Færsluflokkur: Lífstíll
23.8.2011 | 12:16
BYLTINGIN VAR GAGNSLAUS!!! - - Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf Halldórsdóttir í GalleríBOXi
BYLTINGIN VAR GAGNSLAUS!!!
Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf Halldórsdóttir
27.08. - 11.09. 2011
GalleríBOX, salur Myndlistarfélagsins
Kaupvangsstræti 10, Listagili, 600 Akureyri
Opnun á Akureyrarvöku laugardaginn 27. ágúst kl. 14
Opið laugardaga og sunnudaga 14-17
Byltingin á facebook
Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf Halldórsdóttir setja nú upp fjórðu sameiginlegu sýninguna sína eftir stutt hlé en á síðasta ári var þríleikurinn Áfram með smjörlíkið á dagskrá í Listasafni ASÍ í Reykjavík, Verksmiðjunni á Djúpavík og hjá 111 a space for contemporary art í Berlín.
Í texta í sýningarskrá segir Hjálmar Stefán Brynjólfsson meðal annars:
Verk Hlyns og Jónu eru allt í senn einföld, fjölbreytt og hugmyndaauðug. Þau vinna með marga ólíka miðla Hlynur hefur fengist við ljósmyndir, vídeó, texta, gjörninga og innsetningar, Jóna hefur unnið með ljósmyndir, vídeó, texta, gjörninga og innsetningar. Verkin draga dám af því hvaða miðill verður fyrir valinu í hvert sinn en þátttaka áhorfandans er oft mikilvæg.
Í verkum beggja er að finna margbrotna en einfalda tjáningu. Verkin virðast á einhvern hátt hrein og bein og eiga greiða leið inn að hjarta- og heilarótum. Sum verkanna eru lævís, önnur kröftug, og mörg bera slagyrðingalegan brag á sér. Einfaldleikinn talar beint til manns og virðist fela í sér einhverja nánd, kannski falska (hver veit).

Hlynur Hallsson (f. 1968) er menntaður við Myndlistarskólann á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Íslands sem og við listaháskóla í Hannover, Hamborg og Düsseldorf í Þýskalandi. Hann hefur verið gestakennari við Myndlistarskólann á Akureyri og Lisatháskóla Íslands og hefur auk þess sett upp og skipulegt sýningar annarra listamanna. Hann hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar fyrir verk sín.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir (f. 1978) er menntuð við Myndlistarskólann á Akureyri, var við nám í Finnlandi og lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi. Hún hefur verið sýningarstjóri hjá VeggVerk og Gallerí Ráðhús og hefur líkt og Hlynur hlotið ýmsar viðurkenningar og styrki fyrir verk sín.
Sjá nánar á http://hlynur.is , http://hallsson.de og http://jonahlif.com
Sýningin í GalleríBOXi, sal Myndlistarfélagsins stendur til 11. september og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Nánari upplýsingar veita: Hlynur Hallsson 6594744 og Jóna Hlíf Halldórsdóttir 6630545
20 persónulausar, nafnlausar, tröllalausar athugasemdir við greinina Byltingin var gagnslaus!
1) Æ ég veit það ekki. Á einhverjum tímapunkti bara, bara vissi maður að það myndi ekkert gerast - að nýtt Ísland væri bara frasi. Handónýt pæling. Að byltingin væri ekki byrjun heldur einn hlekkur í þessari keðju. Hefur einhver breyst? Hefur eitthvað breyst? Hef ég breyst? Hefur þú breyst? Breyttist landið? Breyttust peningar? Breyttist tíminn? Breyttist fólk? Vildi maður að fólk breyttist?
Og ef ekkert breytist, til hvers var þá að gera byltingu?
Æ ég veit það ekki. Maður byltir sér fyrir svefninn. Það er byltingin manns. Annars er bara að halda áfram, það er það eina - svona í stöðunni.
2) Kreppa er svona ástand þar sem ekkert breytist og fólk bíður á meðan þúsundir missa sitt. Einhver verður að blæða fyrir skuldunum.
3) Almennt séð eru allar byltingar gagnslausar. Það er alveg vitað. Öllum krafti mætir annar kraftur sem heldur aftur af breytingum og stefnir öllu í það sama. Hann sagði það, Newton. Það er eiginlega fyrirfram vitað. Byltingar eru gagnslausar, það eru ekki fréttir. Það vissu allir að byltingin yrði gagnslaus. Sagan segir það. En þett var samt geðveikt flott bylting. Það verða sagðar sögur af þesari byltingu.
Þannig að þessi frasi: byltingin var gagnslaus!, hann segir ekkert. Þetta er engin frétt. Þetta er eins og að segja að hvíta húsið sé hvítt.
4) Það er ekkert verra en að teljast vera gagnslaus, nema þá vitagagnslaus. Þegar ekkert gagn er af manni eru engin not fyrir mann - engin nytsemi og því nánast enginn tilgangur. Gagnslaus maður er bara iðjulaus, hreyfingarlaus grafkyrr.
Ekkert að gerast. Gengur hvorki né rekur. Bara standa í stað - eða nokkuð af leið.
Gagnsleysi er iðjuleysi er dauði.
5) Í þvi sem er gagn, því nytsamlega. Í því felst lykillinn. Þar býr gamanið og ánægjan. Þar á hamingjan heima. Í gagninu býr hamingjan. Nefninlega. Gagn og gaman.
6) Í staðinn fyrir að segja Byltingin var gagnslaus!, ætti að segja: Þér þarf ekki að leiðast.
7) Hámarks hamingja fyrir hámarks nytsemd - hina algjöru gagnsemi - endanlega gagnsemi náttúrunnar fyrir manninn. Þangað vil ég fljúga á eldflaug.
8) Stundum finnst manni allt þurfa að vera svo fjandi gagnlegt - og á sama tíma sér maður fólk sem virðist ekki vera að gera gagn en er samt að fá fullt af pening. Skil það ekki alveg. Ætli það sé landlægt að reyna að koma vinnunni sinni yfir á aðra? Svona þjóðaríþrótt kannski.
9) Byltingin stefnir alltaf í sama farið. Hvað svo? Hvað nú? Ekki gerir maður aðra byltingu eftir byltinguna? Hún verður alveg jafn gagnslaus og sú fyrri. Hvað gerir maður í staðinn fyrir byltingu ef maður hefur samt massíft ógeð á samfélaginu, peningum og hvötum nytseminnar?
10) Mér leiðist. Má ég fá meira?
11) En já gagnsemi er ekki mælikvarðinn á byltingar. Ekki heldur breytingar sem gerðar eru. Heldur sagan. Og byltingarhetjurnar. Við þurfum byltingarhetju, til að þessi bylting hætti að teljast gagnslaus. Hvar eru hetjurnar? Hvar er Che Guevara? Er það gaurinn með Bónusfánann?
12) Maður á að vera duglegur. Maður á ekki að vera latur. Þessi bylting er alltof löt.
13) Þetta er frábær dagur og frábær bylting. Frábær grein. Frábært veður líka.
14) Ekki það sem var. Ekki það sem er. Eitthvað annað.
15) Kommon. Hvað átti þessi bylting að vera annað en gagnslaus? Hvað vildirðu eiginlega? Öll vandamál úr sögunni? Nýtt Ísland? Og á hvaða grunni, sem ekki var til staðar fyrir?
Á meðan það er ekki skýr valkostur - önnur pláneta, nýtt sólkerfi, fer öld Vatnsberans með okkur beinustu leið niður gljúfrin ofan í hyldýpið. Nú fyrst kemur kreppa.
16) Byltingin var gagnslaus, það er staðreynd. Það hefur ekkert breyst. Samfélagið er eins, hvort sem það er gott eða vont, nema nú eiga færri eitthvað og þeir sem eiga missa sitt eða hluta af sínu. Og hvað svo? Hafi byltingin átt að breyta einhverju hefur hún ekki gert það. Þess vegna er hún gagnslaus.
17) Byltingin var ekki gagnslaus heldur þvert á móti nauðsynleg. Það varð að breyta til í samfélaginu eftir hrun. Nú er tími erfiðleika og fórna, breytinga og uppbyggingar. Ekkert ríki rís úr öskustó á tveimur árum og heldur ekki Ísland. En hvað svo? Breytingar eru sársaukafullar og taka tíma. Þegar þeim verður lokið mun sjást að byltingin var nauðsynleg.
18) Það hefur bara verið ein alvöru bylting á Íslandi og það var hundadagabyltingin. Jörundur lifi.
19) Gagnsleysi er tabú. Stórhættuleg hugmynd í nútímanum. Þótt fullt af skrítnu fólki hafi tekið upp merki gagnsleysis í gegnum tíðina hafa þau orðið samfélaginu að bráð fyrir vikið. Okkur er ætlað að vera gagnleg. Að vera gagnslaus er versta einkunn sem hægt er að fá. Til hvers að lifa ef ekkert gagn er af manni? Þá er maður ómagi og aumingi - enginn matvinnungur. Sá sem er júsless hann er eiginlega ekki neitt, hvorki sjálfum sér né öðrum. Og ef maður vinnur engu(m) gagn, þá er hreinlega ekkert gagn af manni.
Hvern djöfulinn á maður þá að gera af sér? Lifa eins og steinn? Vera tré?
20) Gagnið er maður sjálfur, það er uppspretta yndis: það er auður og endalaus hamingja.
Hjálmar Stefán Brynjólfsson
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2009 | 10:28
Mjög gott hjá Ögmundi
Tannlækningar barna eru í algjöru lamasessi eftir 18 ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins. Íslendingar þamba þjóða best að sykruðu gosi. Það er því mjög jákvætt skref að skattleggja sykur og nýta peninginn í forvarnir og að greiða niður tannlækningar. Vælið í framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins er dæmigert. Hér er afar fróðlegur pistill um málið.
Ögmundur Jónasson er einhver besti heilbrigðisráðherra sem við höfum haft frá upphafi. Áfram Ömmi!
Tillaga um sykurskatt ótrúleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 11:53
Heilindi
Ég er sannfærður um að þörf er á nýju siðferði í íslensk stjórnmál sem og viðskiptalíf og almennt í þjóðfélaginu. Ég vil gera orð Davíðs Stefánssonar frambjóðanda í forvali Vg í Reykjavík að mínum. Hann veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta þessa yfirlýsingu hér.
Ég kem hreint og beint fram og hef þá einföldu trú að kærleikur, mannvirðing og heiðarleiki borgi sig á öllum sviðum lífsins líka í stjórnmálum.
Ég mun ávallt kjósa samkvæmt eigin sannfæringu í öllum málum og styðja frumvörp annarra stjórnmálaflokka ef þau samræmast minni sannfæringu.
Ég mun meta aðra stjórnmálamenn eftir orðum þeirra og gjörðum, hvorki eftir flokksskírteini þeirra né stefnu þess flokks sem þeir tilheyra.
Ég mun, hvorki í kosningabaráttu innan flokksins né í kosningabaráttu við aðra flokka, beita óvönduðum meðulum.
Ég mun svara beinum spurningum sem ég get svarað og ekki reyna að tala mig í gegnum spurningar sem ég get ekki svarað.
Ég mun axla ábyrgð á eigin gjörðum.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.2.2009 | 14:29
Þau sem fólk treystir og treystir ekki
Það er ánægjulegt að sjá hvað ráðherrar í nýrri ríkisstjórn njóta mikils traust meðal fólks. Á þessum erfiðu tímum þar sem þau hafa þurft að taka óvinsælar ákvarðanir. Það kemur ekki á óvart að Jóhanna Sigurðardóttir, Gylfi Magnússon og Katrín Jakobsdóttir njóta mests trausts. Ég er viss um að Ögmundur Jónasson mun vaxa í áliti hjá fólki því hann er að gera góða hluti. Það er til dæmis frábært hjá honum að gefa kost á sér í baráttusætið í kraganum og gefa eftir fyrsta sætið til Guðfríðar Lilju. Það er áhætta en frábær ákvörðun og ég er viss um að hann flýgur inn á þing.
Hér er stöplaritið eftir stuðningsfólki flokkanna.
Flestir bera traust til Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.11.2008 | 14:31
Afnema eftirlaunalögin strax!
Þessum eftirlaunalögum var þröngvað í gengum þingið að skipun Davíðs Oddssonar á sínum tíma. Og Framsókn var með. Nú er tækifæri fyrir forseta þingsins að taka frumvarp þingmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir og eins og Ögmundur bendir réttilega á: Við getum náð þessu fyrir hádegi á fimmtudag, ef það er vilji til þess".
Þetta er ekki flókið þó að þetta velkist fyrir Samfylkingunni og sennilega er stór hluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins enn á því að sérréttindi eigi að gilda fyrir ráðherra og þingmenn. En nú er tími til að greiða atkvæði um málið og afnema þessi ólög strax.
Má strax afnema eftirlaunalög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.11.2008 | 15:28
Bjarni, Guðni, Geir, Árni, Björgvin, Ingibjörg Sólrún, Valgerður...
Það er farin af stað hrina afsagna sem hingað til hefur einskorðast við Framsóknarflokkinn. Spurningin er hvenær Geir H. Haarde stígur niður úr fílabeinsturninum og segir af sér? Og svo ríkisstjórnin öll. Það er komið nóg af lygum, hálfsannleik, yfirhylmingum, aftölum og bulli. Við þurfum þjóðstjórn strax og kosningar við fyrts tækifæri. Það sjá allir sem vilja eitthvað sjá.
Guðni segir af sér þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
16.11.2008 | 18:34
Fullkomin uppgjöf fyrir Gordon Brown
Þetta "samkomulag" lítur út sem fullkomin uppgjöf en ekki samkomulag! Hafa þau umboð þjóðarinnar til að semja svona af sér? Ég efast um það. Við og börnin okkar eigum svo að borga reikninginn fyrir Geir, Davíð og Sollu!
Davíð og Árni Matt tala af sér, Björgvin G. gerir ekkert nema að segja að allt sé í góðu lagi á milli þess sem hann mærir Gordon Brown. Og Geir Haarde gerir illt verra. Ingibjörg Sólrún horfir á og kinkar kolli. Hvað er í gangi hjá þessu liði? Sjálfstæðisflokkurinn enn við völd er í boði Samfylkingarinnar. Takk fyrir það eða þannig!
Icesave-deilan leyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.11.2008 | 10:49
Friðsamleg mótmæli á Akureyri
Reiði fólks er að aukast og það er ekki einkennilegt þegar ráðamenn ljúga að okkur á hverjum degi og alltaf er að koma betur og betur í ljós á þeir vissu mun meira og fyrr en þeir sögðu. Það er skandall að Geir H. Haarde, einn aðal brennuvargurinn, skuli enn sitja sem forsætisráðherra og gera illt verra á hverjum degi. Hann og Davíð Oddsson sitja í skjóli Samfylkingarinnar sem getur átt það við sína samvisku sem ég vona að enn sé til staðar hjá sumum þar innanbúðar.
Ég mæli ekki með skemmdarverkum eða ofbeldi en hvet fólk til að mæta og mótmæla friðsamlega. Hér er tilkynning um mótmæli sem fara fram hér á Akureyri laugardag, á sama tíma og mótmæli í höfuðborginni:
Göngum til lýðræðis á Akureyri
Laugardaginn 15. nóvember kl. 15.00 verður farin samstöðuganga á Akureyri vegna efnahagsástandsins í landinu frá Samkomuhúsinu inn á Ráðhústorg. Tilgangurinn með göngunni er að bæjarbúar sýni samstöðu og samhug, láti í ljós skoðun sína á ástandinu og láti rödd sína heyrast. Talsmenn göngunnar leggja áherslu á að hér sé um óflokkspólitíska uppákomu að ræða, aðeins andsvar við því hvernig komið er fyrir íslensku samfélagi og áskorun um að hafist verði handa við að byggja upp nýtt samfélag þar sem mannauður verði í fyrirrúmi. Einnig er verið að sýna samstöðu með friðsælum mótmælum sem haldin verða á sama tíma í Reykjavík.
Látið boðin berast!
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Þórs í síma 663 2949
Máluðu Valhöll rauða í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.10.2008 | 08:47
Rússar bjarga Íslandi!
Einkennilegt ástand í þessu landi okkar. Þegar útrásardrengirnir eru að verða búnir að setja bankana (sem þeir fengu gefins fyrir nokkrum árum) á hausinn og hafa dregið þjóðina með þá eru það Rússar sem eru þeir einu sem vilja lána okkur pening og redda okkur þar með (í bili).
Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
9.9.2008 | 15:29
Ég myndi ekki kjósa hana aftur
Myndi taka þessa ákvörðun aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?