Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
24.3.2007 | 00:39
Meinti hann ekki besta kostinn?
Geir H. Haarde hefur sennilega mismælt sig eða Agnes Bragadóttir ekki tekið rétt eftir. Fyrirsögnin ætti að vera: "Geir H. Haarde telur samstarf Samfylkingar og VG besta kostinn". Annars er þetta ekki frétt! Hvað er svo sem fréttnæmt við að formanni íhaldsins þyki það versti kosturinn að þurfa að sitja í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. Agnes Bragadóttir klikkaði þarna á mesta skúbbi ársins. Ef fréttin hefði verið að honum þætti samstarf Vinstri grænna og Samfylkingar besti kosturinn þá væri ástæða til að birta frétt um málið. Þessu hljóta svo allir að bíða spenntir eftir að lesa í Sunnudagsmogga (sem ætti reindar að heita "Laugardagskvöldsmoggi": "Agnes segir að það muni eflaust vekja athygli hvað Geir Hilmar segir um jafnréttismál og hvernig hann telur Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið sig í þeim málum." Mér kæmi það á óvart að hann gefi sjálfum sér aðra einkun en "vel". Og fyrirsögnin á viðtalinu verður: "Geir H. Haarde telur Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið sig vel í jafnréttismálum" .
Geir H. Haarde telur samstarf Samfylkingar og VG versta kostinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2007 | 14:20
Flestar konur kjósa Vinstri græn
Það eru frábærar niðurstöður úr könnun Capacent-Gallup að flestar konur ætli að kjósa Vinstri græn. Fleiri en kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þetta gefur manni von um að það verði breytingar í vor og að fólk sé virkilega farið að hugsa um framtíðina og sjái hver eru með bestu tillögurnar í því að ná auknu jafnrétti. Það er einnig auðvelt að sjá af störfum þingflokks Vinstri grænna að þau hafa beitt sér mjög á þessu sviði og sá málflutningur er að ná til þjóðarinnar. Áfram svona! Hér er annars fréttin af mbl.is:
"
VG áfram í mikilli sókn
Vinstrihreyfingin grænt framboð fær 27,6% atkvæða og 17 þingmenn kjörna á Alþingi samkvæmt símakönnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og RÚV um fylgi flokkanna á landsvísu dagana 14. til 20. mars sl. Sjálfstæðisflokkurinn fengi miðað við þessa könnun 25 þingmenn kjörna, Samfylkingin 13, Framsóknarflokkurinn fimm og Frjálslyndi flokkurinn þrjá þingmenn.
Í könnuninni 8. til 13. mars sl. fékk VG 25,7% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þá 40,2% en 36,2% nú. Samfylkingin fer úr 20,6% í 19,7%, Framsókn úr 6,9% í 8,6% og Frjálslyndir úr 4,8% í 6,6%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með svipað fylgi og í könnun Capacent í síðustu viku febrúar, en VG, Framsókn og Frjálslyndir eru með ámóta fylgi og í könnuninni í fyrstu viku mars. Fylgi Samfylkingarinnar var 21,7% í báðum þessum könnunum.
44,6% karla og 31,1% kvenna hyggjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 21,4% karla og 32,5% kvenna VG, 17,6% karla og 23,0% kvenna Samfylkinguna, 8,2% karla og 7,3% kvenna Framsókn og 6,9% karla og 4,3% kvenna Frjálslynda."
VG áfram í mikilli sókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2007 | 15:00
Ómar formaður Íslands...
Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2007 | 15:47
Hárrétt hjá Greenpeace
Það er ótrúlegt að útgerð Wilson Muuga eigi að komast upp með að sleppa því að fjarlægja skipið af strandstað. Gott hjá Greenpeace að benda á þetta. Hverjir eiga að borga brúsann? Skipið liggur á viðkvæmum stað og er búið að gera mikinn skaða nú þegar. Grænfriðungar eiga heiður skilinn fyrir að beita sér í þessu máli. Í frétt mbl.is segir "Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga á Norðurlöndum, hefur sent norska tryggingafélaginu Gard A/S bréf þar sem þess er krafist að félagið greiði að fullu fyrir að að flutningaskipið Wilson Muuga verði fjarlægt af strandstað.
Í bréfi sem stílað er á Einar Christensen, yfirmann hjá Gard, segir að Grænfriðungar skilji sem svo að félagið hafi neitað að greiða að fullu fyrir nauðsynlegar aðgerðir á strandstað, en svæðið sé skráð verndað og sé mikilvægt fyrir bæði farfugla og íslenska fugla.
Er í bréfinu bent á að um 10 tonn af olíu hafi lekið í hafið eftir strandið, en að þetta hafi ekki verið í fyrsta skipti sem skipið lenti í atviki sem þessu. Segir í bréfinu að í janúar á síðasta ári hafi Wilson Muuga rekist á fiskiskipið Gåsøy í Nyksund við strendur Noregs, og að skipverjar skipsins hafi hvorki stöðvað né haft talstöðvarsambandi við Gåsøy eftir óhappið."
Grænfriðungar krefjast þess að Gard A/S greiði fyrir að fjarlægja Wilson Muuga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2007 | 14:51
Skrifum undir
Ég hvet alla til að skrifa undir sáttmála Framtíðarlandsins sem fyrst. Þegar ég skoðaði áðan voru 3027 búnir að skrifa undir. Hægt er að sjá hvaða þingmenn eru búnir að skrifa undir sáttmálann um framtíð Íslands og það hafa 17 þingmenn gert nú þegar. Þar af eru allir þingmenn Vinstri grænna og tólf þingmenn Samfylkingarinnar. Það var sagt frá því að Jónína Bjartmars væri búin að skrifa undir en hún er ekki merkt græn á listanum. Hætti hún við? Eða var þetta bara della að hún hefði skrifað undir? Það eru engir þingmenn Sjálfstæðisflokks búnir að skrifa undir og ekki heldur Frjálslyndra og án Jónínu ekki heldur neinn þingmaður Framsóknar. Þið getið bæst í hópinn sem vill grænt Ísland en ekki grátt og skrifað undir hér. Hér er svo fréttatilkynningin sem Framtíðarlandið sendi frá sér:
Sáttmáli um framtíð Íslands
--fréttatilkynning 18. mars 2007
Virkja þarf sem nemur orku frá þremur Kárahnjúkavirkjunum á 25-30 nýjum svæðum á Íslandi gangi núverandi áætlanir um stóriðju eftir. Með þessum aðgerðum er verið að skuldbinda orkulindir Íslands til einhæfra nota til langs tíma, takmarka nýtingu á fjölbreyttari og verðmætari tækifærum, fórna gríðarlegum náttúruverðmætum og auka losun gróðurhúsalofttegunda.
Ef fram fer sem horfir verður 85% af orkuframleiðslu Íslands bundin í álverum til langs tíma. Áætlanir um að stækka álverin í Straumsvík ogHvalfirði og byggja ný álver í Helguvík, á Húsavík og hefja álframleiðslu á Reyðarfirði þýða að framleiðsla áls mun aukast úr um 270,000 tonnum á ári (2003) í að minnsta kosti 1,5 milljónir tonna á ári. Ef öll álverin þyrftu í framtíðinni að stækka í samræmi við óskir álversins í Straumsvík verður orkuþörf þeirra meiri en tæknilega möguleg raforkuframleiðsla á Íslandi í dag, jafnvel þótt að Jökulsá á Fjöllum, Gullfoss og laxveiðiárnar séu taldar með. Þar með yrðu aðrir möguleikar á raforkunýtingu landsins útilokaðir.
Átök um um virkjanamál og stóriðju hafa á liðnum misserum rekið fleyg í þjóðarsálina og valdið klofningi milli landshluta, byggðarlaga og jafnvel innan fjölskyldna. Umfang núverandi stóriðjuáætlana er slíkt að ljóst er að deilurnar sem þjóðin hefur fengið nasasjón af á síðustu árum munu aðeins magnast. Því leggur Framtíðarlandið fram sáttmála um framtíð Íslands. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi Forseti Íslands er verndari sáttmálans.
1. Við höfum kjark til að byggja upp fjölbreytt og lifandi samfélag á Íslandi þar sem hugvit og sköpunargleði einstaklinga fær að njóta sín þeim sjálfum og öðrum til heilla.
2. Við sýnum komandi kynslóðum virðingu með því að láta lögfesta áætlanir um náttúruvernd áður en nokkuð frekar er aðhafst í orkuvinnslu.
3. Við öxlum ábyrgð á tímum viðsjárverðra loftslagsbreytinga í heiminum með því að fylgja alþjóðlegum skuldbindingum um losun gróðurhúsalofttegunda.
Fyrir stjórnmálamenn þýðir þetta að áður en ráðist verður í nokkrar frekari virkjunar- eða stóriðjuframkvæmdir verði búið að afgreiða og samþykkja fyrsta og annan áfanga Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og að Rammaáætluninni í heild verði gefið lögformlegt vægi. Þar til því ferli er lokið verði ekkert frekar aðhafst í stóriðju- og virkjanauppbyggingu. Þetta útilokar ný álver í Helguvík og á Húsavík, sem og stækkun álveranna í Straumsvík og í Hvalfirði á tímabilinu. Á meðan þessu ferli stendur verði ekki leitað hófanna með aðrar virkjanir, hvort sem þær falla í umhverfisflokk A, B eða C samkvæmt núverandi skilgreiningu Rammaáætlunar. Ennfremur verði engum frekari rannsóknarleyfum úthlutað á þessu tímabili. Þá verði íslenska ákvæðið í Kyoto-bókuninni ekki notað frekar en þegar hefur verið gert vegna Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði.
Á meðal fyrstu stuðningsmanna sáttmálans má nefna: Sigurbjörn Einarsson, biskup, Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og aðstoðarforstjóri Time Warner, Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi Forsætisráðherra, Jón Eiríkssson, bóndi á Vorsabæ, Skeiðum, Tryggvi Guðmundsson, Markaðsráðgjafi og knattspyrnumaður úr FH, Vilhjálmur Árnason, heimspekiprófessor, Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor í eðlisfræði, Orri Vésteinsson, fornleifafræðingur, Bjarni Haukur Þórsson, leikari og leikhúsframleiðandi, Margrét Harðardóttir arkitekt, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, Mugison, tónlistarmaður, Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins CCP, Margrét Vilhjálmsdóttir, leikkona, Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur, Guðný Halldórsdóttir Laxness, kvikmyndaleikstjóri, Sr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur og prófastur, Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, Guðrún Agnarsdóttir, læknir og forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, Orri Vigfússon, viðskiptamaður og formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna í Norður-Atlantshafi, Sigurður Gísli Pálmason, viðskiptamaður, Dr. Hörður Arnarson, Forstjóri Marels og Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik.
Sáttmálann um framtíð Íslands og rök fyrir honum má nálgast á www.framtidarlandid.is
Óþarfi að drekkja í pósti" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.3.2007 | 14:03
Baráttufundur gegn stríði
Samtök hernaðarandstæðinga, MFÍK, Þjóðarhreyfingin, Ung vinstri græn og Ungir Jafnaðarmenn standa fyrir baráttusamkomu í Austurbæ í kvöld klukkan 20. Það er ástæða til að hvetja alla til að mæta enda er fín dagskrá með tónlist og Bragi Ólafsson les upp og ávörp frá Lilju Grétarsdóttur og Helga Hjörvar. Hér er dagskráin öll og svo er tilvalið að minna á friðarvefinn góða.
Senn eru liðin fjögur ár frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja þeirra í Írak hófst, með formlegum stuðningi íslenskra stjórnvalda. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar ráðamanna í BNA um að friður sé að komast á í landinu, er ekkert lát á óöldinni í Írak og sífellt fleirum verður ljóst hvaða hörmungar stríðið hefur kallað yfir írösku þjóðina.
Mánudagskvöldið 19. mars munu hinir staðföstu stríðsandstæðingar efna til baráttusamkomu í Austurbæ, þar sem hernáminu verður mótmælt og þess krafist að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð vegna hins svívirðilega stuðnings við ólöglegt árásarstríð.
Dagskráin hefst kl. 20.
Ávörp flytja:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Helgi Hjörvar
Tónlistaratriði:
XXX Rottweilerhundar,
Ólöf Arnalds
& Vilhelm Anton Jónsson
Upplestur:
Bragi Ólafsson
Kynnir:
Davíð Þór Jónsson
Hinir staðföstu stríðsandstæðingar eru:
Samtök hernaðarandstæðinga
MFÍK
Þjóðarhreyfingin - með lýðræði
Ung vinstri græn
& Ungir Jafnaðarmenn
Írakar svartsýnni en fyrir tveimur árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2007 | 00:18
Af hverju ekki slagorð með ZERO óskum?
Af hverju ekki ný ríkisstjórn með ZERO Framsókn?
Af hverju ekki ný ríkisstjórn með ZERO Sjálfstæðisflokki?
Af hverju ekki kvenfrelsi með ZERO misrétti?
Af hverju ekki kynfrelsi með ZERO nauðgunum?
Af hverju ekki jafnrétti með ZERO ofbeldi?
Af hverju ekki náttúruvernd með ZERO landdrekkingu?
Af hverju ekki velferðarkerfi með ZERO einkavæðingu?
En svo er líka aðal spurningin:
Af hverju svölum við ekki þorstanum án ZERO?
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst mikið frá síðustu könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2007 | 16:00
Góðar fréttir og frábær grein
Það er afar ánægjulegt að flestir sem svöruðu í könnun Capacent-Gallup vilji ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar. Þetta er mín óskastjórn sem myndi setja velferðarmál og umhverfismálin í forgang. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gott af því að fara í stjórnarandstöðu. Ég má til með að benda á frábæra grein eftir Ásbjörn Björgvinsson forstöðumann Hvalasafnsins á Húsavík sem birtist í Morgunpóstinum í dag. Ásbjörn segir meðal annars: "Að undanförnu hafa nokkrir málsmetandi menn lent í því, meðvitað eða ómeðvitað, að tala niður flest það góða sem gert hefur verið hér í bæ undanfarinn áratug. Spurningar eins og Á Húsavík framtíð? og Á hverju eigum við að lifa? hafa sést hér í blaðinu og vefsíðu Skarps að undanförnu, ásamt fullyrðingum á borð við Sveitarfélagið hefur verið að grotna niður og Atvinnutækifærum hefur farið fækkandi á Húsavík eins og allir vita og ýmislegt af þessu sem heitir "eitthvað annað" hefur ekki gengið upp. Jafnframt hafa þeir sem ekki fagna hugmyndum um álbræðslu við Húsavík verið kallaðir ýmsum nöfnum en vinsælast er þó að kalla þann stækkandi hóp kaffihúsaliðið í 101. Við sem hér búum, verðum að passa okkur á því í umræðunni um hugsanlegt álver að falla ekki í það drullusvað að upphefja álversframkvæmdir með því að tala einstaklinga eða aðra tegund atvinnuuppbyggingar niður." Ég hvet alla til að lesa greinina hér.
Katrín: Ljóst að kjósendur vilja VG í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2007 | 16:09
Damien Hirst búinn að meikaða
Svo sem ekki alveg nýjar fréttir af poppstjörnu breska myndlistarmarkaðarins, honum Damien Hirst. Hann er fyrir löngu kominn í goða tölu og dálítið gott að hann er ekki alveg "hefðbundinn" myndlistarmaður (málari!) heldur gerir hann allskonar verk þó að það sé bara talað um málverk í frétt mbl.is. Hann er ekki alveg uppáhaldsmyndlistarmaðurinn minn en ég hef nú samt gaman að honum. Myspace síðan hans er til dæmis skemmtileg. Hér er svo fréttin öll af mbl.is
"Hirst farsælasti myndlistarmaður heims
Breski myndlistamaðurinn Damien Hirst er nú sá myndlistarmaður heimsins sem þykir farsælastur, miðað við sölu á verkum eftir hann. Hirst seldi nýverið 28 málverk á sýningu í Los Angeles fyrir 61 milljón dollara og náði með þeirri sölu fyrrgreindu marki, að sögn breska dagblaðsins Independent.
Fram að seinustu helgi var Hirst í öðru sæti, á eftir bandaríska málaranum Japer Johns, en hann seldi grafíkverk fyrir 41 milljón dollara í fyrra. Málverk Hirst hækkuðu gífurlega í verði með fyrrnefndri sýningu, en í þau notar Hirst þurrkuð fiðrildi og húsamálningu.
Damien Hirst er án efa farsælasti myndlistamaður heimsins í dag, segir Cristina Ruiz, ritstjóri listadagblaðsins The Art Newspaper. Hann sé einn af þremur listamönnum sem teljist vörumerki í myndlistarheiminum, en hinir eru þeir Andy Warhol og Pablo Picasso en báðir eru þeir látnir. Með því er átt við að verk þessara manna seljist um allan heim. Hirst geti selt nánast hvað sem er, leggi hann nafn sitt við það."
Hirst farsælasti myndlistarmaður heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.3.2007 | 11:56
Enn ein nefndin
Það var frekar vandræðalegt að enginn þingmaður stjórnarflokkanna mætti á fundinn á Ísafirði þar sem rætt var aðgerðarleysi stjórnvalda í byggðamálum. Og til að bjarga sér fyrir horn er skipuð nefnd. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa haft 12 ár í ríkisstjórn til að bæta ástandið með aðgerðum en það eina sem þeim dettur í hug er að skipa enn eina nefndina. Er er kominn tími til að gefa þessum flokkum frí?
Ríkisstjórn samþykkir að skipa nefnd vegna ástands atvinnumála á Vestfjörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 379810
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?