Færsluflokkur: Vefurinn
10.3.2007 | 14:01
Karen Dúa opnar á Karólínu
Það eru sjö opnanir í Gilinu í dag og ég er að verða of seinn á fyrstu opnanirnar sem eru klukkan 14:00. Ætla hér að birta fréttatilkynningu um sýninguna hennar Karenar Dúu og þjóta svo.
Karen Dúa Kristjánsdóttir
Draugurinn - ég
10.03. - 06.04.2007
Velkomin á opnun laugardaginn 10. mars 2007, klukkan 14
Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 10. mars klukkan 14 opnar Karen Dúa Kristjánsdóttir sýninguna "Draugurinn - ég" á Café Karólínu.
Karen er fædd á Akureyri 1982 og útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2006. Vinnustofa henner er í Gilinu og rekur hún þar ásamt félögum sínum gallerí BOX.
Karen segir um sýninguna á Café Karólínu:
"Maðurinn er jafnan forvitinn um líf á öðrum tilverustigum, hvort sem við afneitum því eða trúum heitt á það, - þá erum við forvitin. Verkin sem nú eru sýnd á Café Karólínu eru málverk unnin með olíu á striga. Þau eru óræð, minna okkur á drauga og skilja eftir spurningar.
Stundum birtast okkur óljósar myndir af verum sem við vitum ekki hvort að eru raunverulegar. Eru þetta draugar eða spegilmyndir af okkur sjálfum? Eru þetta kannski bara óljósar minningar að láta vita af tilvist sinni? Eða draugurinn af sjálfri mér í mismunandi myndum, hin mörgu andlit sjálfrar mín. Fylgir mér eins og vofa, tilfinningin að vera aldrei ein er góð. Draugurinn ég sem vill stundum bara hverfa, gufa upp út í loftið, vera ósýnileg og týnd í tímanum.
Eru draugar dáið fólk, eða eru draugar jafnvel ekki til? Ímyndun ein sem lifnar við."
Nánari upplýsingar um verk Karenar eru á síðunni:
http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/625
Karen verður viðstödd opnunina.
Sýningin á Café Karólínu stendur til 6. apríl 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 10. mars 2007, klukkan 14.
Á sama tíma stendur yfir sýning Jónasar Viðars á Karólínu Restaurant. Sú sýning stendur til 4. maí 2007.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
07.04.07-04.05.07 Aðalsteinn Þórsson
05.05.07-08.06.07 Edda Þórey Kristfinnsdóttir
09.06.07-06.07.07 Björg Eiríksdóttir
07.07.07-03.08.07 Elísabet Jónsdóttir
04.08.07-31.08.07 Dagrún Matthíasdóttir
01.09.07-05.10.07 Stefán Jónsson
06.10.07-02.11.07 Marsibil G. Kristjánsdóttir
03.11.07-30.11.07 Birgir Sigurðsson
01.12.07-04.01.08 Steinunn Helga Sigurðardóttir
05.01.08-02.02.08 Guðrún Vaka
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.3.2007 | 09:57
Erum við föst í Netinu?
Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna! Það var afar fræðandi viðtal við Auði Styrkársdóttur forstöðukonu Kvennasögusafnsins í Laufskálanum á Rás 1 áðan. Ég mæli með að fólk hlusti á þáttinn á Netinu eða á endurflutning í kvöld.
Ung vinstri græn eru svo með opinn umræðufund á laugardaginn 10. mars klukkan 11 í Suðurgötu 3, sem ber yfirskriftina: Erum við föst í netinu - eða er hægt að temja það? Efni fundarins verður Netið í víðum skilningi. Framsögumenn verða: Steingrímur J. Sigfússon, Kristín Tómasdóttir og Pétur Tyrfingsson. Það er reyndar einnig hægt að spyrja: á að temja Netið eða þarf að temja það? Þetta verður örugglega áhugaverður fundur í framhaldi af útúrsnúningnum mikla um "netlögguna".
![]() |
83% íslenskra heimila tengd netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.3.2007 | 23:15
Vinir og opnun á laugardaginn
Ég er afar hlynntur vinabæjum. Hef að vísu ekki komið til Grimsby en er viss um að þar er vingjarnlegt fólk. Mér finnst líka að Hallgrímur Helgason (Grim) ætti að verða heiðursborgari í Grimsby. Annars er ég að opna sýningu á Akureyri í galleriBOXi á laugardaginn og verkið er tilvalið til að vingast við fólk. Það er reyndar hellingur af opnunum á Akureyri þennan dag og ég set meira um það hér á síðuna næstu daga en hér er fréttatilkynningin fyrir BOXið:
Hlynur Hallsson opnar sýninguna LJÓS - LICHT - LIGHT í galleriBOXi, Kaupvangstræti 10, á Akureyri, laugardaginn 10. mars 2007 klukkan 16.
Verkið sem Hlynur setur upp í galleriBOXi samanstendur af borði og sætum sem gerð eru á afar einfaldan hátt úr froðuplastplötum og gæruskinni. Froðuplastið er tilbúið efni sem gjarnan er notað til einangrunar og gæruskinnið er hinsvegar náttúruleg afurð en einnig gjarnan notuð til einangrunar eða öllu heldur sem fóður í ýmsar flíkur. Froðuplastið er framleitt hjá Plastási á Akureyri en gærurnar koma frá Skinnaiðnaði sem var á Akureyri en nú er búið að leggja niður, eða öllu heldur flytja til austurhluta Evrópu. Hlynur hefur sett upp svipuð verk á nokkrum stöðum eins og í Hannover og Vín og nú stendur yfir sýning hans hjá Kuckei+Kuckei í Berlín en þar eru áþekk sæti ásamt fleiri verkum. Sú sýning stendur einmitt til 10. mars, sama dags og sýningin í BOXi opnar.
Sýningargestir geta fengið sér sæti og hvílt lúin bein, spjallað saman eða horft og hvert á annað. Fólk getur blaðað í sýningaskrám frá sýningum sem Hlynur hefur haldið eða tekið þátt í. Einnig er hægt að ferðast í huganum til fjarlægra landa ef mann langar heldur til þess, sitjandi á þessum frumstæðu en hlýlegu bekkjum. Á vegginn hefur Hlynur spreyjað skilaboð sem hægt er að útleggja á ýmsa vegu. Á sama tíma og sýningin í galleriBOXi opnar, opnar Hlynur einnig sýningu á veggverk.org á vegg á mótum Glerárgötu og Strandgötu á Akureyri. Sýningin í GalleriBOXi stendur til sunnudagsins 25. mars 2007.
Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur sett upp um 50 einkasýningar og tekið þátt í um 70 samsýningum. Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997 og verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2005. Hann hefur fengið 6 mánaða listamannalaun 1997, 2002 og 2003 og tveggja ára starfslaun 2006. Hlynur var bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005.
Verk Hlyns eru í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Nýlistasafnsins, Listasafnsins á Akureyri, Listasjóðs Dungals, Listasafns Flugleiða, Samlung Howig í Zürich auk nokkurra einkasafna í Evrópu. Hlynur vinnur með ljósmyndir, texta, innsetningar, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburðir eins og sundferðir, gönguferðir eða snjóhúsbygging geta verið efniviður í verkum hans en einnig landmæri, samskipti fólks og viðhorf okkar. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni www.hallsson.de
Allir velkomnir, grænmetisréttir að venju.
galleriBOX
Kaupvangstræti 10
600 Akureyri
www.galleribox.blogspot.com
![]() |
Grimsby vill gera vinabæjarsamkomulag við Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.3.2007 | 08:50
Ofbeldi í Kaupmannahöfn
Það er óhugnanlegt að horfa uppá það ofbeldi sem átti sér stað í Kaupmannahöfn í gær og heldur sennilega áfram í dag. BT er með myndasyrpu af ástandinu og eins og oft þá segja myndir meira en mörg orð. Það að stjórnmálamenn lofi framgöngu lögreglunnar kemur mér ekki á óvart og ekki ætla ég að verja aðgerðir ungmenna sem kasta steinum í átt að lögreglumönnum en mér blöskrar það ofbeldi sem á sér stað frá báðum hliðum. Það er eitthvað sem hlýtur að vera hægt að koma í veg fyrir með því að tala saman. Hér er mynd sem Uffe Weng tók og það eru fleiri myndir hjá BT, umfjöllun hjá Information og hjá Politeken.
![]() |
Fjölmiðlar hrósa dönsku lögreglunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
27.2.2007 | 12:22
Þöggun breska varnarmálaráðuneytisins
Þöggunartilraunir breska varnarmálaráðuneytisins á verki listamannsins Steve McQueen er ekki fyrsta tilraun yfirvalda til að hefta málfrelsi og tjáningarfrelsi listamanna sem og almennra borgara. Sorglegt að þetta sé aftur og aftur að koma upp. Þetta mál er tilefni til langra skrifa en ég hef bara ekki tíma núna en bendi ykkur á umjöllun The Independent og viðtal við Steve McQueen í tilefni hinna virtu Turner verðlauna sem hann hlaut árið 1999. Hér er greinin öll á mbl.is:
"Varnarmálaráðuneyti Bretlands reyndi að stjórna gjörðum breska myndlistarmannsins og Turner-verðlaunahafans Steve McQueen þegar hann var að gera myndlistarverk sem tengdust Íraksstríðinu fyrir myndlistarhátíð sem nú stendur yfir í Manchester. McQueen segir varnarmálaráðuneytið hafa gert sér erfitt fyrir og neitað honum um upplýsingar um fjölskyldur hermanna sem féllu í Írak og ekki viljað leyfa honum að ræða við þær. Embættismenn þar á bæ hafi spurt hann hvort hann gæti ekki gert landslagsmálverk í staðinn.
Verkið heitir For Queen and Country og eru frímerki unnin úr fjölskyldumyndum 100 fallinna, breskra hermanna sem voru við störf í Írak. McQueen segist hafa verið tvö ár að vinna verkið fyrir Konunglega hersafnið í Bretlandi, sem styrkti hann til þess.
98 fjölskyldur fallinna hermanna unnu með McQueen að verkinu. Forstöðumaður breska póstsins, Royal Mail, hefur neitað beiðni McQueen um að fjöldaframleiða frímerkin sem söfnunargripi til minningar um fallna hermenn. Á forsíðu Independent í dag er frímerki með mynd af hermanninum John Jones, en móðir hans veitti blaðinu heimild til að nota myndina á forsíðu."
![]() |
Varnarmálaráðuneyti Breta hindraði störf myndlistarmanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2007 | 08:26
Loksins Martin Scorsese og Al Gore
Það var heldur betur kominn tími til að Martin Scorsese fengi hinn eftirsótta Óskar (e.Oscar:) og sannarlega gaman að Al Gore myndin Óþægilegur sannleikur (e. An Inconvenient Truth) fengi verðlaun sem besta heimildarmyndin. Þjóðverjar eru að rifna úr stolti (ef það er þá hægt) fyrir að myndin Líf annarra (þ. Das Leben der Anderen) fengi Óskar gamla gull frænda. Der Spiegel segir svo frá hér. Hér er annars fréttin af mbl.is.
"Kvikmyndin The Departed í leikstjórn Martin Scorsese fékk Óskarsverðlaunin í ár sem besta myndin, þá fékk breska leikkonan Helen Mirren verðlaun sem besti kvenleikarinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The Queen. Forest Whitaker hlaut hins vegar verðlaunin í flokki karlleikara fyrir túlkun sína á einræðisherranum Idi Amin í kvikmyndinni The Last King of Scotland.
Scorsese hafði áður verið tilnefndur fimm sinnum fyrir kvikmyndir sínar, en þetta eru fyrstu Óskarsverðlaunin sem hann hlýtur.
Þá var tónskáldið Ennio Morricone heiðraður fyrir ævistarf sitt við gerð kvikmyndatónlistar,
Bandaríska leik- og söngkonan Jennifer Hudson fékk Óskarinn fyrir leik í aukahlutverki fyrir myndina Dreamgirls og Alan Arkin fékk einnig verðlaun fyrir besta leikinn í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni Little Miss Sunshine. Myndin An Inconvenient Truth, sem Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, gerði um umhverfismál, var valin besta heimildarmyndin. Þýska myndin Das Leben der Anderen var valin besta erlenda myndin en myndin Pan's Labyrinth, sem keppti einnig í þeim flokki, fékk verðlaun fyrir förðun og listræna stjórnun. Tölvuteiknimyndin Happy Feet var valin besta teiknimyndin."
![]() |
Scorsese fékk loks Óskarinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.2.2007 | 09:40
Stjórnin fallin, VG og Samfó jafn stór
Ný könnun Fréttablaðsins ítrekar enn og aftur að ríkisstjórnin er kolfallin. Að vísu lækkar Samfó aðeins en Framsókn hækkar aftur en samt er núverandi stjórnarandstaða með 34 þingmenn á móti 29. Við erum hársbreidd frá glæsilegri vinstri-velferðar-ríkisstjórn. Stefnum að því saman. Hér er forsíðufréttin öll:
"
Samfylking og VG jafnstór
Um 24 prósent segjast nú myndu kjósa hvern flokk fyrir sig, Samfylkingu og Vinstri græn. Tæp 37 prósent styðja Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknarflokkurinn mælist nú tvöfallt stærri en í síðustu könnun og segjast nú tæp níu prósent myndu kjósa flokkinn. Rúm sex prósent segjast myndu kjósa Frjálslynda flokkinn.
Skoðanakönnun Í annarri skoðanakönnun Fréttablaðsins í röð segjast rúm 23 prósent myndu kjósa Vinstri græn, væri boðað til kosninga nú.
Skoðanakönnun Í annarri skoðanakönnun Fréttablaðsins í röð segjast rúm 23 prósent myndu kjósa Vinstri græn, væri boðað til kosninga nú. Myndi flokkurinn samkvæmt því fá 15 þingmenn kjörna, 10 fleiri en flokkurinn hefur nú. Í síðstu kosningum hlaut flokkurinn 8,8 prósent atkvæða. "Við erum mjög ánægð með þetta og það er magnað að við skulum vera að fá nánast sömu mælingu aftur. Það sýnir að þetta er engin bóla hvað okkur varðar," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Fylgi Samfylkingar mælist nú 24,0 prósent og myndi flokkurinn jafnframt fá 15 þingmenn kjörna, fjórum færri en flokkurinn hefur nú en 30,9 prósent kjósenda veittu flokknum atkvæði sitt í síðustu kosningum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist telja að niðurstöðurnar séu innan skekkjumarka, en er sannfærð um að Samfylking sé í sókn og eigi mikið inni hjá þeim sem enn eru óákveðnir. Nú sögðust tæp 34 prósent, af þeim 800 sem hringt var í, enn vera óákveðin.Tvöfalt fleiri segjast nú myndu kjósa Framsóknarflokkinn en í síðustu könnun blaðsins, eða 8,8 prósent. Samkvæmt því myndu framsóknarþingmennirnir verða fimm, sex færri en sitja nú á þingi fyrir flokkinn en hann hlaut 17,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöðuna vera í samræmi við tilfinningu sína um að flokkurinn sé í sókn. "Jafnframt er ljóst að meginverkefnin eru fram undan og við erum að sækja í miklu meira fylgi en þarna kemur fram."
Alls 36,8 prósent segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem fengi samkvæmt því 24 þingmenn. Flokkurinn hefur nú 23 þingmenn. Þetta er nánast sama fylgi og í síðustu könnun blaðsins en flokkurinn hlaut 33,7 prósent atkvæða í kosningunum 2003. "Ég er mjög sátt við okkar hlut í þessu og það er augljóst að við erum á þessu róli," segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Frjálslyndir missa fylgi frá síðustu könnun blaðsins þegar 7,3 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda. Nú segjast 6,1 prósent myndi kjósa þá, en flokkurinn hlaut 7,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Þingmenn flokksins yrðu fjórir samkvæmt því, einum færri en sitja nú á þingi fyrir flokkinn. "Frjálslyndi flokkurinn á eftir að kynna sína framboðslista, þannig að ég reikna með að þetta muni breytast eitthvað þá," segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins. "En þetta er ekkert óviðunandi niðurstaða í sjálfu sér."
"
![]() |
Fylgi VG og Samfylkingar mælist álíka mikið í nýrri könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2007 | 14:12
Frelsum ástina - höfnum klámi!
Af gefnu tilefni birti ég hér ályktun Landsfundar Vinstri grænna í heild sinni og tek undir með þeim sem hafa gagnrýnt fabúlerinagar blaðamanns mbl.is í lok fréttarinnar. En hér er ályktunin fína:
"Vinstrihreyfingin grænt framboð fagnar þeirri einörðu samstöðu sem í ljós kom þegar klámframleiðendur hugðust standa fyrir ráðstefnu á Íslandi dagana 7.-11. mars 2007. Samstöðu sem hafin var yfir pólítíska flokkadrætti, bandalög, vinahópa og hugmyndafræðileg átök. Samstöðu samfélags sem tók undir með kvennahreyfingu undanfarinna alda, reis upp og mótmælti klámvæðingu af krafti. Samstöðu sem leiddi til þess að ráðstefnunni var aflýst.
Órjúfanlegt samhengi ríkir milli kláms, vændis og annars kynferðisofbeldis. Enginn á að þurfa að taka þátt í kynferðislegum athöfnum gegn vilja sínum. Einstaklingur sem starfar í klámiðnaðinum vegna neyðarinnar einnar og/eða gegn vilja sínum er því beittur kynferðisofbeldi. Ljóst er að sú er raunin með stóran hluta þeirra sem starfa í klámiðnaðinum.
Klámvæðingin hefur auk þess ótvíræð neikvæð áhrif á samfélagið og hegðan einstaklinga innan þess. Rannsóknir kynjafræðinga hafa sýnt fram á sterkt samband milli neyslu kláms og ofbeldis gagnvart konum og börnum. Í kjölfar klámvæðingarinnar eru nauðganir orðnar grófari og hópnauðganir alvarlegri, í fullu samræmi við þróun klámvæðingarinnar.
Vinstrihreyfingin grænt framboð mun halda vegferðinni áfram. Enn er klám fyrir augum okkar daglega, vændi þrífst hérlendis sem aldrei fyrr og kynferðisofbeldi gagnvart konum og börnum er daglegt brauð. Pólítískur vilji er forsenda breytinga, ásamt bættu réttar- og dómskerfi og eflingu kynjafræðimenntunar á öllum skólastigum með sérstakri áherslu á lykilfólk í samfélagslegri umræðu, s.s. í uppeldisgreinum, heilbrigðisgreinum, lögfræði, fjölmiðlafræði, stjórnmálafræði o.s.frv.
Sterk sjálfsmynd einstaklinga sem bera virðingu hver fyrir öðrum og njóta kynlífs á eigin forsendum er forsenda samfélags án ofbeldis. Til þess er mikilvægt að bæta velferðarsamfélagið í heild sinni og brjóta upp kynjakerfið. Það ætla Vinstri græn að gera."
![]() |
VG fagnar samstöðu gegn klámráðstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2007 | 02:37
Glæsilegt upphaf á Landsfundi
Það var rífandi stemning á setningu Landsfundar Vinstri grænna í dag. Gaman að vera hluti af svona kraftmikilli og bjartsýnni hreyfingu fólks. Það er eitthvað að gerast, það ilmar af vori og maður fann fyrir því í dag. Frábært að hitta allt þetta nýja fólk sem gengið hefur til liðs við Vinstri græn á síðustu mánuðum og maður finnur kraftinn og gleðina. Opnunarathöfnin var flott, Kolbrún Halldórsdóttir stjórnaði af myndarskap og sérstaklega gott þótti mér að heyra ávörp fulltrúa tveggja kynslóða, þeirra Snærósar Sindradóttur og Málfríðar Sigurðardóttur, við setninguna. Ræða Steingríms var einnig kraftmikil og fín eins og maður átti reyndar vona á. Það er hægt að lesa hana alla hér. Og svo auðvitað sem pdf í frétt mbl.is.
Svo kíkti ég á opnun í Reykjavíkurakademíunni, Hoffmannsgalleríi og Hafnarhúsinu í matahléinu til að ná smá í Vetrarhátíð og hitti helling af góðu fólki. Um kvöldið voru svo hörku umræður. Þetta verður frábær helgi og dagskráin byrjar strax í fyrramálið og eftir hádegið klukkan 13 er málþing þar sem yfirskriftin er: Ótæmandi möguleikar: Íslenskt atvinnulíf á tímamótum. Þar eru krafta konur með erindi og í pallborði og hörkukarl líka. Kosning í stjórn fer fram klukkan 15 og ég ætla að gefa kost á mér. Þetta verður frábært.
![]() |
Steingrímur: Bullandi stemning fyrir því að fella ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.2.2007 | 08:23
Umhverfismál á landsfundi Vinstri grænna
72,8% aðspurðra í könnun Capacent sem gerð var fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands vilja að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. 22,6% telja að flokkarnir leggi hæfilega áherslu á þennan málaflokk og aðeins 4,6% svöruðu því til að flokkarnir ættu að leggja minni áherslu á málaflokkinn. Það er athyglisvert að kjósendur Vinstri græna vilja að flokkarnir leggi enn meiri áherslu á umhverfismál en þeir sem ætla að kjósa Frjálslynda finnst of mikil áhersla vera lögð á þessi mál. Annars er hægt að ná í þessa könnun í pdf formi á heimsaíðu Náttúruverndarsamtakanna.
Fimmti reglulegi Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefst svo í dag og stendur til sunnudags á Grand hóteli í Reykjavík.Yyfirskriftinni landsfundarins er Allt annað líf! og þar verður auðvitað mikið rætt um umherfismál en einnig fjölmörg önnur mál. Hér er dagskráin í dag en annars má ná í alla dagskrána hér og svo drög að samþykktum fundarins hér. Þetta verður skemmtileg helgi einnig með Vetrarhátið.
Dagskráin er svohljóðandi:
Föstudagur 23. febrúar
15:30 Fundargögn afhent
16:30 Setningarathöfn
18:00 Kvöldverðarhlé
19:30 Starfsmenn fundarins kosnir og kjörbréf samþykkt
Málefnahópar skipaðir
Drög að ályktunum kynnt
Lagabreytingar fyrri umræða
21:00 Almennar stjórnmálaumræður
Álaugardag byrjar dagskráin svo snemma eða klukkan 8:00 með morgunverðarfundum og meðal þess sem er á dagskrá er klukkan 15:00 Kosning formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og annarra stjórnarmanna og klukkan 16:00 Málefnahópar taka til starfa: Heilbrigðismál, Landbúnaðarmál, Atvinnumál, Umhverfismál, Innflytjendur og aðlögun, Utanríkis- og Evrópumál, Lagahópur, Ályktanahópur, Velferðar- fjölskyldu-, og öldrunarmál.
![]() |
Vilja meiri áherslu á umhverfismál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 380099
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
-
Agnar Freyr Helgason
-
Agný
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Jónsson
-
Andrés Rúnar Ingason
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Anna Pála Sverrisdóttir
-
Anna Þorbjörg Jónasdóttir
-
Ari Matthíasson
-
Arinbjörn Kúld
-
arnar valgeirsson
-
Arnljótur Bjarki Bergsson
-
Atli Fannar Bjarkason
-
Auðun Gíslason
-
Árni Árnason
-
Árni "Gamli" Einarsson
-
Árni Gunnarsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ása Richardsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásta Möller
-
Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
-
Ásta Svavarsdóttir
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bandalag atvinnuleikhópa - SL
-
Barði Bárðarson
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Björn Ingi Hrafnsson
-
Bleika Eldingin
-
BookIceland
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynjar Davíðsson
-
Dagbjört Hákonardóttir
-
Davíð
-
Dofri Hermannsson
-
DÓNAS
-
Edda Agnarsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Egill Helgason
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elín Sigurðardóttir
-
Ellý Ármannsdóttir
-
E.R Gunnlaugs
-
erlahlyns.blogspot.com
-
ESB og almannahagur
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eva G. S.
-
Eva Kamilla Einarsdóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyþór Ingi Jónsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Forvitna blaðakonan
-
FreedomFries
-
Friðrik Dagur Arnarson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Gammur drils
-
Gaukur Úlfarsson
-
Geiri glaði
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gísli Aðalsteinsson
-
Gísli Tryggvason
-
Goggi
-
gudni.is
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðfinnur Sveinsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Helmut Kerchner
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðmundur Auðunsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Guðni Már Henningsson
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gunnar Björnsson
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
halkatla
-
Halla Gunnarsdóttir
-
Halldór Baldursson
-
Halldór Kristinn Haraldsson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haukur Már Helgason
-
Haukur Nikulásson
-
Haukur Vilhjálmsson
-
Heidi Strand
-
Heiða
-
Helgi Guðmundsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Helgi Már Barðason
-
Helgi Seljan
-
Helgi Vilberg
-
Hildur Sif Kristborgardóttir
-
Hilmar Björgvinsson
-
Hilmar Dúi Björgvinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hjalti Már Björnsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlédís
-
Hlynur Sigurðsson
-
Hlynur Snæbjörnsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrafn Jökulsson
-
Hreiðar Eiríksson
-
hreinsamviska
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Ibba Sig.
-
Indriði Haukur Þorláksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Ingimar Björn Davíðsson
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Ingólfur Þór Guðmundsson
-
íd
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhann Björnsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Jónas Tryggvi Jóhannsson
-
Jónas Viðar
-
Jón Bjarnason
-
Jón Hafsteinn Ragnarsson
-
Jón Hrói Finnsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Þór Ólafsson
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Júlíus Garðar Júlíusson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Karl Tómasson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Ketilás
-
Killer Joe
-
Kjartan Jónsson
-
Kolbrún Kolbeinsdóttir
-
Kolgrima
-
kona
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristín Ástgeirsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristján Pétursson
-
Kristlaug M Sigurðardóttir
-
Krummi
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Linda Rós Jóhannsdóttir
-
Listasumar á Akureyri
-
LKS - hvunndagshetja
-
Logi Már Einarsson
-
Magnús Bergsson
-
Magnús Geir Guðmundsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Marinó Már Marinósson
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morten Lange
-
Myndlistarfélagið
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólöf Ýrr Atladóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Paul Nikolov
-
Páll Helgi Hannesson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Páll Thayer
-
Pálmi Freyr Óskarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pétur Björgvin
-
Pétur Þorleifsson
-
Pollurinn
-
Ragnar Bjarnason
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Ransu
-
Rauður vettvangur
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Haukur Ingimarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sara Dögg
-
SeeingRed
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigrún Dóra
-
Sigtryggur Magnason
-
Sigurður Á. Friðþjófsson
-
Sigurður G. Tómasson
-
Sigurður Hólm Gunnarsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigurjón M. Egilsson
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sól á Suðurnesjum
-
Sóley Björk Stefánsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Jón Hafstein
-
Stefán Stefánsson
-
Stefán Þórsson
-
Steinarr Bjarni Guðmundsson
-
Steindór Grétar Jónsson
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Stjórnmál
-
Svansson
-
Svanur Jóhannesson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
SVB
-
Sveinn Arnarsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Páll Erlendsson
-
Sverrir Þorleifsson
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sævar Már Sævarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sölvi Breiðfjörð
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Theódór Norðkvist
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tíðarandinn.is
-
Torfusamtökin
-
Toshiki Toma
-
TómasHa
-
Trúnó
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tryggvi H.
-
Ugla Egilsdóttir
-
Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
-
Úrsúla Jünemann
-
Valgeir Bjarnason
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Varðhundar frelsisins
-
Varmársamtökin
-
Vefritid
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Viðar Eggertsson
-
Vika símenntunar
-
Vilberg Helgason
-
Vinir Tíbets
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórbergur Torfason
-
Þórdís tinna
-
Þór Gíslason
-
Þór Jóhannesson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Saari
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Öll lífsins gæði?