Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Umhverfismál

Sýningin art PARK(ing) Day í Artíma

coverparkingday2012.jpg

Verið velkomin á sýninguna art PARK(ing) Day í Artíma Gallerí, Skúlagötu 28 (innangengt af Nýló).

Sýningin er tileinkuð viðburðinum art PARK(ing) Day sem haldinn var á Óðinstorgi 21. september. Fjölmargir listamenn tóku þátt í því að umbreyta bílastæðinu í sýningarrými en verkin og sjónræn skrásetning á viðburðinum verða nú til sýnis í Artíma Gallerí. Með sýningunni er ákveðnum hring lokað þar sem myndlist sem var gert að standast veður og vinda í almenningsrými, er færð aftur inn í hið örugga sýningarrými. Spurningin um hvort að listin nái betur til almennings í almenningsrýminu eða sýningarrýminu vaknar í kjölfarið.
Heiðurinn að fyrstu framkvæmd PARK(ing) Day og útbreiðslu á hönnunarstofan Rebar í San Fransisco.  www.rebargroup.org.“ en deginum er fagnað um allan heim. Á þessum degi er bílastæðum breytt í almenningsrými og garða en markmiðið er að glæða stæðin lífi, fagna hinu óvænta og skapa umræðu um borgarlandslagið.

Listamenn:
Árni Þór Árnason, Björk Viggósdóttir, Dagbjört Drífa Thorlacius, Davíð Örn Halldórsson, Gjörningaþríeykið (Þórey Jónsdóttir, Harpa Dögg Kjartansdóttir & Kristjana Rós Guðjohnsen), Margrét M. Norðdahl, Hugsteypan (Þórdís Jóhannesdóttir & Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir), Hlynur Hallsson, Ingvar Högni Ragnarsson, Ingimar Einarsson, Irene Ósk Bermudez og Rakel Jónsdóttir, Klara Þórhallsdóttir, Nicolas Kunysz, Ólöf Björg Björnsdóttir, Ragnhildur Jóhanns, Þorvaldur Jónsson og Þórunn Inga Gísladóttir.

Sýningin stendur til og með 4. Nóvember og verður opin þriðjudaga til föstudaga frá kl. 13-17 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 12-17.

Sýningarstjóri er Berglind Helgadóttir
Verkefnastjóri art PARK(ing) Day viðburðarins er Harpa Dögg Kjartansdóttir


Að losa fé...

494428AÞetta hefur maður nú heyrt áður... hvenær var það aftur... ef til vill 2007? Að losa fé, fé án hirðis og svo bara fundið fé eru frasar sem fulltrúar SjálfstæðisFLokksins, hrunflokksins, hafa notað óspart. Þessi samningur við skúffufyrirtækið er undarlegur og það að selja á versta tíma er auðvitað glapræði. Það er verið að gefa auðlindirnar til fjárglæframanna. Er það ekki kaldhæðnislegt að flokkarnir sem komu okkur í skítinn og skyldu okkur eftir í skuldafeni skuli áfram fá að haga sér eins og þeim sýnist? Er ekki komið nóg?

Lára Hanna um málið.

Davíð Stefánsson.

Hákon Jóhannesson.

Páll Vilhjálmsson.


mbl.is Hróp gerð að borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dear Iceland, fuck you, yours truly, aluminium

savingiceland.jpgSvona er setningin óritskoðuð sem Saving Icaland hengdi á vinnupalla utan á Hallgrímskirkju í morgun. Eyjan birtir mynd og ritskoðar ekki eins og Mogginn.

RioTinto, Alcan og Alcoa drulla yfir íslenska náttúru á hverjum degi og við niðurgreiðum orkuna til þeirra, þökk sé Friðriki Sófussyni og klíkunni í SjálfstæðisFLokknum og Framsóknarflokknum og því miður stærsta hlutanum úr Samfylkingunni.

Svona aðgerðir skaða engan en vekja athygli á málstaðnum og fara í taugarnar á umhverfissóðunum.


mbl.is Aðgerðarsinnar fóru upp í vinnupalla við Hallgrímskirkju.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir með strætó!

straeto3 Það eru góðar fréttir að farþegum Strætó á Akureyri heldur áfram að fjölga. 150% aukning er almennileg. Ég þekki það sjálfur að nú er mun auðveldara fyrir krakkana að tæka strætó á Skautaæfingar og í Tónlistarskólann, þarf ekkert klink og vesen. Sjálfur tek ég strætó gjarnan úr miðbænum upp á Brekku með barnavagninn þunga!)

Nú þarf bara að fjölga leiðum (bæta við leiðum sex og átta) og hafa einhverjar ferðir tíðari. Þá munu enn fleiri sleppa því að fara á bílnum í vinnu og skóla og hvert sem er. Það vantar líka strætó útá flugvöll. Skandall að ferðamenn þurfi að labba af flugvellinum og það er ekki einu sinni gangbraut, fyrir löngu kominn tími á gang og hjólabraut meðfram ströndinni við Drottningabraut.

Myndin er af vef Akureyrarbæjar og ekki örvænta, það er ekki kominn svona mikil snjór hér þrátt fyrir hretið, myndin er tekin um vetur. Áfram Strætó!


mbl.is 150% fjölgun farþega strætó á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ímynd Íslands hefur beðið hnekki

island-vidhorskonnun21.jpg

Þrátt fyrir að misvitrir stjórnmálamenn og útrásarvíkingar hafi svert ímynd Íslands er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að bæta ímyndina. Það er einmitt nauðsynlegt og aldrei brýnna en einmitt nú.

Ég veit ekki alveg hversu mikið mark er takandi á þessum David Hoskin hjá Eye-for-Image því samkvæmt mbl.is segir hann að Ísland sem vörumerki hafi fyrir hrunið ekki verið sérlega þekkt eða sterkt og nefnir máli sínu til stuðnings að í huga flestra tengist Ísland nú annars vegar fiskveiðum og hins vegar fjármálum. „Fyrir utan þetta tvennt vita menn á heimsvísu afar lítið um Ísland." Þessa ályktun mannsins dreg ég stórlega í efa og samkvæmt könnun sem Útflutningsráð og Ferðamálastofa létu gera í þremur löndum, Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi er það náttúran fyrst og fremst sem Ísland er þekkt fyrir. Hagkerfið er langt fyrir aftan í öðru sæti yfir það sem upp kemur í hugann hjá fólki þegar Ísland er nefnt og þar á eftir kemur landafræði og menning.

Það er einmitt náttúran og menningin sem getur bjargað ímynd Íslands á ný. En þá megum við ekki eyðileggja náttúruna eins og fyrri ríkisstjórnir D og B lista unnu ötullega að. Tónlist, myndlist, leiklist og bókmenntir geta svo áfram byggt upp til jákvæða ímynd af Íslandi og þar er fjársjóður sem við eigum að nýta og við þurfum ekki að eyðileggja neitt.

island-vidhorskonnun.jpg

 


mbl.is Ímynd Íslands er sterk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingur fallinn frá

Hákon Aðalsteinsson, skáld og skógarbóndi er fallinn frá allt of snemma. Hann var snillingur og frábær maður. Sigurður Ingólfsson vinur minn tók við hann eftirminnilegt viðtal og því var útvarpað á Rás 1 á síðasta ári.  Hákon var litríkur hugsjónamaður og baráttumaður fyrir verndun náttúru landsins. Hans verður lengi minnst. Ég votta eiginkonu hans, börnum, vinum og öðrum aðstandendum samúð mína.


mbl.is Hákon Aðalsteinsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn sterku konur

 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag 8. mars. Og það á vel við að hinar sterku konur hjá Vinstri grænum vinna mikinn sigur í forvalinu í Reykjavík. Það er einnig mikil endurnýjun efst á listanum með Svandísi Svavarsdóttur og Lilju Mósesdóttur.

Katrín Jakobsdóttir fær glæsilega kosningu og Árni Þór Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir, Kolbrún Halldórsdóttir mega nokkuð vel við una enda margir sterkir frambjóðendur að keppa um efstu sætin. Spútnikmennirnir eru svo Ari Mattíasson og Davíð Stefánsson. 

Ég hefði auðvitað viljað sjá Auði Lilju Erlingsdóttur og Steinunni Þóru Árnadóttur ofar og ég sakna margra góðra félaga á listann en úrlistin fyrir Vinstri græn í Reykjavík eru góð.

Það á að vísu eftir að telja einhver atkvæði en þetta á væntanlega ekki eftir að breytast mikið.

Til hamingju með þetta öll!


mbl.is Katrín og Svandís efstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði

Ég fer ekkert í launkofa með það að ég er dálítið vonsvikinn yfir úrslitum forvalsins hér í Norðaustrinu. Einn félagi minn benti mér á að af átta efstu einstaklingum sé ég sá yngsti og ég er fertugur, fjórum árum yngri en mamma hans!

Það er krafa í þjóðfélaginu um endurnýjun en sú krafa virðist ekki hafa náð eyrum margra félaga í Vg hér í Norðausturkjördæmi. Og ég er ansi hræddur um að staðan sé svipuð í Norðvesturkjördæmi þrátt fyrir að margt afar frambærilegt ungt og ferskt fólk gefi kost á sér. 

En það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur safna liði og bretta upp ermar (eða öllu heldur sleppa því að bretta þær niður aftur). Við sem trúum því að það þurfi að gera gagngerar breytingar á þjóðfélaginu og að meiri umhverfisvernd, jafnrétti, friðarstefna, burt frá klíkuskap og græðgi, verðum að halda baráttunni áfram og greinilega af enn meiri krafti.

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur

 

Mynd frá Akureyri: Hugi Hlynsson


mbl.is Steingrímur J. efstur í NA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.