefði getað verið stoltur handritshöfundur að farsanum sem sýndur var í Valhöll í dag. Fló á skinni hér fyrir norðan hefði getað óttast samkeppni en sennilega verður farsinn í Valhöll bara sýndur einu sinni. Gísli Marteinn og Hanna Birna komust undan í gegnum kjallarann á Valhöllinni. Hinir hlupu fram hjá fréttamönnum og skelltu hurðum. Villi vinalausi sat einn eftir með tvo auða stóla sér til hægri- og vinstrihandar og var frekar vandræðalegur. Er búinn að axla ábyrgð með því að hrökklast frá völdum því Björn Ingi vildi ekki lengur vera memm. (Það heitir semsagt að "axlaábyrgð"). Búinn að að axla málið og yppir öxlum. Fundurinn átti að vera í Ráðhúsinu en það var skipt um leiksvið til að plata áhorfendur strax í upphafi. Blaðamannafundurinn átti að vera klukkan eitt en kjötfarsið var svo seigt að það þurfti að fresta öllu til klukkan 14:20 (þegar þau síðustu voru flúinn út um neyðarútganginn í kjallaranum, í kjallaranum...)
Svo átti bara að hleypa einum og einum eða sérvöldum fréttamönnum inn í einu. Smá stimpingar við starfsmenn Sjálfstæðisflokksins og svo fengu allir sem voru í beinni að fara inn í einu. Blaðamennirnir biðu fram á gangi á meðan. Og svo var engin frétt, bara gamlar endurteknar fréttir.
Geir H. Haarde er ekki viss um að hann styðji Villa eftir nokkra mánuði, ætlar bara að sjá til. Enginn sexmenninganna sá sér fært að mæta í Kastljósið um kvöldið og ekki heldur Villi (þarf að ráðfæra sig við sitt fólk).
Þetta er farsi sem tekur öllu öðru fram. Samt sorglegt að þetta er raunveruleikinn en ekki farsi eftir Dario Fo. Þetta er kjötfarsi.
![]() |
Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.2.2008 | 00:16
Sjálfstæðisflokkurinn rjúkandi rúst
Það er einkennilegt hvað Flokkurinn ætlar að draga á langinn skrípaleikinn í Borginni. Það stendur ekki steinn yfir steini lengur. Villi ætlar greinilega ekki að segja af sér, hann hefur að eigin mati ekkert á samviskunni, ekkert. Og sexmenningarnir styðja hann "á meðan hann er oddviti". Það er bullandi valdabarátta innan Sjálfstæðisflokksins og hann logar nú stafnanna á milli. Sökkvandi skip.
Það var vandræðalegt að horfa uppá Pétur Blöndal í Silfri Egils í dag. Dagur og Svandís voru hinsvegar afdráttarlaus og ætla að vinna saman og ekki hoppa uppí með óstjórntækum Flokki. Maður vorkennir næstum Geir H. Haarde að standa í þessu, eða "lenda í þessu" eins og hann gæti auðvitað orðað það.
Auðun Gíslason fer ýtarlega yfir þessi mál á blogginu sínu og hörðum sjálfstæðismönnum eins og Stefáni Fr. er ekki heldur sama.
![]() |
Pólitísk staða Vilhjálms rædd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
8.2.2008 | 08:01
Til hamingju Röskva

![]() |
Röskva sigraði naumlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Formgalli útskýrir af hverju umsóknin er virk
- Banna glerflöskur á Þjóðhátíð
- Loks sér fyrir endann á langri bið bræðranna
- Sigurður Ingi vill fund vegna heimsóknar Ursulu
- Eigendur Hygge fengu áheyrn
- Mygla greindist á bæjarskrifstofunni
- Leikgleði á nýju sumarnámskeiði ÍR
- Maður tekur eftir því að fólk er að ferðast
Erlent
- Ekki fleiri greinst með mislinga í 33 ár
- Hyggst lækka kosningaaldur niður í 16 ár
- Þrír látnir eftir sprengingu á lögreglustöð
- Neitar allri aðkomu að klámfengnu skeyti
- Myndir: Nýtt aðalsvið komið upp og hátíðin opnuð
- Evrópa hafi verið sem sníkjudýr á Bandaríkjunum
- Sagði við páfann að hann sæi eftir árásinni á kirkjuna
- Látinn leika eftir kvöldið sem hann banaði konu sinni
Fólk
- Eimar dýrasta skáldskap úr einföldum orðum
- Tók að sér verkefnið eftir að Bergur féll
- Íslenskt fyrirtæki tilnefnt til Emmy-verðlauna
- Íslandsvinir eignuðust barn með aðstoð staðgöngumóður
- Fölsuð yfirlýsing frá forstjóranum á miklu flugi
- Kate Beckinsale syrgir móður sína
- Fékk nálgunarbann á fyrrverandi eiginmann sinn
- Fagnaði tilnefningunni með nektarmynd
Bloggvinir
-
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
-
Agnar Freyr Helgason
-
Agný
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Jónsson
-
Andrés Rúnar Ingason
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Anna Pála Sverrisdóttir
-
Anna Þorbjörg Jónasdóttir
-
Ari Matthíasson
-
Arinbjörn Kúld
-
arnar valgeirsson
-
Arnljótur Bjarki Bergsson
-
Atli Fannar Bjarkason
-
Auðun Gíslason
-
Árni Árnason
-
Árni "Gamli" Einarsson
-
Árni Gunnarsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ása Richardsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásta Möller
-
Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
-
Ásta Svavarsdóttir
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bandalag atvinnuleikhópa - SL
-
Barði Bárðarson
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Björn Ingi Hrafnsson
-
Bleika Eldingin
-
BookIceland
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynjar Davíðsson
-
Dagbjört Hákonardóttir
-
Davíð
-
Dofri Hermannsson
-
DÓNAS
-
Edda Agnarsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Egill Helgason
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elín Sigurðardóttir
-
Ellý Ármannsdóttir
-
E.R Gunnlaugs
-
erlahlyns.blogspot.com
-
ESB og almannahagur
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eva G. S.
-
Eva Kamilla Einarsdóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyþór Ingi Jónsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Forvitna blaðakonan
-
FreedomFries
-
Friðrik Dagur Arnarson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Gammur drils
-
Gaukur Úlfarsson
-
Geiri glaði
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gísli Aðalsteinsson
-
Gísli Tryggvason
-
Goggi
-
gudni.is
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðfinnur Sveinsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Helmut Kerchner
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðmundur Auðunsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Guðni Már Henningsson
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gunnar Björnsson
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
halkatla
-
Halla Gunnarsdóttir
-
Halldór Baldursson
-
Halldór Kristinn Haraldsson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haukur Már Helgason
-
Haukur Nikulásson
-
Haukur Vilhjálmsson
-
Heidi Strand
-
Heiða
-
Helgi Guðmundsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Helgi Már Barðason
-
Helgi Seljan
-
Helgi Vilberg
-
Hildur Sif Kristborgardóttir
-
Hilmar Björgvinsson
-
Hilmar Dúi Björgvinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hjalti Már Björnsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlédís
-
Hlynur Sigurðsson
-
Hlynur Snæbjörnsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrafn Jökulsson
-
Hreiðar Eiríksson
-
hreinsamviska
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Ibba Sig.
-
Indriði Haukur Þorláksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Ingimar Björn Davíðsson
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Ingólfur Þór Guðmundsson
-
íd
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhann Björnsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Jónas Tryggvi Jóhannsson
-
Jónas Viðar
-
Jón Bjarnason
-
Jón Hafsteinn Ragnarsson
-
Jón Hrói Finnsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Þór Ólafsson
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Júlíus Garðar Júlíusson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Karl Tómasson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Ketilás
-
Killer Joe
-
Kjartan Jónsson
-
Kolbrún Kolbeinsdóttir
-
Kolgrima
-
kona
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristín Ástgeirsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristján Pétursson
-
Kristlaug M Sigurðardóttir
-
Krummi
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Linda Rós Jóhannsdóttir
-
Listasumar á Akureyri
-
LKS - hvunndagshetja
-
Logi Már Einarsson
-
Magnús Bergsson
-
Magnús Geir Guðmundsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Marinó Már Marinósson
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morten Lange
-
Myndlistarfélagið
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólöf Ýrr Atladóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Paul Nikolov
-
Páll Helgi Hannesson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Páll Thayer
-
Pálmi Freyr Óskarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pétur Björgvin
-
Pétur Þorleifsson
-
Pollurinn
-
Ragnar Bjarnason
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Ransu
-
Rauður vettvangur
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Haukur Ingimarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sara Dögg
-
SeeingRed
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigrún Dóra
-
Sigtryggur Magnason
-
Sigurður Á. Friðþjófsson
-
Sigurður G. Tómasson
-
Sigurður Hólm Gunnarsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigurjón M. Egilsson
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sól á Suðurnesjum
-
Sóley Björk Stefánsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Jón Hafstein
-
Stefán Stefánsson
-
Stefán Þórsson
-
Steinarr Bjarni Guðmundsson
-
Steindór Grétar Jónsson
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Stjórnmál
-
Svansson
-
Svanur Jóhannesson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
SVB
-
Sveinn Arnarsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Páll Erlendsson
-
Sverrir Þorleifsson
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sævar Már Sævarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sölvi Breiðfjörð
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Theódór Norðkvist
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tíðarandinn.is
-
Torfusamtökin
-
Toshiki Toma
-
TómasHa
-
Trúnó
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tryggvi H.
-
Ugla Egilsdóttir
-
Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
-
Úrsúla Jünemann
-
Valgeir Bjarnason
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Varðhundar frelsisins
-
Varmársamtökin
-
Vefritid
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Viðar Eggertsson
-
Vika símenntunar
-
Vilberg Helgason
-
Vinir Tíbets
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórbergur Torfason
-
Þórdís tinna
-
Þór Gíslason
-
Þór Jóhannesson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Saari
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Öll lífsins gæði?