Leita í fréttum mbl.is

Huginn Þór Arason opnar sýningu í Kunstraum Wohnraum á Akureyri

allt_i_kuk_og_kanil.jpg

 

HUGINN ÞÓR ARASON 

ALLT Í KÚK OG KANIL (OF GOTT TIL AÐ VERA SATT)

17.05. - 21.06.2009 

 

Opnun sunnudaginn 17. maí 2009, klukkan 11-13  

Opið samkvæmt samkomulagi   

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM             

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir     

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744  hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de 

Sunnudaginn 17. maí 2009 klukkan 11-13 opnar Huginn Þór Arason sýninguna “ALLT Í KÚK OG KANIL (OF GOTT TIL AÐ VERA SATT)” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

Á sýningunni í KW er hugmyndin að útfæra skissu af Evrópusambandsfána þar sem stendur "ALLT Í KÚK OG KANIL" í stað stjarnanna. Hún var upphaflega gerð af tilefni bókverks Lortsins (óformlegur félagsskapur ýmissa listamanna og skapandi einstaklinga) sem sett var saman af tilefni samsýningar hópsins í Kling & Bang í október 2008. Skissan birtist í hrárri mynd í bókinni. Hugmyndin er semsagt að útfæra þessa skissu í hvítt bómullarefni í stofuglugga . Hægt verður svo að panta fánann í sinn eigin glugga yfir sýningartímabilið gegnum KW. Fáninn verður skjannahvítur. Á sýningunni verða einnig tvær pappírsklippimyndir og kveðjur sem sendar hafa verið fjölskyldunni að Ásabyggð 2; aðstandendum KW, frá Ástralíu.

Huginn Þór Arason stundaði nám við Listaháskóla Íslands og framhaldsnám við Akademie der Bildenden Künste í Wien. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum og unnið að nokkrum samstarfsverkefnum. Nýlega tók hann þátt í sýningunni ID-LAB í Listasafni Reykjavíkur og North Star/Dark Star í The Narrows Gallery í Melbourne. Hann hefur einnig unnið að sýningarstjórn og starfar í stjórn Nýlistasafnsins og Gallerí Suðsuðvesturs í Reykjanesbæ. Hann býr og starfar í Reykjavík

Nánari upplýsingar
veitir Huginn í njappnjapp(hjá)yahoo.com og í síma 692 9817
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Hugins Þórs Arasonar stendur til 21. júní 2009 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.

Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.


Vinstrisveifla á Íslandi

Til hamingju með glæsileg kosningaúrslit. Góðu fréttirnar eru að Vinstri græn bæta verulega við sig og tveggja flokka vinstristjórn er með öruggan meirihluta. Það eru einnig góðar fréttir að SjálfstæðisFLokkurinn biður afhroð. Það er ánægjuegt að það stefnir í að loksins verði meira jafnræði karla og kvenna á þingi. Ég óska Borgarahreyfingunni líka til hamingju með góðan árangur í kosningunum og það er frábært að Birgitta Jónsdóttir sé komin á þing.
Það er vistra grænt vor í loftinu. Takk fyrir stuðninginn öll.


mbl.is Fréttaskýring: Stærsta vinstrisveiflan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SjálfstæðisFLokkurinn á barmi taugaáfalls

graentflurlogo

Það stefnir allt í verðskuldaðan stórsigur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í kosningunum á morgun. Enda veitir ekki af eftir 18 ára valdatíma frjálshyggju með tilheyrandi ójöfnuði, óréttlæti, græðgivæðingu, sóun og umhverfisspjöllum. Það er þörf fyrir jöfnuð í samfélaginu og áherslu á fólkið og umhverfið okkar. Það þarf að koma heimilunum til bjargar og efnahagslífinu. Það geta Vinstri græn gert.
SjálfstæðisFLokkurinn er hinsvegar óstjórntækur flokkur á kafi í spillingu og ætlar að halda áfram á sömu braut stóriðjuvæðingar og afneitunar. Þar á bæ beita menn nú öllum ráðum, blekkingum og lygum í örvæntingu sinni. En sem betur fer sér meirihluti þjóðarinnar í gegnum ránfuglinn að þessu sinni. Það er samt einkennilegt að um 20% ætli að kjósa SjálfstæðisFLokkinn.
Það eru erfiðir tímar framundan en með ábyrgri stefnu með áherslu á menntun og velferð er vegurinn til framtíðar bjartur.
mbl.is Stjórnin heldur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar

Eða allavega gleðilegt vor:) Veðrið hér á henni Akureyri er ansi gott (eins og næstum alltaf) en mætti vera aðeins hlýrra. Ég hef ekkert bloggað í óratíma sem skrifast á netsambandsleysi í íbúðinni í Berlín og svo var nóg annað að gera eftir að við komum aftur til landsins. En nú verður þráðurinn tekinn upp að nýju enda komið sumar! Og það eru kosningar eftir tvo daga og ég vona innilega að þið kjósið öll vinstri græn!


mbl.is Sumar og vetur frusu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingur fallinn frá

Hákon Aðalsteinsson, skáld og skógarbóndi er fallinn frá allt of snemma. Hann var snillingur og frábær maður. Sigurður Ingólfsson vinur minn tók við hann eftirminnilegt viðtal og því var útvarpað á Rás 1 á síðasta ári.  Hákon var litríkur hugsjónamaður og baráttumaður fyrir verndun náttúru landsins. Hans verður lengi minnst. Ég votta eiginkonu hans, börnum, vinum og öðrum aðstandendum samúð mína.


mbl.is Hákon Aðalsteinsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn sterku konur

 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag 8. mars. Og það á vel við að hinar sterku konur hjá Vinstri grænum vinna mikinn sigur í forvalinu í Reykjavík. Það er einnig mikil endurnýjun efst á listanum með Svandísi Svavarsdóttur og Lilju Mósesdóttur.

Katrín Jakobsdóttir fær glæsilega kosningu og Árni Þór Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir, Kolbrún Halldórsdóttir mega nokkuð vel við una enda margir sterkir frambjóðendur að keppa um efstu sætin. Spútnikmennirnir eru svo Ari Mattíasson og Davíð Stefánsson. 

Ég hefði auðvitað viljað sjá Auði Lilju Erlingsdóttur og Steinunni Þóru Árnadóttur ofar og ég sakna margra góðra félaga á listann en úrlistin fyrir Vinstri græn í Reykjavík eru góð.

Það á að vísu eftir að telja einhver atkvæði en þetta á væntanlega ekki eftir að breytast mikið.

Til hamingju með þetta öll!


mbl.is Katrín og Svandís efstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt hjá Katrínu

Hlutirnir eru að gerast í Menntamálaráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir er besti menntamálaráðherra sem við höfum haft. Hún áttar sig á því að skapandi starf leiðir af sér fjölda annarra starfa. Það eru mikil verðmæti fólgin í menningunni. Ferðamenn streyma til landsins til að njóta tónlistar og myndlistar, fara á söfn og á tónleika, í leikhús og flytja inn gjaldeyri í miklu magni.

Undirstaðan fyrir öllu þessu er listamenn. Þegar myndlistarmaður setur upp sýningu fá allir greitt fyrir sína vinnu nema listamaðurinn! Prentarinn fær greitt fyrir að prenta boðskort og sýningarskrá. Flutningabílstjórinn fær greitt fyrir að flytja verkin á sýninguna. Starfsmenn safnsins fá borgað fyrir að setja sýninguna upp, vakta hana og veita gestum upplýsingar. Sýningarstjórinn fær auðvitað greitt fyrir sína vinnu, einnig fjölmiðlafulltrúinn og blaðamennirnir sem fjalla um sýninguna. Ræstingafólkið fær auðvitað greitt fyrir sína vinnu (að vísu allt of lítið). Smiðir og málarar fá greitt fyrir að laga húsnæðið að þörfum sýningarinnar. Veitingamenn fá greitt fyrir seldar veitingar og opnun. Þannig mætti lengi telja. Svo er það bara spurning hvort eitthvað selst af verkunum og þá fær listamaðurinn hluta af því ef hann er svo heppinn að eitthvað seljist.

Listamannalaunin eru því kærkomin. Flestir listamenn sem ég þekki eru að vinna aðra vinnu ásamt því að leggja stund á sína list. Starfslaun gera þeim kleift að einbeita sér að listinni í ákveðinn tíma, 6 eða 12 mánuði og örfáir eru svo heppnir að fá jafnvel tveggja ára starfslaun. Þetta er ekki styrkur heldur laun sem eru greidd sem verktakagreiðsla og af þeim þarf að borga skatta og öll hefðbundin gjöld. Launin fara svo í framleiðslu á verkum, eða í allan þann kostnað sem fylgir því að setja upp sýningar. Launin fara því beint út í þjóðfélagið aftur. Skila þarf skýrslu um hvernig laununum er varið og hvað listamaðurinn hefur gert. Umsóknarferlið er einnig talsvert og sem betur fer er skipt um fólk í úthlutunarnefnd á hverju ári til að fjölbreytt sjónarmið og viðmið komist að.

Það er því mikið fagnaðaefni að loksins skuli vera fjölgað þeim mánuðum sem eru til úthlutunar. Það þarf þá einnig að hyggja að því að þessari aukningu sé skipt á réttlátan hátt milli listgreina. Það eru til dæmis fargfalt fleiri myndlistarmenn sem sækja um árlega en rithöfundar og því mun minni líkur á því að myndlistarmenn fá starfslaun.

Þetta verður örugglega umdeilt enda afar vinsælt hjá frjálshyggjunni að segja að allt eigi að "borga sig" einnig í menningu og listum. En við fáum þessar krónur margfalt til baka inn í þjóðfélagið. Listamenn eru snillingar að vinna allt í sjálfboðavinnu og einhvertíma fær maður nóg af því. Þess vegna er smá umbun nauðsynleg. Þetta eru góð tíðindi.


mbl.is Leggur til breytingar á listamannalaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum nýtt fólk með ferskar og góðar hugmyndir

grimur.jpgÞað hljómar ef til vill eins og brandari að flokkurinn sem ber ábyrgð á efnahagshruninu en axlar enga ábyrgð skuli mælast aftur "stærsti" flokkurinn í könnunum. Ránfuglinn sem brotlenti er að hefja sig aftur til flugs eða hvað?

Sem betur fer lítur allt út fyrir að Vinstri græn nái meirihluta ásamt Samfylkingu og fái þar með að halda áfram tiltektinni eftir frjálshyggjusukk síðustu ára. Það hlýtur að vera takmark allra jafnréttissinna að halda Sjálfstæðisflokknum í stjórnarandstöðu áfram þar á flokkurinn heima næstu áratugina.

Vinstri græn hafa mikið fylgi meðal ungs fólks. 41% aðspurðra undir 30 árum ætla að merkja X við V þann 25. apríl. En þá þurfum við líka að sýna þessu fólki að við treystum þeim og að við hlustum á skoðanir þeirra og hugmyndir. Og við þurfum fulltrúa þessarar kynslóðar á Alþingi og ofarlega á alla lista.

Úrslit fyrsta forvals Vg á landinu eru vonbrigði í þessu ljósi. En það þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur safna liði og nú um helgina fara fram forvöl í Reykjavík og Norðvesturkjördæmi. Af 22 einstaklingum sem gefa kost á sér í forvali Vg í NV eru sjö yngri en 30 ára og á aldrinum 30-40 ára er mjög frambærilegt fólk. Ég skora á alla félaga mína í NV-kjördæmi að gefa þessu fólki brautagengi. Við þurfum nýtt fólk með nýjar, ferskar og skapandi hugmyndir. Fremstur meðal jafningja er góður drengur sem heitir Grímur Atlason. Hann vildi ég sjá fara fyrir lista breytinga í átt til jafnréttis, friðarstefnu og frjórra hugmynda. Grím Atlason í 1. sætið í Norðvesturkjördæmi og ungt fólk á lista!


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði

Ég fer ekkert í launkofa með það að ég er dálítið vonsvikinn yfir úrslitum forvalsins hér í Norðaustrinu. Einn félagi minn benti mér á að af átta efstu einstaklingum sé ég sá yngsti og ég er fertugur, fjórum árum yngri en mamma hans!

Það er krafa í þjóðfélaginu um endurnýjun en sú krafa virðist ekki hafa náð eyrum margra félaga í Vg hér í Norðausturkjördæmi. Og ég er ansi hræddur um að staðan sé svipuð í Norðvesturkjördæmi þrátt fyrir að margt afar frambærilegt ungt og ferskt fólk gefi kost á sér. 

En það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur safna liði og bretta upp ermar (eða öllu heldur sleppa því að bretta þær niður aftur). Við sem trúum því að það þurfi að gera gagngerar breytingar á þjóðfélaginu og að meiri umhverfisvernd, jafnrétti, friðarstefna, burt frá klíkuskap og græðgi, verðum að halda baráttunni áfram og greinilega af enn meiri krafti.

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur

 

Mynd frá Akureyri: Hugi Hlynsson


mbl.is Steingrímur J. efstur í NA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlæti taki við af græðgi og spillingu

489810ALoksins, loksins! Eftir 18 ára græðgivæðingu Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi spillingu, einkavinavæðingu og rugli er kominn tími á réttlæti. Vinstri græn ásamt Samfylkingu hafa tekið við og eru að þrífa skítinn eftir frjálshyggjusukkið.

"Flokkurinn brást ekki, það var fólkið" segja forystumenn þessa flokks. Bjarni Ben, Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín voru öll í þessu og það er komið nóg. Vonandi man fólk eftir öllu sukkinu, lygunum og blekkingunum þegar það kemur í kjörklefann. Hver og einn hefur eitt atkvæði og það er vonandi enginn sem horfir yfir öxlina á okkur þegar við fáum að kjósa velferð og uppbyggingu í stað græðgi og spillingar.


mbl.is Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er Sjálfstæðisflokknum illa við aukið lýðræði?

488155AÞað er afar jákvætt að fram sé komið á Alþingi frumvarp um persónukjör. Þetta var ein af kröfunum í búsáhalda-byltingunni. Það er einnig mjög ánægjulegt að allir flokkar (nema einn) á þingi skuli standa að þessu skrefi til virkara lýðræðis. Það er hinsvegar sorglegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli leggjast gegn þessu mikilvæga máli. En það þarf ef til vill ekki að koma á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn leggst einnig gegn hugmyndum um stjórnlagaþing. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti öllum framförum!) 

Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn sé að misskilja hlutverk sitt í stjórnarandstöðu. Best að hafa flokkinn þar í 18 ár til að hann fari að fatta að það er hægt að veita aðhald og koma með uppbyggilega gagnrýni í stað þess að vera í fýlu og með leiðindi og standa á bremsunni í öllum hlutum. Sérstaklega þagar það kemur umbótum á lýðræðinu við.


mbl.is Leggja fram frumvarp um persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð Oddsson leikur píslarvottinn vel

491437.jpg

Maðurinn sem ber ábyrgð á einkavinavæðingu bankanna, löggjöf sem sleppti bönkunum lausum sem varð til þess að þeir gátu vaxið eins og þeir vildu sem endaði með ósköpum, var í Kastljósviðtali í gær. Og hann er saklaus píslarvottur að eigin mati. Sumir áhangendur Sjálfstæðisflokksins trúa öllu sem hann segir og tala um að hann sé lagður í einelti. Aumingja maðurinn.

Davíð Oddsson tekur ekki mark á skoðanakönnunum sem sýna að innan við 10% þjóðarinnar treysta honum af því að "Baugsmiðlarnir" birtu þessar kannanir. Hann er staddur í fílabeinsturni og greinilega ekki í sambandi við neitt. Hefur maðurinn ekki gert næga óskunda nú þegar? Nei, hann er sennilega bara rétt að byrja. Best væri ef hann gerði alvöru úr hótunum sínum og færi aftur í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá væri hægt að fella hann í kosningum. Bless Davíð.


mbl.is Helgi Magnús: Davíð sendi bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til að byggja upp

Við stöndum á tímamótum. Framundan eru sennilega einar mikilvægustu kosningar í sögu landsins. Við fáum tækifæri til að velja okkur fulltrúa á Alþingi á erfiðum tímum. Og það er verk að vinna. Eftir 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins ýmist með krötum eða Framsóknarflokki rambar þjóðin á barmi gjaldþrots. En nú eru þeir sem steyptu okkur í gífurlegar skuldir, atvinnuleysi, óðaverðbólgu og óöryggi farnir frá og fólk komið sem raunverulega er að takast á við enduruppbyggingu.

Krafa um virkt lýðræði
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 1.-3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hér í NA-kjördæmi. Ég var varaþingmaður Steingríms J. Sigfússonar og Þuríðar Backman árin 2003-2007 og hef ávalt átt afar góð samskipti við þau og styð þau heilshugar. Ég er ekki að bjóða mig fram gegn neinum heldur er það lýðræðislegur réttur fólks að fá að raða á lista. Ég tók fjórum sinnum sæti á þingi og lagði þá áherslu á stuðning við Háskólann á Akureyri, lagði fram þingsályktunartillögu um gerð Vaðlaheiðagangna og mælti með lengingu flugbrautarinnar á Akureyri og uppbyggingu ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi. Einnig lagði ég fram tillögu um að allir sem orðnir eru 16 ára fái kosningarétt líkt og gert hefur verið í nokkrum Evrópulöndum með góðum árangri. Það þarf að virkja unga fólkið og auka fræðslu um lýðræði í grunn- og framhaldsskólum. Skapa virka umræðu og beina þátttöku fólks í ákvarðanatöku.

Ótæmandi tækifæri
Hér á svæðinu eru margir möguleikar til atvinnuuppbyggingar. Við eigum að leggja aukna áherslu á ferðaþjónustu allt árið með beinu flugi til Evrópu. Landbúnaður og vistvæn ræktun grænmetis gæti blómstrað ef orkuverð yrði fært til samræmis sem það álverin eru að borga. Við eigum fjölda möguleika í sjávarútvegi með áherslu á smábátaútgerð og vistvænar veiðar. Grundvallarforsenda er að kvótinn færist aftur í hendur þjóðarinnar og fari á markað en sé ekki eign fárra. Tækifæri okkar í nýtingu á orku t. d. í þekkingariðnaði og hátækni eru einnig óþrjótandi.
Ég er tilbúinn að leggja mitt fram til að byggja upp kraftmikið og réttlátara þjóðfélag. Nánari upplýsingar um stefnumál mín eru á www.hlynur.is og hægt er að ganga til liðs við Vinstri græn og taka þannig þátt í forvalinu á www.vg.is

Hlynur Hallsson

Greinin birtist í Vikudegi 19. febrúar 2009


Kynningarbæklingur frambjóðenda kominn á netið

Það er gott hversu margt nýtt og ferskt fólk gefur kost á sér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Til að gefa yfirlit um allt þetta fólk, hugsjónir þeirra, stefnu og bakgrunn hefur kosningastjórnin gefið út ljómandi bækling um alla frambjóðendur sem sendur verður í pósti til allra félaga í kjördæminu ásamt atkvæðaseðli. Það er einnig hægt að nálgast þennan bækling í PDF formi hér.

Þeir sem gerast félagar í Vg fyrir klukkan 17 mánudaginn 23. febrúar geta kosið í forvalinu. Hér er hægt að skrá sig.

Svo eru kynningarfundir í kosningamiðstöðvunum á Akureyri laugardaginn 21. feb. klukkan 15 og á Egilsstöðum sunnudaginn 22. feb. klukkan 15.


mbl.is Ingunn tekur þátt í forvali VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilindi

bluelagoon.jpg

Ég er sannfærður um að þörf er á nýju siðferði í íslensk stjórnmál sem og viðskiptalíf og almennt í þjóðfélaginu. Ég vil gera orð Davíðs Stefánssonar frambjóðanda í forvali Vg í Reykjavík að mínum. Hann veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta þessa yfirlýsingu hér.

Ég kem hreint og beint fram og hef þá einföldu trú að kærleikur, mannvirðing og heiðarleiki borgi sig á öllum sviðum lífsins – líka í stjórnmálum.

 

Ég mun ávallt kjósa samkvæmt eigin sannfæringu í öllum málum og styðja frumvörp annarra stjórnmálaflokka ef þau samræmast minni sannfæringu.

Ég mun meta aðra stjórnmálamenn eftir orðum þeirra og gjörðum, hvorki eftir flokksskírteini þeirra né stefnu þess flokks sem þeir tilheyra.

Ég mun, hvorki í kosningabaráttu innan flokksins né í kosningabaráttu við aðra flokka, beita óvönduðum meðulum.

Ég mun svara beinum spurningum sem ég get svarað og ekki reyna að tala mig í gegnum spurningar sem ég get ekki svarað.

Ég mun axla ábyrgð á eigin gjörðum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband