Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Rífandi stemning hjá VG

vgÞað er frábært að vera á Flúðum að fagna góðum árangri úr kosningunum og leggja drög að enn meiri sigrum á næstu misserum. Það skiptir líka miklu máli að veita aðhald og tala áfram fyrir góðum málum. Þessi ríkisstjórn lofar heldur ekki góðu og virðist verða framlenging á fyrri leiðindastjórn. En það verður bara enn skemmtilegra í stjórnarandstöðunni og gott að vera stærsti flokkurinn þar. Það ríkir mikill einhugur í Vinstrihreyfingunni grænu framboði og menn skemmta sér yfir staksteinum (úr glerhúsum). Svo eru sumir auðvitað að vorkenna vinstrisinnunum í Samfó sem hljóta að fara að átta sig.

Það verður rætt saman til ellefu í kvöld og áfram í fyrramálið. Ég hlakka til síðsumarferðar hér á morgun. Þetta verður góð dagsferð um hluta Þjórsár undir leiðsögn Bjargar Evu Erlendsdóttur sem lýkur með grilli.


mbl.is Steingrímur: Hlutverk VG að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríski herinn þrífi eftir sig sjálfur

436064AEr ekki bara hægt að æfa síg í því að hreinsa upp draslið og sprengjurnar sem Herinn skyldi eftir sig og sagði okkur að laga bara til. Ótrúlegur aulaskapur af þeim sem ætluðu að "semja" um brottför hersins að þora ekki að segja múkk við bandaríska herinn. Og svo eru sóttir hingað "sérfræðingar" sem hafa verið í Írak, Afganistan og fleiri stríðshrjáðum löndum (af völdum bandaríska hersins). Áhersla er lögð á hryðjuverkasprengjur! Er ekki allt í lagi!


mbl.is Sprengjueyðingaræfing hófst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefán Jónsson opnar sýninguna "Skuggar og svipir" á Café Karólínu laugardaginn 1. september, 2007, klukkan 14

stefan.JPG
Stefán Jónsson

Skuggar og svipir

01.09.07-05.10.07   


Velkomin á opnun laugardaginn 1. september, 2007, klukkan 14

Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

Laugardaginn 1. september, 2007, klukkan 14 opnar Stefán Jónsson sýninguna "Skuggar og svipir" á Café Karólínu.

Sýningin heitir Skuggar og svipir. 24 svart hvítar ljósmyndir 20 x 20 cm hver og 6 ljósmyndir í lit 33 x 45 cm hver. Myndefnið er í öllum tilfellum höfundurinn sjálfur.

Stefán Jónsson er fæddur á Akureyri 1964 og stundaði myndlistarnám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og í School of Visual Arts í New York. Hann hefur sett upp fjölda sýninga víðsvegar um heim, nú síðast í Safni í Reykjavík og í Jónas Viðar gallery á Akureyri.

Nánari upplýsingar veitir Stefán í netfangi melman(hjá)simnet.is og í síma 8645448

Meðfylgjandi mynd er af einu verka Stefáns sem hann sýnir á Café Karólínu.

Stefán verður viðstaddur opnunina. Sýningin á Café Karólínu stendur til 5. október, 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 1. september, klukkan 14.

Á sama tíma stendur yfir sýning Brynhildar Kristinsdóttur á Karólínu Restaurant.

Til föstudagsins 31. ágúst er enn tækifæri til að sjá sýningu Dagrúnar Matthíasdóttur "Súpur" á Café Karólínu.

Næstu sýningar á Café Karólínu:

06.10.07-02.11.07        Marsibil G. Kristjánsdóttir
03.11.07-30.11.07        Birgir Sigurðsson
01.12.07-04.01.08        Steinunn Helga Sigurðardóttir
05.01.08-02.02.08        Guðrún Vaka
03.02.08-02.03.08        Steinn Kristjánsson
03.03.08-04.04.08        Unnur Óttarsdóttir
05.04.08-02.05.08        Guðmundur R Lúðvíksson
03.05.08-06.06.08        Kjartan Sigtryggsson

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Jónas Hallgrímsson 200 ára


Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar verður opnuð samsýning 21 myndlistarmanns í Ketilhúsinu í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 25. ágúst kl. 14.00. Ber hún yfirskriftina "Skyldi' ég vera þetta sjálfur".
Jónas er kveikjan að öllum verkum sýningarinnar og verður fjölbreytt flóra myndlistarmanna sem eiga við hann samtal.
Sýningarstjóri er Þórarinn Blöndal.   
Sýninginn mun standa  framyfir afhendingu Sjónlistarverðlaunanna 2007 sem fram fer á Akureyri 21. til 23. september.
Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13:00 og 17.00
    
Eftirtaldir listamenn munu taka þátt í sýningunni:

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Arna Valsdóttir
Áslaug Thorlacius
Birgir Snæbjörn Birgisson
Finnur Arnar
Hanna Hlíf Bjarnadóttir
Helgi Þórsson
Hlynur Hallsson
Hulda Hákonardóttir
Ilmur Stefánsdóttir
Jón Garðar Henrysson
Jón Laxdal
Jón Sæmundur Auðarson
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Jónas Viðar
Joris Rademaker
Megas
Margrét Blöndal
Pálína Guðmundsdóttir
Ragnar Kjartansson
Þorvaldur Þorsteinsson

Menningarmiðstöðin Listagili
Akureyri Cultural Center
Sími/Tel: 466 2609
listagil@listagil.is
www.akureyri.is
http://listasumar.blog.is


Vonandi verða Kanadamenn vingjarnlegir


Ég er mjög hrifinn af vináttuleikjum og er viss um að Kanadamenn fari ekki illa með okkur. Þó að íslenska karlalandsliðið í fótbolta sé í sæti númer hundrað og eitthvað með Súdan og hafi aldrei verið neðar. Þetta er jú vináttuleikur. Hallur Gunnarsson frændi minn og Andrea Hjálmsdóttir voru að flytja til Kanada ásamt Fönn og Dögun og þau eru með ansi flott lén nefnilega kanada.is. Þau eru dugnaðarforkar og strax farin að mótmæla stríðsbrölti í Vancouver sé ég á síðunni þeirra. Ég spái því að leikurinn fari eitt - eitt.


mbl.is Stolt og barátta eru aðalatriðin gegn Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyjamenn miklir húmoristar

434465AÞað er fyrir löngu ljóst að Vestamannaeyingar eru upp til hópa miklir brandarakallar. En að ætlast til þess að fá einkaleyfi á nafninu "Þjóðhátíð" eða "Brekkusöng" er einum of gott. Mér er sama þó að ÍBV fá einkaleyfi á nafninu "Húkkaraball" enda er það frekar ömurlegt nafn á balli og verður þá vonandi notað af þeim einum og bara einu sinni á ári. 
mbl.is Eyjamenn þeir einu sem mega halda Húkkaraball
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær umfjöllun um Ísland í GeoSaison

70050934_max

Flott hestamynd á forsíðunni á GeoSaison og skemmtilegt að athyglinni skuli beint að Vestfjörðunum sem hingað til hafa ekki verið hluti af aðal ferðamannaleiðinni. En vonandi er það að breytast og þjóðverjar munu flykkjast til Vestfjarða eftir þessa ítarlegu umfjöllun í GeoSaison. Ósnortin náttúra Vestfjarða á eftir að margfaldast í verðmæti í framtíðinni og vonandi verður ekki allt eyðilagt með risaolíuhreinsistöð. Hér er er fréttin af mbl.is:

Mikil umfjöllun er um Ísland í ágústhefti þýska ferðatímaritsins GeoSaison. Auk þess að prýða forsíðu blaðsins þekur umfjöllunin alls 30 blaðsíður í tímaritinu og er ljósmyndum af íslenskri náttúru gert hátt undir höfði.

Arthúr Björgvin Bollason, sem sér um kynningarmál fyrir Icelandair í Mið-Evrópu, segir að þótt greinar um Ísland séu algengar í ferðatímaritum sé mjög óvenjulegt að sjá svona stóra og ítarlega umfjöllun um landið eins og birt er í GeoSaison. "Við erum mjög ánægð með þetta. "Þetta er mjög öflugur miðill," segir hann.

GeoSaison er vel þekkt tímarit um ferðamál og selst í á annað hundrað þúsunda eintökum. Leikur enginn vafi á að umfjöllunin mun vekja mikla athygli, skv. upplýsingum Arthúrs Björgvins. "Það er óhætt að segja að Geosaison sé öflugasta tímaritið á þessu sviði. Það hafa stöku sinnum komið greinar um Ísland á undanförnum árum en aldrei neitt í líkingu við þetta."

Sérhæft miðlunarfyrirtæki sem leggur verðmat á auglýsingagildi greina af þessu tagi hefur metið umfjöllunina um Ísland í GeoSaison á um 450 þúsund evrur eða sem svarar til rúmlega 40 milljóna íslenskra króna."


mbl.is Þrjátíu blaðsíðna umfjöllun um Ísland birt í víðlesnu þýsku ferðatímariti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðarhúsið á Menningarnótt

Það verður margt á seyði hjá Samtökum hernaðarandstæðinga á Menningarnótt. Verst að vera fyrir norðan þessa helgi en það er þó hægt að hlakka til Akureyrarvöku um næstu helgi. Fyrir þá sem eru í Borginni er úr mörgu að velja og ég mæli með röltinu sem hefst klukkan hálf fimm við Iðnó:

Kl. 16:30 verður efnt til róttæklingarölts um mótmælaslóðir í Reykjavík þar sem fjallað verður um sögufræg mótmæli og pólitískar aðgerðir síðustu ára og áratuga. Lagt verður af stað frá Iðnó, en af markverðum viðkomustöðum má nefna vettvang Þorláksmessuslagsins 1968 og staðinn þar sem Nixon mætti örlögum sínum. Sagnfróðir hernaðarandstæðingar og róttæklingar eru hvattir til að slást í för og grípa gjallarhornið þegar færi gefst!

Kl. 18 er reiknað með að sögugangan komi í Friðarhús, en um svipað leyti verður dýrindis grænmetissúpa reidd fram í boði SHA. (Kaffihús verður starfrækt í Friðarhúsi frá kl. 17 fyrir gesti og gangandi.)

Kl. 18:30 verður svo í fyrsta sinn sýnd opinberlega kvikmyndin “Réttvísin gegn RÚV”. Um er að ræða frumsýningu á upptöku sem gerð var í Háskólabíói vorið 1989, en þá var sett upp leikverk sem byggði á nýopinberuðum leyniskýrslum CIA um samskipti BNA við íslensk stjórnvöld. Hér er um að ræða einstaka sýningu, þar sem áhorfandinn þarf í sífellu að minna sig á að ekki er um að ræða skáldskap heldur endursögn á raunverulegum heimildum. EKKI MISSA AF ÞESSU!

Kaffihúsið í Friðarhúsi verður svo opið áfram fram eftir kvöldi eftir því sem þurfa þykir.

Þessa frábæru mynd tók Harpa Stefánsdóttir í mótmælum gegn heræfingum en hér breiðir Birna Þórðardóttir úr ítalska friðarfánanum sínum við danska sendiráðið, Kolbrún Halldórsdóttir að baki með friðarmerki. Það er hægt að sjá fleiri myndir á friðarvefnum.


mbl.is Nótt menningarvitans og allra hinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir sem virka strax

435144AFrábært að leikskólaráð Reykjavíkurborgar hafi samþykkt tillögu Vinstri grænna um að greiða viðbótarlaun til starfsfólks á leikskólum. Það þarf einnig að hækka laun grunnskólakennara. Gott að tillögur Vinstri grænna komast áfram þrátt fyrir að vera í minnihluta. Áfram svona! Ásdís á Mogganum tók þessa skemmtilegu mynd af leikskólakrökkum.
mbl.is Samþykkt í leikskólaráði að greiða leikskólakennurum tímabundin viðbótarlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins

422342AÞað hefur lengi verið beðið eftir þessari starfsemi hér á Akureyri og ánægjulegt að málið skuli komið í höfn. Aflþynnur eru líka ágætis nýyrði. Það besta er að hér er um verksmiðju að ræða sem mengar lítið en skaffar helling af hátæknistörfum. Nú getur fólk hrósað happi yfir því að ekki var hlunkað niður mengandi álbræðslu í fjörðinn. Hér er fréttin af mbl.is "Verið er að undirrita raforkusamning milli ítalska fjölskyldufyrirtækisins Becromal og Landsvirkjunar á Akureyri fyrir nýja aflþynnuverksmiðju sem reisa á að Krossanesi á Akureyri. Verksmiðjan á að vera risin og hefja starfsemi á næsta ári. Skapar verksmiðjan níutíu ný störf í Eyjafirði. Orkuþörf verksmiðjunnar er 640 gígavattsstundir á ári sem er fimm sinnum meira heldur en Eyjafjarðarsvæðið notar árlega, að því er fram kom á fundi nú í hádeginu.

Aflþynnur eru notaðar í rafþétta en vaxandi eftirspurn er eftir rafþéttum þar sem þeir eru notaðir í allan rafeindabúnað. Íslenska fjárfestingafélagið Strokkur Energy hefur gerst þátttakandi í uppbyggingu Becromal á Íslandi.
"


mbl.is Iðnaðarráðherra mælir með nýyrðinu aflþynna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband