Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
17.10.2006 | 08:07
Hvað liggur á?
Frumvarp um Ríkisútvarpið OHF!!! var rætt fram undir miðnætti í gær og þá voru margir af þingmenn á mælendaskrá. Þetta er fyrsta umræða um málið og þingmenn stjórnarandstöðunnar (sem nenna að vinna ólíkt sumum þingmönnum meirihlutans) fóru oft upp til að gagnrýna fundarstjórn Sólveigar Pétursdóttur þingforseta. Sólveig hafði áður mörg fögur orð um að gera Alþingi að fjölskylduvænni vinnustað en svo er bara strax í upphafi þings skellt á eftir- og næturvinnu með engum fyrirvara. Ekki sérlega fjölskylduvænt það. Sólveig P er sennilega ekki með ung börn sem bíða eftir henni heima en það eru aðrir þingmenn.
En hvað er það sem liggur svona rosalega á að troða í gegn enn einu misheppnuðu frumvarpi um Ríkisútvarpið. Þetta er þriðja útgáfan sem Þorgerður Katrín mætir með. Hin tvö voru svo slöpp að þeim var hent og nú er allt í einu bakkað með hlutafélagaformið sem var svo æðislegt um daginn og komið upp nýyrðið "Opinbert hlutafélag, ohf"! Það vandræðalegasta er að hlusta á Sigurð Kára og félaga endilega vilja að útvarpið verði áfram í 100% opinberri eigu, en það er langt frá "hugsjónum" hans og félaga í "Frelsisbandalagi" Sjálfstæðisflokksins.
Þingmenn harðorðir í garð lífeyrissjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2006 | 15:19
Flott hjá Þorgerði
Þetta var almennilegur úrskurður og maður átti nú ekki alveg vona á því að ráðherra Sjálfstæðisflokksins tæki sig saman í andlitinu. En alltaf gott að láta koma sér skemmtilega á óvart! Þetta er sigur fyrir Kjartan Ólafsson og nú verður þjóðskjalavörður að leyfa Kjartani að skoða gögnin sem sanna að sími hans var hleraður, af hverjum, hvenær, hversvegna og samkvæmt beiðni hvers. Vonandi verður ekki vísað til þess að einhver nefnd sé að semja reglur og bla, bla, biiiiið. Maðurinn á heimtingu á því að fá að sjá það sem ekki er búið að kveikja í og það strax.
Ákvörðun þjóðskjalavarðar um aðgang að gögnum um símahleranir felld úr gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2006 | 14:57
Strákarnir í stríðsleik
Hvað er málið með þessa stríðsleiki sem einhverjir kalla "æfingu"? Hryðjuverkamenn í Hvalfirði! Kommon, ekki er Herra Hvalur ehf svona hættulegur. Er þetta ekki líka ofstuðlað hérna: "Sikorsky Super-Stallion" SSS-sveitirnar af Wasp og Björn Bjarnason í ESSinu sínu með Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslustjórann (Cost guard!) með hjálminn að sprengja "hryðjuverkamennina". Eða heitir hún kannski "Seadragon"? Bless Gorbi við erum að fara að leika okkur smá á stóru flottu þyrlunni og sprengja einhverja hryðjuverkamenn! (ásamt fulltrúum fjölmiðla). Hvernig líst Viljálmi borgarstjóra og hugmyndafræðingi Friðarsetursins á málið? Eru menn ekki að vaxa upp úr þessum strákaleikjum? Verður svo ekki að fjölga í Víkingasveitinni svo það sé hægt að fylla þyrluna (50 manns með alvæpni)? Björn reddar aukafjárveitingu!
Sjá nánar á ruv.is og visir.is
Vel heppnuð æfing sérsveita í Hvalfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2006 | 09:52
Borga íslenskir ráherrar afnotagjöldin?
Það ætlar ekki af Svíunum að ganga. Nýja hægristjórnin rétt rúmlega vikugömul og tver ráðherrar foknir! Þetta er almennilegt stuð. Hvernig er það, er ekki einhver ofurbloggari til í að tékka á því hvort íslenskir ráherrar borgi afnotagjöldin af Ríkisútvarpinu. T.d. Þorgerður Katrín! eða Björn Bjarna eða bara Geir og Guðni. Mér finnst að fréttamannastéttin ætti að kafa ofan í málið. Ég efast hinsvegar um það að einhver þessara ráðherra myndi svo mikið sem láta það hvarfla að sér að segja af sér fyrir svona smotterí. Það er allt annað siðferði í gangi hér uppfrá. Eða hvað?
Annar ráðherra segir af sér í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2006 | 08:42
Er ekki allt í lagi með Tjallana?
Furðulegt hvað ráðamenn eru gjarnir á að gera sömu mistökin aftur og aftur og aftur... En þetta er nú einum of. Að setja alla múslíma og asíska háskólanema undir sama hatt og biðja kennara og aðra nemendur að fylgjast sérstaklega með þeim því þar fari líklegir hryðjuverkamenn. Þessi afstaða er stórhættuleg fyrir allt þjóðfélagið. "Ruth Kelly, menntamálaráðherra Bretlands, segir að samfélagsátak þurfi til að uppræta starfsemi öfgahópa múslíma í Bretlandi." Samfélagsátak til að framleiða hryðjuverkamenn og búa til ömurlegt eftirlitsþjóðfélag meinar hún sennilega.
Í frétt mbl.is segir líka:
"Gemma Tumelty, formaður Landssamtaka háskólanema í Bretlandi, segir þetta jafnast á við kommúnistaveiðar öldungadeildarþingmannsins Joseph McCarthy í Bandaríkjunum á 6. áratug síðustu aldar."
Gemma hittir þarna naglann á höfuðið og reyndar þarf ekki að leita lengra en til Austur-Þýsklands með STASI njósnunum, þar sem allir áttu að fylgjast með öllum. En Björn Bjarnason hefur sennilega skoðun á þessum málum enda sérfræðingur í eftirliti með borgurunum og ekkihlerunum! Og pikkfastur í kaldastríðshugsunarhætti.
Nánar um þetta á ruv.is og í Guardian
Starfsmenn breskra háskóla hvattir til að fylgjast grannt með múslímum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2006 | 22:13
Guðni alveg að fara meðþa!
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er alveg sér á parti. Einhvernveginn frá því á þarsíðustu öld. Nú þykist hann bara geta ákveðið hvað eigi að flokkast undir samkeppnisiðnað og hvað ekki. Það er alkunna að t.d. Sjálfstæðismenn tala mikið um frjálsa samkeppni en svo vinna þeir að því að hér ríki fákeppni svo þeir geti einir setið að kjötkötlunum. Þá er markaðurinn allt í einu orðinn "of lítill" og svo framvegis sbr. Flugfélag Íslands. Guðni er kominn í hópinn og vill alls enga samkeppni í framleiðslu á mjólk og osti þvi þar gilda vist allt önnur lögmal heldur en t.d. í brauðbakstri. Þetta er svo athyglivert í ljósi frétta af sameinuðum framleiðslurisa með emmess, Norðurjólk og KS saman í einni sæng (örugglega hagkvæm samlegðaráhrif, líka fyrir okkur neytendur!) Þessi félög eru undanþegin samkeppnislögum og heyra undir búvörulög!
Í Ríkisútvarpinu kom eftirfarandi fram: "Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ætlar ekki að breyta búvörulögum þrátt fyrir tilmæli Samkeppniseftirlits um það. Forstjóri eftirlitsins segir að mjólkuriðnaðurinn eigi ekki að vera undanþeginn samkeppnislögum. Þessu þurfi að breyta svo viðskiptaumhverfi sé eðlilegt. Ráðherra er ósammála og segir hagkvæmni best tryggða með óbreyttu fyrirkomulagi."
Guðni færði náttúrulega engin rök fyrir málinu enda hefur hann sennilega engin, bara eigin tilfinningu og visku.
Þetta fær mann svo aftur til að velta fyrir sér því að talsmaður neytenda Gísli Tryggvason er að fara í prókjörsslag hjá Framsókn. Getur hann verið í sinni opinberu stöðu á sama tíma og þessum prófkjörsslag? Ef allt væri eðlilegt væri hann það ekki og tæki sér að minnsta kosti launalaust frí á meðan. Og ef hann fer svo í framboð verður hann auðvitað að segja stöðu sinni lausri. Annað gengur ekki. Nema þetta sé bananalýðveldi sem við búum í. Talsmaður neytenda er nýbúinn að lýsa yfir ánægju sinni með útspil ríkisstjórnarinnar um lækkun matarskatts. Hagfræðinga greinir mjög á um hvort þessi prósent muni öll skila sér til okkar neytenda svo þetta er nú dálítið einkennilegt, á sama tíma og talsmaðurinn er að plotta í prófkjöri hjá Framsókn í Kraganum. Hverra talsmaður er hann þá?
Mjólka undrast viðbrögð landbúnaðarráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2006 | 11:49
Paul F. Nikolov gefur kost á sér í forvali VG
Ég las í Mogganum í morgun að Paul F. Nikolov blaðamaður (m.a. áður á Reykjavík Grapevine) er genginn til liðs við Vinstri græn og gefur kost á sér í forvali VG á Höfuðborgarsvæðinu. Þetta er góðar fréttir enda hefur Paul beitt sér mjög í málefnum nýrra íslendinga og verið málsvari innflytjenda. Ég býð hann velkominn í hópinn. Paul hafði lýst því yfir að hann hyggðist stofna flokk sem hefði málefni nýrra íslendinga í öndvegi og það er ánægjulegt að hann hafi séð að réttur farvegur fyrir þau mál er innan VG. Við þurfum að leggja enn meiri áherslu á að bæta réttindi þessa fólks.
Það er líka flott ályktun sem Ung vinstri græn sendu frá sér vegna boðs um "skoðunarferð" í herskipið USS Wasp. Ég birti hana bara hér alla:
Það kom stjórn Ungra vinstri-grænna verulega á óvart þegar Auður Lilja, formaður UVG, fékk símtal frá bandaríska sendiráðinu þar sem stjórninni var boðið að koma í skoðunarferð um herskipið USS Wasp sem lagðist við höfn hérlendis í vikunni. Stjórninni féllust þó ekki hendur heldur var boðið nýtt til að ítreka afstöðu okkar til hernaðarbrölts og undirlægjuháttar íslenskra stjórnvalda með ályktun frá stjórn sem fer hér á eftir:Ályktun frá stjórn UVG vegna komu Bandaríska herskipsins USS Wasp
Stjórn Ungra vinstri grænna mótmælir harðlega komu bandaríska flugmóðurskipsins USS Wasp hingað til lands. Skip þetta er sérstaklega til þess gert að flytja hersveitir og vígatól til átaka um heiminn þar sem að Bandaríkjamenn telja að ítökum sínum sé ógnað.
Ung vinstri græn hafa ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við hernaðarbrölt og beitingu hervalds í heiminum og hefur sú afstaða í engu breyst. Allt tal um að heimsókn sem þessi sé nauðsynlegur liður í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna um öryggismál, er innantómt hjal æsingamanna.
Ung vinstri græn ítreka þá afstöðu sína að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna sé þarflaust og marklaust plagg. Íslendingar eiga að móta sér sjálfstæða utanríkisstefnu sem að einkennist af friðarhugsjón og hlutleysisstefnu. Ung vinstri græn leggja áherslu á að Ísland standi utan hernaðarbandalaga og krefjast þess að Ísland gangi úr NATÓ tafarlaust.
Stjórn Ungra vinstri grænna fékk á dögunum boð frá bandaríska sendiráðinu um að fara í skoðunarferð um USS Wasp næstkomandi laugardag. Stjórnin hafnar hér með því boði og frábiður sér það að morðtól sem þetta skip séu gerð að skemmtigörðum. Stjórnin leyfir sér að véfengja mjög tilgang slíkra boða og telur þau algerlega siðlaus.
Stjórn Ungra vinstri-grænna
Hart barist um sætin á framboðslistum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2006 | 17:19
Tími til kominn að gera eitthvað
Það er gott að Ólafur Ragnar Grímsson forseti skuli bjóða samtökum ungra forystumanna á heimsvísu, Young Global Leaders til sín að funda um aðgerðir í umhverfismálum. Fundurinn er víst hinn fyrsti sinnar tegundar og er ætlunin að þróa raunhæfar leiðir í umhverfismálum með því að tengja saman fjármagn og nýsköpun. Það er líka kominn tími til. Mér skilst að þarna sé samankomið fólk úr alþjóðlegu viðskiptalífi, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum en hann Ólafur Elíasson myndlistarmaður er einnig í hópnum og ekki tilheyrir hann neinum af þessum hópum en það er afar jákvætt að listamenn séu líka með. Ólafur er líka snillingur og kemur örugglega með góðar hugmyndir. Björgólfur Thor Björgólfsson splæsir og það er fínt að setja peningana sína í svona framtak. Enda er fyrir löngu kominn tími til að gera eitthvað róttækt í loftslagsmálum. Gamla aðferðin að hækka bara strompana (eins og Alcoa gerir) dugar nefninlega skammt.
Fundað á Bessastöðum um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2006 | 13:10
Friðarstofnun er fín hugmynd
En skýtur ekki skökku við að á sama tíma og þessi gleðilega ákvörðun er tekin að þá skuli ráðamenn taka á móti risaherskipi með pomp og pragt í Reykjavík! Annars er einkennileg þessi aðdáun sumra á drápstólum, byssum, sprengjum og hermönnum.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir: Ísland er herlaust land og engin hefð er hér fyrir hernaðaruppbyggingu né herrekstri." Það er er ánægjulegt að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru farnir að fagna því að við erum loksins herlaust land. Það væri mun betra að Ísland væri einnig hlutlaust land sem stendur utan hernaðarbandalaga, því þá fyrst er: "Reykjavík einstakur vettvangur til viðræðna um friðsamlega úrlausn margvíslegra alþjóðlegra deilumála. svo vitnað sé aftur í Vilhjálm borgarstjóra. Og auðvitað er stuðningur Ríkisstjórnarinnar við ólöglegt innrásarstríð í Írak svartur blettur á þessari sögu okkar.
Markmið Friðarstofnunar Reykjavíkur á að vera að fjalla um friðarmál á alþjóðlegum vettvangi og að bjóða deiluaðilum víðs vegar um heim til viðræðna um friðsamlega nálgun og niðurstöðu deilumála. Það er einnig ánægjulegt að þetta verður gert í nánu sambandi við Háskólana og það var gott að heyra í Silju Báru Ómarsdóttur sem er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands.
Það er góðs viti að Rudolph Schuster, fyrrverandi forseti Slóvakíu ætli að taka að sér að leiða Friðarstofnunina og að jafnvel Gorbatsjov verði með til ráðgjafar.
Á netinu er haldið úti afar góðri vefsíðu: friður.is þar sem hægt er að fræðast um starfsemi íslenskra friðarhreyfinga og það sem er að gerast á þeim vettvangi á alþjóðavísu.
Við getum komið á fót glæsilegri Friðarstofnun Reykjavíkur sem getur skipt máli í heiminum en þá verðum við líka að vera sjálfum okkur samkvæm.
Friðarstofnun Reykjavíkur stofnuð í Höfða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2006 | 11:27
Friðarverðlaunin á réttan stað
Það er frábært að Muhammad Yunus, stofnandi Grameen Bankans og bankinn sjálfur hljóti friðarverðlaun Nóbels í ár. Hugmyndafræði bankans er hrein og bein og ekki ekki byggð á því að græða sem mest af peningum heldur að hjálpa þeim sem fengu ekki lán hjá venjulegum bönkum því þeir voru of fátækir. Þetta hefur gefið fjölda fólks í Bangladesh og um allan heim tækifæri til að koma undir sig fótunum og hefja allskonar smáiðnað. Það er einnig athyglisvert að konur eru í meirihluta þeirra sem njóta aðstoðar Grameen Bankans enda skilvísar og ábyrgar. Það væri óskandi að fleiri hagfræðingar væru eins og Muhammad Yunus en hann sýnir okkur gott fordæmi. Friðarverðlaunin fara að þessu sinni til grasrótarstarfs sem hefur kollvarpað viðteknum hugmyndum um bankastarfsemi og það er gott. Muhammad Yunus hefur verið kallaður "bankastjóri fátæka fólksins" og það er réttnefni í jákvæðri merkingu. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og Nóbelsverðlaunin verða vonandi til þess að enn fleiri taki eftir þessu mikilsverða framtaki.
Grameen Bank og stofnandi hans fá friðarverðlaun Nóbels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 379808
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?