Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Matur og drykkur

Hugmyndir fyrir Sjónlistaverđlaunin

Sjonlist2007_2mai

Ţađ var ansi gaman í Ketilhúsinu í gćr ţađ sem tilkynnt var um tilnefningar til Sjónlistaverđlaunanna 2007. Ţađ hefđi gjarna mátt vera fleiri viđstaddir en ţađ voru ekki allir sem vissu af ţví ađ til stćđi ađ tilkynna ţetta međ formlegum hćtti og opnu húsi í gćr.

Ljómandi veitingar, óáfengur mysudrykkur frá Friđriki V og smáréttir úr hérađi í hádeginu. Ráđherranir voru ekki á stađnum eins og í fyrra enda sennilega mikilvćgari fundir á dagskránni hjá ţeim en ţeirra í stađ mćttu sponsorarnir.

Ţetta eru fínar tilnefningar bćđi fyrir hönnun og myndlist eđa eins og segir á mbl.is:

 biggiÍ umsögn dómnefndar um myndlistarmennina segir m.a. ađ Birgir Andrésson sé tilnefndur "fyrir einstakt framlag til könnunar á íslenskri menningu og sambandi sjónrćnnar skynjunar og merkingu texta. List Birgis er allt í senn, hnitmiđuđ, einföld og margslungin, eins og glöggt kemur fram í verkunum Black–out og Build sem voru unnin sérstaklega fyrir afar vandađa yfirlitssýningu Listasafns Íslands á verkum hans á síđasta ári. Black-out er málađ í gulum litatónum á kolsvartan grunn. Verkiđ er eitt af textaverkum Birgis, ţar sem hann málar setningar međ prentletri á einlitan grunn. Black – out er augljóst og beinskeytt og kallar strax fram í huga áhorfandans ákveđna tengingu viđ íslenska drykkjusiđi, ţótt merkingin taki á sig flóknari mynd viđ nánari skođun. Annađ nýtt verk á sýningunni er öllu margrćđara viđ fyrstu sýn, en ţađ er verkiđ Build, sem samanstendur af sundurskornum pappakössum. Hér liggur alls ekki í augum uppi ađ veriđ sé ađ fjalla um texta, en verkiđ á sér rćtur í persónulegri reynslu Birgis og samskiptum hans viđ blinda í ćsku."

 keliHrafnkell Sigurđsson fyrir ljósmyndaröđina Áhöfn sem sýnd var fyrst á sýnungunni Eiland í Gróttu og olíuverkin Afhafnasvćđi sem sýnd voru í Gallerí Suđsuđvestur.
Úr umsögn dómnefndar
Ljósmyndaröđina Áhöfn og olíuverkin Afhafnasvćđi sem varpa nýju ljósi á íslenska sjómenn og karlmennsku. Í ljósmyndaröđinni Áhöfn sem birtist fyrst á sýningunni Eiland í Gróttu síđastliđiđ sumar dregur Hrafnkell fram nýja og ferska sýn á skćrlita íslenska sjómannastakka og ţar međ íslenska karlmennsku. Litsterkar og glansandi ljósmyndirnar eru nánast „of fallegar“ og grípandi í grófleika sínum en fá ađra vídd ţegar ţćr eru skođađar í samhengi viđ Afhafnasvćđi. Síđara verkiđ samanstendur af kolsvörtu órćđu mynstri á pappír unniđ međ hjálp áhafnarinnar úr olíu úr tunnum sem voru hluti af sýningu á verkunum í Gallerí Suđsuđvestur síđastliđiđ haust. Saman mynda ţessi tvö verk sterkar andstćđur sem styrkja hvor ađra."

 heklaOg Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir Fossinn, röđ verka í skammdegissýnunginni Ljósaskipti og Fire, Fire, Fire. "Fyrir fersk, fínleg og blćbrigđarík verk unnin úr „litlum efnum“ sem er ćtlađ ađ lýsa upp umhverfiđ og skerpa skilningarvitin. Fossinn, röđ verka á skammdegissýningunni Ljósaskipti og Fire, Fire, Fire eru dćmi um slík verk. Fossinn er unninn fyrir samnefnda sýningu á Kjavalsstöđum fyrr á ţessu ári. Hann er gerđur úr fínlegum  plaststöngum međ útfjólubláum ljósleiđurum sem tengdir eru viđ víra og snúrur í sambandi viđ tölvuviftur sem skapa hljóđmynd fossins. Verkiđ er svo brothćtt á ađ horfa ađ ţađ virđist geta hruniđ niđur á hverri stundu og leiđir hugann ađ ţeirri hćttu sem hinir náttúrulegu  fossar landsins eru í. Samt er ţađ ekki síđur birtan, útfjólubláa ljósiđ sem dregur ađ sér athygli. Birtingarmyndir birtu og ljóss í skammdeginu hafa veriđ Heklu hugleiknar undanfariđ, ýmist í tengingu viđ vatn og flćđi, eins og á sýningunum Foss og Ljósaskipti í Kling og Bang, eđa í tengslum viđ eld og fljúgandi skrautelda í verkinu Fire, Fire, Fire, sem hún sýndi nýveriđ í Los Angeles, eftir ađ hafa sýnt ţađ fyrst á Íslandi. Endurtekningin í titli verksins kallast á viđ flugeldaskotgleđi Íslendinga um áramótin en sjálft verkiđ virkar eins og raunverulegir flugeldar, ţar sem marglit ljósin kvikna og slökkna fyrir áhrif frá upptöku af hljóđum af raunverulegum flugeldum. " 

Ţetta eru flottir fulltrúar og ég er búinn fyrir mitt leiti ađ útnefna Bigga Andrésar verđlaunahafa ađ Heklu og Kela algerlega ólöstuđum.

Fyrir hönnun eru ţrjú fyrirtćki tilnefnd; Nikita (Heiđa Birgisdóttir) fyrir snjóbrettafatnađ, Studio Granda (Margrét Harđardóttir og Steve Christer) fyrir viđbyggingu viđ Vogaskóla í Reykjavík og íbúđarhús á Hofi á Höfđaströnd og Össur fyrir gervifótinn Proprio Foot. 

Á heimasíđu Akureyarbćjar er nánar sagt frá Sjónlistaverđlaununum  

Annars  er ég međ frábćra hugmynd til ađ hafa ađeins meira fútt í ţessum verđlaunum (og til ađ ţađ séu meiri líkur á ađ mađur verđi einhverntíma tilnefndur!)  Ţađ er ađ hafa ţetta eins og á Eddunni og Grímunni, tónlistarverđlaununum og öllum ţessum verđlaunum. Ţađ eru gerđar ca. ţrjár kvikmyndir á ári hérlendis en samt eru veitt verđlaun í helling af flokkum svo allir fái eitthvađ og sumir margar Eddur! Í myndlistinni vćri hćgt ađ veita fleiri verđlaun eins og:

Fyrir bestu sýninguna á Íslandi

Fyrir bestu sýninguna erlendis

Fyrir bestu einkasýninguna

Fyrir bestu ţátttökuna í samsýningu

Fyrir skemmtilegustu sýninguna

Fyrir bestu sýningarskrána

Fyrir besta gjörninginn

Fyrir besta málverkiđ

Fyrir besta hljóđverkiđ

Fyrir besta skúlptúrinn

Fyrir besta grafíkverkiđ

og svo mćtti lengi telja og auđvitađ einnig:

Fyrir bestu sýningarstjórnina

Fyrir besta safnstjórann

Fyrir bestu fjölmiđlaumfjöllunina

og svo framvegis og framvegis... Ég sé ađ ţetta getur orđiđ heil verđlaunanótt međ lengri sjónvarpsútsendingu en Óskarinn fyrir westan. Er ekki bara ađ stökkva á ţetta?


mbl.is Sex tilnefningar til Sjónlistaverđlaunanna 2007
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Edda Ţórey Kristfinnsdóttir opnar sýninguna VISTASKIPTI á Café Karólínu

Vistaskipti

Frábćrt ađ ţađ verđi nóg ađ gera í Borginni á Sjónlistadegi. Ég ćtla ađ nýta morgundaginn í kröfugöngu og rokk međ UVG hérna fyrir norđan. Á laugardaginn verđur svo myndlistin í fyrirrúmi. Ţađ opnar ný sýning á Listasafninu á Akureyri og mörg galleríin eru međ opnanir. Sýningin hans Jónasar Viđars á Karólínu Restaurant hefur veriđ framlengd vegna fjölda áskoranna en Edda Ţórey Kristfinnsdóttir opnar nýja sýningu á Café Karólínu og tekur viđ af Ađalsteini Ţórssyni. Á heimasíđunni hans eru myndir frá sýningunni á Karólínu.

Edda Ţórey Kristfinnsdóttir

Vistaskipti

05.05.07 - 08.06.07  
 

Velkomin á opnun laugardaginn 5. maí 2007, klukkan 14

Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 5. maí klukkan 14 opnar Edda Ţórey Kristfinnsdóttir sýninguna VISTASKIPTI á Café Karólínu. Café Karólína opnar nú klukkan 10 alla virka morgna en klukkan 12 á laugardögum og sunnudögum.

VISTASKIPTI er uppspretta verka minna sem ég sýni á Café Karólínu. Viđ mannfólkiđ erum á eilífu ferđalagi. Hús úr húsi, sveit úr sveit, borg úr borg, land úr landi, úr einni vist í ađra. Vistin getur veriđ frá ţví ađ vera góđ til ţess ađ vera nöturleg. Viđ ráđum ekki alltaf för.
Verkin eru skúlptúrar, lágmyndir, vídeo, textavek og ljósmyndir á striga.

Tilvera okkar er undarlegt ferđalag.
Viđ erum gestir og hótel okkar er jörđin.
Einir fara og ađrir koma í dag,
ţví alltaf bćtast nýjir hópar í skörđin.
                            Tómas Guđmundsson


Hćgt er ađ nálgast upplýsingar um verk og feril Eddu ásamt myndum á verkum á síđunni http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/599
Nánari upplýsingar veitir Edda í sima 8994908

Myndin hérna fyrir ofan er af einu verka Eddu sem hún sýnir á Café Karólínu.

Edda verđur viđstödd opnunina.
Sýningin á Café Karólínu stendur til 8. júní 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 5. maí 2007, klukkan 14.

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

09.06.07-06.07.07        Björg Eiríksdóttir
07.07.07-03.08.07        Elísabet Jónsdóttir
04.08.07-31.08.07        Dagrún Matthíasdóttir
01.09.07-05.10.07        Stefán Jónsson
06.10.07-02.11.07        Marsibil G. Kristjánsdóttir
03.11.07-30.11.07        Birgir Sigurđsson
01.12.07-04.01.08        Steinunn Helga Sigurđardóttir
05.01.08-02.02.08        Guđrún Vaka  

Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson


mbl.is Sjónlistadagur í Reykjavík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ómar R. Valdimarsson ćtlar ađ kćra Gauk Úlfarsson

ómar.r.valdÓmar R. Valdimarsson, talsmađur Impregilo hefur mörg járn í eldinum ţessa dagana. Ekki bara ađ hann sé ađ hamast uppá Kárahnjúkum heldur er hann einnig afkastamikill bloggari. Síđustu daga hefur hann einbeitt sér međ skítkasti ađ Vinstri Grćnum og tekiđ Paul Nikolov og Sóleyju Tómasdóttur sérstaklega fyrir. Gaukur Úlfarsson skrifađi athugasemd á síđu Ómars sem hann riskođađi smá og henti út. Gaukur skrifađi ţá um máliđ og Ómar tók upp símann og hringdi í Gauk og hótađi honum málshöfđun. Ţetta fer ađ verđa spennandi og dálítiđ einkennilegt hvađ sumir eru hörundsárir ţessa dagana. En ţađ er jú mikiđ ađ gera hjá Ómari í vinnunni međ allt drasliđ meira en ţrjá mánuđi á eftir áćtlun og ekkert rafmagn komiđ og borarnir hjakka á sama stađ undir Ţrćlahálsi og svo er líka eitthvert óloft í göngunum og erlendu verkamennirnir alltaf ađ kvarta. Ţetta getur veriđ erfitt líf.


mbl.is Beđiđ eftir sérfrćđingum til ađ meta loftmengunina í ađrennslisgöngunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Krossfestur súkkulađi Jesú

cosimo.cavallaroMyndlistin getur greinilega ýtt viđ fólki enn í dag og gjarnan eru ţađ fréttir af vettvangi myndlistar í Bandaríkjunum ţar sem einhverjar sýningar eru bannađar sem komast í fréttirnar. Ţannig var ţađ međ verk myndlistarmannsins Cosimo Cavallaro af súkkulađi líkneski af hangandi manni sem auđvitađ er tilvísun í hann Jesú hangandi á krossinum. Í frétt á mbl.is segir: "Í New York varđ sýningarhús ađ hćtta viđ ađ sýna styttu af Jesús úr súkkulađi, sem ber nafniđ My Sweet Lord. Er ţar leikur ađ orđum, ţar sem titillinn getur bćđi útlagst sem „Minn ljúfi herra“ eđa „Minn sćti herra“. Höfundur verksins, Cosimo Cavallaro, sagđi laugardaginn síđastliđinn ađ honum hefđu borist hótanir vegna verksins. Á hinn bóginn hefđu ţúsundir tölvupósta borist honum frá fólki sem vildi veita honum stuđning međ einum eđa öđrum hćtti."

Og svo er ţađ myndlistarneminn David Cordero sem heldur betur hefur slegiđ í gegn međ verkinu "Blessing". Ţetta er víst stytta úr pappamassa af bandaríska öldungadeildarţingmanninum og forsetaframbjóđandanum Barak Obama, í kufli međ bláan geislabaug. Obama er sallarólegur yfir verkinu en talskona Obama, Jen Psaki, segist halda ađ listamađurinn hafi ekki ćtlađ ađ móđga neinn međ verkinu. Obama sé ekki hrifinn af ţeirri list yfirleitt sem feli í sér móđgun í garđ trúarbragđa. Ţar höfum viđ ţađ á föstudaginn langa.


mbl.is Umdeild pappastytta af Barak Obama í kufli međ geislabaug
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađalsteinn Ţórsson opnar sýninguna Mána málverkin á Café Karólínu

malari-pressa

Laugardaginn 7. apríl klukkan 14 opnar Ađalsteinn Ţórsson sýninguna Mána málverkin á Café Karólínu.
Café Karólína opnar nú klukkan 10 alla virka morgna međ morgunmat en klukkan 12 á laugardögum og sunnudögum.

Mána málverkin eru góđar og fallegar myndir eftir myndlistamanninn Ađalstein Ţórsson. "Sem međ ţessari seríu telur sig hafa unniđ sigur í hinu eilífa stríđi, í höfđi sér um listrćn gildi og kreddur, sem hefur plagađ hann um hríđ."

Ađalsteinn er starfandi myndlistamađur. Búsettur í Hollandi, fćddur og uppalinn í Eyjafirđinum. Hann stundađi myndlistanám viđ Myndlistaskólann á Akureyri, í Finnlandi og Hollandi. Hann sýnir reglulega, Ţetta er í ţriđja sinn sem  Ađalsteinn sýnir á Café Karólínu.
Um list sína segir Steini “list mín snýst alltaf um samband hinns skapandi einstaklings, gagnvart umhverfi sem hefur ekki ţörf fyrir sköpunarverkiđ”.  

Vefsíđa Ađalsteins er http://steiniart.com

Nánari upplýsingar veitir Ađalsteinn: kristnes(hjá)hotmail.com


Ađalsteinn verđur viđstaddur opnunina.
Sýningin á Café Karólínu stendur til 4. maí 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 10. mars 2007, klukkan 14.

Á sama tíma stendur yfir sýning Jónasar Viđars á Karólínu Restaurant.

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

05.05.07-08.06.07        Edda Ţórey Kristfinnsdóttir
09.06.07-06.07.07        Björg Eiríksdóttir
07.07.07-03.08.07        Elísabet Jónsdóttir
04.08.07-31.08.07        Dagrún Matthíasdóttir
01.09.07-05.10.07        Stefán Jónsson
06.10.07-02.11.07        Marsibil G. Kristjánsdóttir
03.11.07-30.11.07        Birgir Sigurđsson
01.12.07-04.01.08        Steinunn Helga Sigurđardóttir
05.01.08-02.02.08        Guđrún Vaka  

Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson


Af hverju ekki slagorđ međ ZERO óskum?

killercoke2Auglýsingaholskefla Kók til ađ selja meira af gosi sem heitir zero er frekar ömurleg. Hér eru hinsvegar nokkrar tillögur ađ skárri slagorđum en ţeim sem ímyndarsérfrćđingar gosrisans haf dćlt út úr sér:

Af hverju ekki ný ríkisstjórn međ ZERO Framsókn?

Af hverju ekki ný ríkisstjórn međ ZERO Sjálfstćđisflokki?

Af hverju ekki kvenfrelsi međ ZERO misrétti?

Af hverju ekki kynfrelsi međ ZERO nauđgunum?

Af hverju ekki jafnrétti međ ZERO ofbeldi?

Af hverju ekki náttúruvernd međ ZERO landdrekkingu?

Af hverju ekki velferđarkerfi međ ZERO einkavćđingu?

En svo er líka ađal spurningin:

Af hverju svölum viđ ekki ţorstanum án ZERO?
mbl.is Fylgi Sjálfstćđisflokks eykst mikiđ frá síđustu könnun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Karen Dúa opnar á Karólínu

100307

Ţađ eru sjö opnanir í Gilinu í dag og ég er ađ verđa of seinn á fyrstu opnanirnar sem eru klukkan 14:00. Ćtla hér ađ birta fréttatilkynningu um sýninguna hennar Karenar Dúu og ţjóta svo.

Karen Dúa Kristjánsdóttir

Draugurinn - ég

10.03. - 06.04.2007  
 

Velkomin á opnun laugardaginn 10. mars 2007, klukkan 14

Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 10. mars klukkan 14 opnar Karen Dúa Kristjánsdóttir sýninguna "Draugurinn - ég" á Café Karólínu.
Karen er fćdd á Akureyri 1982 og útskrifađist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2006. Vinnustofa henner er í Gilinu og rekur hún ţar ásamt félögum sínum gallerí BOX.
Karen segir um sýninguna á Café Karólínu:
"Mađurinn er jafnan forvitinn um líf á öđrum tilverustigum, hvort sem viđ afneitum ţví eđa trúum heitt á ţađ, - ţá erum viđ forvitin. Verkin sem nú eru sýnd á Café Karólínu eru málverk unnin međ olíu á striga. Ţau eru órćđ, minna okkur á drauga og skilja eftir spurningar.
Stundum birtast okkur óljósar myndir af verum sem viđ vitum ekki hvort ađ eru raunverulegar. Eru ţetta draugar eđa spegilmyndir af okkur sjálfum? Eru ţetta kannski bara óljósar minningar ađ láta vita af tilvist sinni? Eđa draugurinn af sjálfri mér í mismunandi myndum, hin mörgu andlit sjálfrar mín. Fylgir mér eins og vofa, tilfinningin ađ vera aldrei ein er góđ. Draugurinn ég sem vill stundum bara hverfa, gufa upp út í loftiđ, vera ósýnileg og týnd í tímanum.  

Eru draugar dáiđ fólk, eđa eru draugar jafnvel ekki til? Ímyndun ein sem lifnar viđ."

Nánari upplýsingar um verk Karenar eru á síđunni:
http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/625

Karen verđur viđstödd opnunina.
Sýningin á Café Karólínu stendur til 6. apríl 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 10. mars 2007, klukkan 14.

Á sama tíma stendur yfir sýning Jónasar Viđars á Karólínu Restaurant. Sú sýning stendur til 4. maí 2007.

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

07.04.07-04.05.07        Ađalsteinn Ţórsson
05.05.07-08.06.07        Edda Ţórey Kristfinnsdóttir
09.06.07-06.07.07        Björg Eiríksdóttir
07.07.07-03.08.07        Elísabet Jónsdóttir
04.08.07-31.08.07        Dagrún Matthíasdóttir
01.09.07-05.10.07        Stefán Jónsson
06.10.07-02.11.07        Marsibil G. Kristjánsdóttir
03.11.07-30.11.07        Birgir Sigurđsson
01.12.07-04.01.08        Steinunn Helga Sigurđardóttir
05.01.08-02.02.08        Guđrún Vaka  


Erfđabreytt og eitrađ

epli Ţađ var mikiđ ađ eitthvađ gerist í ţessum málum. Auđvitađ eiga neytendur rétt á ţví ađ fá ađ vita hvađ er í mćtvćlunum sem viđ erum ađ kaupa. Viđ erum eina landiđ í Evrópu sem ekki krefst merkinga á matvćli um erfđabreytingar. Neytendasamtökin fagna ţví ađ Jónína Bjartmarz umhverfisráđherra hafi í hyggju ađ setja reglugerđ um merkingu erfđabreyttra matvćla og segjast lengi hafa krafist ţessa. Á heimsíđu neytendasamtakanna segir: "Minnt er á ađ íslenskar landbúnađarvörur eru markađssettar sem umhverfisvćnar vörur og sem framleiddar eru í sátt viđ umhverfiđ. Ţađ er ljóst ađ ef ţađ myndi spyrjast út ađ erfđabreytt kjarnfóđur sé notađ í íslenskum landbúnađi er hćtt viđ ađ sú ímynd myndi bíđa verulega hnekki."

jogurtŢađ á einnig ađ upplýsa hvađa eiturefni eru notuđ viđ rćktun á grćnmeti. Ólöf Ýrr Atladóttir bloggar um ţetta í dag. Annars er öruggast ađ kaupa vottađar lífrćnt rćktađar vörur. Ţćr eru hollari og betri en auđvitađ dýrari en ef fleiri kaupa ţćr ţá lćkkar framleiđslukostnađurinn. Gott ađ heimur fer batnandi á ţessu sviđi.


mbl.is NS fagna ákvörđun um ađ merkja erfđabreytt matvćli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Friđrik V. í Giliđ

bögglageymslan Ţađ er frábćrt ađ hinn skemmtilegi og glćsilegi veitingastađur Friđrik V. kemur til međ ađ flytja í Bögglageymsluna í Listagilinu í sumar. Ţar međ verđur síđasta húsiđ í Gilinu tekiđ í notkun ađ nýju og ţađ er kominn tími til. Ţessi gullmoli í Gilinu ţarf á endurnýjun ađ halda og međ Friđriki V. mun gamla KEA Giliđ blómstra sem aldrei fyrr. Ţađ verđur hćgt ađ halda uppá 100 ára afmćli hússins í sumar. Frábćrt ađ ţau Friđrik V. Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir ćtli ađ nýta húsiđ einnig sem sćlkeraverslun ţar sem áherslur verđa međ svipuđum hćtti og á veitingastađnum, ţađ er á norđlenskt hráefni s.s. ferskan fisk og fleira. Ţetta mun fjölga gestum í Gilinu og hinir veitingastađirnir munu njóta ţess einnig ađ Bögglageymslan verđur gerđ upp. Og Akureyri verđur dásamlegur rólegheitabćr.


mbl.is Friđrik V. flytur í bögglageymslu KEA á Akureyri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bjórinn gerđur upptćkur

bjór

Ljómandi gott ađ löggan mćtti á Lćkjartorg og stoppađi frjálshyggjudrengina af ţegar ţeir ćtluđu ađ selja bjór úti á götu. Í fréttinni á mbl.is segir:
"Lögregla kom í veg fyrir sölu á áfengum drykkjum á Lćkjartorgi nú kl. 14 en ungir frjálshyggjumenn höfđu bođađ sölu á áfengum bjór ţar í dag. Lögregla gerđi söluvarninginn upptćkan og tók forsvarsmann hópsins til yfirheyrslu á lögreglustöđ."
Nóg var búiđ ađ auglýsa ţetta uppátćki frjálshyggliđsins. Minnir mann á árleg mótmćli stuttbuxnadrengjanna í SUS ţegar ţeir leggjast ofan á álagningarskrár til ađ fólk geti ekki séđ hvađ ríka og frćga fólkiđ reiknar sér í laun. Ég er ţeirrar skođunar ađ ţađ sé best ađ selja bjór eins og annađ áfengi í Vínbúđunum, ţar sem almennilegt eftirlit er međ ţví ađ krakkar séu ekki ađ kaupa vín. Algerlega sammála SÁÁ um ţetta.


mbl.is Komiđ í veg fyrir sölu á áfengi á Lćkjartorgi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband