Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Rassi prump fulltrúi okkar í Feneyjum 2009

008ragnkjartmainpic

Ragnar Kjartansson (yngri) verður fulltrúi okkar íslendinga á næsta Feneyjatvíæring árið 2009. Þetta er mjög gott því Ragnar (Rassi prump) er snillingur! Ég er viss um að hann rúllar upp þessari sýningu og ég er strax farinn að hlakka til. Hann var með frábæra sýningu í Nýlistasafninu um daginn og hann sýnir í stofunni hjá okkur í Kunstraum Wohnraum hér á Akureyri þann 16. mars 2008. Hann  verður einnig með á "bæ bæ Ísland" sýningunni í Listasafninu á Akureyri í mars. Þrátt fyrir að vera ekki gamall maður hefur Raggi farið víða og sýnt um allt. Hann var líka með á "aldrei - nie - never" sýningunni sem ég skipulagði í Gallerí +, Nýló og hjá Kuckei+Kuckei í Berlín. Alda Sigurðardóttir vinkona mín á Selfossi minnti mig einnig á frábæra sýningu sem Raggi var með hjá okkur í GUK+ árið 2004. Ragnar er ekki bara þekktur sem myndlistarmaður því hann er einnig aðalgaurinn í gæðahljómsveitinni Trabant. Ég mæli með heimasíðunni hans og sérstaklega myndbandinu "Dauðinn og börnin". Áfram Raggi!


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir næsti fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum

Thorgerdur Í dag verður formlega tilkynnt hver verður fulltrúi Íslands árið 2009 á Feneyjatvíæringnum. Hingað til hafa þetta verið myndlistarmenn en nú er breytt út af vananum því menntamálaráðherra (eða menntamálastýra) Þorgerður Katrín verður sjálf fulltrúi Íslands. Þetta kemur fram á ljómandi boðskorti sem ég fékk frá CIA. Ekki það að leyniþjónusta BNA sé farin að skipta sér af menningarmálum hér uppá klaka því þetta er alþjóðleg skammstöfun Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar: Center for Icelendic Art og heimasíðan er cia.is. Mér finnst samt líklegt að Þorgerður Katrín ætli ekki sjálf að gera gjörninga, innsetningar eða sýna ljósmyndaverk eða málverk í Feneyjum heldur muni hún bara tilkynna hver verður fulltrúi Íslands. Þetta fer fram í Listasafni Íslands eftir hádegið og ég kemst því miður ekki á staðinn.

Glæsilegt, Paul Nikolov!

paulfnikolov Paul Nikolov varaþingmaður Vinstri grænna á Þingi flutti jómfrúarræðu sína í dag og gerði það af miklum skörungsskap. Hann lagði fram frumvarp til laga um breytingu á lögum sem varða útlendinga og réttarstöðu þeirra. Þetta er augljóst réttindamál og ánægjulegt að Kristinn H. Gunnarsson í Frjálslindaflokknum skellti sér með á málið ásamt Bjarna Harðarsyni Framsóknarflokki auk þriggja þingmanna Vinstri grænna þeirra Kolbrúnar Halldórsdóttur, Atla Gíslasonar og Katrínar Jakobsdóttur. Vonandi verður þetta frumvarp afgreitt fljótt og örugglega í þingnefnd þannig að það verði sem fyrst að lögum þrátt fyrir að fulltrúar stjórnarflokkanna séu ekki meðflutningsmenn. Paul bloggar um málið í dag og þar má lesa ræðuna hans. Til hamingju með þetta Paul!
mbl.is Paul Nikolov: Íslenskt stjórnkerfi aðgengilegra en það bandaríska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki allt í lagi

Það er greinilega eitthvað mikið að í henni Saudi Arabíu. Kona sem hefur orðið fyrir hópnauðgun er dæmd í hálfs árs fangelsi og má þola 200 svipuhögg fyrir að hafa verið nálægt ókunnugum karlmönnum, nauðgurunum. Þetta kemur fram í frétt í Jyllands Posten. Það er ef til vill smá bót í þessu máli að karlarnir sem nauðguðu voru einnig dæmdir í fangelsi. Ég vona að Amnesty International taki málið fyrir og þrýsti á að stúlkunni verð sleppt við refsingu. Brot á mannréttindum eru alvarleg og þegar brotið er á þeim sem síst skyldi, fórnarlömbum ofbeldis, nauðgana og frelsissviptingar, er manni nóg boðið.

Það að stjórnin í BNA geri ekkert í málinu kemur svo sem ekkert á óvart. Bush er háður olíunni frá Saudum og hann á ekki svo marga "bandamenn" í þessum heimshluta. Hann er tilbúinn til að kaupa stuðning úr þessari átt dýru verði og þá skipta mannréttindi engu máli lengur. Íbúum BNA blöskrar auðvitað og það er tækifæri eftir tæpt ár til að losa Hvíta húsið úr klóm Repúblikana.


mbl.is Bandaríkjastjórn gagnrýnir ekki refsingu fórnarlambs nauðgunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyri er til fyrirmyndar

big-AkureyrijpgSem betur fer er Akureyri að mörgu leiti til fyrirmyndar. Dæmi um það eru þessar bílastæðaklukkur sem leiða til þess að fólk þarf ekki að vera með klink í vasanum alla daga en fólk leggur heldur ekki lengur en má í stæði (án þess að fá sekt). Í Hafnarstrætinu má til dæmis leggja í korter minnir mig en fyrir neðan Strandgötuna í klukkutíma og enn fjær miðbænum í tvo tíma. Þetta er gott mál.

Frítt í Strætó er nokkuð sem Akureyringar tóku upp eftir erlendri fyrirmynd eða bara eftir Reykjanesbæ. Það hefur slegið í gegn og nú ekur fullur strætó á Akureyri með skólafólk og aðra og hlífir malbikinu við tugum einkabíla sem annars hefðu farið af stað í skutl.

Það er auðvitað margt fleira til fyrirmyndar á henni Akureyri og nú er bara að halda áfram á þessari braut og næsta verkefni hlýtur að vera að fjölga hjólreiðastígum og auðvelda hjólreiðafólki að komast á milli hverfa. Það liggur einnig beint við að greiða enn meira niður máltíðir í mötuneytum grunnskólanna og að hádegismaturinn verði gerður að skólatíma að finnskri fyrirmynd. Ríkið ætti auðvitað að koma inn í málið allstaðar á landinu og aðstoða sveitarfélögin við að koma þessu í framkvæmd.

Síðan þarf að bæta aðstöðu siglingafólks á Akureyri, bæta strætókerfið enn meira og gera fleira og fleira fyrir enn ánægðari íbúa Akureyrar og alla sem vilja koma í bæinn (einnig 18 - 23 ára:)


mbl.is Færri stöðumælasektir á Akureyri með nýju kerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byssurnar hans Björns Bjarnasonar

301069AEnn á ný berast okkur óhugnanlegar fréttir af því að lögreglan vestanhafs drepur fólk með rafstuðbyssum. Eru þetta virkilega sömu byssurnar og dómsmálaráðherra vill að íslenska lögreglan fái? Ég heyrði sagt frá því að enginn hefði látist að völdum þeirra vopna og þá er annað hvort um að ræða aðrar byssur eða rangar upplýsingar. Mín skoðun er sú að þessar rafstuðbyssur eigi ekki að vera notaðar, þær eru greinilega stórhættuleg morðvopn. Úr fréttinni á mbl.is:

"Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa lýst áhyggjum yfir því að lögregla beiti vopnum af þessu tagi, og bendir á, að yfir 150 manns hafi frá árinu 2001 látið lífið eftir að hafa fengið í sig rafstraum frá rafmagnsbyssum."


mbl.is Lést eftir að hafa verið skotinn með rafmagnsbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðindaveður

Það hefur verið frekar leiðinlegt veður í dag. En samkvæmt ömmu Einars Áskels þá getur þetta bara batnað og hægt að hlakka til...
mbl.is Bíll fauk út af undir Ingólfsfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsti forseti BNA og tilgangur lífsins

444944AÞað er mikið fjör í BNA um þessar mundir. Er þetta samt ekki aðeins og langur aðdragandi fyrir forsetakosningar sem eru í nóvember á næsta ári! Frambjóðendur eru búnir að vera að hamast frá því í sumar. Skammur undirbúningur fyrir þingkosningar í Danmörku á dögunum eru hinar öfgarnar, 19 dagar eða 519. Annars er bara að vona að skárri kosturinn, það er að segja Demókratar vinni þetta og þar á bær er hún Hillary sennilega einnig skást. Kominn tími til að forseti BNA sé kona með skoðanir en ekki einhverjir trúðar með glæpamenn sem rágjafa, sem sífellt valda vonbrigðum. Annars hlakka ég til sunnudagsins þar sem fólk ætlar að velta fyrir sér grundvallarspurningum. Þórgnýr Dýrfjörð ætla nefnilega að spyrja sjálfan sig og aðra um það hver tilgangur lífsins sé? Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör kynni einhver að segja enda býst nú sennilega enginn við því að Þórgnýr sé kominn með svarið eða svörin en ef marka má síðustu tvo sunnudagsmorgna á Bláu könnunni þá verður ekki fátt um svör eða öllu heldur umræður. Þetta er skemmtilegt og hér er tilkynningin: 

Félag Áhugafólks um heimspeki á Akureyri heldur áfram með “heimspekikaffihús” á sunnudögum. Fyrstu tveir viðburður félagsins hafa tekist frábærlega en mikill fjöldi fólks hefur mætt á þá.

Næsta “heimspekikaffihús” vetrarins verður haldið næstkomandi sunnudag, 18. nóvember, á Bláu könnunni kl. 11 og lýkur kl. 12.  Fyrirkomulagið er þannig að fyrirlesari heldur stutta inngangstölu, u.þ.b. 10 mínútur, og að henni lokinni verða umræður. Að loknum umræðum tekur fyrirlesari efni þeirra saman.

Fyrirlesari í þetta skipti er Þorgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, og ætlar hann einfaldlega að fjalla um: "Hver er tilgangur lífsins?".

Dagskráin fram að jólum er sem hér segir (á sama stað og sama tíma):

Sunnudaginn 25.nóv. Páll Skúlason

Sunnudaginn 2.des. Hjalti Hugason

Félagið vill hvetja alla áhugamenn og konur til að fjölmenna og eiga notalega og fræðandi stund á Bláu Könnunni.

Félag Áhugafólks um heimspeki á Akureyri


mbl.is Clinton þótti standa sig vel í kappræðum í Las Vegas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafstuðbyssur verði bannaðar

444887AÞað eru óhugnanlegar fréttir sem berast úr fyrirmyndarlandinu Kanada: Maður lætur lífið eftir að lögreglan skýtur hann með rafstuðbyssu og 15 ára unglingur tekur atvikið upp á myndband. Í fréttinni á mbl.is segir svo:

"Frá árinu 2003 hafa 18 látist í Kanada eftir að hafa verið skotnir með rafstuðbyssum samkvæmt upplýsingum frá kanadíska ríkisútvarpinu. Byssurnar skjóta tveimur pílum út sem eru tengdar byssunni með tveimur þráðum. Sá sem fær pílurnar í sig fær um leið 50.000 volta rafstraum, en það er nægilega mikið magn til þess að lama manneskju um stundarsakir. Drægni vopnsins er um sex metrar."

Þetta eru viðbjóðsleg vopn. 18 manns liggja í valnum og það ætti að duga til að þessar byssur verði teknar úr notkun. Ég vorkenni aðstandendum mannsins sem var drepinn og einnig lögreglumanninum sem hefur mannslíf á samviskunni. Þetta er sorglegt. 

Kristín M. Jóhannsdóttir í Vancouver skrifar hér um málið.

Og hér er myndbandið 


mbl.is Maður lést í Kanada þegar lögreglumenn skutu hann með rafstuðbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin á Akureyri klikkar

big-AkureyrijpgFulltrúar Vinstri grænna í bæjarstjórn Akureyrar þau Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir lögðu fram mjög tímabæra bókun á fundi bæjarstjórnar í gær. Málið snýst um að Sparisjóður Norðurlands er að verða útibú frá Reykjavík og verður gleyptur af BYR. Það vekur sérstaklega athygli mína að tveir fulltrúar Samfylkingarinnar greiða atkvæði gegn bókuninni ásamt þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, restin situr hjá. Þetta er enn eitt dæmið um að Samfylkingin á Akureyri er úr takt við það sem er að gerast í bænum og ber ekki hagsmuni fólksins hér fyrir brjósti heldur aðeins fjármagnseigendanna, það er sorgleg staðreynd. En hrós til fulltrúa VG í þessu máli. Hér er frétt af dv.is um málið. 

logo7Hér er ályktunin:  ,,Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar lýsir yfir áhyggjum af fyrirhuguðum samruna Sparisjóðs Norðlendinga við BYR. Mikil eftirsjá er í því þegar svo öflug fjármálastofnun sem er á forræði heimamanna er lögð inn í stóra samsteypu á höfuðborgarsvæðinu. Við það glatast yfirráð heimamanna yfir gríðarmiklum sjóðum sem hafa um árabil verið nýttir til að styrkja nærsvæði Sparisjóðs Norðlendinga  í samræmi við markmið og tilgang Sparisjóða.  Í stað þess verður Sparisjóður Norðlendinga að útibúi frá BYR sem veikir stöðu og sjálfstæði hans. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir einnig vonbrigðum yfir því að stjórn Sparisjóðs Norðlendinga hafi ekki skoðað möguleika sem önnur fjármálafyrirtæki, svo sem eins og KEA og Saga Capital, höfðu bent á til að styrkja sjálfstæði og stöðu sjóðsins í heimabyggð."  


mbl.is Sparisjóðsmál til umræðu í bæjarstjórn Akureyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.